Morgunblaðið - 14.12.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.1955, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 14. des. 1955 1 ' 2 ÞORNÝ VÍDIS ! Hinningarorð r j MAN ég Þórnýju fyrst, þegar hún kom 18 ára frá Dan- mörku, þá búin að vera þar 1V2 ár sér til þroska og ánægju, svo fallega' og káta að lífsgleðin streymdi frá henni og vissi ég að j -iargur pilturinn leit hana hýru auga, en hún hafði heitið piltin- um sinum, Hálfdáni Eiríkssyni, að bíða eftir honum. Hann var þá í Ameríku hafði farið þangað íiokkru áður en Þórný fór til Danmerkur. Nú bjóst hún við Ttonum heim og hittist þá þannig á þegar hann kom, að Millner kjötkaupmaður var að selja verzlun sína og flytja af landi burt, en hjá honum hafði Hálfdán unnið áður en hann fór til Ameríku, og varð það til þess að hann keypti af honum útibú verzl unarinnar á Laugavegi 48. Þar byrjuðu svo ungu hjónin verzlun á eigin spýtur. Þau giftust 23. maí 1925. Þórný var stoð og stytta manns síns að byggja upp verzl- urdna og mátti svo segja, að þau legðu nótt við dag. Hún stóð á - Fjáiiögisi Frh. af bls. 1 hún hefði vissulega viljað veita hverri höfn ríflegri fjár- hæðir, en það er bein afleið- ing af hinu þýðingarlausa verkfaili s.l. vetur, að fjár- hagnr ríkisins er slíkur, að örðugra er um fjárveitingar en áður. MIKIL HÆKKL'N TIL VEGA KN HÆTTA Á AÐ VERÐ- BÓLGAN ÉTI ÞAÐ Sama er að segja um fjárveit- ingar til nýrra vega. Fjárveiting- ■arnefnd hefur verið öll af vilja í>exð að veita sem mestu fé til þeirra. Leggur hún til að fram- lag til nýrra vega hækki úr 11 milljónum í nær 15 millj. kr„ en þar er að sálfsögðu við hina sömu örðugieika að etja. Einnig legg- ur hún til að framlög tii viðhalds vega hækki úr 24 millj. kr. í 29 m'dlj. kr. Stafar sú hækkun nær eingöngu af því að kostnaður við vegaviðhaldið hefur hækkað svo gífurlega á árinu, að til þess að viðhaldið verði líkt og áður þarf að hækka framlagið um 5 millj. kr. — HINIR SEKU ERU ÁBTRGÐARLAUSIR Tillögur meirihluta fjárveit- ingamefndar voru allar sam- þykktar. Nokkrar þeirra biðu þó til þriðju umræðu. Stendur hún nú fyrir dyrum og verður í henni m.a. að leysa það vandamái að finna nýja tekju- stofna til að standast hinn aukna kostnað. Mun almenn- ingur sannarlega fylgjast með þeim máium af athygli. — Mun það þá ekki sízt furða noarga, að nú þykir sýnt, að stjórnarandstöðuflokkarnir, sem veltu af stað verðbólgu- öldunni, virðast ætla að sýna fullkomið ábyrgðarleysi í því alvarlega máli. JÓNSDÓTTIR I daginn við afgreiðsluborðið og á kvöldin og fram á nótt að laga til eítir önn dagsins og búa undir 1 morgundaginn. Þau voru bæði ung og hraust og þeim búnaðist | vel, því leyfðu þau sér að fara sér til skemmtunar til útlanda árið 1927 og ferðuðust þau þá víða þar á meðal til Hollands og heimsóttu þar frænku sína frú Oberman, sem þá átti heima þar. Þau nutu þessára ferða eins vel og lífsglaðar manneskjur geta. Þeg- ar heim kom var unnið af kappi og verzlunin jókst og flúttist í nýtt hús á Þórsgötu 17. Enn stóð Þórný við hlið manns síns í búð- inni, þótt þau ættu nú litla dótt- ur. Fjölskyldan stækkaði og þá varð hún að draga sig smám sam- an í hlé frá