Morgunblaðið - 08.12.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.1955, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 8. des. 1955 I otgitittMaÍtób Útg.: H.f. Árvakur, ReykjavTk. Framkv.stj.: Sigíús Jónssou. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá VigM, Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson, Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstrœti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanland*. í lausasölu 1 króna eintakið. Ongþveitið í fronskum stjórnmólum ENN eteu sinni beinir öngþveit- ið i frönskum stjórnmálum athygli heimsnis að Frakklandi, hinu gamla móðurlandi lýðræðis- ins í Evrópu. Ríkisstjórn Edgar Faure var felld með hreinum meirihluta í fulltrúadeild franska þingsins 29. nov. s.l. Hafði hún orðið að ganga í gegnum margar eldraunir undanfarnar vikur. Það var fyrst og fremst sú fyrirætlan forsætisráðherrans að flýta þingkosningum í landinu um hálft ár, sem varð honum og stjórn hans að fallL Meirihluti þingmanna taldt rétt að ljúka kjörtímabilinu éður en til kosn- inga yrði gengið, Það þing, sem nú siter, hefir setið í 4% ár. Kosn- ingar áttu því að fara fram á rriiðju næsta ári. Flestir muiHj sammála um það, að þetta plng haii verið mjög reikult í ráðL Á þessu kjörtíxnabili hefir það skipt níu sinnum um ríkisstjórn. Það hefir spiltt áUti Frafcklands í alþjóðamálum og tafið mjög framkvæmd hugmyndarinnar um sameimngu Evrópu, enda þótt þa» fullgttti að lokum Parísarsamningana og kæmi málinu þar með á sæmilega íastan grundvölL Þeir, sem fylgzt hafa með frönskum stjórnmálum undan- f arin ár munu því fæstir telja að nokkur skaði sé skeður, enda þótt Edgar Faure hafi nú tekið þá djörfu ákvörðun að rjúfa þetta þing og efna til nýrra þingkosn- inga 2. janúar næstkomandi. En þá ákvörðun gat hann tekið sam- kveemt ákvæðum stjórnarskrár- innar, vegna þess að tvær ríkis- stjórnir höfðu verið felldar á s.)5astliðnum 18 mánuðum, og hreinn meirihluti þingmanna greiddi vantraustinu á hans eigin stjórn atkvæðL Fulltrúadeildin, sem hafði lýst sig mjög mótfallna því að hraða kosningum, hefir því sjálf leitt yfir sig það sem helzt hún varast vann, þ. e. a. s. þingrof og kosningar nú þegar. Ólíkíegt að aukin festa skapist Ólíklegt er, að þessar kosning- ar hafi í for með sér mjög breytta skipun franska þingsins og þar með aukna festu í frönsk stjórn- mál. Kosningarnar fara fram samkvæmt hinum gömlu kosn- ingalögum, sem byggjast fyrst og fremst á hlutfallskosningum í stórum kjördæmum. Aðalstjórn- málaflokkar Tandsins eru 6. Eng- inn þeirra get>>r gert sér von um að fá hreinan þingmeirihluta, eða verða áberandi sterkastur. Flokk- ur Edgars Faures forsætisráð- herra, Róttækiflokkurinn, geng- ur klofinn til kosninganna. Mendez Franee fyrrverandi for- sætisráðherra virðíst hafa náð meirihluta í flokknum, og hefir hann notað hann til þess að klekkja á Faure og niðurlægja hann á ýmsa lund. En nú hefir hann gert til- raun til þess að skapa flokka- samsteypu án þátttöku flokk anna lengst til hægri og komw únista. Má vel vera, að vin- sældir og álit Mendez Franee skaui þeim samtökum aukið fylgL Lærdómsrík reynsla Reynslan af flokkaglundroð- anum í Frakklandi er mjög lær- dómsrík fyrir rýðræðissinnað fólk um allan heim. Flokkafjöld- ihn í þessu gamla landi lýðræðis- ins er á leiðinni að eyðileggja