Morgunblaðið - 07.12.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.12.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 7. des. 1355 i ir -ZSZZ ANNA KRISTÍN EFTIR LALLI KNUTSEN Framhaldssagan 19 ert þú ekki, ívar. — Það heldur Anna Kristín, þó hef ég dáð hana og elskað, já tilbeðið jörðina, sem hún gengur á, en allt til einskis. — Betri menn en þú hafa slitið samvistum við eiginkonur sínar, sagði ég þurrlega. — Og mér minni menn hafa gert eigin- konurnar að þrælum sínum. Berðu Önnu Kristínu kveðju mína og segðu henni að skilnað :'ái hún ekki fyrr en annað hvort okkar sé liðið lík. Hann bar flösk- una upp að vörunum og saup dug iega á. Ég gat ekkert sagt. 13. kafli. Sólin hækkaði á lofti og vorið hélt innreið sína. Á stórbúum er oft mikið um að vera á vorin. Kæti og fögnuður setja sinn svip á fólkið og vinnuafköstín verða eftir því. En nú var þetta með allt öðr- um hætti á Mæri. Þunglyndi ívars lagðist eins og mara yfir okkur öll. Áður fyrr hafði hann unnið öll sín embættisstörf af samvizkusemi, en nú var hann sjaldan allsgáður. Anna Kxistín var fallegri en nokkru sinni fyrr, þetta vor. Það sá ívar, en það hafði ekki góð áhrif á skapsmuni hans, síður en svo. Hann formælti fegurð henn- ar, jafnvel í áheyrn vinnufólks- ins. í seinni tíð var vinfengi þeirra ’Gynters og ívars orðið svo náið, að þar gekk ekki hnífurinn á milli. Mér fannst, að af öllum illum öndum á Mæri, væri Gynter sá versti. Honum fylgdi drykkjuskapur og peningaspil, og það var hann, sem kom flestum deilum af stað milli hjónanna. Með lymsku og undirferli hafði hann lag á að gera ívar viti sínu fjær af afbrýðisemi og hatri, því að nú efuðumst við ekki um að hann var farinn að hata Önnu Kristínu, engu síður en hún hann. Dag nokkurn sagði systir mín við mig: — Varaðu þig á Gynter, vina mín, hann hefur vald yfir ívari. Ef hann fær þá flugu í höfuðið að þú skulir verða eigin- kona hans, þá verður ekki langt Stúikur vantar nú þegar til afgreiðslu- og veitingastarfa. Upplýsingar, Aðalstræti 8, kl. 6—7. Saltsíldarflök NORÐANSÍLD Höfum aftur fyrirliggjandi saltsíldarflök, beinlaus og roðlaus á áttungum. MIÐSTÖÐIN H.F. Vesturgötu 20 — Sími 1067 og 81438 Mjallhvítar-hveitið fæst í öllum búðum SnowWliíte'sj^ 5 pund 10 pund 25 kg 50 kg SnowWhite^if^' 5 punda bréfpoki 10 punda léreftspoki Hveitið er framleitt aðeins úr bezta hveitikomi Biðjið ávallt um „Snow White" hveiti ( M j allh vítarhveiti) Wessanen tryggir yður vörugæðin þangað til hann fær bæði þig og | Eiði. — Aldrei skal það verða, hrópaði ég æst, ég læt ekki neyða mig til neins. — Heimskingi! sagði systir mín þurrlega. Við kon urnar erum réttlausar. Við ráð- um ekki yfir líkama okkar, hvað þá heldur eigunum. ívar er fjár- ráðamaður þinn. Ef hann játar bónorði fyrir þína hönd, er það sama og þú gerðir það sjálf. — Það er ekki langt síðan að þú sagðir að ívar myndi helzt vilja að ég yrði ógift alla mína ævi. — Já, en með Gynter er öðru máli að gegna. Hann og ívar eru orðnir eitt. Þar að auki veit ívar að ég hata Gynter. Það