Morgunblaðið - 30.11.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.11.1955, Blaðsíða 16
Veðurúllit í dag: Léttir til með N-átt og kólnar í veðri. — 274. tbl. — Miðvikudagur 30. nóvember 1955 Gautaborg Sjá grein á bls. 9. DcLuðastys í Bárðardal Bóndinn að Lnndnrbrekku iellur niður um ís og drukknnr {GÆRDAG vildi það sviplega slys til norður i Bárðardal i Þing- eyjarsýslu að bóndinn að Lundarbrekku féll niður um ís á Lundarbrekkuheiði og drukknaði. Var bóndinn við fjárgæziu. Veður \ár gott, nokkurt frost en bjart og lítilsháttar snjóföl á jörðu. höfðu á endum þeirra stóra öngla. Tókst þeim án teljandi erfiðleika að ná líkinu upp og flytja til bæjar. ÖTULL BÓNDI OG FORUSTUMAÐUR í SVEIT SINNI Mikill sjónarsviptir er að Sig- urði heitnum. Er þungur harmur kveðinn að eftirlifandi konu hans og tveimur sonum, öðrum á fermingaraldrí, en hinum barn- ungum. Svo og hafa þeir Bárð- dælingar misst þarna ötulan for- ystumann í héraði, aðeins um fertugt, en Sigurður var oddviti Bárðdælahrepps svo og endur- skoðandi Kaupfélagsins á Húsa- vík. Má segja að með Sigurði hafi fallið sveitarhöfðingi þar í Bárðardal. FORU TVEIR AO LEITA FJÁR Um hádegið í gær fóru tveir menn frá Lundarbrekku í Bárð- ardal að líta til kinda upp í Lundarbrekkuheiði. Fór annar upp að norðan, en hinn sunnan í heiðina. Ætluðu þeir að telja féð og athuga hvernig það hefðist við. Annar þessara manna var bóndinn og oddvitinn að Lund- arbrekku, Sigurður Baldursson. 3 MENN FARA AÐ LEITA Þeir félagar höfðu ætlað að mætast uppi á heiðinni, en þeg- ar félagi Sigurðar var kominn á þær slóðir, er þeir höfðu ráð- gert að hittast, finnur hann Sig- urð hvergi. Heldur hann síðan heim á leið, en þegar heim kem- ur er Sigurður þar ekki heldur. Héidu þá 3 heimamanna að Lundarbrekku af stað og röktu slóð Sigurðar allt þar til þeir komu að vatni því er Brunnvatn uefnist, en það er út og upp í Lundarbrekkuheiðinni. Lá slóðin um 200 m. út á vatnið, en það lá undir ís. Sáu þeir þá vök í ísinn og þótti þeim þá kunn af- drif Sigurðar. Gott veður var í gærkvöldi og tunglskinsbjart. HAFÐI ÆTLAÐ AÐ STYTTA SÉR LEIÐ YFIR ENDA VATNSINS Sigurður bóndi mun hafa ætl-: sólhvörf, er einnig var seld að að stytta sér leið yfir enda ! þann dag. Er það nokkuð lélegri Brunnvatns. Vatnið hafði í frost- útkoma en verið hefur áður. um, sem gengu í haust, lagzt und- Alls ,sei(3u merki og bækur um ir ís, sem var alltryggur þá. En 300 börn, en venjulega hafa um í hlákunum fyrir skemmstu hafði þúsund börn verið að verki þenn- myndazt eyða í ísinn, en hana an úag. Veður var kalt á sunnu- ÞfiSjo shitkin ÞRIÐ JA einvígisskák þeirrá i.ermans Pilniks og Friðriks Ól- afssonar var tefld í gærkveldi. Skákin var róleg framan af og virtist þó staða Friðriks heldur betri. í 29. leik fórnaði hann peði, síðan biskupi í næsta leik og loks hrok i þeim þriðja. — Var þó ekki talið sennilegt að Pilnik myndi þiggja hann vegna mát- hættu. Er blaðið fór í prentun var Friðrik kominn með allt sitt lið í sókn (eftir 34. leik) og „mvndi ég heldur kjósa mér stöðu hans“, sagði skákfréttaritari blaðsins. 