Morgunblaðið - 07.12.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.12.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 7. des. 1955 MORGVNBLABIÐ 9 rusjeff hefor náð niídirtökunuiii í voEdubaróttunni í Kreml regur til stórtíðinda? herra og Aljiingisforeeli 75 ára IDAG á Gísli Sveinsson fyrr- verandi sendiherra og Alþing- þingisforseti 75 ára afmæli. Ævi- aíriði þessa merka stjórnmála- inanns eru löngu þjóðkunn. Er því ekki ástæða til þess að rekja þau ýtarlega hér. Hann er Skaftfellingur að ætt, kominn af traustum bænda- og prestaætt- um. Fór vel á því að hann gerð- ist síðar sýslumaður, þingmaður og héraðshöfðingi í ættarhéruð- um sínum. Naut hann þar jafnan vinsælda og virðingar. - •- Gísli Sveinsson lauk stúdents- prófi árið 1903 og embættisprófi ffrá Hafnarháskóla árið 1910. Á Jiáskólaárum sínum var hann um Ekeið settur bæjarfógeti og sýslu- I maður á Akureyrl Að loknu prófi gerðist hann síðan mála- fflutningsmaður við yfirdóminn í Keykjavík. Árið 1918 var hann ekipaður sýslumaður í Skapta- íellssýslu og gegndi þvi embætti þar til árið 1947 er hann gerðist sendiherra íslands í Osló. Þeirri stöðu gegndi hann til sjötugs- aldurs er hann lét af því fyrir aldurs sakir. Gísli Sveinsson varð þjóðkunn- tur maður þegar á unga aldri. ©*lli því fyrst og fremst hin einarða afstaða hans í sjálfstæð- isbaráttunni, sem íslenzk stjórn- xnál snerust þá um. Gerðist hann þegar eindreginn skilnaðarmað- uir og munaði þar drjúgum um liðsemd hans. Var hann strax í æsku snarpur og sókndjarfur ræðumaður, markvís og fylginn. eér. Ágæt greind hans og með-1 íæddir ræðumannshæfileikar, ekipuðu honum þegar í fremstu röð stjórnmálamanna. Hann var Scosinn þingmaður Vestur-Skaft- fellínga árið 1916 og sat þá á þingi til ársins 1921. Þá varð hann að leggja niður þingmennsku sakir heilsubrests. En árið 1933 Síusu Vestur-Skaftfellingar hann að nýju á þing. Átti hann síðan sæti á Alþingi þar til hann varð sendiherra. - • — Um nokkur ár var Gísli Sveins son forseti Sameinaðs Alþingis. Stjórnaði hann þingfundum á lýðveldissumrinu og fórst það að vanda vel og skörulega. Mundu margir hinna gömlu bar- áttumanna úr sjálfstæðisbarátt- «nni hafa viljað lifa þá stund að stýra fundum Alþingis að Lögbergi hinu helga er lýðveUi var stofnað á íslandi. Þar rætt- ist hinn stóri draumur ungu skilnaðarmannanna frá alda- moiaárunum. En Gísli Sveiasson var vel kominn að þeirri sæmd og hann leysti hið sögulega hlut- verk sitt af hendi með reisn og höfðingsskap. Gísli Sveinsson hefur átt sæti í fjölda nefnda, sem unnið hafa þýðingarmikil störf. M. a. tók hann sæti í milliþinganefnd, sem skipuð var 1916 til þess að undir- búa FJóaáveituna. Þá var hann formaður milliþinganefndar um stjórnarskrármálið. Lauk sú nefnd við undirbúning að lýð- veldisstjórnarskránni. Mun það starf hafa verið nvjög hugþekkt hinum vígglaða skilnaðarmanni. Framherjarnir í þeim þætti sjálfstæð'isbaráttunnar, sem lauk 1. desember 1918 eru nú flestir horfnir. Einar Arnórsson og Benedikt Sveinsson féllu á þessu ári. En Gísli Sveinsson og Ari Arnalds halda ennþá velli, sá siðarnefndi 83 ára en hinn fyrr- nefndi 75 ára i dag. Þeirri kyn- slóð, sem fékk frelsið í vöggu- gjöf er hlýtt til þessara manna og virðir þá. Þeir eru fulltrúar fólksins, sem háði baráttuna, bar hinn íslenzka málstað fram til sigurs. Gísli Sveinsson ber aldur sinn vel, er reifur í máli og djarfur í dómum. í stað þess að ganga til orrustu á vettvangi stjórn- málanna, eins og hann gerði fyrr, iðkar hann nú forn fræði og eyk- ur við lærdóm sinn og þekk- ingu. Jafnframt lætur hann mál kristni og kirkju til sín taka sem áður. Kona Gísla Sveinssonar er frú Guðrún Einarsdóttir, hin merk- asta og glæsilegasta kona. Eiga þau hjón fjögur börn, þrjár dæt- ur og einn son. étendur heimili þeirra nú að Grettisgötu 98. Þeir, sem hafa starfað með Gísla Sveinssyni og kynnzt hon- um, vita að hann er ljúfur og lipur í samvinnu, prúðiar maður og drengur