þingræði þess og lýðræðisskipu- lag. 21 ríkisstjórn hefir setið í landinu s.L 10 ár. Þingið hefir hvað eftir annað reynzt svo að segja óstarfhæft. Það hefir fellt hverja ríkisstjórnina á fætur ann- arri og ekki reynzt fært um að marka ákveðna stefnu í hinum þýðingarmestu málum. Reynslan hefir sýnt, að því fleiri sem flokkarnir eru, þeim mun erfiðara verður að mynda ríkisstjórn, og því loskenndara og spilltara verðúr stjórnarfarið. Framsýnustu stjórnmálamenn Frakka tala nú um það, að brýna nauðsyn beri til þess að skapa þar tveggja flokka kerfi, eins og í Bretlandi, ef lýðræðisskipulag hins franska lýðveldis eigi ékki aðlíða undir lok. En litlar líkur benda tll þcss að þeim takist það með núver- andi kosningafyrirkomulag). Edgar Faure mun því senni- lega ekki græða mikið á þlng- rofinu. Vel má svo fara, að hann sjálfur einangrist og velti út úr frönsku stjórnmála- 1 ífi. En hann hefir þó stytt líf- daga þess þings, sem reynzt hefir einna úrræðalausast og sundurþykkast allra franskra þinga undanfarna áratugi. Dólgsleg framkoma. í HINNI opinberu heimsókn rúss nesku valdhafanna Bulganins og Kruschevs til Indlands og Burma, hafa gerzt óvenjulegir atburðir. I stað þess að gestirnir tveir hafi kunnað að hegða sér kurteislega og gæta þess velsæmis sem sjálf- sagt er í slíkum heimsóknum æðstu manna ríkja, hafa þeir not- að tækifærið til að koma fram hinum svæsnustu og ófyrirleitn- ustu áróðursræðum gegn öðrum -ríkjum. Samkomurnar þar sem þeir hafa haldið ræður hafa líkzt því að þeir væru á kosningafund- um. Ræðurnar hafa verið ómeng- aðar áróðursræður og vekur það m. a. eftirtekt að hinir rússnesku valdhafar hafa unað þvi vel, að enginn var til andsvara áróðurs- ræðunum. Þetta hefur Rússunum tekizt í skjóli gistivináttu Indverja og Burmabúa. En sannleikurinn er sá að þeirri gistivináttu hafa þeir nú misþyrmt með dólgslegri framkomu. Það er grófasta móðg un við Vesturlönd að stiórn Ind- lands skuli líða það að slíkum herrum haldist það uppi t. d. að úthrópa Vesturlandamenn sem nýlendukúgara, þegar staðreynd- in er sú að Vesturlönd hafa eefið hverju nýlenduríkinu á fætur öðru sjálfstæðí, meðan Rússar hafa hins vegar hert tökin um undirokaðar nýlenduþjóðir í Asíu. Og sjálfur Nehru. sem hefur i ót -t veva postuli hlutlevsisstefn unna; hefur rofið það hlutlevsi með því að hafa' ekki einurð í rér til að rísa upp og mótmæla þoim svívirðingum, sem ræður gesta haas hafa geymt. Þorskurinn genginn 1 Garðssjóinn NETAVEBDAR í Garðsjó hér í Foxaflóa hafa legið niðri í allan vetur þar til nú, að fyrsti þorsk- urinn er tekinn að veiðast þar. Var vélbáturinn Geir Goði þar með net sín í fyrradag og var með allgóðan afla og er fregnin spurð- ist fór Reykjavíkurbáturinn Arn- firðingur þangað, en hann var væntanlegur seint í gærkvöldi úr róðrinum. Netaveiði var hafin í Garðsjó i október í fyrra. Útgerðarmenn og sjómenn hér við Faxaflóa hafa eiginlega beðið eftir því að fiskur gengí í Garð- sjóinn, sagði einn útgerðarmann- anna hér í bænum í gær. Senni- legt er að fleiri bátar muni hefja netaveiðar á næstunni. Reykja- víkurbátar liggja nú nær allir í höfninni. Fimmta einviglsskák Friðriks og Pilniks Friðrik vnnn effir 7§ lelki Fé tekið i hús íSkagafirSi SAUÐARKROKI, 7. des.: — Frem ur hefir verið kalt og hríðarveð- ur af og til síðustu daga. Um helg ina var