Morgunblaðið - 03.12.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.12.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 3. des. 1955 ÍJtg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Steíánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vlgaw Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. I lausasölu 1 króna eintakið. Nýtt áhugamál Vestur- tslendinga að endur- reisa elliheimili sitt IVESUR-ÍSLENZKA blaðinu Heimskringlu er frá því skýrt að á kirkjuþingi hins lúterska kirkjusafnaðar íslendinga í Vestur- heimi, sem haldið var að Gimli í Manitoba hafi verið samþykkt í einu hljóði að byggja nýtt hús fyrir elliheimilið Betel á Gimli. HöShíei á QkSs- flrði fæi haf- Hið ínnra sjálfstæði og afstaðn kommánista til þess IHVERJU er innra sjálfstæði þjóðar fólgið? Það er fólgið i því að hún sé efnahagslega og menningarlega óháð, geti staðið á eigin fótum og haldið uppi heilbrigðri þjóðfé- lagsstarfsemi. Það er í öðru lagi í því fólgið, að einstaklingar þjóðarinnar njóti persónufrelsis og mannhelgi. Kommúnistar hafa undanfarið, m. a. í ræðu og riti á fullveldis- daginn, gert sér tíðrætt um af- stöðu sína til hins innra sjálf- stæðis íslenzku þjóðarinnar. — Þykjast þeir eins og að líkum lætur vera hinir einu sönnu verndarar þess. Það er ástæða til þess að at- huga þetta dálitið nánar. Stefna að efnahagslegu hmni Ef athuguð er afstaða komm- únista til efnahagslegs öryggis þjóðarinnar, kemur þetta í ljós: Kommúnistar hafa undanfarin ár beint allri orku sinni að því að skapa efnahagslega upplausn og hrun í landinu. Allur mál- flutningur þeirra hefir miðað að því, að telja þjóðinni trú um að afkoma bjargræðisvega hennar skipti engu máli fyrir hag henn- ar. Ef einhver skyldi vera í vafa um, að atferli kommúnista sé rétt lýst með þessum orðum, þarf hann ekki annað en líta í kring- um sig, kynna sér aðstöðu ís- lenzkra atvinnuvega í dag. Halla- reksturinn setur svip sinn á af- komu aðalútflutnings framleiðsl- unnar. Ríkið verður að leggja á nýja skatta og eyða stórkostlegum fjár fúlgum til þess að styrkja sjáv- arútveginn, sem er burðarásinn í öllu efnahagslífi þjóðarinnar. Hver einasti maður veit, að hin einhliða kröfupólitík, sem komm- únistar hafa beitt sér fyrir í stærstu verkalýðsfélögunum, er meginorsök þessa ástands. Fyrr- verandi og núverandi ríkisstjóm hafði tekizt að halda verðlagi nokkum veginn stöðugu í land- inu síðastliðin þrjú ár fram til síðustu áramóta. Þá settu komm- únistar á stað verkföll og kaup- hækkunarskriðu, sem öllu jafn- vægi hefur raskað og komið af stað kapphlaupi milli kaupgjalds og verðlags. Af því hefir síðan leitt nýja dýrtíðarbylgju yfir þjóðina. Þennan skerf hafa þá komm únistar lagt fram til eflingar þessa þáttar híns innra sjálf- stæðis. Afnám mannrettinda En hvemig fara kommúnistar þá að því að tryggja þann þátt hins innra sjálfstæðis, sem felst í persónufrelsi einstaklinganna og mannhelgi? Þeir fara þannig að því, að þar sem þeir ráða, afnema þeir hrein- lega