Morgunblaðið - 04.12.1955, Side 13

Morgunblaðið - 04.12.1955, Side 13
Sunnudagur 4. des. 1955 MORGUNBfAÐIÐ 29 Cuðtún Pétursdóttir trá Raufarhöfn — Minning HÚN lést hér í bænum 17. f.m. af slysförum, og var jarðsungin s.L föstudag frá Raufarhafnar- kirkju. Bar dauða hennar að með svo óvæntum og skyndilegum hætti, að hina fjölmörgu frænd- ur hennar og vini setti hljóða við þá harmafregn. Hress og glöð í bragði, eins og hún ávallt var, gekk hún út að kvöldlagi sér til hressingar, en var látin að stutt 'i sturid liðinni, örskammt frá heim- iii sínu. Með frú Guðrúnu er gagnmerk og- mikilhæf kona horfin af þess- um heimi. Frú Guðfún Pétursdóttir var fædd 9. ágúst 1878 í Vopnafirði. Foreldrar hennar voru hin merku hjón Pétur Gúðjohnsen verzlun- arstjóri í Vopnafirði, sonur hiris þjóðkunna tónsnillings og fyrrum organleikara við dómkirkjuna, með sama nafni, og frú Þórunn Elísabet, dóttir prestahöfðingjans og þjóðmálaskörungsins séra Hall dórs prófasts Jónssonar á Hofi í Vopnafirði, af Bólstaðahlíðarætt, sem alkunmvgt er. Stóðu þannig merkir og sterkir stofnar að frú Guðrúnu í báðar ættir, sem greinilega kom fram í listhneigð hennar, ágætum gáfum og fast- mótaðri skapgerð. Frú Guðrún dvaldist í foreldra- húsum til 25 ára aldurs, að frá- töldum þeim árum er hún var við nám utanlands og innan. Hinn 16. júní 1903 giftist hún Sveini Ein- arssyni, kaupmanni á Raufar- höfn, hinum mesta sæmdarmanni og höfðingja, en hann var bróðir Páls Einarssonar hæstaréttar- dóma-ra og þeirra kunnu systkina. Þau hjón eignuðust einn son, Pétur Guðjohnsen, er bar fullt nafn móðurföður síns. Hann var glæsimenni, gáfaður, hvers manns hugljúíi og hinn mesti efnismaður i hvívetna. En • sá þungbæri harmur bar þeim hjón- um að höndum, að hann var kvaddur til æðri heima á blóma- skeiði lífsins. Eina fósturdóttur áttu þau hjón. í annað sinn sótti sorgin þau heim, er einkasonur hennar, yndislegt barn, er þau hjón unnu mjög, var burtkallað héðan. Sveinn káupmaður lést á skipsfjöl, á leið til Reykjavíkur hinn 13. des. 1954. Höfðú þau merku hjón þá átt samleið í hjóna bandi um rúmléga hálfrar aldar skeið. En síðustu 5 æviárin dvald ist frú Guðrún í Reykjavík, vegna vanheilsu. En á Raufarhöfn, þar sem þau reistu bú, rak Sveinn kaupmaður verzlun jafn lengi í félagi við Jón bróður sinn, sem löngu er látinn, og síðar með bróðursyni sínum Einari kaup- manni og hreppstjóra Jónssyni. Heimili þeirra heiðurshjóna, Sveins kaupmanns og frú Guð- rúnar, var orðlagt nær og fjær fyrir framúrskarandi gestrisni og höfðingsskap, hvern sem að garði bar. — Ég, sem þessar línur rita, minnist með einlægu þakklæti margra ánægjulegra og uppbyggi legra samverustunda með þeim hjónum á hinu vistlega menning- arheimili þeirra. Og þeir eru vissulega margir, æðri og lægri, er þá sögu hafa að segja, þvi þar bar marga gesti að garði, fyrr og síðar, er þaðan fóru með hlýhug og virðingu til húsráðenda fyrir veittar velgerðir og vinarhug. Frú Guðrún var svo miklum mannkostum búin, að hún verður öiíum þeim minnisstæð er náin kynni höfðti af henni. Og bar þar | margt til. Listrænir hæfileikar hennar voru fjölþættir. Tónlist- argáfan