Morgunblaðið - 09.12.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.12.1955, Blaðsíða 9
Föstudagur 9. des. 1955 MORGVISBLÁÐIB 9 FRA SAMBANDI UNGRA SJALFSTÆÐISMANNA RITSTJORI: ÞOR VILHJALMSSON Myndin sýnir fyrsta vagninn, sem byggt var yfir á verkstæði Landleiða. -, Góð og örugg þjónusfa Nokknr orð um storísemi Lundleiða STÓBVIRKI hafa verið unnin á síðasta áratug til að efla vel- megun íslendinga. Komið hefur verið upp nýjum atvinnu- ttækjum. skipum, verksmiðjum og orkuverum. Næsta skrefið til aukinnar hagsældar er öflugt átak tii bóta á sviði samgangna. Reynsla annarra þjóða sýnir, að menning hefur blómgazt og auður safnazt í garð, þar sem flutningar aliir eru greiðir. Svo er einnig hér á landi. Mörg verkefnin bíða úrlausnar, en e. t. v. skiptir mestu, að vegakerfið verði bætt með því að gera aðalakvegina | úr malbiki eða steinsteypu. Slíkur vegur frá Reykjavík austur fyrir fjali er fyrsta skrefið. í dag er prentuð hér á síðunni ályktun 13. þings Sambands ungra Sjálfstæðismanna um samgöngumál. Ekki verða þeim tillögum, sem þar eru fram bornar, gerð hér ýtarleg skil, en sagt verður nokkuð frá merku fyrirtæki, sem að sam- göngumálum vinnur. Flutningur fólks milli Reykjavíkur og nágrannabæjanna Hafnarfjarðar og Kópavogs er samgönguþjónusta, sem margir þekkja af eigin reynd og hafa áhuga á. Sú þjónusta er í höndum hlutafélagsins Landleiða, sem nýlega átti 5 ára afmæli. Stofnun félagsins vakti athygli á sínum tíma. og starf þess hefur verið svo vel af hendi leyst að til fyrirmyndar er. Þvi þótti viðeigandi að segja iesendum æskulýðssíðunnar nokkuð frá félaginu. STOFNUN LANDLEIÐA Um atburði þá, sem leiddu til Stofnunar Landleiða, var mikið rætt á sínvtm tíma. Ríkið hafði annazt flutning fólks mílli Reykja víkur og Hafnarfjarðar um nokk- urt árabil, en starfsemin hafði komizt í kröggur. Árið 1949 var tap skv. reikningum 250.009,00 kr. Þá vár þó ekki tekið nægilega tillit til afskrifta af bílaverði. Þegar það var gert eftir almenn- um reglum, kom í ljós, að tapið var í raun og veru á milli 700 og 800 þúsundir króna. Það ráð var þá tekið, að aug- lýsa sérleyfisleið þessa lausa til umsóknar, og bjóða eignir þær, sem við reksturinn voru notaðar, til sölu. Sex ungir menn, sem starfað höfðu við útgerð bíla, mýnduðu þá með sér félagið Landleiðir. Þeir tóku að sér flutn- ingana og keyptu eignirnar, sem greiðast skyldu á 7 árum. Hér var um að ræða 10 bifreiðir, áhöld og innréttingar í verkstæði ©g nokkra skúra á Grimsstaða- holti. Leiguréttur í skálum þar á holtinu fylgdi með. Framkvæmdastjóri hins nýja félags var ráðinn Ágúst Hafberg. Hann var þá nýlega útskrifaður stúdent frá Verzlunarskóla ís- lands, en hafði þó reynslu á jþessu sviði. Ágúst gekk af dugn- aði til verks, enda batnaði bæði xekstur og þjónusta. Félagið tók við um miðjan júni. Þaðan í frá og til áramóta varð tapið „að- eins“ 74 þúsund króriur. Er þá af- skrifað á verulegan hátt. Siðan hefur hagur fyrirtækis farið batnandi. Þessar staðreyndir hafa áður verið birtar opinberlega. Vert er að minna enn á, að þaer renna öflugum stoðum undir rökfærslu þeirra, sem telja einkarekstur líklegri til árangurs en opinber- an rekstur. Ýmsir frómir. menn og fljóthuga, eiga stundum erfitt með að skilja, að nokkuð sé þvi til fyrirstöðu, að umfangsmikil fyrirtæki séu starfrækt á vegum hins opinbera. Þeir telja þann hátt til blessunar og ávinning fvrir alla alþýðu. Þó er það alménningi til einskis gagns að láta áhuga- og ábyrgðarlitla op- inbera starfsmenn annast um flókin stjórnendastörf, sem þeim má í léttu rúmi liggja, hver ár- angur verður af. Reynslan hefur sýnt að í höndum einstakiinga er á málum haldið af meiri alúð, framkvæmdahug og dugnaði. Því verður