Morgunblaðið - 14.12.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.1955, Blaðsíða 1
16 síður wufoUfoiSb 41 ÍX%*Kg*IX 286. tbi. — Miðvikudagm 14. desember 1955 Frentsarii|» M*rgunbla8sÍM Heimkoma Otto Johns — mikill hnekkir fyrir austur-þýzku stjórnina Með hvaða hœtti tókst dr. John að tlýja yfir landamœrin? Bonn, 13. des. — Reuter. \fESTUR-ÞÝZK blöð komast flest svo að orði, að heimkoma dr. Otto Johns sé einhver sá mesti hnekkir, sem orðstir austur- þýzku stjórnarinnar hafi orðið fyrir, síðan heimsstyrjöldinni lauk. Dr. Otto John, fyrrverandi yfirmaður vestur-þýzku öryggisþjón- ustunnar, sneri aftur heim tii V-Þýzkalands eftir að hafa dvalizt 18 mánuði í A-Þýzkalandi. í tilkynningu vestur-þýzku stjórnarinnar um heimkomu dr. Johns segir, að hann „hafi flúið af hernámssvæði Rússa". Mál dr. Johns er nú í rannsókn, og enn er ekki ákveðið, hvort honum verði stefnt fyrir lög og dóm. * TIL AÐ BERJAST GEGN NÝNAZISMANUM Dr. John fór til A-Berlínar í júlí 1954, í þeim tilgangi — að því er hann sjálfur sagði — að berj- ast gegn því, að nazisminn næði á nýjan ieik tökum á. Vestur- Þýzkalandi. Sá orðrómur gengur, að dr. John hafi eftir sem áður haldið sambandi við þá menn, er unnu með honum í öryggisþjónustunni, og sennilega hafi hann komizt með þeirra hjálp yfir landamær- in. ¦— • • • Talsmaður brezka sendiráðsins sagði í dag, að sendiráðið hefði haft grun um, að dr. John hyggð- ist koma heim aftur, en bætti því við, að Bretar hefðu á engan hátt hjálpað dr. John til að flýja. ÍC MEÐMÆLI BREZKU RÍKISSTJÓRNARINNAR RIÐU BAGGAMUNINN Síðustu ár heimsstyrjaldarinn- ar dvaldi dr. John í Lundúnum og vann við útvarpssendingar, er fluttu áróður fyrir friði á þýzku. Og það var einmitt vegna með- mæla brezku ríkisstjórnarinnar, að dr. Adenauer gerði Otto John að yfirmanni öryggisþjónustunn- ar árið 1950. Sú ákvörðun dr. Johns að fara austur á bóginn, vakti á sínum tíma eins mikla athygli og hvarf brezku stjórnarfull- trúanna Burgess og MacClean og hvarf prófessors Bruno Aðeins breytingartillögur íjúr- veitinganefndar náðu samþykki -® hrmósustjórnin beitir neitunarvaldi gegn upp- toku itri-MongóIíu í SÞ New York 13. des. • í dag beitti þjóðernissinna- sljórnin á Formósu, sem á sæti í öryggisráðinu neitunarvaldi gegn því, að Ytrí-Mongólía fengi aðild að Sameinuðu þjóðunum. Er fundir Öryggisráðsins hóf- ust í kvöld var fyrst borin fram Afleiðingar verðbélgunnar eru sSérfelidur kostnaðarauki ríkissjóðs svo að gæ!a verður mikillar varúðar við afgreiðslu fjárlaganna MIKLAR annir hafa verið á Alþingi síðustu tvo daga við umræður og afgreiðslu á fjárlögunum. Á mánudaginn var kvölðfundur i Sameinuðu þingi, sem stóð langt fram á nótt og voru þar miklar umræður. Var þá lokið annarri umræðu, en atkvæða- greiðslu var frestað. tillaga um, að Suður-Kóreu og í GÆR hófst fundur í Sameinuðu þingi klukkan tvö eftir hádegi og stóð atkvæðagreiðsla í 2'i klst., enda voru breytingar- tillögur um 190 og ekki fæstar frá stjórnarandstöðunni, sem að þessu sinni virðist hafa algerlega sleppt fram af sér beizUnu og setti fram algerlega ábyrgðarlausar tillögur, sem hefðu kostað margföldun á sköttum og tollum, ef þær hefðu verið samþykktar. ÞEGAR litið er yfir atkvæðagreiðsluna í gær, verður það sýnt að þingmenn telja meiri alvöru á ferðum við afgreiðslu fjár- laga nú en nokkru sinni áður, svo að varlega verði að fara. Voru að þessu sinni engar aðrar útgjaldatillögur samþykktar en þær, sem fjárveitinganefnd stendur óskipt að. Mun þing- mönnum nú vera það ljóst, að vegna þeirrar óheillaþróunar, sem stafar