Morgunblaðið - 14.12.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.12.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dag: A-átt. Víða hvass með köflum. Úrkomulítið. 286. tbl. — Miðvikudagur 14. desember 1955 Togarafélög vilja kaupa Hitaveitan og Morgunbfaðshtísið FiskiBjuver rí kisins Beðið eftir svari við rraálaleitaninni JVTOKKUR togaraútgerðarfélög hafa hug á því að festa kaup á i-1 hraðfrystihúsi Fiskiðjuvers ríkisins á Grandagarði hér í Reykja- vík. — Kom mál þetta til umræðu á síðasta fundi útgerðarráðs og samþykkti það tillögu í málinu, um að reynt verði að fá botn málið hið fyrsta, en staðið hefur á svari við þessari málaleitan. i Skátar heimsækja Veslurbæinga í tillögu útgerðarráðs segir*' meðal annars: „Eins og fram kemur í fund- argerð útgerðarráðs 2. þ. m., hefur Bæjarútgerð Reykja- víkur, í félagi við fjögur tog- araútgerðarfélög í bænum, óskað eftir því við ríkisstjórn- Ina, að fá Fiskiðjuver ríkis- ins á Grandagarði keypt, með það fyrir augum að auka af- köst þess og fá greiðari og hagkvæmari viðskipti fyrir togarana. Felur útgerðarráð fram- kvæmdastjórum bæjarútgerð- arinnar að ganga fast eftir svari við þessari málaleitan og telur að ekki sé fært að taka afstöðu til framkominnar til- lögu í bæjarstjórn Reykjavík- ur um byggingu nýs hrað- frystihúss fyrr en svar hefur borist við umræddri málaleit- Snjó} tui rnddu Hellishciði Talstöðvar í vtunum Ennfremur vill útgerðarráð benda á, að tafir þær, sem orðið hafa nú í haust á af- greiðslu togara þeirra, sem landað hefir verið úr i hrað- frystihús, stafa fyrst og fremst af því að hraðfrystihúsin vant- aði geymslurými fyrir fram- leiðslu sína, vegna þess, að markað skorti til að taka við henni eins ört og þurft hefði að vera. Einnig hamlaði vönt- un á verkafólki, bæði við lönd un aflans og í hraðfrystihús- unum, oft greiðari afgreiðslu togaranna“. ★ Fulltrúi kommúnista í ráðinu kom með tillögu, en hún hlaut ekki stuðning ráðsins. Skáfar heimsækja Hafnfirðinga í kvöld VETRARHJÁLPIN í Hafnarfirði er tekin til starfa, en hún hefur nú starfað í meira en hálfan ann- an áratug. Fyrir jólin í fyrra safnaðist meðal bæjarbúa kr. 24.440.00 auk allmikils fatnaðar, en fram- lag bæjarsjóðs var kr. 15.000.00. Úthlutað var þá til fjölskyldna og einstaklinga í bænum, alls í 148 staði, samtals kr. 40.400.00. Bæjarbúum er kunnugt um, að enn er þess mikil þörf, að Vetrarhjáipin starfi og unnið sé að því að veita þeim, sem af ýmsum ástæðum sitja við skarð- an hlut, uppörvun og aðstoð í verki nú fyrir jólin. f kvöld munu skátar að venju fara um bæinn og taka við gjöf- um til Vetrarhjálparinnar. Gjafir má einnig afhenda stjórn Vetrarhjálparinnar, en hana skipa: Séra Garðar Þorsteinsson, prófastur, séra Kristinn Stefáns- son, Ólafur H. Jónsson, kaup- maður, Guðjón Magnússon, skó- smíðameistari og Guðjón Gunn- arsson, framfærslufulltrúi. Hafnfirðingar. Takið skátunum vel, er þeir kveðja dyra hjá ykk- ur. Munið, að margt smátt gerir eitt stórt. SELFOSSI, 13. des. — Bílar töfð- ust snemma í gærmorgun á Hell- isheiðinni vegna snjóþyngsla. — Þar hafði verið fannkoma í fyrri- nótt og skafhrið og voru skafl- arnir ófærir bílum. Snjóplógarn- ir gátu ekki rutt veginn og fór svo að lokum að snjóýturnar voru sendar á vettvang og ruddu þær leiðina, sem var greiðfær á eftir. Nú í haust hefur vegamálastj. látið setja talstöðvar í ýturnar og því mögulegt fyrir Ferða- skrifstofuna hér á Selfossi að vera í stöðugu