Morgunblaðið - 08.12.1955, Page 1

Morgunblaðið - 08.12.1955, Page 1
32 síður (2 blöð) O árfacgvr 281. tbl. — Fimmtudagur 8. desember 1955 PrentaalS|a ■•rgODblaSda* Verkfalli norskra flutn- ingaverkamanna lokið IDAG lauk verkfalli norskra flutningaverkamanna. — í dág fór fram allsherjaratkvæðagreiðsla í verklýðsfélögunum um málamiðlunartillögu sáttasemjara ríkisins, og var hún samþykkt. Áður höfðu atvinnurekendur samþykkt tillöguna. Flutningaverka- menn hafa nú verið i verkfalli í 12 daga. Mun verkfall þetta þegar hafa valdið talsverðu tjóni í efnahags- lífi • Norðmanna. Tíu þúsund flutningaverkamenn tóku þátt í því, -og lágu allar samgöngur niðri og stöðvun vaið í ýmsum iðngreinum landsins. j Olíufélögin og benzínsölurnar ' óttast, að ekki verði hægt að anna öllum þeim pöntunum, er j berast munu næstu daga. Hafa þeir viðskiptavinir, sem enn eiga einhverjar birgðir verið hvattir til að biða með pantanir sinar svo lengi sem þeim'"er uiint. Attlee lætur af formermsku þing- flokks brezka verka- mannaflokksins — eftir að hafa gegnt þvi starfi í rúml. 20 ár Drottningin sœmir hann jarlstign Tvær miklar sprengingar valda dauða um 30 V-Þjóðverja BRAUNSCHWEIG og Fránkfurt, 7. sept: — Sakamáladeild lögregl- unnar í Frankfurt hóf í dag rann- sókn á mikilli sprengingu, sem varð í húsasamstæðu nokkurri i Sprengiefni í höngli STOKKHÓUVn, 7. sept. — Starfsmenn aðalpóststofunnar í Stokkhólmi leita nú dyruin og dyngjum að böggli, sem álitið er, að geymi sprengi- efni. Hafa þeir þegar rann- sakað nákvæmlega 5 þús. böggla, en leitin hófst í gær- kvöld, eftir að sænskur fangi, sem var nýsloppinn úr fang- elsi, hringdi til póststofunnar og kvaðst hafa sent þangað böggul, sem hefði að geyma sprengiefni. Ef trúa á orðum mannsins, er hér um mjög hættulegt sprengiefni að ræða. — Reuter-NTB. borginni. 32 ménn grófúst nndir rústunum og ótta/.t er, að 25 hafi látið lit'ið. Unnið var að því i all- an dag að grafa í rústunum. Er siðast fréttist höfðu fundizt sjö manns lifandi og 15 lík. Nokkrum klukkustundum eftir að sprengingin varð í Frankfurt varð mjög svipuð sprenging i Braunschweig. Þrjár konur fór- ust, og 16 manns særðust alvar- lega, er þakið á verksmiðjuhús- inu, sem sprengingin varð i hrundi. Lögreglunni hefir enn ekki tek- izt að upplýsa, hver var orsök þessara sprenginga. Telja þeir möguleika á þvi. að hér sé um skemmdarverkastarfsemi að ræða, en liklegra er talið, að sprenging hafi orðið i hitalögn- inni. — Reuter-NTB EL Glaoui veikur Franskir læknar gerðu í dag skurðaðgerð á E1 Glaoui, pasha af Marrakesh. Hefir hann undan- farið þjáðst af þrálátum maga sjúkdómi. E1 Glaoui er 84 ára gamall. Nú er vetur í bæ Vetrarlegt var um að litast í bænum í gær. Heiðríkur himinn var, frost og stillt veður, jörðin alhvít. — Hins skamma sólargangs naut og fjallasýn var fogur, því að bjartur skammdegisdagur getur verið fagur sem hásumardagur. — Ljósmyndari Mbl. tók þessa mynd suður yfir bæinn um hádegisbilið í gær, skammdegissólin var í fullu suðri. Lágt er hún á lofti, blessuð sótin, en nú sjáum við hilla undir hækkandi sól. Clemeitt AtMee — hefur setið á jringi l 33 ár -— :'Sf, •' Ilanska studentafélagið heiðrar Halldór Kiljan Lainess KAUPMÁNNAHOFN, 7. des.: — í fyrrakvðld hélt dansk i stúdenta félagið Halldóri Kiljau Laxness veizlu í hátíðasal félagsins. Voru haldnar þar ræður til heiðurs Nóbelsverðlaunaskáldinu. Var Laxness staddur í Kaupmanna- höfn á leið sinni til Stokkhólms, en þar veifir hann Nóbelsverð- laununum viðtökö 10. des. n.k. Dr. phil. Fredrik Nielsen ávarp aði skáldið og talaði um fjöl- breytnina og mótsetningarnar í skáldskap Laxness. „Ungt hjarta berst í skáldskap yðar. Þess vegna hyllir æskan yður í kvöld. Skáldskapur yðar er og verður sígildur", sagði Nielsen. Ole Wivel, forstjóri Gyldendal- bókaútgáfunnar sagði, að veiting Nóbelsverðlaunanna hefði vakið mikla gleði um öll Norðurlönd, enda varpað ljóma á norrænu þjóðirnar í. augum alls heimsins. „Þér eruð einn fremsti og áhrifa- mesti talsmaður norræns anda. Hamsum, Selma Lagerlöf og Lax- ness eru þeir þrír rithöfundar, sem mest hefir kveðið að á Norð- urlöndum.