verzlunárstörfunum, því oft var fleira i heimili en fjölskyldán ein. Hún hafði því alltaf mikið að gera og dró aldrei af sér, því hún var viljasterk eins og sýndi sig í veikindum . hennar. Fyrir 4 árum var hún ' flutt fárveik til Kaupmannahafn-! ar. Eftir uppskurð og miklar J þrautir var hún flutt heim aftur eftir 2 mánaða dvöl á spítala og engin von gefin um bata. Maður hennar var allan þann tíma ytra og reyndi að styrkja hana á allan hátt. En með óskiljanlegum vilja- krafti og umönnun manns henn- ar, komst hún á fætur og 2 árum síðar gátu þau farið til Danmerk- ur sér til hressingar, vonglöð yfir að hún væri að yfirstíga veikindi sín að miklu leyti — og glöð komu þau heim. En aftur ásóttu veikindin hana, en hún reyndi að láta ekki bugast og gegndi hús- móðurstörfum sínum þangað til fyrir nokkrum vikum og nú hefir hún fengið hvíldina eftir látlausa baráttu þessi síðustu ár. En það var bót í raun að hún hefir feng- ið að sjá drengina sína þroskast þessi ár, síðan hún veiktist, og reyndi hún að leiðbeina þeim, þegar hún lá í rúminu til þess síðasta. Nú eru þeir Jón Grétar 8 ára og Jakob Jón 13 ára, svo eru tvær dætur Hadda Árný 20 ára og Hildur Árdís 24 ára, gift Karli Kárlssyni og eiga þau tvö börn, sem Þórný fékk að gleðjast yfir. Nú þökkum við guði fyrir að hún hefir losnað við kvalirnar og biðjum hann að styrkja vin okk- ar Hálfdán og börnin hans. Ég veit að hann er það þroskaður að hann sér að þetta var það bezta eins og komið var og þótt óska- hallirnar hrynji, þá á vonin og trúin að hjálpa okkur til þess að byggja trrú, er tengi þetta líf og hið tilkomandi. S. S. Afreislutímí sím- sföðvar Húsavíkur lengdur HÚSAVÍK, 13. des. — Mánudag- inn 5. þessa mánaðar, var lengd- ur afgreiðslutími símstöðvarinn- ar á Húsavík um tvo tíma á dag. Ei' stöðin nú opin alla virka daga frá kl. 8.30 að morgni til kl. 22 að kvöldi, en var áður kl. 20 að kvöldi. Var þetta gert vegna fjölda óska símanotenda hér á Húsavík. — Fréttaritari. Verkefnl handa hinni nýju sijóm Marokkó RABAT, 13. des. — Talsverðar óeirðir urðu í Fez, annarri stærstu borg Marokkó, í dag. j Hefir borið all mikið á óeirðum þar undanfarna daga og virðist! hin nýja stjórn Marokkó — sem aðeins hefir verið við lýði í eina viku — eiga erfitt með að koma ró og kyrrð á í borginni. - —Reuter. Gréa M. Jénsdóttir frá Hömrum í dal 75 ára Beifi frompefleikari Banda* ríScjanna leifcur á vepm Flug FLUGBJÖRGUNARSVEITIN hafði fyrir skömmu merkjasölu tii eflingar starfsemi sinni. í haust sungu hér á vegum sveitar- innar hinir rúðfrægu Delta Rythem Boys— við geysilega aðsókn, Flugbjörgunarsveitin hefur einnig notið aðstoðar ýmissa annarra aðila — og m. a. hefur varnarliðið á Keflavíkurflugvelli fyrir skemmstu gefið sveitinni snjóbíl. SJÖTÍU OG FIMM ára er í dag Gróa M. Jónsdóttir. Hún er fædd 14. desember 1880 í Sólheimum í Dölum vestur. En foreldrar henn- ar voru Jón Jónasson, hrepp- stjóri, er lengi bjó á Hömrum og kona hans Ástríður Árnadóttir. Ung giftist Gróa Eyjólfi Böðv- arssyni frá Sámsstöðum, en missti hann eftir fárra ára sam- búð frá fjórum ungum bömum. En með dugnaði tókst henni að koma þeim öllurh til manris. Elzta son sinn missti