Morgunblaðið - 04.12.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.1955, Blaðsíða 2
1 MORGVN BLAÐIB Sunnudagur 4. des. 1955 Framh. &í bls. 1 j í síeemu ásigkomulagi og næsta; lélegt fóður. Efnatapið í töðunni íjr tvenns konar. í fyrsta lagi: Þegar taðan hrekst heldur lífs- Btarfsemi plantnanna áfram með- an þær liggja rakar á jörðinni, þær halda áfram að anda og gerlar vinna úr þeim auðleyst-1 ustu efnin, eggjahvítuefnin sundr | ast og þetta endar með algerri rotnun, ef heyið hrekst lengi. Ennfremur rigna steinefnin úr. h ‘.yinu, bætiefnin (vitamínin) hverfa að meira og minna leyti,' •einkum A-bsetiefni. í öðru lagi minnkar svo meltanleiki næring- • arefnanna, því auðmeltanlegustu og auðleystustu efnin hverfa, fyrst. -— Heyið rýrnar því raunveru-; iega meira en efnagreining á því gefur til kynna? — Hafið þið efnagreint þetta j hrakta hey? —- .Já. í haust voru efnagreind á vegum Búnaðarfél. ísl. 20 sýnis ho,-n af töðu víðs vegar af ó- þurrkasvæðinu. Sýnishomin voru þ-tnnig valin að um helmingur þ irra var af snemmsleginni og hraktri töðú, en hitt af úr sér; sprottinni, óhraktri töðu, þ. e. j J>vi sem þurrkaðist um miðjan sept. þegar þurrkurinn loksins! kom. Niðurstöður rannsóknar- j jnnar sýr.du að taðan var lélegt ft-ður og sérstaklega snauð af i Tneltanlegri eggjahvítu. — Hvað þUTÍti mikið í 1 fóð-1 öreiningu af hvorri tegund fyrir Big? — Af hröktu töðunni 2,13— 2,68 kg., en af þeirri úr sér íSprottnu 1,99—2,53 kg. Meðaltal- jð var því 2,32 kg. og 2,16 kg. í hverja fóðureiningu. Sé þetta foorið saman við beztu töðu reyn- ist hún fyila fóðureininguna með 1,8 kg., ef hún er snemmslegin og vel verkuð. Árið 1953 voru tekin 58 sýnishorn um allt land, en það sumar var gott heyja- • i. ar og þá þurfti 1,9 kg. í fóð- ureiningu að meðaltali. Þess ber sérstaklega að geta að raunverulega mun Jþurfa meira nú í hverja fóður- ciningu, en fyrrgreindar tölur fiýna, vegna þess að melíanleiki heysins í sumar er mun minni en í meðalári og rannsókn á hon- um liefir ekki farið fram. — Hvernig er hægt að gera meltanleikarannsóknir? — Á efnarannsóknarstofu er hægt að finna efnainnihald heysins. Þar er ennfremur hægt að rarmsaka meltanleika eggja- hvítunnar, en engra efna ann- arra. Til þess að fullkomin melt- anleikarannsókn geti farið fram þarf lifandi dýr, en slíkar til- raunir eru bæði dýrar og um- fangsmiklar. Til þeirra rann- fiókna höfum við hér mjög lélega, •en þær eru vissulega mjög þýð- íngarmiklar. Það væri full þörf á að gera meltanleikatilraunir einmitt á þessu lélega fóðri, þó að von- andi fáum við ekki slíkt árferði aftur, en fari svo, væri niður- stöður slíkra rannsókna ómetan- legar. Yfir höfuð þurfum við að gera miklu fjölbreyttari metlan- leikatilraunir en gerðar hafa ijm pgisson □- flui ék efSir Krfsfján Þessi fallega gimbur unir vel hag sínum og étur með beztu lyst. — Myndirnar tók ljósm. Mbl.: Ól. K. M. tilsvaramli minni eins og eggja hvííunnar. — Hvernig er þá, að öllu þessu athuguðu, hagkvæmast að íóðra t. d. kýrnar í vetur hér á óþurrka svæðinu? — Það er Ijóst að bæta. verður upp þetta lélega fóður með i:jarn fóðurgjöf (síldarmjöl, karfamjöl, hvalmjöl, maismjöl o. fl. kornteg undir), steinefnagjöf (fóðursölt) og bætiefnagjöf (lýsi). Ef við tökum sem dæmi há- mjólka kú (t. d. 18—20 kg. á dag) þá finnst mér sjálfsagt að gefa henni eins mikið heyfóður og hún getu.r étið, ef það er fyrir hendi (t. d. 10—12 kg. á dag) og þá þarf hún 6—7 kg. af fóðurbæti. Þegar fóðurbætisgjöfin er orðin svona mikil, þarf að gæta þess mjög vel að heildarfóðrið sé hæfilega eggja hvíturíkt, svo að hvorki veroi of eða van. — Hvernig mundir þú svo vilja greina sundur fóðrunina á mjólk- urskeiði kýrinnar? í geldístöðu þarf að búa kúna vel undir burðinn. Eg tel að geldí staðan verði að vara 4—6 vikur og á þeim tíma þarf hún að hvíl- ast vel og safna kröftum, því að aldrei reynir meira á heilbrigði og þrek hennar heldur en þegar hin mikla mjólkurframleiðsla hefst. Ef kýrnar eru magrar, eins og sennilega er víða hér á óþurrka- svæðinu eftir svona slæmt- sumar, þá þarf að fita þær í geldistöðu, verið hér til þessa, því að við! en gæta þarf þess að ekki skorti getum harla lítið eða ekkert Þær eggjahvítuefni og að af því gagn haft af slíkum tilraunum, Rem gerðar hafa verið í ná- grannaiöndunum. — Hverjar urðu niðurstöður þsnar á meltanleika eggjahvítu- cfnisins í haust? — Það sýndi sig að í hverri sé alls ekki of mikið, en á því get ur verið hætta, ef fóðurbætisgjöf er mikil og kjarnfóðrið er eggja- hvituríkt. Til þess að kýrin fitni þarf hún að fá %—1 fóðurein- ingu af aukaíóðri á dag, ennfrem ur aukin steinefni, til þess að fóðureiningu af snemmslegnu og fylla steinefnaforðabúr sitt í bein hröktu töðunni voru 83 gr. af^unum áður en mjólkurtíminn meltanlegri eggjahvítu, en í úr, hefst. Svo og þarf hún að fá sér sprottnu töðunni 48 gr. í aukna bætiefnagjöf, lýsisgjöf. góðri töðu af Norðurlandi voru — Er mikið um hámjólka kýr (1953) 140 gr. af meltanlegri hér á landi eggjahvítu, en 120 gr. í Suður- landstöðu. Allar þessar tölur mið- agt við meðaltal. Athuga ber það að eggjahvítuforðinn í töðunni er mjög háður því hve mikið köfn- ti! arefni er borið á túnin. Gera má ráð fyrir að meltan- iviki annarra efna í heyinu sé Já, það er óhætt að fullyrða það. Mér er nær að halda að ís- lenzku kýrnar séu einhverjar beztu mjólkurkýr í heimi. Þetta er heidur ekki svo torskilið. — Landnámsmenn höfðu lítið rúm á skipum sínum fyrir gripi. Þeir þurftu að koma þar fyrir öllu sínu á hinum litlú farkostum. — Þeir tóku því ekki með sér nema vænstu gripina og þannig var kúakyn okkar frá upphafi gott. Á síðari árum hefir bætt meðferð og auknar kynbætur einnig hjálp að til í þessari þróun. — Er mikið um kvilla í kúm hér á landi? — Það ber tals'vert á þeim um burð. Einkum má búast við kvill- um í kúnum í vetur hér á óþurrka svæðinu Sunnanlands, þegar efna skortur af hinu léiega fóðri fer að segja til sín. Helztu kviliarnir eru doði, sem stafar af steinefna- skorti (kalsíum) og slén og lyst- arleysi eftir burð, sem stafar m. a. af vitamínskorti og öðrum eínaskorti. Við fóðrun kúnna þarf að gæta þess sérstaklega að smáau.ka gjöf ina eftir burðinn, ekki má auka hana of skyndilega, sva fóður- skiftin verði ekki of ör eða mik- il. Síðan verður fóðrunin að fyigja mjólkurframleiðslu hverr- ar kýr fvrir sig. Það er talið að kýrin, ef hún ér heilbrigð