almenn mannréttindi. í löndum kommúnista er ekk- ert skoðanafrelsi til. Almennur kosningaréttur og ritfrelsi er af- numið. Aðeins kommúnistar mega haía frambjóðendur við þingkosningar. Allir aðrir stjómmálaflokkar eru bannaðir. Aðeins kommúnist- ar mega gefa út blöð. Önnur blöð fær alménningur ekki að sjá. Og listamenn mega ekki yrkja kvæði, semja tónverk eða mála málverk, nema þau séu í hinum „rétta anda“ kommúnismans. Hvað finnst islenzku þjóðinni um það innra sjálfstæði, sem byggist á slíkri stefnu? Nei, hjal kommúnista um hollustu sína við hið innra sjálfstæði íslenzku þjóðarinn- ar, byggist á hræsni einni og fláttskap. Kommúnistar hata innra sjálfstæði íslenzku þjóð- arinnar eins og pestina. Þeir bíða eftir fyrsta tækifæri til þess að ræna því. Endurskoðun sfjórnarskrárinnar ÓLAFUR THORS forsætisráð- herra skýrði frá því á Alþingi í fyrirspurnatima s.l. miðviku- dag, að síðan fulltrúar Sjálfstæð- ismanna í stjórnarskrárnefnd hefðu lagt fram tillögur sínar, hinn 18. nóv. 1952, hefði ekkert nýtt gerzt í nefndinni. Engar nýjar tillögur hefðu komið fram frá fulltrúum hinna flokkanna. Á það er rétt að minna, að þeg- ar fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram sínar breytingartil- lögur fyrir rúmum 3 árum, ósk- uðu þeir þess, að meðnefndar- menn þeirra, fulltrúar Fram- sóknarflokksins, Alþýðuflokksins og kommúnista, kynntu sér tillög ] urnar og kæmu með breytingar- | tillögur, ef þeir gætu ekki fallizt á tillögur Sjálfstæðismanna ó- breyttar. En frá fulltrúum þessara flokka í stjórnarskrárnefnd hefir ekkert heyrzt, utan það, að annar fulltrúi Framsóknar- manna hefir lagt til að sér- stakt stjórnlagaþing verði lát- ið'setja nýja stjórnarskrá, I l [ Aðeins Sjálfstæðismenn hafa Iagt fram tillögur Sú staðreynd liggur því fyrir, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrárnefnd, en það eru þeir Bjarni Benediktsson, Gunnar Thoroddsen og Jóhann Hafstein, eru einu mennimir, sem þar hafa lagt fram tillögur um það efni, sem nefndinni var ætlað að fjalla um. Þegar á þetta er litið, verður i það að teljast furðulegt, að mál- ! gagn pínulítla flokksins skuli í fyrradag telja sig þess umkomið að deila harðlega á aðra vegna aðgerðarleysis þeirra í stjórnar- skrármálinu. Sj ál'fstæðisflokkur- inn getur a. m. k. alls ekki tekið þá áminningu til sín. Ef málgagn pínulitla flokksins hefir skyndilega fengið áhuga á endurskoðun stjórnarskrár- innar, ætti það að ýta við full- trúa hans í stjórnarskrárnefnd. Hann virðist sofa þar værum svefni. Hér hefir því farið sem stundum áður, að Alþýðublað- , ið taiar digurbarkalega af fá-! vizku shtni, en ómakar sig ekki til þess að afla sér vitneskju um raunverulegan gang mál- anna. 1 KOSTAR 130 ÞÚS DALI I) Áætlaður kostnaður við nýja — byggingu, sem í eru 50 eins- I manns-herbergi, er 130 þúsund dollarar. Þar af hefur fylkis- [ stjórnin í Manitoba lofað fjár- j hagslegri hjálp að upphæð 42,500 dollurum. En Betel á nú um 37 þúsund dollara í svonefndum brautryðjenda-sjóði, og