hún fyrir fáum árum. Hann féll frá á bezta aldri frá konu og bömum. Hann var yndi og eftirlæti Gróu og bar nafn föður hennar. Enda hefur hún harmað hann mjög, þótt harm sinn hafi hún borið í hljóði. Heilsa hennar hefur verið ótraust um langt árabil og hefur hún því oft lítt getað notið sín. Lifið hefur farið um hana ómildum höndum á ýmsan hátt. En henni hefur tekizt sérlega vel að láta ekki óblíð örlög marka djúp spor í hug sinn og hjarta. Hugur henn- ar hefur ætíð verið óvenjulega hlýr og tryggð hennar og hjarta- hlýja aldrei förlazt. Hún býr nú á heimili dóttur sinnar á Vesturgötu 69 hér í bæ. Þangað leitar áreiðanlega hugur margra vina hennar og kunn- ingja í dag. Ég veit, að þeir taka allir undir þá ósk með mér, að ævikvöldið verði henni bjart og fagurt og að Drottinn blessi henni ófarín ævispor, X, Viðskitasamn- ingur Rússa og Indvei ja NÝJU DELHI, 13. des. — Indland og Sovétríkin tilkynntu sameigin lega í dag, að þau hefðu gert með sér viðskiptasamning. Ætla Indverjai- að selja Rússum eina milljón tonna af stáli á næstu þrem árum. Rússar hyggjast selja Indverjum hvers konar vélar. .—Reuter-NTB. VINSÆL HLJÓMSVEIT Um þessar mundir er stödd í Keflavík bandarísk fjögra manna hljómsveit. Hefur hún boðið Flugbjörgunarsveitinni að halda tvo hljómleika á vegum hennar hér í Reykjavík — og . mun allur ágóði renna til starf- semi Flugbjörgunarsveitarinnar. Hljómsveit þessi er mjög þekkt ! Bandarikj unum og er undir stjóm Chet Baker. Hafa þeir fjórmenningamir verið á ferða- lagi í Bvxópu — og komu hingað frá París. Þeir hafa leikið á fjölda hljómpiatna —• og náð miklum vinsældum. GÓ»UR SÖ.NGVARl 'Chet Baker er 22 ára gamall og leikur á trompet; í fjögur ár hefur hann verið kosinn bezti trompetleikari Bandaríkjanna — enda er það mál þeirxa, sem eitt- hvað fylgjast með slíkum málum, að ekki hafi annar eins maður látið heyra til sín síðan Louis Armstrong kom fyrst fram. Fyr- ir nokkru hóf Baker að syngja með hljómsveit sinni — og hjá Metronome komst hann í þriðja sæti síðastliðið ár — næstur á eftir þeim Frank Sinatra og Nat King Cole. Trommuleikarinn heitir Dahlander — og lék hann m. a. lengi með Terry Gibbs, Bassaleikarinn Jimmy Bond, sem er negri, er einn af fremstu mönnum í sinni röð í Bandaríkj- unum. Píanóleikarinn er frans- maður — og nýbyrjaður að leika með sveitinni. MIKIL AÐSÓKN Það þarf ekki að efa það, að marga mun fýsa að heyra þenn- an fræga kvartett, enda hefur þegar komið í Ijós, að áhugi er fyrir hendi. Áður en nokkuð hafði verið auglýst um skemmt- anir þessar höfðu borizt 400 miðapantanir til Flugbjörgunar- sveitarinnar. — Hljómleikarnir verða í Austurbæjarhíói á sunnu- dag og mánudag n.k. Blóm og grös lifnnðu í nór. á Norðurlnndi Mánuðurinn óvenju Iilýr i „Læknirinn hennar" ný íslenzk skáldsaga KOMIN er út ný skáldsaga eftir íslenzkan höfund. Nefnist hún „Læknirinn hennar“ og er eftir Vilhjálm Jónsson frá Ferstiklu. Er þetta önnur bók höfundar. Fyrsta skáldsaga hans, „Ást og örlög á Vífilstöðum'1, kom út í fyrra. Áramófabrennur fyrirhugaðar ÁRAMÓTABRENNUR eru ráð- gerðar í ár eins og undanfarin ár fyrir framan Háskólann og í Laugarneshverfinu. Eru þeir, sem