35 jnís. söfnuðusi a S Ö F N U N Barnaverndarfélags Reykjavíkur síðastliðinn sunnu- dag gekk heldur tregar en und- anfarin ár. Söfnuðust alls 35 þús. kr. fyrir merkin og barnabókina Um þessar mundir sýnir Leikfélag Akureyrar gamanleikinn „Þrír eiginmenn“ efíir enska höfundinn Lawrance du Gard Peach. Leik- j stjóri er Jónas Jónasson (Þorbergssonar frv. útvarpsstjóra). Leik j þessum hefur verið vel fagnað á Akureyri og hafa bæði leikstjóri j og leikarar hlotið einróma lof fyrir frammistöðu sína. Þýðinguna ; gerði Helgi Hálfdanarson á Húsavík af sinni alkunnu vandvirkni. | Myndin sýnir frá vinstri: Jóhann Ögmundsson í hlutverki Noel Lytton málara, Jón Norðfjörð sem James Fothergill lögmann, frú Björgu Baldvinsdóttur sem Leonoru Dorn rithöfund og Guð- mund Gunnarsson sem Sir John Baslow milljónara. Aðrir leikarar • eru Þórey Aðalsteinsdóttir og Anna Þrúða Þorkelsdóttir. r.íðan lagt í frostunum nú síð- ustu daga. Síðan hafði gert snjó- föl yfir allt saman. SLÆDDU LÍKIÐ UPP í morgun fóru svo 10 menn daginn og mun það hafa ráðið nokkru. ! Einnig telja forráðamenn Xé- lagsins, að dregið hafi úr sölunni, að þetta var ekki hinn venjulegi merkjasöludagur félagsins, sem upp að Brunnvatni til þess að j er fyrsti vetrardagur, en vegna freista þess að ná líki Sigurðar : mænuveikisfaraldursins, var söfn heitins úr vatninu. Bjuggu þeir j unardeginum frestað til síðastlið- sig út með bambusstengur og ins sunnudags. fjölmenni á kynning- oinni á verkum Davíðs Skáldið var hyllt af miklum innileik SÍÐASTLIÐINN sunnudag efndu stúdentar til kynningar á verk- um Davíðs Stefánssonar í hátíðasal Háskólans. Aðsókn var eins mikil og húsrúm frekast leyfði. Hvert sæti var skipað og dugði þó hvergi til. Kynningin tókst með ágætum, en hámark hennar var, er Davíð las sjálfur upp fjögur ný kvæði. Kvæðin, sem Davíð las, nefn- ast: „Húsmóðirin", „Skugginn á skjánum“, „Leda og svanurinn“ og „Segið það móður minni“. Hið síðasta hafði hann áður les- ið í útvarpið á sextugsafmæli gínu. ■ Dr. Broddi Jóhannesspn flutti fróðlegt erindi um Davíð og skáldskap hans. Þuríður Páls- dóttir og Kristinn Hailsson sungu sex lög eftir Pál ísólfsson við Ijóð eftir Davíð. Lárus Pálsson las upp þrjú kvæði og Baldvin Halldórsson kafla úr „Landinu gleymda“. Þá lásu fjórir stúdent- ar upp nokkur Ijóð skáldsins. Þessi bókmenntakynning var þeim, er að henni stóðu, til hins mesta sóma. Komu glöggt fram hinar miklu vinsældir Davíðs Stefánssonar, enda var skáldið hyllt af miklum innileik. Hlaiit opið höfuðkú brot í bifreiðarslysi Keflavik, 28. nóv. AÐFARANÓTT mánudagsins varð mjög alvarlegt slys á veginum skammt frá Kálfatjörn á Ströndinni. Jeppi, sem var á leið suður á flugvöll, hentist út af veginum og slasaðist einn farþeginn mjög mikið. RAKST Á STEIN & Slysið varð nokkuð eftir mið- nætti og var mjög mikil hálka á veginum, þar eð snjór var ný- fallinn. Rakst bíllinn á stein á vegarbrúninni, og mun bílstjór- inn þá hafa misst vald á honum. Fór bíllinn yfir á hægri vegar- brún og stakkst þar út fyrir. Voru 5 farþegar í bílnum og féll einn þeirra út úr honum. Var það Guðlaugur Ólafsson frá Blómsturvöllum, Hörglandshr. í Skaftafellssýslu. Hann er 56 ára. LÆIKNIR KOM Á STAÐINN Svo vel vildi til, að sjúkrahúss- læknir Keflavíkur var á leið suð- ur í bíl sínum. Kom hann því á slysstaðinn skömmu eftir að slys- ið vildi til. Hafði Guðlaugi þá verið komið fyrir í amerískri bif- reið, sem kom þarna að. Gerði læknirinn að sárum hans til bráðabirgða, en hann var síðan fluttur í sjúkrahúsið hér. Hafði Guðlaugur hlotið opið höfuðkúpubrot og handarbrot. Hann hefur legið meðvitund- arlaus, en kom fyrst til með- vitundar í dag og er mjög þungt haldinn. Aðrir slösuð- ust ekki. — Ingvar. Davíð Stefánsson. Bíll ekur á mann