árangurinn meiri, þjónust an betri og störfin arðbærari. Fréttaritari frá siðu ungra Sjálfstæðismanna sneri sér til Ágústs Hafbergs og innti hann nánar eftir starfi fyrirtækisins. Fara upplýsingar hans hér á eftir. STARFSHÆTTIR LANDLEIÐA Við kunnum ekkert töfraráð til að kippa öllu í liðinn í einni svip- an, segir Ágúst í upphafi. Við reyndúm að gæta hagsýni í skrif- stofum, verkstæðum og vögnun- um sjálfum. Þeir þruftu mikið \'iðha!d, og voru mannfrekir, t.d. þurfti bílfrevjur til fai’miðasölu. I fyrstu námu launagreiðslur til ! stúlknanna L. bílverði árlega. Ti) dæmis um úrræði okkar má nefna, að við settum okkur fljótlega í samband við verk- smiðju eina í Svíþjóð, sem fram- leiðir vagna af gerðinni Scania Vabis. Frá henni höfum við síðan fengið 7 sterkbvggða og hag- kværna vagna og geta bílstjór- arnir nú t.d. annazt alla af- greiðslu sjálfir. Rekstur okkar hefur átt við erfiðleika að etja. Okkur gekk lengi illa að fá innflutningsleyfi fyrir nýjum bílum og urðum því að notast við þá gömlu iengur en hagkvæmt var. Tvö stórverkföll hafa og verið okkur þung í skauti. í vor stóð verkfallið sex vikur. VTið þux’ftum þó engar und- anþágur til að halda uppi fullri þjónustu. Var þó ekkert unnið við viðgerðir og engar eldsneytis- birgðir fluttar til okkar. ÞJÓNUSTA FÉLAGSINS Um leið og við tókum við rekstrinum fjölgaði ferðunum til Hafnarfjarðar. Höfum við siðan farið þangað .43 ferðir á dag. Við ákváðum einnig að gera nýja tili-aun með ferðir í Kópa- vog. Forráðaménn suður þar létu gera nauðsynlegustu vegabætur og eftir það hófust ferðir, sem batnað hafa með auknum bíla- kosti og lagfærðum vegum. Sér- stakar Kópavogsferðir eru nú 26 á dag óg er ekið um alla byggð- ina. Þá annast Landleiðir ferðir til Vífilsstaða (5 á dag) og á sumrin er ekið að Vatnsenda. Landleiðir hafa leitazt við að hafa vagnakost sinn svo góðan sem unnt er. Félagið hefur sjálft byggt yfir bíla sína á eigin verk- stæði, og hafa þar verið reyndar ýmsar nýjungar. Stál hefur mik- ið verið notað í bílahúsin, og á verkstæðinu var smíðuð eina yf- irbyggingin, sem hér á landi hef- ur verið gerð úr stáli einu. Rúmlega 4000 manns fara með bifreiðum Landleiða á degi hverjum, og þær aka um 1700 km. Fargjöld hafa verið óbreytt síðan 1951. Fullorðnir greiða 3 kr. fyrir ferð mxlli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, en 2 kr. fyrir fei'ð í og úr Kópavogi. HAGUR FÉLAGSINS Fyrirtækið stendur nú traust- um fótum að ég held, segir Ágúst. Það hefur skilað nokkrum hagn- aði s.l. 2 ái' eins og fram kemur í nýjpm og bættum bílakosti. I Starfsmenn eru.nú 27 auk min. Tveir af bílum þeim, sem keyptir ’vorp.í upphafi, eru enn við lýði, j en aðeins hafðir til vara. Allir 1 Skoda bílarnir eru úr umferð. Við höfum keypt 8 nýja vagna, Hver bíll tekur 70—80 farþega, og þeir, sem nýjastir eru. hafa kostað h.u.b. 400.000,00 kr. Því miður verður ekki komizt hjá hækkun fargjalda á næst- unni. Síðan verkfallið skall á hef- j ur, kaup hækkað um 15% Launa- greiðslur okkar námu á s.l. ári | nokkuð á 2. milljón króna, og voru 45% af útgjöldum fyrirtæk- ■ns. Ljóst er, að þegar af þess- ari ástæðu er hækkun óhjá- kvæmileg. Þá er og þess að geta, áð sitthvað hefur nú nýlega haft áhrif á farþegatöluna okkur í ó- Framh, á bls. 12 ÁLYKTUN 13. ÞSNGS SUS UM SAMGÖNGUMÁL 1) 13. MNG S.U.S. telur, að góðar og öruggar samgöngur séu frumskilyrði þess, að blómlegur atvinnurekstur geti þrifizt i landinu og byggð haldizt í strjálbýlli héruðum. Jafnframí fagnar þíngið þeim framförum, sem orðið hafa í samgöngum tií annarra landa á sjó og í lofti, og telur höfuðnauðsyti,, að s» þróun geti haldið áfram, og þeim aðilum, sem flutninga þessa annast, sé gert kleift að starfa á samkeppnisgrundvelli við aðrai' þjóðir. 