Morgunblaðið - 07.12.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.12.1955, Blaðsíða 1
16 síður tt árgangvt 280. tbl. — Miðvikudagur 7. desember 1955 Prentmföi Worgunblaðsla* 500 létn Iílið Tii Kaupmannðhafnar vegna frumsýningar 23 þús. sæfðost LUNDÚNUM, 6. des. — Biíreiða- slysum í Bretlandi fór enn fjölg- andi í októbermánuði. Meira en 500 manns létu lífið í slíkum slysum og tala þeirra er hlutu sár meiri eða minni, nemur 23 •þúsundum. Eden segír: Við iramleiðum kjcraorkavopn LUNDÚNUM 6: des. — Eden for sætisráðherra sagði í brezka þing inu í dag, að Bretar myndu halda áfram framleiðslu kjarnorku- vopna. Hann sagði að Bretar myndu ekki samþykkja neina „heildar“ bannyfirlýsingu gegn kjarnorkuvopnum, því þau væru sterkasta vopn hverrar þjóðar gegn árásum ofbeldissinnaðra manna. Hin fagra ítalska kvikmyndaleikkona, Sophia Loren, leit þannig út við' komu til Kaupmannahafnar á dögunum. Á sunnudaginn var hún í Höfn viðstödd frumsýningu á itölsku kvikmyndinni „Horfinn heimur“. Iðnaðarmálastofnunin skal efla fram- ,.Furðnlegur viðbnrðurw D Krashchev hélt svæsna Éróðars- ræðu pepi Vesturveldonom í gær KRUSHCHEV, aðalritari rússneska kommúnistaflokksins, hélt ræðu á opinberum fundi í Rangoon i morgun. Deildi hann þar harkalega á Vesturveidin — á þau stærst allra er hann hefur og er þá mikið sagt. * „ÞEIRR.V ER SÖKIN"! Hann sagði að ef Bretar og Frakkar hefðu viljað, þá klstunda skothríð KAIRO 6. des. — í Egyptalandi er svo skýrt frá, að til tveggja klukkustunda orrustu hafi komið milli Egypta og ísraelsmanna á landamærasvæðinu við Gaza. — ísraelsmenn hófu skotríð með vélbyssum — Egyptar svöruðu — og bardaginn stóð, sem fyrr segir í 2 klst. —-Reuter. Btðsf landvistar og er þessi síðasta ásöknn hans borið á borð í Indlandsfetðlnni hefðu þeir getað haldið aftur af Hitler. Og þeir hefðu getað komið í veg fyrir þýzkt her- nám í Austurriki ef þeir hefðu ekki samþykkt hinn „smánar- Iega“ Múnchen-samning. Og hann klykkti út með því að segja að sama stefna væri uppi í þessum löndum nú gagnvart V-Þýzkalandi og var áður gagnvart Hitler. ^ Margir ráðamenn Vestur- veldanna telja það enga nauð- syn að dylja þá löngun sina að fara í stríð gegn Rússum — né að þeir undirbúi slíka styrjöld. * RÚSSAR ERU GÓDIR Hann lagði áherzlu á, að Rúss- ar vildu á engan ráðast, en hann skaut því inn, að Rússar gætu ekki afvopnazt á sama tíma, sem Vesturveldin ykju herstyrk sinn. farir í iðnaði og koma á hagkvœmari vinnubrögðum í iðnaðarframleiðslu og vörudreifingu * BERLÍN, 6. des. — Undirforingi í rússneska hernum bað í gær um hæli í Vestur-Berlín sem pólitískur flóttamaður. Kom hann flugleiðis í dag til Vestur- Þýzkalands, þar sem hann verð- ur yfirheyrður. Maður þessi er 26 ára gamall. NÓG KOMIÐ Eitt af stuðningsblöðum indversku stjórnarinnar, hefur liarkalega gagnrýnt Krush- chev fyrir árásarræður þær á Vesturveldin, sem hann hef- ur flutt í Indlandsreisu sinni —' og telur ræður hans ó- kurteisar. Iðnaðarmálaráðherra leggur fram frumvarp með ýfarlegum sfarfsreglum IMSÍ IÐNAÐARMÁLARÁÐHERRA Ingólfur Jónsson hefur lagt fram á Alþingi frumvarp að lögum um Iðnaðarmálastofnunina. Sú merkilega stofnun hefur þegar unnið merkilegt starf án þess að ýtarleg löggjöf hafi verið sett um, hvernig haga bæri starfsem- inni. Nú hefur Iðnaðarmálastofnunin slitið barnsskónum og sannað að hún á rétt á sér, sem þýðingarmikil rannsókna- og framfara- stofnun hins íslenzka iðnaðar. Þess vegna má ekki lengur dragast að sett sé ýtarleg löggjöf um starfsemi hennar. Eilíft hlutleysi WASHINGTON 6. des. — Banda- ríkin, Bretland, Frakkland og Rússland staðfestu í dag endan- lega sjálfstæði Austurríkis og yfirlýsingu Austurríkismanna um hlutleysi. Jafnframt var sam- þykkt í austurríska þinginu stjórnarskrárbreyting, á þann | hátt, að inn í hana er bætt klausu um eilíft hlutleysi landsins. I Hellisheiði greiðfær FRÉTTARITARI Mbl. á Selfossi símaði í gær, að nokkur ófærð væri á vegum í uppsveitum Árnes sýslu, en þó ekki svo mikil að mjólkurflutningar hefðu tafizt. Lítill snjór væri á láglendi, og vel greiðfært austur í Rangár- vallasýslu. Nokkuð skóf í skafla á Hellis- heiði í gærdag, en þar voru tveir mokstursbílar að verki allan dag- inn í gær og höfðu þeir vel undan umferðinni. Molofov