Morgunblaðið - 09.12.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.12.1955, Blaðsíða 8
3 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 9. des. 1955 Útg.: H.Í. Arvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigíús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá VifW. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriítargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 króna eintakið. Lœrdómsríkar umrœður um milliliðagróða raTILLAGA Sjálfstæðismanna 1 mn rannsókn á milliliða- gróða er nú loks komin til nefnd- ar á Alþingi eftir að fyrri um- ræðu um hana er lokið. Hafa farið fram um hana einkar at- hyglisverðar umræður. Sjálfstæð ismenn hafa þar lagt aðal- áherzluna á það, að nauðsynlegt sé að fá sem gleggstar upplýs- ingar og yfirlit um þátt millilið- anna í framleiðslukostnaði þjóð- arinnar og þjóðarbúskapnum yfirleitt. Ef rannsókn leiddi í ljós að milliliðakostnaðurinn sé hér óhóflegur og meiri en í nálægum löndum þá beri hiklaust að gera tillögur um leiðir til þess að lækka hann. Aðalatriðið er að koma fram umbótum Af hálfu Sjálfstæðismanna hefur það þannig komið greinilega. fram, að aðalatriðið sé að koma fram umbótum, þar sem þeirra reynist þörf i þessum efnum. Þar sem milli- liðakostnaður kann að reynast óhóflega mikill verður hik- laust að leita úrræða til þess að lækka hann. Öll þjóðín á þar hagsmuna að gæta. Fyrirfram er ekki rétt að full- yrða neitt um það, hvar meðal- hófs hafi verið gætt og hvar ekki. Líklegt verður að telja, að hér eins og annars staðar séu nokkur brögð að því, að ein- stakir aðilar á ýmsum sviðum viðskipta- og efnahagslífsins hafi gengið lengra en góðu hófi gegn- ir í verðlagningu milliliðaþjón- ustu. Oft hefur þeim skapazt að- staða til slíks vegna oftrúar hins opinbera á gagrtsemi hafta og banna. Þar sem hin frjálsa sam- keppni nýtur sín bezt verður aðstaðan til óhóflegs milli- liðagróða verst. Það sannar reynsla allra þjóða, einnig okkar íslend- inga. Hin frjálsa samkeppni skapar raunhæft verðlagseft- irlit fólksins, sem alitaf hlýt- ur að beina viðskiptum sín- um til þeirra, sem bezt kjör bjóða, lægst verð fyrir vöru- dreifingu eða aðra þjónustu. Taugaóstyrkur vinstri flokkanna Hjá vinstri flokkunum hefur það komið greínilega fram í um- ræðunum um tillögu Sjálfstæðis- manna að þeim er meinilla við fyrirhugaða rannsókn. Flestir þeirra hafa þó ekki þorað annað en lýsa yfir fjdgi sínu við hana. En þeir hafa lagt megináherzlu á það í umræðunum, að bera fram alls konar dylgjur og get- sakir í garð flutningsmanna rannsóknartillögunnar. — Enda þótt Sjálfstæðismenn hafi marg- lýst því yfir, að þeir telji að rannsóknin eigi að vera sem víðtækust og þeir sem hana framkvæmi eigi að fá sem bezta aðstöðu til þess að afla nauð- synlegra upplýsinga, hefur tæt- ingslið þrástagazt á því, að til- lagan sé aðeins flutt til þess að sýnast. Sjálfstæðismenn hafi að- eins flutt tillöguna til þess að fá það sannað að óhóflegur milli- liðagróði fyrirfinnist yfirleitt ekki á landi hér. Uggur tætingsliðsins í þessari staðhæfingu tætings- liðsins felst út af fyrir sig greini- legur uggur um það, að rækileg rannsókn á þætti milliliðanna hér á landi í efnahagsstarfsemi og framleiðslukostnaði muni leiða í ljós, að hann sé engan vegixm eins geigvænlegur og haldið hefur verið fram. Sjálf- stæðismenn vilja ekki fullyrða neitt um það fyrirfram. Þeir benda aðeins á það að vitanlega | vinna velflestir milliliðir þjóð- félagsins nauðsynleg störf, sem nútíma þjóðfélag getur ekki án verið. Aðstaða þeirra til þess að misnota aðstöðu sína er mjög misjöfn. Þar sem almenningur hefur aðstöðu til þess að velja og hafna, beina