er ærin ástæða til þess að hann gefi hon- um þig. — Nei, sagði ég og hristi 1 höfuðið, ívar er ekki vondur maður. — Er hann ekki vondur maður? sagði Anna Kristín með þunga, hann er sjálfur Satan í mínum augum. Ég er viss um að hann hikar ekki við að selja þig, ef hann hefur von um að græða á því. — Hún gekk hnarreist fram í eldhúsið. — Viltu vera svo góður að leggja á hryssuna fyrir mig? sagði hún við einn vinnumanninn. Þessi og þvílík orð við hjúin voru beztu vopn hennar gegn Ivari. Þau glöddu fólkið og höfðu þau áhrif að ást þess og aðdáun beind ust að Önnu Kristínu, en ekki húsbóndanum. j Um kveldið sá ég systur mína ríða eina frá bænum, og skömmu seinna kom Gynter. ívar tók vel á móti honum eins og vant var, I og ekki leit á löngu þar til þeir sátu yfir rjúkandi toddýi. Spilin voru tekin fram og ég vissi að Gynter myndi ekki fara fyrr en langt væri liðið á nótt. Þegar við þrjú vorum að borða kveldmatinn sagði Gynter allt í einu: — Blessuð frúin er ekki heima, eða hvað? ívar svaraði ( ekki. Hann var orðinn drukkinn. Ég leit beint í lítil, lymskuleg augu Gynters og svaraði: — Hún reið niður í Birkihlíð með lækn- ingajurtir til Kristínar. Gynter þurrkaði sér um munninn. — Þú átt góða konu, ívar, sagði hann svo, hún er góð við alla, jafnt ókunnuga sem kunnuga. — Á ég að fylla glasið? sagði ég kulda- lega. — Já þökk fyrir, jómfrú. Þér búið til næstum því jafn gott' öl og móðir mín sáluga. Því að ég geri ráð fyrir að þér bruggið og bakið á Mæri. Ég get einhvern veginn ekki hugsað mér að kon- an þín geri það, ívar. Enn svar- aði ívar ekki, en ég sá að hönd hans skalf. Gynter hélt áfram: — Ég mætti liðsforingjanum á leiðinni hing- að. Auðvitað gekk ívar í gtldr- una. — Hvaða liðsforingja? spurði hann. — Jörgen Randulf. Eru aðrir liðsforingjar sér á veg- inum að staðaldri? í hvert ein- asta skipti sem ég kem hingað, og það er svei mér ekki svo sjaldan, mæti ég honum. í kveld var hann einn, aldrei þessu vant. Andlit ívars varð dökkt af reiði. Hann stóð þegjandi upp frá borð- um og við gengum inn í skrif- stofuna. Gynter fannst kalt og bað um púns. Ég gekk þegar fram í eld- húsið og með hjálp vinnukvenn- anna bjó ég til ilmandi púns, sem ég bar svo inn il þeirra. Ég sé, að þeir voru báðir mjög drukkn- ir. ívar leit á mig blóðhlaupn- um augum og sagði: — Læstu útidyrunum og fáðu mér svo lyk- ilinn. — Hvenær varð það siður á Mæri að læsa útidyrum? spurði ég reiðilega. — Þegar húsfreyjan á Mæri varð að gálu, sem hélt sig úti allar nætur, svaraði hann strax. — Ég hélt að þú værir meiri maður en svo að þú gerðir Unglinga vantar til að bera blaðið til kaupenda við Skeggjagötu — Eskihlíð — Kringlumýri. JííorgttttblaSið \ n W NIÐURSOÐNIR JARÐARBER PERUR PLÓMUR ÞURRKAÐIR GRÁFÍKJUR í pökkum SVESKJUR BLANDAÐIR EPLI ed JJrióIjánóá<m (Jo. L.j Flauel SLÉTT SPEJL RIFFLAÐ Laugavegi 60 — Sími 82031 Tweed kjólaefni, margir litir nýkomið Laugavegi 60 — Sími 82031 Gólfteppi Gólfteppafilt Laugavegi 60 — Sími 82031

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.