fé tekið almennt í hús í Skagafirði. Snjór er fremur lítill. Ógæftir hafa verið en dágóður afli þegar hefir gefið á sjó. M.b. Stígandi frá Skagaströnd, sem gerður er út frá Sauðárkróki er eini stóri báturinn sem rær héð- án. Hefir hann verið með 3—4 lestir í róðri. — Guðjón. FTMMTA einvígisskákin var tefld að Þórskaffi í fyrrakvöld. Pilnik lék kóngspeði og Frið- rik svaraði með c5. Einn Sikil- eyjarleikurinn enn, drekaaf- brigðið. Staðan varð þó snemma, næsta ólík þeim Sikileyjarleikj- um, sem áður höfðu verið tefld- ir. Eftir að báðir höfðu hrókað kóngsmegin, hóf Pilnik kóngs- sókn, en Friðrik lék eins og ekk- ert væri, sótti á drottningarmeg- in. Af furðulegu óttaleysi hélt hann þessum seinlegu aðgerðum áfram þangað tU hann haiðí unnið peð. . Mörgum þótti rióg um. Pilnik hafði- 3 peð og 2 hróka, drpttn- ingu og tvo biskupa tiltæka í sóknina, en vörnin bilaði ekki. Drekinn er torsóttur. Pilnik hafði átt tvo hróka á opinni f-línu, sem var aðalógnun hans, Hi'i 35. leík tókst Friðrik að koma hrók á f-Iínuna og eftir það var einsýnt að hann myndi vinna ef hann yrði ekki fyrir slysi í síðustu leikuntun, sém alltaf ér nukkur hætta þégar um- hugsunartíminn er irijög naum- ur, sbr. t d. fjórðu skákiria. Og í síðustu leikunum tápaði hann peði, að því er virtist áð þárf- lausu. Þetta var mikilsvert peð, meira að segja svo mikilsvert að |ef skákin yrði að éndatafli níéð riddara á móti biskup, sem vel var hugsanlegt, gat Friðrik kom- izt á taphættu, þó hann ætti pe^i meÍT-a. Ég náði allra snöggvast tali af íriðrik, eftir að skákinni var frestað og spurði hvort hann hefði misst af vinning, og hélt hann það ekki vera, en spurn- ingin var þó þannig orðuð að hugsanlegt var að hann hafi misskilið hana. í gær klukkan , tvö hófst svo skákin að nyju: Ekkert óvænt. skeði eftir því sem Etiðrik sagði mér. Skákinni lauk svo eftir 78. leUs svarts með því að Pilnik gafst upp, tveún tímuhi áður en síðasta skákin hófst. Skákiri í heild birtist í blaðinu í dag. handi áKrifar: ewa Hvar eiga börnin að leika sér? FYRSTI snjóririn i vétur féll fyrir skemmstu, og börnin glöddust. En. föreldrarttir eru áhyggjufullir og leyfa börrium sínum níeð háifum huga að fara út með sleðana og skíðin, þar sem bau eiga engan samastað til vetrarléikjanna néma 'götuna. „Kona í Austurbænum" gerir þetta að umræðuefni í bréfi tii Velvakanda. Börnin eiga ekki að leika sér á götunni, segir hún. Það er stórhættulegt, þegar þau koma brunandi eftir götunum á skíða^ sleðum, sem þau hafa oft á tíðum ekkert lag á að stöðva. Flestir for- eldrar leggja börnum sínum það á hjarta að fara ekki út á götuna, en það bann er oft brotið, og með því stofna börnin sínu eigin lífi og límum — og annarra — í voða, Eri hvar eiga börnin að leika sér? „Á víð og dreif um bæinn eru reyndar óbyggð svæði þar, sem börnin leita hælis, t. d. er óbyggt svæði sunnan og austan við Sund- höilina, og þar er fjöldi barna löngum að leik. Þó að þetta svæði sé engan veginn ætlað til aksturs, eru börnin samt sem áður ekki óhult þarna fyrir bílunum. Sleðabrautir. BÍLSTJÓRUNUM liggur að vanda mikið á, og verður því miður allt of oft á að stytta sér leið gegnum barnaþvöguna án þess að íhuga, að þessi smávægi- legi tímasparnaður kann að verða til þess, að þeir valdi slysi. Það er full ástæða til þess. að viðkomandi bæjaryfirvöld