og hef- ir fengið nægilegt af fullkomnu fóðri til viðhalds líkama sínum og mjólkurtíminn er eðlilegur, þurfi um 1 fóðureiningu til þess að framleiða 2,5 kg. af mjólk, segir Pétur Gunnarsson, er við látum samtalinu lokið um þetta efni að sinni. Ef til vill gefst ckk- ur síðar tækifæri 'til þegs að ræða um fóðrun sauðíjárins í vetur. vig. Allgoft atvlnnu- éstand á HúsaWk HÚSAVÍK, 1. des: — Hér hefur að undanförnu alltaf verið róið annað slagið, en gæftir hafa ver- ið fremur tregar, en afli hefur ver ið all sæmilega góður, þegar mið- að er við árstíma. Hefur vinna verið talsvert mikil við fiskinn, en hann er ýmist fiystur eða saltað- ur. Héðan róa emgöngu dekkbátar og eru þeir 6 talsins. Hinn dauði árstími í atvinnulífi Húsvíkinga er, aem betur fer, ekki enn kominn, en aðaiatvinnugjafi verkamanna hér á staðnum er sjór inn. — S. P. B. ÞAÐ er tiltö’ulega stutt síðan farið var að framkvæma hér sjúkráflutninga í lofti með flug- vélum, en þó er sú reynsla feng- in fyrir því starfi, að sýnilegt er, að án þessarar þjónustu verður ekki hægt að vera í framtíðinni, og er það ekki óeðlilegt þegar tiliit er tekið til hins hrjóstuga lands okkar, og strjálbýlis þess. Sá maður sem einna fyrstur, og mést og bezt, heíur að því unnið, að þessir flutningar í lofti eru nú orðnir ómissandi og sjálfsagð- ir, er, að öllum öðrum ólöstuð- um, hinn ágæti flugmaður B.jörn Pálsson. I lítilli og ófullkominm flugvél byrjaði Björn þessa flutn- inga, og frá þeim tíma og til þessa dags hefur alltaf öðru hvoru verið sagt frá ferðum þessa hugrakka og fórnfúsa flugmanns, í dagblöðum borgarinnar, þar sem hánn í flugvél sinni hafði sótt til þess eða hins staðarins, barn, konu eða mann, fólk, sem var í bráðri lífshættu af ein- hverjum orsökum, og þurfti fljót- lega að komast undir læknis- hendúr, þar sem hjálpar var að væntá við hin fullkomnustu sjúkrahússkilyrði. í þessum flugferðum var oft teflt í tvísýnu hvað lendingar- skiiyrði snerti, oft var flugvöll- urinn aðeins túnflöt, vegarkafli, sléttur malarkambur grund eða eyri náiægt sjó o. s. frv., en í öllum þessum ferðum sinum til hjálpar nauðstöddu fólki, hefur flugmanninum vel farnazt, og allar hans sjúkraflugferðir, sem skipta nú orðið tugum eða jafn- vel hundruðum, til hinna ýmsu staða á landinu hafa tekizt með afbrigðum gíftusamlega. Nú eru fleiri tilkomnir með sjúkrafiutninga með flugvélum hér á landi en Björn Pálsson, en þó er hans enn oftast getið í sambandi við þá. Á íslenzka flug- menn yfirleitt er ékki hægt að bera annað en lof. Þeir hafa á fáum áriim í harðri samkeppni við milljónaþjóðir gerzt hlut- gengir sem fiugmenn, og innt af höndúm flug um allar jarðir með frábærri flugþjónustu, sem vakið hefur traust og aðdáun allra, sem til þeirra mála þekkja. En það var um Bjöm Pálsson, sem ég vildi skrifa, og forystu- starf hans í sjúkraflugi hér á landi tel ég svo athyglisvert og mikilsvert fyrir fólkið í strjál- býlinu, að fyrir það eigi hann skilið fúslega framlágðan stuðn- ing þeirra manna hér hjá okkur, sem þesSi mál heyra undir. En blessunarorð, lof og þakkir fólks- ins í hinum dreifðu byggðum landsins hefur hann þegar hlotið, og svo aðdéun allra, sem hrífast af fórnfýsi, drengskap