viðskiptum sín- um þangað sem hagstæðust kjör eru boðin, verður aðstaðan til óhóflegs miililiðagróða lang- verst. Sá stjómmálaflokkur, sem eínarðlegast hefur barizt gegn höftum og verzlunar- og við- skiptaófrelsi hefur því átt rik- astan þátt í að hindra óhóf- legan milliliðagróða. Hafta- postularnir hafa hins vegar verið öflugustu stuðnings- menn hvers konar brasks, ok- urs og milliliðagróða. Taugaóstyrkur vinstri flokk- anna í umræðunum um rann- sóknartillögu Sjálfstæðismanna sýnir greinilega að samvizka þeirra er ekki góð. Þeim er illa við að þjóðin fái tækifæri til þess að kynnast sannleikanum um margræddan milliliðagróða. Þeir eru hræddir um að það sannist, að þeir hafi farið með þvætting og blekkingar. Sannleikurinn verður Úr daglega iífinu il l Í-0 ucjve „FLYTJIÐ þið mig út á eyði-1 eyju og látið mig hafa blýant, hamar, einhvern efnivið og flug- vélamótor“ — segir Erland Nils- son — „og það verður ekki langt þangað til að ég flýg á loft“. — Hann er ekki svartsynn hann Nilsson — en það er ef til vill ekki undarlegt, því að hann hef- ur þegar byggt sér ágætis flug- vél. Nilsson á heima í Norður-Sví- þjóð. Flugvélasmíði er heldur sjaldgæf tómstundaiðja — og frekar illa launuð, því að flug- vélastjórnin hefur ekki fengizt til þess að viðurkenna flugvél hans. ★ Fyrir allamörgum árúm byggði Nilsson sér landflugvél, og þai eð hann fékk vélina ekki viður kennda, fékk hann ekki afnol af neinum flugvöllum. Hanr varð því að gefa þá vél upp á bátinn. En Nilsson var ekki af baki dottinn. Hann hóf að byggja nýjs vél — og í þetta skipti var það sjóflugvél. Hún kostaði hann fjögurra ára tómstundavinnu — og mikið erfiði. Oft var hann kominn að því að gefast upp, því að á hverjum degi komu nýir erfiðleika í ljós. En þettá gekk þrátt fyrir allt og nú er vélin hans komin á litla stöðuvatnið, sem hann býr við. Hann skrepp- ur oft á loft — og hann segist ekki sjá eftir því, að hafa lagt ()Cl()Í (fi m^a upp^inmvicju viann sem smidaói ser ^it'lVli, Nilsson er hér að fara á loft með nokkra sveitunga sína. Þarna er hann búinn að vega bílinn upp, og stendur með annan fótinn á stönginni. Maðurinn til vinstri er uppfinningamaðurinn. svo mikið á sig við smíðina, þvi svo í nálægum sveitum, að undr- að áhuginn á fluginu hafi aukizt; um sæti. \Jefvahandi áhri^ar: að koma í Ijós En bezt er að fullyrða ekkert um þetta fyrirfram. Rannsóknin á milliliðastarfseminni verður framkvæmd og samanburður gerður á milliliðakostnaði hér og í nálægum löndum. Þjóðin fagnar þessari rann- sókn. Hún vill að sannleikur- inn komi í ljós um eitt þeirra atriða, sem mest hefur verið rætt í stjómmálabaráttu henn ar undanfarin ár. Sjálfstæðis- menn vilja að þessi rannsókn verði framkvæmd af festu og alvöru, þannig, að hægt verði inn komi í Ijós u meitt þeirra ar. Ef það verður hægt hefur mjög þarft og mikilvægt verk verið unnið. Hræðslan við að . missa SVO er nú komið, að hvers konar gagnlegir hlutir svo sem húsgögn, búsáhöld og önnur heimilistæki — mega helzt ekki ganga úr sér eða bila af þeirri éinföldu ástæðu, að allt að því ókleift er að fá gert við þá. — Menn ganga frá Heródesi til Pílatusar með stóla, hljóðfæri, vekjaraklukkur, potta, pönnur og kyrnur, sem eitthvað háfa lát- ið á sjá —og svarið er allt of'oft: „Því miður liggur svo mikið fyr- ir hjá okkur, að við getum ekki tekið þetta, fyrr en eftir nokkra rnánuði". Oft og tíðum gengur það svo langt, að fólki er gefið í skyn, að ekki borgi sig að „tjasla upp á gamalt drasl“. Vel má það satt vera, en það er jafn óþægi- legt — og jafnvel allt að því ó- heilbrigt, ef fólk neyðist til þess að kaupa nýjan hlut fyrir hvern örlítið skemmdan. Bilaður gítar