talsambandi við ýtumennina, sem láta í té allar uppl. færðina varðandi áður en bílarnir leggja á þessa snjóþungu heiði. Er af þessu mjög mikið gagn og sparnaður. Eftir hlákuna í gær og í nótt á láglendi, eru vegir víða slæmir yfirferðar vegna hláku, en ekki er mér kunnugt um nein óhöpp þrátt fyrir það. — GG. Litiar skemmdir á m.b. GuÖmundi !rá Stykkishólmi STYKKISHÓLMI, 13. des. — Síðastliðinn laugardag var vél- báturinn Guðmundur frá Stykk- ishólmi dreginn á flot eftir að hann strandaði á Andey við Breiðafjörð. Var það m.b. Brimir er náði honum út og fór með hann inn á Stykkishólm. Þrátt fyrir það, að veður var ekki sem bezt meðan báturinn hékk á sker- inu, urðu ekki teljandi skemmdir á bátnum. Strákjölur mun eitt- hvað hafa laskazt. Orsök til lekans mun hafa ver- ið sú, að járnplata til varnar ís- reki mup hafa losnað af kinnung bátsins og sjór komizt inn um naglagötin. — Árni. Útgerðarráð ýtrekar togará- smíðasamþykkt Á SÍÐASTA fundi útgerðarráðs var rætt um smíði nýs togara fyrir' Bæjarútgerð Reykjavíkur. Eftir nokkrar umræður um mál- ið, samþykkti ráðið eftirfarandi tillögu: „Útgerðarráð vísar til fyrri samþykkta sinna varðandi ósk um heimild til handa Bæjarút- gerð Reykjavíkur til þess að láta smíða nýjan togara í stað b.v. Jóns Baldvinssonar og skorar á bæjarstjóm að veita heimildina sem allra fyrst.“ í KVÖLD heimsækja skátar Vest urbæinga á vegum Vetrarhjálp- arinnar. Skátarnir eiga að mæta við Thorvaldsensstræti 6 kl. 7,30. Er enginn vafi á því að skátunum verður vel tekið sem ætíð áður. Annað kvöld verður farið um Austurbæinn og á föstudagskvöld ið í úthverfin. Margir hafa þegar leitað að- stoðar Vetrarhjálparinnar, og er þegar búið að úthluta gjöfum til 135 fjölskyldna. Slefán Arnórsson lálinn í GÆRMORGUN andaðist Stefán Arnórsson endurskoðandi frá Hvammi. Lézt hann að sjúkra- húsinu í Landakoti. Stefán Arnórsson var aðeins rúmlega 51 árs gamall. Hann var hið mesta kartmenni og ' drengur góður. llif beffa mun ég Ný skáldsaga effir Jón Björnsson JÓN BJÖRNSSON, rithöfundur, hefur nú sent frá sér enn eina skáldsöguna. Heitir hún „Allt þetta mun ég gefa þér“ og fjallar um sjúkt þjóðfélag. Sagan gerizt fyrir rúmum 100 árum og er byggð á sannsögulegum atburð- um — en gæti þó alveg eins gerzt í dag. Yfirlýsing frá hitaveitustjóra, sem hrekur fáránlegar blekkingar Timans EINS OG almenning í bænum rekur minni til hafa andstæð- ingablöAin lagt mikið kapp á það undanfarið að flytja alla konar þvætting og róg um Morgunblaðshúsið, sem er í byggingu, Hefur Tíminn þó gengið lengst í þessari iðju. Komst hann að þeirri riðurstöðu á s.l. sumri að réttast væri að „rífa MorgunblaðshúsiS til grunna“ ! I gær skýrir Tíminn svo frá því, að „Morgunblaðshöllin gleypl í sig hitaveituvatnið úr Vresturbænum.“ Segir blaðið að „dælur í kjallara Morgunbiaðshallarinnar starfi nótt með degi“ og „sogi til sín vatnið miskunnarlaust og ekki hirt um það, þótt heil íbúðar- hverfi verði með öllu vatnslaus fyrir bragðið." Morgunblaðið hefur ekki hirt um að svara furðusögum Tímans og annarra blaða um væntanleg húsakynni sín. En þegar almenn- ingsfyrirtæki eins og Hitaveitunni er blandað inn í róginn og stað- leysurnar telur blaðið rétt, að þeim sé ekki látið ósvarað. Morgunblaðið sneri sér þess vegna í gær til hitaveitustjóra Og óskaði þess að hann gæfi almenningi kost á að kynnast staðreynd- unum i sambandi við hitaveituafnot Morgunblaðshússins. Fer yfir- lýsing hans hér á