reyni að gangast fyrir því, að sérstakar götur verði afgirtar sem sleða- brautir fyrir börn. Bílamergðin er orðin svo mikil, að það er óverj- andi að gera ekki einhverjar já- kvæðar ráðstafanir til að forða börnunum frá þessari hættu. Ég man ekki betur en að fyrir 20 árum — og jafnvel fyrr — hafi nokkrar götur jafnan verið af- girtar, meðan snjór var á, svo að börnin gætu leikið sér þar í snjón um— og mun bílaumferðin eklíi hafa verið sambæriieg við það, sem nú er." Er hér ekki öðru við að bæta en að þetta er mjög þörf hug- vekja, og Vonandi Verða gerðar róttækar ráðstafanir í þessu efhi. HjálpsemL EG hitti unga blaðakohö að máli í gærmörgun, og sagði hún farir. sínar ekki sléttár — seta varla er von í ánnarri eiris færð og nú er á götum bæjarins. Var hún á Ieiðinni yfir Lækjargötuna hjá umferðaljósunum, er henrii skrikaði fótur, og féll hún eridi- löng á götuna. f fallinu missti hún bögglatöskuna sína, og dreifð ust pakkarnir sinn í hverja átt- ina. :'¦"." Sem stúlkan sat þarna, bjarg- arlaus í krapableytunni, gengu tveir hnarreistir, rösklegir piltar 1 fram hjá henni án þéss, að svO mikið sem ómaka sig til að spyrja, hvort hún hefði meitt sig, — hvað I þá heldur að það hvarflaði að ! þeim að rétta henni hjálparhönd! Unglingum finnst reyndar mikil skömm að því að dettfi á götum úti, en ekki þurfa þeir að skammast sín fyrir að hjálpa fólki að standa á fætur. — og kurteisi ÆSKULÝÐURINN ér. ekki. einn um að vera klaufalegur o,* lítt prúðmannlegur í framkomu. Mér kemur í hug atvik, sem vin- stúlka mín skýrði mér frá á dög- unum. Hún var á leiðinni heim til sín úr vinnunni í strætisvagni. Að vanda var ekkert sæti laust, og hún ríghélt sér í slána. meðan vagninn brunaði áfram í skrykkj um. Hún átti sér einskis ills von, þegar maðurinn, sem stóð fyrir framan hana, steig skyndilega eitt skref aftur á bak og hlassaði hælunum ofan á ristina á henni — hann var á járnuðum skóm! Maðurinn sneri sér við hinn ró- legasti og brosti blíðlega til stúlk- unnar — en ekkert afsökunarorð kom út fyrir varir hans. Ekki veit ég, hvort hún brosti við homim á móti — en varla hefir brosið verið blitt. M«rkí», wtm 1. e4 c5 2. RfS dfi 3. d4 pxp 4. Rxp Rf6 5. Rc3 Rc6 6. g3 g6 1. Bg2 RxR 8. DxR Bg7 9. if3 0—0 10. Df2 Be6 11. 0—0 Rd7 12. Be3 Da5 13. f4 Rb6 14. f5 Bc4 15. Hfl — dl Rd7 16. g4 b5 17. Dh4 b4 18. Rd5 BxR 19. HxB DdS 20. g5 Hc8 21. Hfl . Hxc2 22. Hf3 He8 23. hxg - ¦fxg 24. Hdl Rf8 25. e5 Bxé5 26. Hdl - - fl e6 27. Dxb* Hxb2 28. Da4 De7 29. Bbl Hb8 30. Khl Hb8—e8 31. Be3 Hc7 32, Bf4 BxB 33. HxB Rd7 34. Bh3 Hf8 35. HxH RxH 36. Hf6 Hclf 37. Kg2 Db7t 38. Kg3 Hc3t 39. Kh4 Dc8 40. Dxa7 Hc4t 41. Kg 3 í þessari stöðu lék Friðrik bið- leik Kl. 2 í dag mættust þeir til að ljúka biðskákinni. Hið lok- 'aða umslag með biðleikrium var jopnað og reyndist hann verá: 41. Hc3t 42. Kh4 Hc7 43. Df2 Hc4t 44. Kg3 He4 45. Df3 He5 46. Kh4 De8 47. Bg4 Rd7 48. Hf4 De7 49. Kg3 Hxg5 50. h4 He5 51. Da8t Kg7 52. Db7 Kh6 53. a4 De8 54. Dc7 De7 55. a5 Hc5 56. Da7 Dg7 57. Bf3 Re5 58. Dxg7 Kxg7 59. a6 Ha5 60. Bb7 d5 61. Hf2 Rd3 62. He2 Rb4 63. Hc7t Kf6 64. Hxh7 Rxa6 65. Bc6 Rc5 66. h5 Re4t 67. Kg2 Ha2t 68. Kgl gxh 69. Hxh5 Rg5 70. Hh8 Ke5 71. Kfl Kf4 72. He8 d4 73. Hf8t Ke3 74. Hb8 Rf3 75. Hb3t d3 76. Bxf3 Hf2t 77. Kel Hxf3 78. GefiO.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.