Morgunblaðið - 06.12.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐI9 Þrigjudagur 6. des. 1355 j ANNA KRISTÍN EFTIR LALLI KNUTSEN fc Framhaldssagan 18 hann. Hann eyddi miklu og brask aði með peninga, en var ekki heppnari en það, að alltaf gekk á eigur þeirra hjónanna. Spilin gerðu sitt til. Þegar ívar var drukkinn var hann illur, og ef hann var þá reyttur til reiði gat hann hreint og beint orðið lífs- hættulegur andstæðingur. En ó- drukkir n var hann blíðlyndur, góðlátlegur og umburðarlyndur Anna Kristín hataði þennan rnann. Hataði hann af öllu hjarta. Hún var nú tuttugu og tveggja ára og fyrir konu með hennar skapgerð voru það grimm örlög að vera nauðug gift ívari. Ef til vill hefði einhver önnur kona get- að sætt sig við þetta með tíman- um og þeirri konu hefði ívar orð- ið góður. En nú var hann smátt og smátt að sjá og skilja tilfinn- ingar Önnu Kristínar til sín og hin blinda aðdáun og ást, sem hann hafði borið til hennar breytt ist í lostafulla, illmannlega girnd. Það hafði alltaf verið venja að halda hátíðlegan tuttugasta dag ,ióla. Það hét að bera út jólin. Strax upp úr hádegi fóru sleð- arnir að streyma heim að Mæri. Stofurnar fylltust af fólki, veit- ingar voru fram bornar, glaumur og gleði ríkti. Eftir að borð höfðu verið upp tekin, var farið að dansa. Spilað var á tvær fiðlur, trompet og klarinett. Randulf liðsforingi, sem verið hafði í Frakklandi, hafði kennt okkur dansa, sem áður voru ó- þekktir í héraðinu. Við vorum að dansa einn slíkan, franskan keðju dans, þegar Randulf, sem hélt í hönd Önnu Kristínar, leiddi all- an skarann stofu úr stofu og svo út í ískaldan ganginn. Við vor- um hætt að heyra til hljóðfær- anna. Randulf þreif opnar úti- dyrnar, og bitur froststormur næddi um okkur. Keðjan leystist upp og allir flýttu sér með ópum og hlátrum aftur inn í hlýjan danssalinn. Nei — ekki allir. Ég sá að systir mín og Randulf gripu í mesta flýti kápur í forstofunni og hurfu út í kalda, stjörnubjarta nóttina. Ég hljóp fram í dyrnar til að kalla í þau. Ég var ein í ganginum, en frá hjúastofunni heyrði ég hlátra og sköll. Tveir skuggar voru á hraðri ferð frá bænum. — Anna Kristín, kallaði ég. Rétt í sama bili opnuðust dyrn- ar á skrifstofu ívars og hann stóð í dyrunum. — Á hvern ertu að kalla? sagði hann drafandi röddu. Ég sá skuggana stanza og sagði þess vegna hátt, áður en ég lokaði dyrunum. — Ert þetta þú Ivar, hvers vegna ertu hættur að spila? — Fjandinn eigi spilin. — Ég sá að skuggarnir hurfu fyrir hlöðu- hornið. Ég flýtti mér að segja: — Þú hefir verið að spila við Gynter, það heyri ég á öllu. — Hvað kemur þér það við? — Hann á eftir að rýja þig inn að skinni. — Ég skalf í þunna kjóln- um mínum. ívar glotti. — Nei, það gerir hann ekki. Hvernig er það? Mundir þú vilja eiga hann? — Fyrr myndi ég giftast fjósa- manninum. Hann tók í handlegg mér og dró mig með sér inn í skrifstof- una. — Sá, sem fær þig fyrir eig- inkonu verður ekki fyrir von- brigðum. Þú ert starfsfús, hrein- skilin og hjarta þitt er hlýtt og viðkvæmt. — Hvað viltu mér? spurði ég varkár. — Þú ert ekki vanur að slá mér gullhamra. — Á hvern varstu að kalla? Ekki að ljúga neinu. Ég heyrði til þín. .— Þú hefir áreiðanlega heyrt í fleir um en mér. Við vorum að dansa og dönsuðum alla leið út á tún.1 En það var svo kalt að við flýtt- um okkur inn. Þó varð eitthvað af gestunum eftir úti. Við vorum eitthvað um 50 í keðjudansinum. Ég horfði í kringum mig. Þetta hafði verið skrifstofa föður míns. Hingað fór hann þegar hann vildi vera einn. Það gerði Ivar líka. Það var skuggsýnt inni, en nú kveikti ívar annað ljós og ég sá andlit hans greinilegar. Augu hans voru blóðhlaupin og störðu j á mig full af reiði, hryggð og úr- . ræðaleysi. I — Þú hatar mig líka. Þú trúir öllu sem hún segir. Þú skilur ekki að allt saman er henni að kenna? — Mér finnst að þú ættir ekki að drekka svona mikið, sagði ég þurrlega. — Veiztu hvers vegna ég drekk? Það er hún, sem orsakar það. Síðan við giftumst gengur allt á afturfótunum. Þeg ar ég er mildur og í góðu skapi, hæðir hún mig. Þegar ég sýni henni trúnað, ansar hún mér ekki. Þegar ég vil reyna að kom- ast að hennar innra manni, flýr hún mig. Hvað á ég að gera? Mig skal hún aldrei þvinga til neins. Með góðu hefði hún getað stjórn- að mér. I — Ég veit ekki ívar, sagði ég, þið hefðuð, held ég, aldrei getað komið ykkur saman. — Er það mér að kenna? Ég get ekki breytt sjálfum mér. Ég hefi lent i svo mörgu misjöfnu um dagana og lífið setur sín spor á hvern og ! einn. Heldurðu að Jörgen Rand- ulf hafi ekki átt betri daga en ég? ‘ Þegar ég hitti Önnu Kristínu hélt. ég að lífið hefði gefið mér allt það, sem ég áður fór á mis við. Því getur hún ekki sætt sig við mig eins og ég er? Ég er ekki i vondur við hana, það veiztu. Ég j neyddi hana ekki til að giftast ! mér. Það gerðu foreldrar hennar. I — Þú vissir vel að hún vildi þig ekki. Hún hefir aldrei dregið dul á það, ekki heldur áður en þið j giftuð ykkur. Hann hellti í staup og drakk. ! — Aldrei hefir nokkur systir ver- ið eins blind og þú, sagði hann svo glottandi. — Hún vildi engan. Hún vildi vera frjáls. Og þess vegna hatar hún bæði mig og þig og fer á bak við okkur. — Hvern- ig ætti hún að fara á bak við mig? Ekki er ég gift henni. — Hann hló undarlegum hlátri. — Það er hægt að fara á bak við mann á svo margan hátt, mín kæra, en það skulum við ekki fjölyrða um. En þú veizt vel að hún fer á bak við mig? Ég fékk hjartslátt. — Hefir nú Sesselja verið að þvaðra eitt- hvað sagði ég. Ég mundi nú ekki gera mikið með það sem hún seg- ir, sú blaður-skjóða. — Þú hefir ekki svarað mér. En það skiptir mig engu. Ef ég væri viss, þá dræpi ég hana, muldraði hann í hálfum hljóðum og kreppti hnef- ana. Ég mundi ekki ráða við mig, ég mundi kyrkja hana. Ég titraði af hræðslu. — Þú ert fullur, sagði ég og reyndi að byrsta mig. Hann brosti, fyllti staupið á ný og rétti mér það. — Rétturinn er mín meg in. Lögin segja að sá maður, sem geti sannað að eiginkona hans hafi drýgt hór með öðrum manni, hafi fullan rétt til að stytta henni aldur. Ég barðist harðri en vonlausri baráttu. — Og hvað segja lögin um eiginmanninn eftir á? Þú myndir sóma þér vel á höggpall- inum. Höfuðið fyki ekki við fyrsta högg. — Af einskærum taugaóstyrk hafði ég tæmt glasið, og brennivínið kom tárum fram í augu mér. Hann strauk höndinni annars hugar gegnum hár sitt: — Það þyrfti ef til vill tvö högg, sagði hann hægt, en stundum finnst mér að það væri það bezta. Angistin gerði mig mælska. — Já, sagði ég háðslega, þér þætti það sjálfsagt ágætt þegar ódæðið væri unnið og þú sjálfur biðir dauðans. Annars hræðirðu mig ekki með þessu tali. Þú drepur aldrei nokkra manneskju. — Held urðu að ég sé of huglaus til þess? Annarlegur glampi var kominn í augu hans. — Ég held að þú sért ekki nógu vondur til þess. Sá sem drepur mann með köldu blóði hlýtur að vera illmenni, og það Sjóðurinn í Alhambra SPÖNSK ÞJÓÐSAGA 2. hún hafði tim hálsinn, frá sér numin af fögnuði, því hún vissi, að þetta hafði verið einn af dýrmætustu verndargrip- ! um Mára. — Hún hélt áfram leit sinni í von um að finna fleiri dýrgripi, án þess að skeita um það að hún barst sífellt lengra og lengra burt frá hinum og óðum dimmdi að nóttu. Hún kom að gömlum og hrörlegum brunni. Hann var dimmur og ískyggilegur og ómögulegt að sjá hann nema komið væri alveg að honum. Hún lét stein detta niður í brunninn og sat svo kyrr og beið þess að hann kæmist til botns. í sama bili og dómkirkjuklukkan í Malaga sló sín , tólf þungu hljómfögru slög, féll steinninn til botns með miklum gný, sem heyrðist eins og þrumugnýr langar leiðir. ;Það var eins og hann hefði vakið eitthvað til lífs þarna ; niðri. Fyrst steig lágur kliður upp úr djúpinu líkt og þegar býflugur suða á heitum sumardegi. Brátt heyrði Sanchita raddir, ókyrrðin magnaðist. Það heyrðist lúðraþytur og glamur af sverðum, skjöldum og spjótum. j Unga stúlkan var hrædd. Hún mundi eftir því, að hún ; hafði heyrt um Bóabdil konung, seinasta konung Múhameðs- trúarmanna í Granada og Márastríðsmenn hans, kvennabúr hans og íllverk þau, er hann hafði framið. Hún mundi að hún hafði heyrt að þeir væru bergnumdir og sætu fastir í hamrinum með töfrum. Aðeins eina nótt á ári, miðsumars- nóttina, voru þeir frjálsir frá miðnætti til sólaruppkomu. Þá komu þeir saman til þess að hylla seinasta Márakonung- inn í Granada, konunginn, sem kristnir menn höfðu rekið í burtu. Hér eni 10 rakblöð með heimsins beittustu egg 10 blá Gillette blöð (20 rakhliðar) í Málmhylkjum Kr. 13,25. - Morgunblaðið með morgunkafíinu — Losid yður við ÓHREW SORPIÖIUR Eyðið öllu sorpi innanhúss CALCINATOR sorpeyðingartækið er algjör- lega sjálfvirkt rafmagnsáhald, sem brennir öllu sorpi, nema járni og gleri. — Það eykur þrifnað, er fyrirferðarlítið og sparar húsmóðurinni að bera allt sorp út úr húsinu. Nokkur stykki fyrirliggjandi Allar nánari upplýsingar gefa 6.»gBSIIIHSSaNtJ0BMSIINf Grjótagötu 7 — Símar 3573—5296

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.