eftir: I YFIRLÝSING HITAVEITUSTJÓRA | Að gefnu tilefni, vegna greinar í Tímanum í dag, skal eftirfar- andi tekið fram. | I húsi Morgunblaðsins, Aðalstræti 6A og 6B eru engar dælur, hvorki á hitaveituheimæðinni né á hitakerfum. I Hitaveitan sér sjálf um lögn allra heimæða og tengir þær við hitakerfi húsanna. Hún notar ekki dælur á heimæðar og leyfir engum að setja upp dælur þannig að þær geti sogið vatn úr heimæð. Morgunblaðshúsinu er skammtað heitt vatn eftir sömu regluna og öðrum húsum í bænum. Aðeins ein heimæð er fyrir bæði húsin og er hún úr Fischerssundi, en hvorki úr Aðalstræti né Garða- stræti. Að Morgunblaðshúsið hafi þau áhrif á hita í Vesturbænum, sen» gefið er í skyn er algerlega úr lausu lofti gripið. Reykjavík, 13. des. 1955. F. h. Hitaveitu Reykjavíkur Helgi Sigurðsson. Peningarnir fundust í V? i hlöðunni á Litla-Hrauni Selfossi, 13. des. IDAG fundust peningarnir, sem stolið var um helgina í kaup- félagsútibúinu á Stokkseyri. — Við leit í útihúsum á Litla Hrauni, fundust þeir í strigapoka í hlöðunni. Óstillt líðarlar í Þingeyjarsýslu HÚSAVÍK, 13. desember — Veð- urfar hefur verið óstillt hér síðast liðna viku. Stöðug norðan átt með snjókomu og éljagangi flesta dagana. Talsverðan snjó hefur sett niður. Á laugardaginn féll í fyrsta skipti niður áætlunarferð milli Húsavíkur og Akureyrar á vetr- inum vegna ófærðar. í gær var aftur á móti farið og var þá veg- urinn mjög þungfær. — Frétta- ritari. Ný verztun opnuð f Það er ekki fyllilega kannað hve mikið eða hvort nokkuð vantar upp á fjárhæðina, sem stolið var, um 27.000 kr. í pok- anum fundust einnig sígarettur og ýmislegt smádót, sem stolið hafði verið. Fangarnir tveir að Litla Hrauni, sem talið er að framið hafi innbrotsþjófnaðinn, hafa ekki viljað játa á sig þjófnaðinn og neita öllum sakargiftum. Það er þó staðreynd að þeir hafa með einhverjum hætti kom- izt yfir sög og sagað f sundur rimmla, sem voru fyrir gluggan- um á klefa þeirra. Er klefinn á annari hæð hússins. Ei' talið að þeir hafi læst sig niður eftir rúm- lökunum í hvílum þeirra, úr klefaglugganum. — G.G. Sagan fjallar um hemjulausa ágirnd til auðs og valda. Skugga- legt brask í sambandi við glæpi er baktjald sögunnar. — Fjöldi fólks kemur við sögu — mis- munandi að hugarfari og innræti eins og gengur og gerizt. Þetta er níunda skáldsaga Jóns Björnssonar, en hann á sem rit- höfundur sívaxandi vinsældum að fagna. Kunnugir telja að þessi bók hans muni ekki aðeins verða talin stórbrotnasta ritverk hans, heldur meðal«snjöllustu skáld- sagna síðari ára. HÚSAVÍK, 13. des. — Síðastlið- inn miðvikudag var opnuð hér á Húsavík ný verzlun er hlotið hef- ur nafið Elfa. Er það tízku- og vefnaðarvöruverzlun er hefur til sölu snyrtivörur, fatnað og vefn- aðarvöru. Verzlunin er til húsa að Garðarsbraut 13 og eru eig- endur hennar frú Oddný Gests- dóttir og frú Ása Guðmundsdótt- ir. — Verzlunin er öll hin smekkleg- asta í rúmgóðum salark.ynnum. — Fréttaritari. Froslleysa næslu daga AUSTANATT er nú um land allt og stórviðri við suðurströnd- ina, sums staðar 10—12 vindstig, Einnig er hvassviðri víða austai) lands, en öllu lygnara á Norð- Austurlandi. Hiti er víðast hva* 2—3 stig og rigning á Suður- landi en snjókoma eða slydda norðaustan lands. Á hafinu fyrir sunnan landið er mjög víðáttu- mikið lægðarsvæði, sem færist lítið úr stað, og er því útlit fyrir að austanáttin og frostleysaa haldist næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.