HÚSMÓÐIR“ skrifar: „Fyrir nokkru átti dóttir mín af- mæli, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. í afmælisgjöf glæpinn“ Það hefur komið greinilega í Ijós, að vinstri flokkarnir hafa engan áhuga á því, að grund- völlur verði lagður að fullkomn- um upplýsingum um þátt milli- liðanna hér á landi og að lækk- un milliliðakostnaðar. Þeir hafa fyrst og fremst opinberað hræðslu sína við að „missa glæpinn". Þeir vilja geta farið með alls konar þvætting um þessi mál, í friði fyrir sannleikanum um sjálfan 'kjarna þeirra. Sjálf- stæðismenn vilja hafa önnur vinnubrögð. Þess vegna hafa þeir flutt fyrrgreinda tillögu um rannsókn a milliUðagróðanum. fékk hún gítar frá frænda sínum. Eins og nærri má geía var hún mjög hrifin, tók þegar að læra á gítai, og allt lék í lyndi um skeið. En dag nokkurn, er hún var að æfa sig, kvað við hár hvellur, og strengirnir þeyttust sinn í hverja áttina. Límingin við strengjafótinn hafði bilað og sprengt belginn á gitarnum. Hófst ég nú handa um að fá gert við gítarinn, en hvorki gekk eða rak. Meðal allra þeirra hljóð- færaverkstæða, sem ég leitaði til, fann ég aðeins eitt, sem tók gít- ara til viðgerðar —: og þar var sá hængur á, að ekki var hægt að taka fleiri bilaða gítara, fyrr en eftir áramót. Annars staðar- var viðkvæðið, að slík hljóðfæri Væru ekki tekin til viðgerðar — aðeins orgel og slaghörpur. — Þarf að kaupa nýjan? TIMÉR er það ráðgáta, hvers lfJL vegna aðeins eitt af þess- um verkstæðum gerir við gítara. Er til þess ætlazt, að í hvert sinn sem strengjahljóðfæri bilar, þurfi að kaupa nýtt? Það yrði dýrt spaug. Ungur maður, sem ég átti tal við á einu verkstæðinu, kvað það mjög algengt, að lím- ingar biluðu þannig á þessum nýju gítörum. Það virðist vera mikil þörf á því að stofnsetja fleiri hljóð- færaverkstæði". Sjúkradeildin í Heilsuverndarstöðinni KBj. furðar sig á því, að eng- . inn skuli hafa tekið sér penna í hönd til að minnast á sjúkradeildina í nýju heilsu- verndarstöðinni. „Ég held, að minna væri um kvartanir og óánægju, ef alls staðar væri búið eins vel að sjúklingunum og þar ér gert. Mig langar til'að koma á framfæri þakklæti fyrir sér- lega góða umönnun þar í leiðum og þreytandi lasleika. Það er vandaverk að stjórna sundurleitum hópi fólks, svo að vel fari — ekki sízt í sjúkrahúsi — Þetta hefur tekizt mjög vel á ijúkradeildinni í Heilsuverndar- stöðinni. Fólki verður því miður á að tala margt um það, sem mið- ur fer en láta sér sjást yfir það, sem vel er gert“. Merkit, ■«n klaefls ir VÉLVIRKI einn í Hamborg hef- ur fyrir skömmu fundið upp tæki, sem gerir tveim mönnum kleift að hvolfa við bíl á tveim Þarna hefur vogarstönginni ver- ið komið fyrir undir bílnum. mínútum. Tækið smiðaði Þjóð- verjinn sérstaklega fyrir Volks- wagen — en með lítilli endurbót mun verða hægt að noca það fyrir hvaða bíla sem er. Þá þurfa bíl- stjórar ekki lengur að skríða undir bíla sína — eins og nú kemur oft fyrir. ★ Tæki þetta er eins konar vogar stöng, og er notað á þann hátt, að fram- og afturhjól eru tekin af öðrum megin og einhvers konar skálar, sem fastar eru við slöng- una, eru settar við í stað hjól- anna. Síðan er bílnum hvolft. Hægt er að hafa hann í öllum stellingum, sem óskað . er eftir hverju sinni. — Vinrti tveir menn að verkinu, tekur það ekki nema tvær mínútur, og er óhætt að segja, að tæki þetta mun verða mörgum bifreiðaeigendum kær- komið og efalaust er mikill hægð- arauki og flýtir að notkun þess. Fénaður kominn ÞÚFUM, 8. des.: — Undanfarna daga hefur hlaðið niður miklum snjó og orðið vetrarlegt útlits, fénaður allur kominn í hús, nema nokkuð af hestum. — P. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.