Morgunblaðið - 30.11.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.11.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. nóv. 1955 ANNA KRISTÍN EFTIR LALLI KNUTSEN Framhaldssagan 13 áreiðanlega ekki ástamál, sem komu honum til að stela fénu. Hann var nefnilega ákaflega hrif- inn af systur minni, he.rra höfuðs maður. Það veizt þú, ívar. — Og ívar, sem var glaður vegna ávinningsins um kveldið, sam- þykkti það hlæjandi. Auðvitað, hann hafði alltaf verið að flækja- ast á Mæri. — En nú holdum við áfram spilamennskunni, Gynter, bætti hann við. Gynter beygði sig sneyptur yfir spilin. Hann hat'ði verið kveðinn í kútinn. Þegar við vorum komin út sagði ég við Önnu Kristínu: — Hann verður fjandmaður þinn hér eftir. — Mér er sama. Ég skal aldrei setja mig úr færi með að skaprauna honum. Veiztu ekki, hvers vegna hann venur komur sínar hingað? — Hann tapar sjaldan, sagði ég þurrlega. — En það er eg sem hann vill fá. — Ég hristi höfuðið. — Menn eins og Gynter spila aldrei mjög hátt um konur. Stundum held ég að þú hafir full mikið álit á sjálfri þér. — Getur verið — sagði hún hægt. Einhvern tíma kemur að því að ég hitti mann, sem á enga hlýju til að gefa mér. Ég þarfn- ast mikils hita í kringum mig, systir. — Bara að það verði þá ekki úr því stórbruni, sagði ég. Hún lagði handlegginn utan um mig og skellihló. — Það er ekki hætta á því meðan þú ert nær- stödd til að slökkva. 9. kafli. Dag nokkurn í september hafði ívar boðið Gynter höfuðsmanni, Höegh fógeta og nokkrum iiðs- foringjum á hjartaveiðar. Flestir þeir liðsforingjar, sem hingað til höfðu vanið komur sínar að Mærí voru rosknir menn og sumir farn- ir að láta á sjá. En einstaka sinn- um fluttust í nágrennið ungir og glæsilegir menn. Einn slíkur var Jörgen Randulf. Hann var svo nýkominn að við systurnar höfðum ekki séð hann. En frá hjúunum fengum við ’ýs- ingu á þessum álitlega manni, og ívar sagði hlæjandi við mig að þar væri mannsefni handa mér. Ég tók spauginu vel og síðan hafði ekki verið. á hann minnzt. Fyrri hluta Umrædds dags stakk Anna Kristín upp á því að við færum í reiðtúr og leituðum uppi veiðimennina. Sesselja útbjó nestispakka handa okkur, því að við bjuggumst við að verða fram undir kveld. Þegar ég var að búa mig, upp- götvaði ég að reiðtreyjan mín var orðin of þröng yfir brjóstin. Ég gat ekki hneppt henni, Þetta var í rauninni í fyrsta skipti sem ég gerði mér það ljóst að ég var orðin fullþroska. Ég var 19 ára. Enginn karlmaður hafði biðlað til mín ennþá og ég hafði, satt að segja, ekki haft mikinn tíma til að hugsa um ástamál. Starf mitt sem ráðskona á Mæri var erfitt. Ég varð, auk venjulegra starfa inni, að líta eftir í fjósi og fjár- húsi, á saumastofunni og vefstof- unni og sjá um að skór væru saumaðir handa hjúunum. Annars hafði margt breytzt síð an pabbi dó. Við notuðum ekki heimagerð tólgarkerti lengur, heldur ensk vaxkerti, sem Ivar fékk frá Þrándheimi. Keypt var mikið af útlendum matvælum, en það hafði ekki þekkzt áður, svo sem kaffi, súkkulaði, möndlur, sjaldgæfir ávextir, alls konar krydd, o. fl. Anna Kristín var hætt að nota heimaofið lín í nátt- kjóla. Og tólf pör af þunnum, þvítum silkisokkum var hún ný- búin að fá frá Frakklandi. 3kó fékk hún einnig þaðan. Eftír ósk systur minnar hafði ég yfirum- sjón með hússtjórninni. Ég fann að Sesselja var ekki ánægð með þessa tilhögun. Hún elskaði bara eina manneskju og það var systir mín. Okkur hin hataði hún. Og það var ekki nóg með að hún elskaði Önnu Kristínu, hún vildi eiga hana ein. Þess vegna reyndi hún strax og hún kom að Mæri, að spilla fyrir mér við hjúin. Þar varð henni töluvert ágengt, en öðru máli var að gegna um ívar. Þegar hún ireyndi að vekja andúð hans á I mér, bað hann hana aldrei að þríf ast. Honum þótti nefnilega vænt um mig. Ég varð áuðvitað fljótt vör við að Sesselja vildi mér illt éitt, og gremja mín til hennar fór vaxandi eftir því sem á leið. Ég neifa því ekki að hún fórnaði miklu fyrir systur mína, en ég tel að það hafi í fyrstunni verið Sesselju að kenna að Anna Kristín lagði út á þá braut er . lá til hinnar dýpstu niðurlæging- ar._ j Ég hljóp nú inn til systur minn j ar: — Reiðtreyjan mín er orðin of þröng, sagði ég. Hún nær ekki saman yfir