Morgunblaðið - 15.12.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.12.1955, Blaðsíða 16
Veðurútlif í dag: Allhvass austan. Léttskýjað. dagar f#7 jóla 9 Tvö vöruflutnin^askip og eitt olíuflutningaskip næstu sftórsklpin í flofta landsmanna ÍÐUR en mjög langt um líftur mun þess aft vænta, að byrjað verfti er- lenclis á nýsmíði þriggja skipa fyrir kaupskipaflota landsnianna, þar eft yfir- völdin hafa gefið ieyfi til þessa. -★ Hér er um að ræða tvö 3500 dwlesta flutningá- skip fyrir Eimskipafélag Islands. Verfta þau með kæliútbúnaði í lestum. Þau verfta þannig úr garfti gerft, aft í skrokki skipsins verfta afteins lestarrúm og véla- rúm. — íbúftir skipverja munu allar verfta í yfir- byggingunni. ★ Þriftja skipift verð- ur olíuflutningaskip sem skipadeild Sambands ísl. samvinnufélaga lætur byggja og inun þaft verða 16000 tonna skip. Miklar áætlanir gerðar um aukningu Yatnsvsifu Rvíkur Ðælustöð ojj; nýjar vatusæðar VATNSVEITUNEFND Reykjavíkurbæjar hefur nú sent bæjar- yfirvöldunum tvennar áætlanir varðandi aukningu vatnsveitu kerfisins hér i Reykjavík og ráðstafanir þær sem gera þarf til þess ?ð mæta ört vaxandi íbúatölu. Eru það verkfræðingarnir Rögn- valdur Þorkelsson og Þóroddur Th. Sigurðsson, sem gert hafa þessar áætlanir. DÆLUSTOÐ VlÐ GVENDARBRUNNA Þóroddur fjallaði um áætlun að byggingu dælustöðvar við að- alvatnsból Reykjavíkur, Gvend- arbrunna. Verkfræðingurinn tel- ur að í sambandi við aukningu \ atnsveitunnar verði að byggja ítelustöðvarhús upp við Gvend- arbrunna og verði þar 4 dælur. Hann gerir ráð fyrir að þær verði fjarstýrðar, þ.e.a.s. að þeim verði hægt að stjórna frá vara- stöðinni við Elliðaár. Verkfræðingurinn gerir ráð fyrir að bygging slíkrar stöðvar, Tagning háspennulínu að Gvend- arbrunnum og línu fyrir hinar f;arstýrðu dælur, muni kosta rú.mlega 2,2 milljónir kr. Dælu- töðin á að geta séð 100,000 mánna borg fyrir nægu neyzlu- vatni. AUKNING VATNSVEITUNNAR í niðurstöðum sínum varðandi aukningu Vatnsveitunnar bendir Eöngvaldur Þorkelsson, verkfr., 4 ýmsar leiðir, en verkfræðing- urinn telur hagkvæmast, að . teyptur verði stokkur frá Hellu- vatni niður áð Árbæjarstíflu, sem flutt gæti 1500—2000 sek.lítra, en pipa verði lögð frá stíflunni i bséinn, sem flutt geti 400 sek,- lítra. Hann bendir á að æskilegt ,i;é að skapa möguleika til að safna vatnsforða við Gvendarbrunna til vatnsmiðlunar. Í3,4 MILLJÓNIR KRÓNA Verkfræðingurinn hefur og gert kostnaðaráætlun varðandi fyrrnefndan stokk og pípu og telur að hann muni nema um 13,4 millj. kr. Hann getur þess að stokkurinn milli Helluvatns og Árbæjarstíflu geti flutt svo mikið vatn að nægja muni rúmlega 250 þús. manna borg. ★ ★ ★ Neyzluvatn hefur enn sem komið er ekki verið leitt í stein- ; teypustokk hér á landi, en Rögn- valdur leiðir að því veigamikil rök, að stokkur sé heppilegasta I leiðin þegar tekið er tillit til allra aðstæðna við lagningu hinnar nýju vatnsæðar. Tuimusmíði hafin