Morgunblaðið - 04.12.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.12.1955, Blaðsíða 1
nnfoM 32 síður (2 blöð) 4i «rs«*í*-" 278. tbl. — Sunnudagur 4. desember 1955 FrentudHHa M•rgunblaJ5sl»* FoHtiken segir: ritin fara slands Danir verja 340 jbiís. d. kr. til hetra húsnœðis Arnasafns Kaupmannahöín, 3. des. Frá fréttaritara Mbl. W Undir fyrirsögninni: ,,Hand- ritin fara ekki til íslands" birtir Politiken eftirfarandi frétt: W Menntamálaráðuneytið danska ráðgerir nú ftutning á Safni Árna Magnússonar frá Há- skólabókasafninu til byggingar á Slotholmen, sem kölluð er „Nest- isgarðurinn" (Proviantgaarden). í því húsi er ráðgert að byggja smám saman upp stofnun sem kennd skuli við Árna Magnússon. Þar eiga að liggja frammi ljós- prentanir af handritunum og þar verða handritin geymd. I>ar er handritasafninu búin betri skil- yrði en áður í rúmgóðum salar- kynnum. Jafnframt verður þar margfalt betur búið að þeim sem að rannsóknum handritanna fjárveiting Til þess að standast straum af kostnaði við þessar breyt- ingar á safni Árna Magnús- sonar hefur menntamála- ráðuneytið lagt fram tillögu til 340,000 (d. kr.) fjárveit- ingar og er ráðgert að sú f jár- upphæð verði notuð á næstu 8 árum. * EKKI FREKARI TILBOÐ Politiken segir, að þessi fjárveitingartillaga sýni, að danska stjórnin hafi ekki í huga að leggja fram frekari tillögur en orðið er um af- hendingu handritasafnsins til íslendinga. Fjárveitingin þýð- ir þó ekki, segir blaðið, að útilokað sé að taka samninga- viðræður við islendinga að nýju. + LEIÐIN ER OPIN Menntamálaráðuneytið (danska) hefur lýst því yfir, að öll áform um nýja „Árna Magn- ússonar stofnun" standi ekki í neinu sambandi við fyrri eða hugsanlegra áforma um að af- henda íslendingum handritin. — Páll. Þessi lömb eru komin á gjöf. Þau standa yfir hröktu sunnlenzku heyi, en þau líta vel út, enda gengu þau vel fram af fjalli í haust. Nú er eftir að vita hvernig þau fóðrast í vetur. Fóðtun búpenings ú óþutrku- svæömu þurí stuktur nSgæzlu í vetur Skammdegissól í Reykjavík . Stöðugt styttast dagarnir — skammdegið verður svartara og svart- ara — uns aftur birtir. Það er ölluni gleðiefni þegar sólin gægist fram. Og í samanburði við birtuna, sem sólin varpar frá sér, verður það, sem við þessa dagana köllum „bjartan dag" nálega sem „dimm nótt". Það sýnir þessi mynd, sem ljósm. Mbl. Ól. K. Magnússon tók á dögunum út um glugga í húsi blaðsins. Austur-Berlín — höfuðhorg — hernumin borg? * BONN, 1. des. — Sendiherr- ar Vesturveldanna í Bonn sendu ! í dag stjórnarfulltrúa Sovétríkj- anna í A-Berlín mótmælaorðsend ingu stjórna sinna vegna þeirra ummæla stjórnarfulltrúans, að A-Berlín teldist ekki lengur hluti af hernámssvæði Sovétríkjanna — heldur höfuðborg A-þýzka al- þýðulýðveldisins. it Var komizt svo að orði í orð- sendingunni, að Rússar hefðu ekki heimild til að taka upp á sitt eindæmi ákvörðun um, að A-Berlín teldist ekki til hernáms svæðisins. Þetta væri mál, sem varðaði fjórveldin öll — og yrðu þau að taka ákvövðun um þetta í sameiningu. 2500 MILLJ. KRÓNA JOHN W. WHITE hershöfð ingi, yfirmaður varnarliðsins á Keflavikurflugvelli, átti ný- lega fund með fréttamönnum blaðanna í Reykjavik. White hershöfðingi tók við af Hutch inson hershöfðingja s. 1. sum- ar. Á fundinum upplýsti White hershöfðingi, að framkvæmd irnar á Keflavíkurflugvelli siðan 1951 hefðu kostað 150 millj. dollara eða um 2500 millj. króna. Á þessu ári verða greiddar um 151 millj. kr. fyrir fram- kvæmdirnar þar syðra auk rúmlega 70 millj. kr. fyrir vör- ur og ýmsa þjónustu í sam- bandi við hinn daglega rekst- ur._____________________ LONDON, 2. des. — Stærsta olíuskipi í heimi var hleypt af stokkunum í Englandi í dag. — Skipið er 47 þús. lestir að stærð, og smíðað fyrir Grikki. — Reuter Rætt v/ð Pétur Gunnarsson fóðurfræbing um fóðurgildi heys ÞAÐ ER ljósara en frá þurfi að segja, hve alvarlegt ástand skap- aðist hjá tveimur þriðjungum allra bænda þjóðarinnar viS hina iniklu óþurrka í sumar. Hið opinbera hefir nú ákveðið að hlaupa undir bagga með því að veita þessum bændum 12 milljónir króna í lán til fóðurkaupa. Það er því að sjálfsögðu mjög þýð- ingarmikið að bændur verði aðnjótandi allrar þeirra fræðslu, sem hægt er að láta þeim í té til þess að fé þessu verði varið eins vei og kostur er með kaupum á þeim fóðurefnum fyrst og fremst sem bændum er brýnust þörf á að fá. Hey þau, sem þeir eiga eféir sumarið eru bæði lítil og léleg og þess vegna er brýnust þörfni á að kynna sér hvaða efni vantar i þau og að hve miklH leyti þatt efni eru meltanleg, sem fyrir hendi eru í Ueyjunmn. j Þess eru dæmi að komið hefir ! fram mjög skaðlegur og jafnvel banvaenn efnaskortur í búpen- ing án þess að hann hafi misst hold að nokkru ráði. Og það er einmitt efnaskorturinn, sem bænd ur verða að gjalda sérstakan var- hug við að þessu sinni. Þótt þein jafnvel eigi yfir að ráða tals- verðu magni af heyi, meira og minna skemmdu, eru allar líkur til þess að það sé aðeins að litlu leyti meltanlegt og þá um leið næsta gagnsiítið. Blaðið hefir snúið sér til Péturs Gunnars- sonar tilraunastjóra, en hann eí sérfræðingur í fóðurfræði, og spurt hann um álit hans í þessum, efnum. Pétur flutti um þetta efni gagnmerk erindi í útvarpið fyr- ir skömmu, en gera má ráð fyr- ir að þau hafi farið fram hjá mörgum, ennfremur stendur hann að útgáfu bæklings ura fóðrunina í vetur, ásamt Ólafi Stefánssyni ráðunaut. — í hvernig ástandi eru þau hey, sem bændur eiga í hlöðum sínum nú á þessu hausti? — Það má fullyrða að þau séa Framhald á bls. 2. Pétur Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.