vilja gefa brennu efni beðnir um að láta skrifstofu ÍSÍ vita. Sími 4955. embennánuði s. 1. var fyrst þrálát austan átt og norðaust- an. í mánaðarbyrjun gekk hvass- viðri mikið um landið, einkum þó á Vestfjörðum, og fylgdi þar snjókoma, einnig á Norðurlandi. Slysfarir urðu þá af hvassviðr- um og snjóflóði, Þennan fyrri hluta mánaðarins var annars yfirleitt milt, en miklar vætur á Norðuriandi. Þann 11. gekk hann í norðrið með snöggu en stuttu kuldakasti, 7—10 stiga frosti og nokkurri fannkomu. En fljótt varð um þennan snjó. Hófst nú hinn mesti blíð- viðriskafii með suðlægum vind- um og þurrviðri norðan lands, en nokkrum rigningum og dimm- viðri sunnan lands. Hitinn komst í 15 stig á Akureyri þanrx 20. Grös og blóm lifnuðu. Hinn 26. gekk hann í norðrið með nokkru snjófjúki norðan lands, og frostið herti síðan, komst í 10—15 stig. Lagði þá vötn og læki. Dálrtinn snjó gerði um Norðurland, og lauk svo þessum mánuði. Hafáttin, se*n lengi ríkti við Suðvesturlaixd og Faxaflóa, olli því, að gæítir voru stirðar til síldveiða, en afli var góður, þeg- ar á sjö gaf og fór vaxandi. HITINN YFIR ME9ALLAG Hitinn var mun hærri en i meðallagi um allt land. Um Suð- vesturland og vestan til á Norð- urlandi vrar allt að því 3 stigum hlýrra en í meðalári, því nær jafn milt og í venjulegum októ- ber, 5 stig í Vík í Mýrdal, 4,3 í Reýkjavík og 2,4 á Akureyri. Um Vestfirði var um 2 stigum hlýrra en í meðallagi, en einu til tveim stigum á Austurlandi. Frá þvi að hitamælingar hófust í Reykjavík árið 1880, hefur nóvembei’ aðeins einu sinni verið j hlýrri en nú. Það var 1945. ÚRKOMAN Úrkoman var venju fremur mikil um norðaustanvert landið, 71 mm á Húsavík og Egilsstöðum á Völlum. Norðan til á Vestfjörð- um var úrkoman um meðallag eða vel það, en á öllu Suður- og Vesturlandi voru lítil úrfelli, Einkum var það áberandi ] Reykjavík, þar sem aðeins mæld- ust 37 mm, en í meðalári mælasí þar nærri 100 mm. Annars mun úrkoman hafa verið um 60—70% af meðallagi frá Mýrdal að Snæ- fellsnesi, en tiltölulega meiri ] öðrum héruðum. Á Akureyri mældust þó aðeins 33 mm, og er það mun minna en meðallag. í Vxk í Mýrdal mældust 168 mm, það er þó ekki nema 80%. Sólskinið í Reykjavík var 12 klst. og kortér, en er í meðalári 14 st. og 36 mínútur. Meðalraka- stig loftsins í Reykjavík var 86%, Yfirlit þetta er frá Veðui’stof- unni. „Sumarásl", heims- fræg bék á ísleitzku KOMIN er út í íslenzki’i þýðinga skáldsagan „Bonjour tristesse'1 eftir frönsku skáldkonuna Franc- ois Sagan. Nefnist bókin „Sumar- ást“. Bók þessi hefur verið metsölu- bók bæði í Evrópu og Ameríki! og hlaut gagnrýnendaverðlaunm frönsku „Grand Prix des Criti- ques“. Hefir þetta vakið enri meiri athygli vegna þess að höf- undurinn er aðeins 18 ara stúlka, „The Sunday Times“ segir m, a. um bókina: „Þetta er ekkl aðeins merkileg bók fyrir þá sök, að ung stúlka hefir skrifað hana, Bókin er merkileg af sjálfri sér, Snilligáfan er auðsæ, og ég vona að hún spillist ekki við þau fagn- aðarlæti, sem slíkt ágætisverki hlýtur að vekja. Ungfrú Sagan er gædd furðulegum hæfileik- um“. Guðni Guðmundsson hefil! íslenzkað bókina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.