sagði: „Gallinn við frjólsar kosningar er oð enginn veit hver sigur hlýtnr“ NEW YORK, 6. des. ANTHONY NUTTING, aðstoðarutanríkisráðherra Breta, sagði í ræðu í gærkvöldi, að hin nýafstaðna og misheppnaða Genfar- ráðstefna hefði sýnt og sannað ótvírætt að Rússar óttast það mest, að hið minnsta frelsi mundi éyðileggja hina valdkúguðu upp- byggingu Sovétríkjanna. MARGÞÆTT STARFSEMI í 1. gr. frumvarpsins er getið helztu starfshátta Iðnaðarmála- istofnunarinnar. Þar segir svo: Iðnaðarmálastofnun íslands er sjájfstæð ríkisstofnun, og er markmið hennar að efla framfar- ir í islenzkum iðnaði og koma á hagkvæmari vinnubrögðum í iðnaðarframleiðslu og vörudreif- ingu með því að: 1. Fylgjast með tæknilegum nýjungum og veita þeim, er iðnað stunda og við vöru- sölu fást, leiðbeiningar, er miði að auknum afköstum, verknýtingu og vöruvöndun. 2. Veita tæknilega aðstoð m. a. með leiðbeiningum um endurbætur á vélum, húsa- kynnum, vinnutilhögun og meðferð hráefna. 3. Rannsaka afköst í einstök- um greinum iðnaðarins og kynna niðurstöðurnar, svo að notum komi fyrir iðn- fyrirtækin og iðnfræðsluna í landinu. 4. Gera athuganir til endurbóta á hinum ýmsu sviðum iðn- aðar og vörudreifingar. 5. Koma á fót og sjá um rekst- ur á tæknilegu bókasafni. 8. Annast útgáfu tímarits um tæknileg efni. 7. Gangast fyrir námskeiðum, fyrirlestrum og kvikmynda- sýningum um vinnuvísindi og tækni. 8. Stuðla að því, að hérlendir menn, sem starfa í þágu ís- lenzks iðnaðar, komist til framhaldsnáms erlendis í vísindalegum, verkfræðileg- um og verklegum greinum, og að erlendir kunnáttumenn á þessum sviðum heimsæki ísland. Iðnaðarmálastofnunin skal þó ávallt nýta þekk- ingu og störf innlendra sér- fræðinga, eftir því sem kost- ur er á. 9. Hafa samband og samstarf við hliðstæðar erlendar tæknistofnanir og eiga aðild að alþjóðlegum samtökum slíkra stofnana. 10. Afla upplýsinga um innlenda iðnaðarstarfsemi og aðstoða Hagstofu íslands um útgáfu iðnaðarskýrslna. 11. Leggja grimdvöll að viður- kenndum mælikvörðum eða fyrirmyndum (standards) fyrir íslenzka iðnaðarfram- leiðslu í samræmi við það, er bezt þekkist erlendis, og stuðla að því, að komið verði á gæðamati iðnaðarvara, Framh. á bls. 12 ★GÓÐAR TILLÖGUR Ráðstefnan var þó gagnleg, því hún sýndi, að það eru Vesturveldin sem leita sam- komulagsins. Vesturveldin settu fram góðar tiliögur, en Rússar snerust gegn þeim Vesturveldin buðu að með frjálsum kosningum yrði endi bundinn á deilurnar um Þýzkalandsmálin — og Vest- urveldin buðu einnig að stofn- að yrði öryggisráð í Evrópu vegna ótta Rússa um að nýtt sameinað Þýzkaland yrði aðili að Atlantshafsbandalaginu. Þessu liafnaði Molotov og mælti gegn frjálsum kosning- um í Þýzkalandi af meira móði en nokkru sinni fyrr. ★ GALLINN VIÐ FRJÁLSAR KOSNINGAR Nutting sagði að í fyrra hefði Molotov sagt að gailinn við frjálsar kosningar væri sá, að maður vissi aldrei hver að* iliun bæri sigur úr býtum. Getur það verið, sagði Nutt- ing, að nú hafi MolotoV ein- hvern grun um, hvað undir- okaðir Austur-Þjóðverjar vilja? Churchill hélt ræðu á fundl einum í Lundúnum í dag og vék að ferð Rússanna. Kaliaði hann hana „furðulegan við- burð“. ^ Dulles lét svo um maeit við blaðamenn í dag, að engu lík- ara væri en för þeirra Bulg- anins oð Krushchevs til Ind- lands væri farin til að sá fræj- um haturs og ills vilja. ★ Innskot HÚN er sögð farin til að „styrkja friðin", för Kruschevs og Bulganins til Indlands, en í þeirri ferð hafa þeir haldið svæsnari áróðursræður en um getur í nokkurri annarri för stjórnmálamanna, svipaðs eðl- is. Vissum ríkjum, sem hvað mestan þátt áttu í því að brjóta á bak aftur þýzk ein- ræðisáform, er bcrið á brýn beinlínis að hafa átt sök á að tii átaka kom!! Þau eru sökuð um að hafa varnarher til taks, í simu setningunni og þeim er álasað fyrir að hafa ekki — væntanlega með hervaldi — brotið á bak aftur ofbeidis- árás á Austurríki!! Samtímis er reynt að halda fram, að mesta herveldi heims. sem beinir nær allri sinni fram- leiðslugetu að vopnafram- leiðslu, vilji ekkert nema frið og aftur frið!! — Það er von að jafnvel Indverjum þyki nóg komið af slíkum ræðum. Það má segja að Kruschev sé sterkur á endasprettinum — áður en hann heldur heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.