frá verkföllunum s.l. vetur, þýðir hver útgjalda- hækkun ríkisins beinlínis, að hækka verði skatta til að stand- ast þau útgjöld. Eru það mikil viðbrigði frá síðasta vetri, þegar hagur ríkissjóðs var svo traustur eftir fjögurra ára jafnvægi, að fjöldi þingmanna gat fengið samþykkt mikil áhuga- og framkvæmdamál fyrir héruð sín. Stöðugt slær í odda milli Bretu og Kýpurbúa NICOSIA, 13. des. — Stjórn Kýpur lokaði í dag menntaskól- anum í Kyrenia, borg á norður- strönd eyjarinnar. Fyrr um dag- inn höt'ðu nemendur skólans safn azt saman til fundarhalda, og grýttu lögreglumenn og hermenn, er hugðust dreifa hópnum. Varð lögreglan að beita kylfum og táragasi. Stjórnin lýsti yfir hern- aðarástandi í Paralimni-þorpinu, þar til íbúarnir hefðu greitt 1500 sterlingspunda sekt, er þeim var gert aö greiða fyrir skemmdar- verk, er þorpsbúar voru valdir að. í Famagusta kom til nokk- urra óeirða, þar sem íbúarnir hlýddu ekki settum reglum her- lögreglunnar og voru 170 manns handteknir —Reuter. Dr. Otto John — dvaldist 18 mán- uiSi á hernámssvœSi Rússa. Pontecorvo. En stjórn Aden- auers hefur þverneitað því, að dr. John hafi gefið kommún- istum nokkrar mikilvægar upplýsingar. • • • Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Erich Ollenhauer, sagði, að mál dr. Johns heyrði fremur undir sálfræðinga en stjórnmálamenn. Hins vegar kvaðst hann hlakka til að heyra þæf skýringar, er dr. John gæfi á austurför sinni. Þýzkir slríðsfangar tvo mánuði á leið heim frá Sovétríkj- unum . FRIEDLAND, 13. des. — Tveir hópar þýzkra stríðsfanga komu í gær til Vestur-Þýzkalands frá Ráðstjórnarríkjunum. Voru það alls 700 manns. Sumir þessara fanga höfðu verið allt að tveim mánuðum á leiðinni heim, þar sem járnbrautarlestin, er flutti þá frá fangabúðunum, var stöðv- uð skammt frá Moskvu, og urðu þeir að hírast þar um nokkurt skeið. Hinn 20. okt. hættu Rúss- ar heimsendingu þýzkra stríðs- fanga, er um það bil helmingur þeirra 9,600 fanga, er þeir höfðu lofað heimsendingu, höfðu kom- izt á áfangastað. Byrjuðu Rússar að skila föngunum á nýjan leik fyrir tveim dögum. PARÍS, 13. des. — Franska utan- ríkisráðuneytið tilkynnti sendi- herra fsraels í París, Jacob Tsur, að Frakkar hörmuðu mjög árás ísraelsmanna á sýrlenzkt virki s. 1. sunnudag. SuðUr-Vietnam yrði veitt aðild að S. Þ., en Sovétríkin beittu neitunarvaldi sínu gegn því. Hikaði fulltrúi Formósustjórn- arinnar þá ekki við að útiloka upptöku Ytri-Mongólíu. Suður- Kórea og Suður-Vietnam voru ekki mcðal þeirra ríkja, er alls- herjarþingið mælti með, að veitt yrði aðild að S. Þ. Var það að tillögu Formósustjórnarinnar. Beittu þá Sovétríkin neitunar- valdi gegn 13 ríkjum, sem Vest- urveldin studdu. • Undanfarna daga hafa staðið yfir umræður um upptöku 18 ríkja í öryggisráð S. Þ. og hafa staðið yfir miklar deilur um með hverjum hætti atkvæðagreiðsla um upptöku þessara rikja skyldi fara fram. Höfðu Brazilía og Nýja Sjáland borið fram þá til- lögu, að fyrst yrði greitt atkvæSi um upptöku hvers ríkis um sig, og siðan færi fram atkvæða- greiðsla i allsherjarþinginu um öll 18 ríkin sem heild. Voru Sýrland -« STORKOSTLEGIR ERFH>LEIK- , AR VEGNA AUKINS KOSTNADAR Það var sýnt af tillögum meiri hluta fjárveitinganefndar, sem skýrt var frá í framsöguræðu Magnúsar Jónssonar í fyrradag, að hún vildi fyrst og fremst Veðurharka í V-Evrópu Mesta stórhríð í manna minnum á hásléttum Kanada * LUNDUNUM, 13. des. — Undanfarinn sólarhring hefur veðurharka verið mikil viða í Norður- og Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. En suður í Marokkó hefur úrhellisrigning valdið flóðum og talsverðu tjóni. ir Frosthörkurnar hafa verið gífurlegar í Noregi, og mestur kuldi mældist mínus 40 stig á C. Hafa frosthörkurnar orsakað mikinn skort á vatni, og a. m. k. tvær norskar borgir voru algjör- lega vatnslausar í dag. Víða botnfrusu ár. Nea-fljótið skammt fyrir sunnan Þrándheim stíflað- ist af jakahlaupi og flæddi ár- vatnið yfir engi og akvegi. + Miklir þurrkar og frosthörk- ur ógna orkuverum Svisslend- inga. Siíkiir þurrkur hefir ekki komið í Svisslandi s. 1. 