Morgunblaðið - 08.12.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.12.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Fimmtudagur 8. des. 1955 ANNA KRISTÍN EFTIR LALLI KNUTSEN I FramhLaldssagan 20 konu þína að umtalsefni sveitar- innar. — Því sér hún fyrir sjálf, ég þarf þess ekki. Læstu dyrun- um, segi ég. Þeir hlógu báðir. Ég gekk út í ganginn. Það var orðíð áliðið kvelds og kalt í veðri. Ég gekk að loðkápu Önnu Kristínar, sem hékk í ganginum, strauk skinnið hvað eftir annað ráðaleysislega. Ég varð að að- vara hana, en hvernig? Sesselja kom hægt á móti mér. Hún stanz aði og leit á mig. — Hvert fór hún? hvíslaði ég. — Hvers vegna spurðu? Hún vantreysti mér ævin lega. — Ég verð að taka hest og reyna að leita að henni. Gynter .... Sesselja horfði fast á mig og sagði án þess að láta sér bregða: — Ég veit ekkert hvert hún fór. — Þú lýgur, sagði ég, öryggi hennar er í voða. — Mér er sama hvort þú trúir mér eða ekki. Ég veit ekkert um hana. Án þess að hika gaf ég henni löðrung. í sama bili var stofu- dyrunum hrundið upp og ívar stóð þar, viti sínu fjær af reiði og drykkju. — Hvers vegna kem- urðu ekki með lykilinn? — Ég hef ekki lokað enn. Hann rauk að mér, þreif í öxlina á mér, þeytti mér frá sér og öskraði til Sesselju: — Komdu henni í rúm- ið, læstu herberginu hennar og fáðu mér lykilinn. — Gerðu það heldur sjálfur, sagði nú Gynter, sem stóð bak við hann, lítill, feit- ur og gleiðfættur. — Maður get- ur aldrei treyst kvenfólkinu. Þú ættir að sýna þeim í tvo heim- ana. ivar rak okkur nú upp stig- ann. Það var algjörlega þýðing- arlaust að mæla í móti. Síðan vorum við læstar inni, Sesselja í vefstofunni, ég í jómfrúarher- berginu. Það leið á nóttina. Ég sat við gluggann og hlustaði á ívar og Gynter þræta úti á tröppunum. Gynter vildi gista, en ívar vildi ekki leyfa honum það. Endirinn varð sá, að ráðsmaðurinn kom með hest Gynters og hann reið á brott. Svo læsti ívar útidyrun- um og ég heyrði hann ganga þungum skrefum upp stigann. Nokkru síðar heyrði ég hófa- tak útifyrir. Síðan varð allt hljótt um stund og ég vissi að nú mundi Anna Kristín vera að spretta af hestinum. Hvernig skyldi hún komast inn? Nú heyrði ég kallað lágum rómi upp í gluggann. Það var hún. Ég teygði mig út og hvísl- aði: — Gynter var hérna. Ivar er brjálaður og hefur læst hús- inu. Ég er innilokuð hér og Sess- elja í vefstofunni. Við getum ekki hjálpað þér. Hún þagði stundar- korn. Svo sá ég hana klifra upp linditréð. Sama tréð og Lárus kleif forðum. Hún stökk inn um gluggann og við féllumst í faðma. Svo lögðumst við báðar upp í rúmið mitt. Ég gat ekki sofnað. En hún hreiðraði um sig við hlið mína og sofnaði vært eins og barn. Öðru hvoru brosti hún í svefninum. Þegar við komum niður næsta morgun sat ívar við borðið. Hann glotti og sagði: — Jæja, svo mín dyggðum prýdda húsfreyja er komin heim aftur. Þú ættir að gæta þín í framtíðinni, því að hver veit nema Mæri verði lokað að fullu og öllu fyrir þér næst þegar líku gegnir. Hún settist, tók brauðsneið af fatinu og sagði rólega: — Þessa skaltu fá að gjalda. Lokir þú dyrunum í ann- að sinn, kann ég ráð til að opna þær. Augu þeirra mættust. Það var hann sem leit undan. Þegar ívar kom heim um kveld ið, kom hann að lokuðum dyrum hjónaherbergisins. Anna Kristín hafði látið flytja alla hans muni yfir í biskupsstofu. Og á svefn- herbergisdyrnar hafði hún látið Jokum setja rammgerðan lás. Ég veit ekki hvernig ívar tók þessu. Hann sagði ekki eitt ein- asta orð um það í minni áheyrn, en ég hræddist þögn hans og ygldan svip. Systir mín hló bara og sagði: — Þarna sérðu. Það var hann en ekki ég, sem fékk skellinn. Þetta hefði ég átt að gera fyrir löngu síðan. Á kveldin sat ég oft á rúmstokk Önnu Kristínar og við mösuðum saman. Fyrr eða síðar lét hún ávallt talið berast að Jörgen Randulf. — Hann er svo blíð- lyndur og veikgeðja, sagði hún ástúðlega. Ég er orðin þreytt á viljasterku fólki. Þannig var pabbi og þannig er ívar, Sesselja Og þú. Ekkert getur bugað þig. — ívar er ekki viljasterkur, sagði ég, sízt gagnvart þér. Enginn er ósveigjanlegur við þann sem hann elskar. Og ívar elskar þig. — Sér er nú hver ástin! Hann fékk mín nauðugrar og hann sleppir mér ekki svo lengi sem hann lifir. Randulf er gjörólíkur. Hann krefst aldrei neins en er þakklátur fyrir það sem hann Þjónusta EHGLAiVÍVA Séra Jón Auðuns dómprófastur skrifar: Lítil bók, en full af háleitum hugsunum og furðulegri vitranareynslu. Fagran jólaboðskap flytur þessi yndislega bók um þá, sem fylgja í verki dæmi meistara síns og stíga niður í heim þjáninganna til að flytja jarðneskum mönnum lækn- ing og líkn. Hlustað á vindinn. a - /-ýfwwh * ' V>‘hí Stefán Jónsson er flestum rithöfundum okkar gleggri í skilningi á sálfræði barna og fullorðinna. en jafnframt ein- kennast sögur hans af skemmtilegri og markvissri frásögn og oft af minnis- stæðri kímni. — Stefán hefir oft fengið verðlaun ísl. tímarita fyrir smásögur sínar, enda í fremstu röð smásagna- höfunda okkar. JólabœkurLy ísafoldar. Nýtt úrval af KÁPUM og mjög fjölbreytt úrval af KJÓLUM fyrir allskonar tækifæri. FELDUR H.F. Laugavegi 116 Kuldaúlpur á börn og fullorðna. Síðbuxur Húhir Vetilingur á drengi og telpur seljast með miklum afslætti. FELDUR H.F. Laugavegi 116 Peysur Golftreyjur Hálsklútar Blússur Pils FELDUR H.F. Austurstræti 6 Borðdúkur einlitir og mislitir • Glugga- tjaldaefni Storesefni Pífugluggatiöld Tilbúin gluggatjöld FELDUR H.F. Bankastræti 7 IMÝKOMIÐ Ferðastraujárn í öskjum fyrir 110 og 220 volta spennu. Smekkleg og nytsöm jólagjöf. VOLTI, NORÐURSTÍG Sími 6458. 15 tonna vélbátur til sölu, mjög ódýrt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.