á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 14. des. — Tunnu- verksmiðjan hér hóf framleiðslu sína síðastl. laugardag og er áætlað að þar sé sex mánaða vinna framundan, en starfsmenn eru 32. í þessari viku er von á Jökul- fellinu með efni tií verksmiðj- unnar og fyrir nokkrum dögum kom vélskipið Ingvar Guðjóns- son með 200 tonn af efni í tunnu- gjarðir og fer nokkuð af því til verksmiðjunnar á Akureyri. í morgun kom togarinn Haf- liði af veiðum með um 150 tonn af fiski. Gæftir hafa verið hér mjög stirðar og hafa sumir bátar nú hætt róðrum fram yfir áramót Mikill anjór er hér í bænum, en götur færar eftir að ýta hafði rutt þær. — Guðjón. í kvöld verður Mynd þessi er tekin í hádegisverðarboði á Grand-Hotel, þar sem nokkrir íslenzkir og saenskir vinir skáldsins og konu hans snæddu með þeim hádegisverð. — En þar voru mættir Sigurður Nordal ambassador í Khöfn og kona hans, Jón Helgason prótessor og kona hans Ásta, Peter Hallberg og frú, Svend Jansson og Ragnar Jónsson. Kosning í bæ jar- ráð Kópavogs og nefndir AUKAFUNDUR var í gær hald-' inn í bæjarstjóm Kópavogs. Aðal verkefni þessa fundar var að samþykkja fundarsköp fyrir hina nýkjörnu bæjarstjórn og reglu- gerð um bæjarmálefni. Hvoru- tveggja var samþykkt einróma, Kosningu í bæjarráð Kópa- vogs hlutu: Jósafat Lindal skrif- stofustjóri af lista Sjálfstæðis- manna og af lista Finnboga Rúts Þorvaldssonar: Þormóður Páls- son gjaldkeri og Ólafur Jónsson bílstjóri. Þá var kosið í fastanefndir bæjarins svo sem hafnarnefnd, en í henni eiga sæti Jón Gauti, Eyþór Þórarinsson, Finnbogi Rútur Valdimarsson, Axel Sveins son og Yngvi Loftsson. í sjúkra- samlagsstjórn bæjarins voru kjörnir Pétur Guðmundsson, Finnbogi R. Valdimarsson, Ólaf- ur Jónsson, bæjarfulltrúi og Eyjólfur Kristjánsson. — í heil- brigðisnefnd voru kosnir 3 menn af bæjarstjórn, þeir Johan Schöder, Guðm. Bjarnason og Karl Guðmundsson. Sjálfkjörnir eru bæjarfógetinn og héraðs- læknirinn. í Barnavemdarnefnd: Sigríður Gísladóttir, Guðrún Gísladóttir og Gunnar Árnason. íþróttanefnd: Axel Jónsson, Gunnar Guðmundsson og Sigurð- ur Grétar Guðmundsson. Það var fyrst o»' fremst v- hátíð Islands - segir Ragnar Jónsson, sem var meðal gesfa á iMóbelsháfíðinni MEÐAL gesta á Nobelshátíðinni í Stokkhólmi, var útgefandi Halldórs Kiljans Laxness, Ragnar Jónsson eigandi Helgafells. Hann kom í fyrrinótt með flugvélinni Heklu frá Bergen. Tíðinda- maður blaðsins náði sem snöggvast tali af Ragnari í gærdag. Ein.-s og vant er hafði hann í mörgu að snúast. — Þetta er tvímælalaust sérstæðasta hátíð, sem árlega er haldin á Vesturlöndum, sagði Ragnar Jónsson. félaj>svÍ6tin spiluð I AlSSfairsfrS^fí í KVÖLD verður spilakvöldið, sem Sjálfstæðisfélögin efna til, í Sjálfstæðishúsinu og hefst það kl. 8.30. Það er reynsla frá fyrri spila- kvöldum, að betra er að mæta tímanlega, því aðsókn er mjög mikil, en ekki missir sá, sem ívrstur fær. Jóhann Þ. Jósefsson, alþm., mun