“ Sigurður Nordal, sendiherra ís- lands í Kaupmannahöfn, sagði í ávarpi sínu, að Laxness væri fyrsti íslendingurinn, sem tekizt hefði að lifa algjörlega fyrir rit- störf sín og ná alþjóðá viðurkenn ingu á bezta aldri. Laxness þakkaði stúdentafé- laginu og las upp úr tveim bók- um sínum. Gerplu og Ljósi heims ins. — Páll. LUNDÚNU.M, 7.sept. — Reuter-NTB CLEMENT ATTLEE tilkynnti árdegis í dag, að hann léti nú at störfum sem leiðtogi þingflokks brezka verkamannaflokksins, Það leiðir af sjálfu sér, að hann er þá ekki lengur leiðtogi stjórn arandstöðunnar i Neðri deild brezka þingsins. Attlee var í dag sæmdur jarlstign og mun því yfirgefa sæti sitt í Neðri deildinni innan skamms og taka sæti i lávarðadeild brezka þingsins. Sir Anthony Eden tilkynnti í' dag fyrir hönd Elisabetar drottningar, að Attlee hefði verið aðlaður. Er gert ráð fyrir, að várafor- maður þingflokksins, Herbert Morrison, muni taka við störf- um Attlees til bráðabirgða, þar til eftirmaður hans hefur verið kjörinn. Eftirmaður hans, sem verður jafnframt leiðtogi stórn- >. « Hugh Gaitskell — líklegastur eftirmaður Attlees — arandstöðunnar í neðri deild þingsins, er kjörinn af þingmönn- um flokksins með leynilegri at- kvæðagreiðslu. Lýkur atkvæða- greiðslunni n.k. miðvikudag, og verða úrslit kunn síðdegis þann dag. Stjórnmálafréttaritarar bolla- leggja mikið um það, hver Argenfínska sijórnin í mófbyr BUONES AIRES, 7. des.: —- í Mendoza-héraði í Argentínu var stofnað til uppreisnar gegn hinni nýju stjórn landsins, en í dag var tilkynnt, að tekizt hefði að bæla niður uppreisnartilraunina. Fjöl- margir liðsforingjar í hernum hafa verið handteknir í Mendoza- héraðinu og fluttir til höfuðborg- arinnar. — Reuter-NTB. Herbert Morrison — tekwr við forustu stjó rnaran dstöðu nnar í bili —r verði eftirmaður Attiees. Þeir, sem helzt eru nafngreindir eni Hugh Gaitskell, fyrrv. fjár- málaráðherra, Aneurin Bevan, leiðtogi vinstri arms verka- mannaflokksins og Herbert Morrison, fyrrv. utanrikisráð- herra. Spá sum brezku blöðia þvi, að innan verkamanna- flokksins verði háður harður bardagi um sæti leiðtogans, effl Hugh Galtskell sé líklegastur til að bera þar sigur af hólntL ★ .■ Attlee verður 73 ára í næsta mánuði. Hann hefir setið i brezka þinginu í 33 ár. Hann var ráðherra í fyrstu stjórn verka- mannaflokksins árið 1924 og varð varaformaður þingflokks verka- mannaflokksins árið 1931. For- maður þingflokksins var hann kjörinn árið 1935 og hefur gegnt því embætti síðan — í rúmlega 20 ár, og er það „mettími“. Hann var varaforsætisráðherra í stjórn Churehills á árunum 192—45. Varð hann síðan for- sætisráðherra, er verkamanna- flokkurinn myndaði stjórn Og gegndi því embætti, þar til íhalðs flokkurinn vann sigur í kosning- unum árið 1951. ★ Flokksbræður Attíees heima fyrir og erlendis, hafa heiðraf þennan virðulega öldung brezkra stjórnmála á ýmsan hátt í dag, þ. á. m. forsætisráðherra Hoi- lands, aðalritari franska jafnað- armannaflokksins Guy Mollet og leiðtogi ítalskrasósíal-deinókrata, Makarios biður Kýpurbúa að gæta NICOSIA, 7. des. — Makaríos erkibiskup, leiðtogi þess flokks manna á Kýpur, sem berst fyrir sameiningu við Grikkland, hvatti í dag Kýpurbúa til að gæta fullrar stillingar og bíða þess, sem fram yndi. Minntist hann á, að hann -hefði fyrir nokkrum dögum síðan vísað á bug tillög- unni um sjálfstjórn til handa Kýpur. Kvað hann tillöguurti hafa verið þannig háttað, að ekki hefði reynzt auðvelt að fram- kvæma hana fyllilega, þó að rétt- ur Kýpurbúa til sjálfstjórnar hefði verið viðurkenndur þar. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.