var henni svo ríkulega í blóð borin að hún má teljast í fremstu röð þeirra, er þá göfugu list hafa iðkað á nálægum tíma hérlendis. Enda var húa af þeim komin, er voru heimamenn í musteri sönggyðjunnar. Og nutu margir góðs af þekkingu hennar þar og smekkvísi og ekki sízt þeir er móttækilegastir voru fyrir þessa list allra lista, Því frú Guð- rún kenndi fjölmörgum ung- mennum hljóðfæraslátt fyrr og síðar. Jafnframt var hún organisti við Ásmundastaða- og Raufar- hafnarkirkjur um 20 ára skeið, og annaðist það starf með fágætri alúð og vandvirkni, eins og a'llt. sem hún lagði hug og hönd að, og án þess að líta til launa. Þau hjón frú Guðrún og Sveinn maður hennar voru frumkvöðlar að byggingu Raufarhafnarkirkju, og lögðu kirkjunni dýra og góða gripi af rausn sinni, sem lengi mun varðveita minningu þeirra hjóna þar á staðnum, auk alls annars er þau gott gerðu. Listræn gáfa frú Guðrúnar lá I á fleiri sviðum en tórilistarinnar. Um hannyrðir og tóvinnu var hún völundur í höndum, sem heimili hennar bar ljósastan vott um. — Frú Guðrún var gædd hin- um beztu skapgerðarkostum.. Hún var hreinlynd og trygglynd svo að bar, frændrækin og vinföst. Hún var höfðingleg í sjón og raun svo og menningarfrömuður í smu umhverfi. Minning þessarar- merku konu skal í heiðri og virðingu höfð um aldir. Þórður Odðgeirsson. Grein þessi varð að bíða birt- ingar vegna rúmleysis í blaðinu. Diseivélaeígendur Viðgerðarsíofan á eldsneytislokum og olíudrevfur- um í eldsneytisloka, er flutt á Hverfisgötu 59 (bak- skúr). — Sími 7044 — Edward Proppé. Skóverzlun B. Stefánssonar hættir Stórkostlegastn rýmingarsala á íslandi heist i fyrramólið Barnaskór IJ nglingashór Dömuskór Herraskór lnniskór Skólaskór Vinnuskór Strigaskór Skóhlífar V aðstígvél Allar vörubirgðir verzhinarinnar eiga að seljast fyrir 1, jan. n. k. þar sem verzlunin hættir að starfa. — Hér er því einstakt tækifæri fyrir alla Reykvíkinga og nærsv eitarmenn að eignast skó fyrir jólin með alvcg sérstöku tækifærisverði. Þér hafið því bókstaf- lega ekki ráð á því að láta slíkt tækifæri ganga yður úr greipum. Takmarkið er, hvert einasta par á að seljast fyrir gamlárskvöld. — Á þessum iólum fer enginn í jólaköttinn. Á jóltmum 1955 ganga Reykvíkingar í skóm frá Skóverzlun B. Stefánssonar, Laugaveg 22 Lítið i gluggana i kvöld. Opnum mánudagsmorgun kl. 9 f: Undraheimur undirdjúpanna eftir kaptein J. Y. Cousteau, höfund og brautryðjanda köfunaraðferðarinnar með vatnslunganu. Bókin segir frá reynslu og ævintýrum hinna fyrstu „froskmanna“, er hættu sér niður í undirdjúpin með vatnslungað á bakinu og svömluðu fríir og frjálsir, eins og fiskarnir, óháðir öllu sambandi við yfirborðið, um ókunna heima, könnuðu ný og áður óþekkt svæði, sem að sumu leyti gjörbreyttu hug- myndum okkar jarðarbúa um lifnaðarhætti sævarbúa. Frásögn höfundar er ævintýraleg og þó raunsæ í senn, og honum hefur tekizt að gæða hana slíku seiðmagni, að lesandinn leggur ógjarnan frá sér bókina á náttborðið, fyrr en síðustu blaðsíðunni hefur verið flett. Hrimfells bók er valin bók BÓKAÚTGÁFAN „HRÍMFELL".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.