er það éini varasjóðurinn, sem stofnun- in á yfir að ráða. ÚR SÉR GENGIN BYGGING Gamla elliheimilisbyggingin hefur verið mjög úr sér gengin, orðin bæði gömul og lítil. Dval- arstaður vistfólks í kjallara húss- ins er nú lagður niður og 3. hæð hússins er talin óhæf til notkun- ar fyrir vistfólk öryggis vegna. Biðlisti umsækjenda til dvalar á heimilinu fer stöðugt vaxandi. Margir umsækjendur eiga ekkert athvarf á ævikvöldi sínu, aðeins von um að fá vist á Betel. FJÁRSÖFNUN HAFIN Þess vegna hefur verið ákveðið að hefja fjársöfnun. Hefur dr. P. H. T. Thorlaksson, sem sæti á í stjórn Betel, tekið að sér fram- kvæmdastjórn söfnunarinnar, en frá Ágústa Tallman mun ferðast um byggðir íslendinga í Vestur- heimi og hvetja þá til að styrkja elliheimilið. Eins og af þessum fréttum má sjá, er hér mikið stórvirki Vest- ur-íslendinga á ferðinni, e. t. v. eitt hinna stærstu og er þar um að ræða gott framhald á slíkri starfsemi, sem stofnun kennara- stóls í íslenzkum fræðum við Manitoba-háskóla, sem Vestur- íslendingar söfnuðu fé til. TEHERAN -— Búast má við því, að shahinn af Persíu, Rheza Pahlevi, muni á næstunni gera bróður smn að erfðaprinsi. Hann mun samt aðeins vera erfðaprins á meðan Soraya keisaraynja eignast ekki son. ÓLAFSFIREI, 1. des. — Nýlega skeði sá atburður hér í Ólafs- firði að Dettifoss lagðist hér að bryggju, en allt til þessa hafa hin. stærri hafskip ekki verið fá- anleg til þess að leggjast að bryggjunni. í fyrra var • sem kunnugt er unnið að dýpkun hafnarinnar og vann dýpkunar- skipið Grettir það verk. Að und- anförnu hefur alltaf af og til verið unnið að endurbótum og lagfæringu á höfninni hér og er það mikil hagsbót og ánægjuefni Ölafsfirðingum að nú skuli svo komið að hin stærri skip ís- lenzka fiotans skuli geta lagzt hér að bryggju. — Jakob. H. Pilnik og Friðrik Ólafsson: Þríðja einvígisskákin Þriðja einvigisskáiin. Rússneski leikurinn. HVÍTT: H. Pilnik. SVART: Friðrik Ólafsson. 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Be7 7. 0—0 0—0 8. Hel Rd6 9. Rc3 c6 10. Bf4 Bg4 11. h3 Bh5 12. Bh2 Betra virðist De2 strax. 12...... f5 13. Re2 g5 14. Rg3 Bg6 15. Re5 Rd7 16. RxB pxR 17. De2 Nú virðist þessi leikur svörtum i hag. VeU andi óhrifar: Húsmæðurnar og skattalöggjöfin. ISFIRZK húsmóðir“ er ekki alveg sátt við skattalöggjöf- ina. Segir hún svo frá, að hús- mæður á ísafirði leggi drýgstan , skerf til vinnuaflsins í Hraðfrysti1 húsinu á ísafirði við pökkun á fiski. Það kæmi sér því hreint ekki vel, að húsmæðurnar hættu að láta til sín taka við fiskvinnsl- , '-^tFTíNC; ( SK!'^ÍVABuP? . ^ ; a.1ItáA.'.'.&w,L. i. - „Hins vegar jaðrar við, að það borgi sig ekki fyrir okkur að vinna, þar sem skattalöggjöfin heimilar giftum konum ekki að telja tekjur sínar sér fram til skatts. Tekjuskattur hjónanna í heild verður því gífurlega hár og þykir okkur þetta mikið rangiæti. Við húsmæðurnar, sem viljum leggja það á okkur að vinna úti jafnhliða heimilisstörfunum, vild um gjarna sjá það ná fram að ganga sem fyrst, að okkur væri gert jafn hátt undir höfði sem öðrum þjóðfélagsþegnum og gift um karlmönnum.