og karl- mennsku í starfi. Kjartan Ólafsson. FPvÁ Helgafellsútgáfunni kemur út á rnorgun ný bók efíir Kristján Albertson, er hann nefnir „í Gró- andar»um“. Eru það 35 ritgerðir, flestar þeirra um skáld og.skáld- skap, meðal annarra um É.jarna Thorarensen, Jónas Hallgríms- son, Stephan G. Stephansson, Guðmund Kamban, Jóhann Sig- urjónsson, Halldór Kiljan og Kristján Albertsson Þórberg Þórðarson. í formála bókarinnar segir Kristján; „Margt af því sem orðið hefir að segja, er ekki skemmtilegt verk, og kennir þess víða í greinuxn mínum. Ég vona að þar sé líka eitthvað af þeim fagnandi hug, og örvahdi vilja, sem mestu skipt ir á vortímum í þjóðlífinu. Ef svo er, mun veitast léttara að virða til betri vegar ýmsar harð- orðar og bersöglar ádrepur, sum- ar býsna nytsamlegar, um sitt- hvað það sem mest lýtir opin- bert líf og siði, eða mannfundi og dagfar í íslenzkri sarntíð". Hér er í aðalatriðum um a<3 ræða mikilsvert og glæsilegt framlag til íslenzkrar bókmennta sögu, ritað af einum okkar fær- asta penna og drengilegasta og fágaðasta rithöfundi. Síðari hluti bókarinnar eru ritgerðir um ýmisleg efni og þar eru birt nokkur einkabréf er farið hafa á milli höfundarins og Haildórg Laxness og fjalla um stjómmál, og eru deilur þeirra mjög lær- dómsríkar og athyglisverðar og ætti enginn sem áhuga hefir á menningarbaráttu nútímans að láta undir höfuð leggjast að lesa þau rækilega. Bókin er 342 bls. og fallega útgefin. □- Ðagur Flugbjörgunarsveitarinnar UM þessar mundir eru liðin 5 ár frá þvi að stofnuð var hér í i bænum Flugbjörgunarsveitin, sem nú er orðin landskunn fyrir aðstoð sína í sambandi við leit af týndum flugvélum. og fyrir margháttaða hjáip við fólk, sem hefur verið í nauðum statt. Hefur sveitin á þessum árum vaxið mjög og hlotið mikla viðurkenn- ingu fvá innlendum og erlendum aðilum. Hefur sveitin hér í Rvík á að skipa 130 manna liði hinna vöskustu fjallagöngu- og jökla- fara, sem fyrirvaralítið geta lagt upp í hjálparleiðangur, ef slys ber að höndum. Forráðamönnum Flugbjörgun- arsveitarinnar hefur með mikl- um dugnaði tekizt að búa hana mjög vel af hvers konar björg- unar- og hjúkrunartækjum, sem of langt yrði hér upp að telja, enda xrerða nokkur þau helztu til sýnis í dag í Lækjargötunni, en þar verða jafnframt seld merki til ágóða fyrir starfsemi félagsins, sem kostar allmikið fé, jafnvel þó allir með tölu í Flugbjörgunar- sveitinni vinni störf sín endur- gjaldslaust. — Sem kostnaðarlið má nefna benzín á bíla og vél- sleða því allar leitir eru kostnað- arsamar, fæði handa sporhundin- um, sem daglega kostar sveitina nokkra tugi króna. í dag leitar Flugtajörgunarsveit- in sem sé til bæjarhúa um stuðn- ing með merkasölu. Er ekki að efa að bæjarbúar muni leggja sinn skerf fram til styrktar góðu málefni og kaupa merki Fiug- bj örgunarsveitar innar. BELGRAD, 30. nóv. — Tito mar- skálkur sagði í dag að Júgóslaf- ar myndu áfram fylgja þeirrl stjórnarstefnu sem fylgt hefðt verið s. 1. 10 ár — eða þann tíma sem hann hefði verið leiðtogi þjóðarinnar. Sú stjórnarstefna mótaðist af „samvinnu og vin- áttu við allar þjóðir sem hefðy góðan hug og góð áform“. A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.