35 ár. Fór stjórnin þess á leit við þingið að fá heimild til að gera nauðsyn- legar ráðstafanir til varðveizlu orkuveranna. í Hollandi og Eng- landi var kaldara en nokkru NEW YORK og JERUSALEM, 13. des. — Sýrland fór þess á Rússar í fyrstu tregir til að fallast leit í dag, að Öryggisráðið kæmi á þetta fyrirkomulag, en lýstu saman til fundar sem fyrst til íeggja áherzlu á vmsar þýðingar- sig samþykka því síðdcgis í dag. þess að ræða árás ísralskra her- mestu verklegar framkvæmdir. í fréttaskeytum segir að þessi sveita á sýrlenzkt virki í grend Ástandið eftir verðbólguölduna framkoma Formósustjórnarinnar við Galíleuvatn s. 1. sunnudag. er slíltt að allur kostnaður hefur kunni að yalda því, að dagar Segir sýrlenzka stjórnin, að þetta stórlega aukizt við hinar stærstu hennar í Óryggisráði S. Þ. séu tiltæki íswaelsmanna sé mikið framfavaáætlanir. En þrátt fyr- taldir, og það sé aðeins tima- brot á vopnahléssamningnum. jr þag ma ekkert lát verða á þeim spursmál, hvenær Peking-stjórn- Rúmlega 40 sýrlenzkir hermenn lagði fjárveitinganefnd t. d. til in taki sæti hennar. ' féllu í árásinni. —Reuter-NTB. ag framlag tii raforkufram- kvæmda yrði hækkað úr 5,8 millj. kr. ABKALLANDI FRAM- KVÆMDIR Sama er að segja um vega- gerðir og hafnarbætur. Fjárveit- inganefnd hefur lýst yfir skiln- ingi sínum á því, hve geysilega aðkallandi þær framkvæmdir all- ar eru. Með hliðcjón af því hef- ur hún lagt til að fjárveiting til hafnarmannvirkja hækki úr 6,7 millj. kr í nær 8 millj. kr. Þessu fé er skipt m.a. þannig niður, að landshöfn í Rifi fær 500 þús. kr. Eftirtaldar hafnir fái 350 þús. kr.: Akranes, Vestmanna- eyjar, Þorlákshöfn og landshöfn- in í Keflavík og Njarðvík. Eftir- taldar hafnir fái 300 þús. kr.: Akureyri, Hafnarfjörður, Suður- eyri. Þessar fái 250 þús. kr.: Stykkishólmur. Þessar fái 200 þús. kr.: Fáskrúðsfjörður, ísa- fjörður, Ólafsvík, Patreksfjörður, Sandgerði, Sauðárkrókur, Siglu- fjörður, Stöðvarfiörður. Grimsey fái 180 þús. kr. Raufarhöfn og Ólafsfjörður 150 þús. kr. Hrisey 130 þús. Og þessar fái 100 þús. kr.: BolungarvíK, Eyrarbakki, Flateyri, Grafarnes, Húsavík, Grindavík, Norðfiörður og Þórs- höfn. Segir fjárveitinganefnd, að Frh. á bls. 2 sinni fyrr á þessum vetri —I vatnsskortur er einnig yfirvof-! andi í Englandi. ¦k í Kaupmannahöfn var þokan svo mikil, að helmingurinn af flugvélunum, er lenda átti á Kastrup-flugvelli varð að halda áfram til Þýzkalands. ic Bandaríkin hafa ekki farið varhluta af frosthörkunum, og spáð var stórhríð í norðurfylkj- unum. Á hásléttunum i Kanada geisaði í dag sú mesta stórhríð, er komið hefir um margra ára bil. Fjögurra manna var saknað í Albertafylki og Saskatchewan. Víða gátu börnin ekki komist heim úr skólunum. I ir í Suður-Marokkó voru flóð- in svo mikil eftir rigninguna, að mörg hundruð manna misstu heimili sín. Frönsk yfirvöld hafa unnið að því að skipuleggja hjálparstarfsemi, en rigningin var svo mikil, að járnbrautar- teinarnir biluðu og hjálparsveit- irnar komust ekki á áfangastað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.