“ Stopp AKUREYRINGAR hafa nýlega fengið sinn fyrsta strætisvagn •— börnunum til mikillar áKiegju — en öllu gamni fylgir nokkur alvara, og fullorðna fólkið er nú farið að velta fyrir sér ýmsum þeim vandamálum, sem fylgja þeirri framför að fá strætisvagn. „Einn á stoppinu“ skrifar: „Enn vantar bagalega nafn á þá staði, sem strætisvagnarnir nema staðar á hér og þar um bæ- inn. Danska orðið „stoppested“ loðir við, og virðist ætla að ganga erfiðlega að útrýma því svo hvim leítt sem það er. Ég tel það ekki nokkrum vafa ■ bundið, að orðið stopp er heppilegast til að útrýma dönskuslettunni. Það hljómar áþékkt og danska orðið, og er því líklegast til að bola því burtu. Það fellur ágætlega inn í íslenzkt mál — og ætti þá að bevgjast alveg eins og hopp. Sögnin að stoppa hefir þegar öðlazt þegn- fétt í málinu í merkingunni að nema staðar og hljómar sízt verr en sögnin að stanza. — fyrir „stoppested“ NAFNORÐIÐ stopp og sögnin að stoppa eru hentug til hvers dagslegra nota í ræðu og riti í óhátíðlegu máli um stað, sem menn hafa skamma viðdvöl á undir berum himni eða í smáskýli til að bíða eftir farartæki og um að nema snöggvast staðar á göngu. Þetta orð fer líka vel í munni. Orðið biðstöð, sem stungið hefir verið upp á, er reyndar ágætt orð, og má gjarna nota þessi tvö orð jafnhliða. En stöð minnir frekar á stað, sem búinn er bygg ingum og mannvirkjum — t. d. járnbrautarstöð." Merkl*, ■em klsetlr 17.... Hf7 18. Rfl Re4 19. f3 Rd6 Riddarinn hefir lokið erindinu. Hann hefir framkallað svonefnda V peðastöðu. 20. c 3 Rf8 21. Dc2 Re8 22. He2 Bd6 23. g3 Véikir peðastöðuna enn meir. Þessi leikur og ýmsir leikir, sem áður eru komnir sýna ljóslega að baráttukjarkur Pilniks er minni en áður. 23.... Rg7 24. Hael Df6 25. Kg2 Rge6 26. Bgl IId8 27. Hdl Hh7 28. c4 Úr þessum efnivið skapar Frið- rik listaverk. ABCDEFGH 'i »«*•**« ^jjÍ á | i 'ff iiil t; rm j§ m X - á W á í«s Étt ” Jɧ ^ .* Ö" ABCDEFGH 28 .......... g4! 29. fxg Venja er að drepa inn á borðið, en Pilnik hefir ekki litist á að opna h-línuna. 29 ........ Bxg3! 30. RxB Hxh3!! 31. gxf Ýmsir aðrir leikir koma til greína en allt virðist bera að sama brunni. 31.......... Rf4f 32. Kf3 Dh4 33. Bf2 Rh7! 34. Hgl Rg5t 35. Ke3 He8t 36. Kd2 Rf3t 37. Kc3 Rxe2t 38. RxR Dxf2 39. Hxg6t Kh8 40. Dcl He3 Hótar til dæmis HxBt og ef KxH, þá Reltt og mát i næsta ieik. Öll er sóknarlotan afbrigða- rík og því mjög erfitt að reikna hana út yfir borðinu, en fæst eru afbrigðin þó þyngri en það að góðum lesanda er fremur ónægja en ofraun að leysa þau upp þegar hann má leika með mennina eftir vild og getur leiðrétt sjálfan sig. Þess vegna er þeim að mestu sleppj. 41. Rf3 I þessari stöðu gerði Friðrik blindleik Hel, hótar HxDt og Dxd4-t. Við þessum hótunum er ekkert fullnægjandi svar svo Pilnik gefst upp. Skyldi ekki fara um Larsen þegar hann sér þessa skák?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.