brjóstin. — Þú ert , orðin stór, litla systa, þú ert orð- in nógu gömul til að gifta þig. Hefurðu athugað það? Á meðan hún talaði hafði hún fundið gamlan, grænan búning af sér, sem hún fékk mér. — Ég gifta mig, nei, sagði ég meðan ég skiptí um treyju. — Þú er bráð- um 19 ára. Þegar ég var á þínum aldri hafði ég verið gift í þrjú ár. Ég er alveg hissa að pabbi skyldi ekki sjá þér fyrir sæmi- legri giftingu áður en hann dó. — Til þess treysti hann sér ekki, sagði ég hægt. Ekki eftir að hann sá árangurinn af þínu hjónabandi. En ívar, sem forráðamaður minn, hann ætti.... — ívar vill helzt að þú verðir alltaf ógift. Á með- an hefir hann umráð yfir Eiði. — Þá verð ég líklega ógift alla mína ævi og börnin þín erfa mig, sagði ég hlæjandi. En ég var allt annað en ánægð. Það hvarflaði að mér, að komið gat að því að Anna Kristín ósk- aði ekki eftir mér lengur á Mæri og þá væri ef til vill of seint að hugsa um hjónaband. Við leiddumst niður stigann. — Systir, sagði ég lágt. — Hvernig er það að vera gift? — Það er hræðilegt. Hún sló með svipunni í stigahandriðið. Með kænsku er þó hægt að gera hjónabandið þol- anlegt, bætti hún við. — Kænsku, til hvers? spurði ég. — Kjáninn þinn. Hún þrýsti hönd mína. Vertu mér ekki reið, þú átt alltaf að vera eins og þú ert núna, hrein og saklaus. Mér finnst ég verða betri manneskja, þegar ég er ná- lægt þér, skilurðu mig? Ég vissi ekki vel hverju svara skyidi. Það kom nefnilega oft fyrir að Anna Kristín hafði ekki hugmynd um að ég væri nálæg. í hvert skipti sem hún hitti karl- mann, sem henni leizt vel á, gleymdi hún okkur öllum á Mæri Framkoma hennar breyttist. Hún varð eirðarlaus og öll í uppnámi. Köttur og vtiús Norsk þjóðsaga 1 Einu sinni héldu köttur og mús til í sama húsi. Einn dag beit kisa skottið af músinni. „Góða kisa, fáðu mér skottið mitt aftur,“ bað músin. „Nei,“ sagði kisa, „þú færð skottið ekki aftur nema þú farir til kýrinnar og sækir mjólkursopa handa mér.“ Músin hljóp og hljóp alveg eins hart og hún gat alla leið til kýrinnar. „Góða kýr, gefðu mér mjólkursopa, því ég má til með að gefa kisu mjólk, þá get ég fengið skottið mitt aftur hjá kisu.“ „Nei,“ sagði kýrin, „ég gef þér enga mjólk nema þú farir til bóndans og sækir hey handa mér.“ Músin hljóp og hljóp alveg eins hart og hún gat alla leið til bóndans. „Góði bóndi gef mér hey. þá get ég gefið kúnni hey.1 Kýrin gefur mér mjólk, ég gef kisu mjólk. og þá fæ ég skottið mitt aftur.“ „Nei,“ sagði bóndi, ég gef þér ekki neitt hey nema þú farir til slátrarans og sækir kjöt handa mér.“ Músin hljóp og hljóp alveg eins hart og hún gat alla leið til slátrarans. „Góði slátrari gef mér kjöt. Ég má til með að gefa bónd- anum kjöt, þá gefur bóndinn mér hey ég gef kúnni hey, kýrin gefur mér mjólk, ég gef kettinum mjólk, og þá fæ ég skottið mitt aftur.“ „Nei,“ sagði slátrarinn, „ekki gef ég þér kjöt nema þú farir fyrst til bakarans og sækir brauð handa mér.“ Músin hljóp þá og hljóp alveg eins hart og hún gat alla leið til bakarans. „Góði bakari, gef mér brauð, þá gef ég slátraranum brauðið, slátrarinn gefur mér kjöt, ég gef bóndanum kjöt, bóndinn gefur mér hey, ég gef kúnni hey, kýrin gefur mér mjólk, ég gef kisu mjólk og þá fæ ég skottið mitt aftur,“ „Já,“ sagði bakarinn, „ég skal gefa þér brauð. En ef þú étur mjölið mitt, hegg ég af þér hausinn.“ Svo gaf bakarinn músinni brauð, músin gaf slátraranum brauð, slátrarinn gaf músinni kjöt, músin gaf bóndanum kjöt, bóndinn gaf músinni hey, músin gaf kúnni hey, kýrin gaf músinni mjólk, músin gaf kisu mjólk, og þá fékk hún iskottið sitt aftur. ENDIR, H E KLA Austurstræti 14 —- Sími 1687 Kæliskápar * Verð kr. 7 290.00 * Síðasta sending fyrir jól þvottavéflin Þýzka þvottavélin er með tíma- stilli. — Verð án elements kr. 2.650,00. — Verð með 2000 w elementi kr. 3.085,00. AUKIN HÍBÝLAPRÝÐI f ' mcnie ' hrærivéliai .'V| Kenwood hrærivélinni fylgir: þeytari, hrærari, hnoðari, hakkavél, grænmetis- og kornkvörn, plastyfirbreiðsla. Ennþá sama verðið kr. 2.600,00 H E KLA Austurstræti 14 — Sími 1687 STAL allar tegundir. JOHN RIGBY & SON LTD. LOW MOOR — BRADFORD ENGLAND SÞORSlEmSSONtJOIIHSIM! mtaam Grjótagötu 7 — Símar 3573—5296

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.