góður. Munu bera það jafnt andstæðingar hans sem samherjar. Um hann má segja að hann hafi gengið ,,níðs ókvíðinn" til leiks en ekið heil- um vagni heim. Lif þú svo heill og sæll, gamli vinur og samherji, meðan dagur endist. S. Bj. Rússar !sl Bonti! BONN 6. des. — í dag hófust viðrseður miJJi Rússa og Vestur- þýzku stjórnarinnar um stofnun rússnesks sendiráðs í Bonn. Eftír EDWARD CRANKSHAW KRUSJEFF HAFBI VINNINGINN ÞAÐ var strax orðið sýnt um það atriði s.L ár, að hörð átök voru hafin innan komrnúnista- flokksins í Rússlandi — og stóð stríðið aðallega milii þeirra Mal- enkovs og Krusjeffs. Krusjeíf var stöðugt að færa sig upp á skaftið — og notaði hvert tæki- færi til þess að skyggja á Mal- enkov. Nokkrir mánuðir !iðu — og að því kom, að Malenkov var látinn hverfa af sjónarsviðinu, en var þó skipaður raforkumála- ráðherra, til þess að hylma yfir það, sem var að gerast bak við tjöldin í Kreml. Málgögn ráð- stjórnarinnar reyndu að þagga niður málið og nú minntust þau , ekki lengur á hann. Umsögninni . um hann í rússnesku alfræða- ¦ orðabókinni var breytt, og svo var látið líta út sem hann hefði aJdrei verið neinn sérstakur valdamaöur. MALENKOV EKKI AF BAKI ÐOTTINN En það standa sterk öfl að baki Malenkovs, og andstæðingum hans tókst aldrei að fella á hann algeran skugga. Hann fór að rétta við að nýju — og ekki leið á löngu þar til hann fór að koma fram opinberlega á ný við hlið þeirra Bulganins og Krusjeffs. Þar með var ljóst, að Krusjeíf hafði ekki unnið fullkomlegan sigur og hann hafði ekki náð einveldisaðstöðu. Hann er ekki sjálfs síns herra eins og Stalin var — heldur þykir sýnt, að æðstu völdin eru í höndum ráðs, sem Malenkov er einnig meðlimur í. Krusjeff er þrátt fyrir allt öflugastur og hef- ur um langt skeið komið fram sem æðsti maður Ráðstjórnar- innar innan lands sem utan. En það er liðinn nokkuð langur tími frá því að í odda skarst með þeim Malenkov og Krusjeff og allt bendir til þess, að enn styrkist völd Krusjeffs. KRUSJEFF ENN í UPPGANGI Á ferðum sínum erlendis hef- ur hann líka óspart látið það í ljós, að hann væri „sterki mað- urinn" í Kreml. í Indlandi kom það berlega í ljós hverra valda hann nýtur innan hins þrönga hrings valdamannanna í Kreml. Hann bauð Indverjum alla þá aðstoð, sem Rússar geta af hendi látið og ekki var annað sýnt, en Bulganin væri aðeins ferðafélagi hans. Það er margt, sem bendir til þess að valdaaðstaða Krusjeffs hafi styrkzt að undanförnu og verið getur, að framkoma hans í Indlandi hafi ekki verið ástæðu- laus. AÖ TJALDABAKI Fyrir skömmu gerði Molotov játningu þess efnis, að hann hafi ekki starfað fullkomlega í anda kommúnismans. Almennt var þá álitið, að dagar Molotovs væru taldir, en annað hvort er, að hann nýtur það sterkrar aðstöðu, að Krusjeff hafi ekki tekizt að bola honum frá að sinni, — eóa þá að ætlun Krusjeffs er að láta Molotov hverfa af sjónarsviðinu með hægð. Ekki einungis játning Molotovs er talin hafa styrkt völd Krusjeffs. Aftökur æðstu yfirmanna Georgíu — sem bendl- aðir voru við Bería ^- eru einhig sagðar standa í sambandi Við valdabrÖJt Krusjeffs og brolt- vikning Abalins, ritstjóra mál- gagns Ráðstjórnarinnar, Komm- únistinn, er eihnig sagt hafa stað- ið í þessu sambandi. KRUSJEFF OGNAR Hinn ósveigjanlega afstaða Molotovs á Genfarfundinum, er einnig runnin undan rifjum Kru- sjeffs — og er þá sýnt, að völd" hans hafa styrkzt að mun síðan fjórveldafundurinn var haldinn í Genf í sumar. Vetnissprengjan, sem sprengd var í Síberíu á dög- unum er einnig sett í samband við hina einstrengingslegu stefnu, sem Ráðstjórnin hefur nú tekið upp — og mótuð er af Krusjeff. Litið er á þessa sprengingu sem tilraun til þess að ógna Vestur- veidunum. HVAÐ GERIST Á FLOKKSÞINGINU Allt þetta brölt Krusjeffs upp á síðkastið er sennilega undir- búningur undir aðalfund komm- únistaflokksins, sem verður á næstunni, og ætlar hann þá, ef að líkum lætur, að taka völdin i sínar hendur — og binda endi á rimmuna