flytja ávarp og síðan fer fram verðlaunaafhending og dregið verður í sérstöku skyndi- happdrætti, sem efnt verður til Að lokum verður svo stiginn dans. SÍÐDEGIS í gær gat að líta á gafli Reykjavíkur Apoteks, lita- auglýsingamyndir. Þetta er nýtt auglýsingafyrirtæki, sem látið hefur mála gafl Reykjavíkur Apoteks hvítan, en í glugga í Nýja bíói er sýningarvélin. Vegfarendum var eðlilega star- sýnt á þetta. Margar auglýsing- anna eru mjög smekklegar, en þær skipta mörgum tugum. Þetta setur vissulega sérstakan svip á Austurstræti, sem nú er kom- ið í jólabúninginn, með greni- vafninginn yfir endilangri göt- unni og margliíum ljósaperum. Annar hefur nú jáfað SELFOSSI, 14. des. — Rannsókn á innbrotsþjófnaðinum i kaup- félagið á Stokkseyri mun nú senn Ijúka, þar eð annar hinna grun- uðu manna játaði í dag. — Mað- ur þessi, sem er annar tveggja fanga sem minnzt hefur verið á i fréttum, Syemn Hansen að nafni, kvaðst hafa framið þjófnaðinn í félagi við fangakiefafélaga sinn Karl Val Andreassen. Hann hef- ur aftur á móti ekki játað enn að hafa verið þarna að verki. Flestir fanganna á Litla Hrauni vinna að búskap þar. Hafði þeim Sveini og Karli Val tekizt að ná sér í jámsög, en með henni söguðu þeir í sundur rimlana fyr- ir glugga fangaklefans og kom- ust út um hann. Vtvorpið 25 óro ó þriSpdog Á SUNNUDAGINN kemur hefj- ast i útvarpinu þriggja daga há- tíðahöld, sem lýkur á þriðjudags- kvöld, en þann dag eru liðin 25 ár frá því Ríkisútvarpið tók til staria. Hátíðadagskráin mun verða mjög fjöibreytt og mun hafa ver- ið sérstaklega til hennar vandað. Fiutt verður gamalt og nýtt út- varpsefni. Ekki mun verða efnt til sjónvarps, svo sem eitt sinn var látið í veöri vaka. * Hát’ðin mun verða öllum, sem hana sátu ógleymanleg, meðal annars vegna hinnar yfirlætis- lausu en áhrifamiklu ræðu Lax- ness, sem virtist hafa haft lik á- brif á Svíana og okkur landa hans, sem þama vorum staddir, segir Ragnar. , f MA*»UR HÁTÍDARINNAR Það var auðséð að Halldór' Kiljan Laxness var maður hátíð- arinnar, jafnvel miklu fremur en þeirra eigin Nóbelsverðlaunamaft ur ThecreB, sem þó er ákrflega \’insæli og mjög merkur lækna- vísindamaður og kennari, og! óv,-ifamikill persónuleiki, sagði Ragnar. HÁTÍÐIN Um sjálfa hát'ðina segir Ragn- ar, er ekki hægt að segja mikið' i stuttu blaðasamtali. Það get ég sagt mcð ’-issu, að þetta var fyrst og fremst hátíð íslands. Laxness og Auður kona hans voru á hvers manns vörum, og vöktu einna mesta athygli gestanna sakir virðulegrar framkorpu, smekk- visi i klæðaburði og viðræðum og tungumálakunnáttu. Nýjii göttsljósisi við Aissturvöll í GÆRDAG voru hin nýju götu- ljós við Austurvöll reist. Þetta eru feikna miklir ljósastaurar og fallegir. Þess mun nú ekki langt, að bíða að kveikt verði á þeim, — Lágkúrlegir eru gömlu ljósa- staurarnir við hliðina á þessum nýju staurum, sem eru málaðir í grænum iit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.