2) Þingið telur að hraða beri eftir föngum brúa- og vegagerð og telur höfuðnauðsvn, að áherzla sé lögð á endurbætur og viðhald á aðalsamgönguieiðum og álítur að stefna beri að því, að byggja aðalvegi úr varanlegu efni, svo sem malbiki eða steinsteypu. Þingið iýsir því stuðningi sínum við framkomna þingsálykt, unartillögu Sjálfstæðismanna á yfirstandandi Alþingi varðandi þetta mál. Jafnframt telur þingið að betri. nýting fengist á fjármagni því, er veitt er til brúa og vegagerða, með auknu eftiriit og með því að leita tilboða í einstakar framk væmdir. 3) Jafnframt því, sem þingið fagnar þeirri öru þróun, sem orðiö hefur í flugsamgöngum hér innanlands, telur það að stefna beri að aukningu þeirra með því að fjölga lendingarstöðum og endurbótum á þeim flugvöllum, sem fyrir eru. Telur þingiö, að óhjákvæmiiegt sé, að hækkuð verði fjárframlög tií flugvalla og kaupa á örvggistækjum, sem nauðsynleg teljast. Þingið lýsiv ánægju sinni með vaxandi þátttöku íslendinga i alþjóðaflug ■ samgöngum og telur, að hér sé um nýja þýðingarmikla atvinnu grein að ræða, sem njóta skuii fyllsta stuðnings ríkisvaldsins 4) Þingið álítur að stuðla beri að sem greiðustum samgöngum á sjó og að jafnan sé tryggt, að nægur íslenzkur skipastóll sé fyrir hendi til flutninga að og frá landinu. Einnig telur þingið nauðsynlegt að leggja áherzlu á hafnarbætur og þá sérstaklega á þeim stöðum, er eiga við samgönguerfiðieika að stríða. Þingið telur óhjákvæmilegt að bæta úr því ófremdarástandi, sem es' á strandferðum hjá Skipaútgerð ríkisins. Þingið vill því emv á ný lýsa yfir því, að leggja beri niður Skipaútgerð ríkisin í og fá reksturinn i hendur einkafvrirtækjum. 5) Þingið telur að stuðla beri að úrbótum í gistihúsamálum lands ins hið bráðasta, bæði í Reykjavík og út um, íandið. Einnig telur þingið óviðunandi að ríkiseinokun sé á móttökum erlendro. ferðamanna, enda muni frjálsræði í þeim efnum stuðla að vax- andi ferðamannastraumi til landsins og auknum gjaldeyris tekjum. 6) Þingið telur endurbóta þörf á símakerfi landsins og enn fremm' að bæta þurfi póstsamgöngur til dreifbýlisins og bendir á aD nýta megi betur flugvélar til póstflutninga en verið hefur. SKOLAFRETTIR FRA VERZLUNARSKOLA ÍSLANDS í vetur stunda 328 nemer.dur nám í Verzlunarskóla Islands. í 4 fyrstu bekkjunum, en þeir mynda verzlunardeild skólans. eru 285 nemendur, enda 3 deildir í hverjum bekk. í 5. bekk eru 19 nemendur og 24 í 6. bekk. Málfundafélag (M.V.Í ) starfar í skólanum af fjöri. Hafa 3 mál- fundir verið halanir i haust. — Stjórn félagsins skipa: Gísli R. Pétursson (formaður), Ragnar Tómasson (ritari), Kristmann Magnússon (gj aldkeri). Ýmsar nefndir vinna að sérstökum þátt- um í félagsliíi nemenda og aí þeim hefst skemmtinefndin mest að, en formaður hennar er Þór- arinn Ólafsson. Ritstjói’i blaðs nemenda, Viljans, er Þórðui Guðjohnsen, formaður íþrótta- félags þeii’ra er Björn Blöndal Kristmundsson og bindindisfé lagsins Ragnar Tómasson. Verzlunarskólinn átti 50 ára af mæli á s.l. hausti. Hann er sjálfs- eignarstofnun, en nýtur nokk- urra opinberra styrkja. HELLUMÓTIÐ. — Á laugardaginn var efndi Samband ungra Sjálf stæðismanna til kynningarmóts að Hellu á Rangárvöllum. Sam koman fór fram með ágætum og mun ekki meiri fjöldi fólks hafa komið áður til mannfundar austanfjalls á þessum árstíma. E'ru mótinu var nánar sagt i Morgunblaðinu s.l. þriðjudag. Á myndinny hér að ofan sjást þeir Jón Þorgilsson frá Ægissíðu, formaðpf FjÖlnis, félags ungra Sjáll'stæðismanna á Rangárvöllum, Ingójfftr I Jónsson ráðherra og Ásgeir Pétursson. formaður S.U.S. Þeir Iðgi | óifur og Ásgeir flutlu aðalræðurnar á mótinu. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.