við Malenkov. Sú breyting þarf ekki að hafa nein- ar stórbreytingar á utanríkis- stefnu Rússa í för með sér, því að eins og komið er stendur Krusjeff í brjósti fylkingar. Bar- áttan virðist að mestu vera um íramkvæmd innanríkismálanna — og hefur hver höndin verið þar upp á móti annarri að nnd- anförnu, enda er t. d. ástandið í landbúnaðarmálunum mjög vin- sælt. Stórkostlegar áætlanir hafa verið gerðar — en þær hafa runnið út í sandinn jafnóðum. Þó að Krusjeff vinni fullnaðar- sigur á aðalfundinum er ekki víst að afleiðingamar af því komi samstundis í Ijós. Það er jafn erfitt að gera sér grein fyrir því, sem að tjaldabaki gerist í Rúss landi. og að dæma um það, hvern • ig fljótandi borgarjaki er í lögun undir sjávarfletinum. SÝNIMG BHOÐENS GÓÐAN gest bar hér að garði, er hinn ungi bandaríski mynd- höggvari John W. Rhoden hélt hér sýningu á nokkrum verkum sínum, aðeins í örfáar klukku- stundir því miður. En atvikin höfðu búið svo um hnútana, að þessi eftirtektarverði listamaður gat ekki dvalið hér lengur. og hafa því eflaust margir listunn- endur farið á mis við sýningu, sem átti nokkurt erindi hingað. leir. Rhóden er hvorki non-figur atívur listamaður eða natúralisti. Hann virðist hvergi háður því, hvort myndir hans falla í smá i borgaralegan smekk eða ekki. — ¦ Formkennd hans og skilningur á , höggmynd eru algerlega yfir það hafin að hrúga upp „lafafrakka körlum" og þess háttar dóti. — Þroskaður smekkur hefur valið verk þessa listamamis til kynna á erlendum vettvangi, og er það auðséð. Ekki skal orðlengja meira um þessa ágætu sýningu, en skaði var, að hún skyldi ekki geta staðið lengur og íslendingar feng ið að njóta hennar til fulls. Von- andi hefur hún samt rumsk'að við einhverjum af þeim, sem sí og æ eru að ónotast út í þróun mynd- listar í heiminum og tala oft at hreinni vanþekkingu, svo að ætla mætti, að þeir hefðu hlotiö myndhstaruppeídi sitt innarv borgarmúra Moskvu. Sjaldan hefur jafn góður mynd listarmaður og John W. Rhoden heimsótt okkur. Þakka ég honum innlitið og vonast til, að ókomnir séu fJeiri mj-ndlisíarmenn, sem jafn ánægjulegt er að kynnast. Valtýr Pétursson Það er fróðlegt að kynnast listamönnum langt að og hafa tækifæri til að sjá verk, sem valin eru til kynna á list ekki minni aðila en sjálfs stórveldis- ins Bandaríkjanna, og víst er um það, að hið mannmarga þjóðfé- lag í vestri þarf ekki að blygðast sín fyrir sýningu á verkum Rhodens. Hann er ágætur mynd- höggvari eftir þeim fáu myndum að dæma, sem hér voru til sýnií. Meðferð hans á forminu er örugg og ber ljósan vott um þioska og spilandi lífsfjör. Verk hans eru óháð kreddum og sérvizku. Lista- maðurinn hikar hvergi að fara eigin leiðir og gerir það ósm.eyk- ur, en trúir á mátt sinn og megin. íuJIur æskufjöri. Sérstaklega er eftirtektarvert, hverja tilíinningu Rhoden hefur fyrir efni því, er hann vinnur í. Málmmyndir hans eru gerðar af tækr.ilegri getu og sýna greihi- lega mikil áhrif eínisins s Jista- manninn. Sama máii gegnir, þeg- ar hann sker í' við og mótar • i Góður árangur af merkiasölu blindra HINN 13. nóv. s.l. efndi Blindra- félagið til merkjasölu um lancl allt. Hafa nú flestir skilað af sér fyrir merkjasöluna, en þó eklti allir. Hefur alls verið skilað um 111 þús. kr. af öllu landinu, og þar af eru 53 þús. úr Reykjavík einni. Er það um 20 þús. kr. meir en í fyrra. Blinda fóikið hefur beðið að flytja öllum þeim sem unnu að merkjasölunni og sem keyptu merkin þakkir fyrir hina ómetan- Jegu aðstoð, sem þeir hafa veitt. Jólakort til ágóða fyrir blint fólk rÉbEKKUSYSTUR í Oddfellow- reglunni, hafa jafnan um hver jóJ, reynt að gera blindu fólki jólin ánægjuleg. Hafa verið seld skreytt jólakerti til ágóða fyrir jóJáglaðningihh, bg í ár verður áð áuki seld jölakort. Jólakort Rébekkusty'stra,": hefur . Eggert GufSmundssbn teiknað, en það er litprentað, og inni í þvi jólaverti eftir frú Guðrúnu Guðlaugsdótt- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.