I GÆRKVÖLDI varð maður fyr- ir bíl á Borgartúni, Guðjón Jóns- son, Flókagötu 14. — Bíllinn ók á hann þar sem hann var á gangi. Ekki mun Guðjón ha£a 1 hlotið alvarleg meiðsl. Farið var með hann í slysavarðstofuna til frekari rannsóknar. Varð undir bíl og slasaðist mikið KEFLAVÍK, 29. nóv. — Fyrir nokkru varð það slys hér, að 65 ára gamall maður, Jóel Hannes- son frá Gerðum í Garði, varð undír bíl og slasaðist mjög mikið. Slysið vildi lil á Tjarnargöt- unni. Sorphreinsunarbíll var þar á mjög hægri ferð, og hugðist Jóel hafa tal af bílstjóranum. Hljóp hann upp á aurbrettið, en féll af því og lenti undir bíln- um.. Fóru afturhjólin yfir báða fætur hanS. Hiaut hann opið beinbrot á hægra fæti, en báðar pípurnar brotnuðu á þeim vinstra. — Var Jóel þegar flutt- ur í sjúkrahúsið. L'ðan hans er nú góð eftir atvikum. —Ingvar. 4% tonn af jóla- póstimeðGulIfossi í GÆRKVÖLDI er Gullfoss lét úr höfn, áleiðis íil Kaupmanna- hafnar, var nokkuð af jólasend- ingum með skipir.u, enda var þetta ein öruggasta skipsferðin fyrir jól fyrir hvers konar bögglasendingar til Norðurlanda og meginlandsins. Fóru rúmlega 4Vz tonn af pósti með skipinu. Næsta skipsferð :til Danmerk- ur sem nú er vitað um er ferð Dr. Alexandrine, sem fer héðan 17. des. og kemur til Kaup- mannahafnar 22. des. AKRANF.SI, 29. nóv. — Ágæt síldveiði var hjá bátunum í dag, Komu 6 bátar að með 1600 tunn- ur alls. Aflahæstir voru Böðvar með 319 tunnur, Bjarni Jóhann- esson með tæpar 300 og aðrir voru með allt að 120 tunnur nema einn bátur, sem fékk ekki neitt, Síldin var fryst eftir því sem hægt var, hitt var saltað. Mikill tunnuskortur er hér og voru sótt- ar fyrir nokkru tómar tunnur á bílum til Stykkishólms. — Oddur. Fálki í „kurteisis- heimsókn" tii Rvíkur GESTUR, sem mun vera fátiður hér í Reykjavík, kom í „kurteis- isheimsókn" til bæjarins í gær. Var það fálki, stór og sterklegur, er flögraði meðfram sjónum við Skúlagötu, og sat dágóða stund á hleðslugarðinum fyrir neðan Völund. i Maður nokkur, er sá fálkann, hélt að eitthvað væri að honum, er hann hélt sig á svo fjölfarinni leið og ætlaði að hyggja að hon- um. Hóf hann sig þá til flugs og sást síðast til ferða hans að hann flaug sterkum vængjatökum til vesturs. Vonandi er að engin ill tilvib hafi valdið heimsókn fálkans hingað, svo sem að veikindi hafi knúið hann til þess að hvíla sig við Skúlagötuna, en einkennilegt virðist. þó að jafn styggur fugl komi til höfuðborgarinnar. Verða farþegaflug- vélar kjarnorku- | knúnarf ' Merkileg grein í ..Fliigi^ í SÍÐASTA hefti Flugs, sem er tímarit um flugmál, er hiargt skemmtilegra greina úr fluginu, Þar er t.d. sagt frá því er þýzkur flugmaður, Wolf Hirth að nafni, kom hingað til landsins í íítilli fluevél sinni. Samtal við Magnús Guðmundsson flugstj., og þá er fróðleg grein þar sem rætt er um hvort loftskipin eigi framtíð fyriis sér. Aðalgreinin í ritinu fjallar um fyrstu kjarnorkuknúðu far- þegaflugvélina, sem farið er aS hugsa alvarlega um vestur í Bandaríkjunum, en hún á að ná 16000 km hraða. Sagt er frá fræg- um glæfraflugmanni, Paul Mantz, Ýmsar stuttar greinar eru í tíma- ritinu, svo sem grein um fljúg- andi diska. Margar myndir eru í blaðinu, en þetta er 3. hefti 6. árg. Ritstjórinn segir frá því að nú verði frá því horfið að selja blað- ið til áskrifenda, heldur eíngöngu i lausasölu, sem sé miklu hag- kvæmara fyrir blaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.