Morgunblaðið - 15.12.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.1955, Blaðsíða 6
22 MORGUNBLAÐI& Fimmtudaður 15. les. 1955 Sverrir Júliusson formaður L.Í.Ú.: m .. ''' V '■' ; ' .. .. ' ifvöruve ðíð IALÞÝÐUBLAÐINU 6. þ. m. er smágrein, þar sem skýrt er frá því, að utanbæjarmaður hafi borið sig upp við blaðið vegna þess, að kjólaefni hafi hækkað frá því fyrir hálfum mánuði úr kr. 45.00 í kr. 55.00, eða um 22,2%. Blaðið segir orðrétt: „mun hér vera um að ræða áhrifin af einhliða ákvörðun útegsvmanna um hækkun á háíagjaldeyri." Hér kveður við sama tón og áður hjá Alþýðublaðinu, það ger- ir sig bert að því að gefa les- endum sínum rangar upplýsingar í máli, sem þetta blað hefur mikið rætt um, og reynt að þyrla upp um miklu moldviðri, til þess að reyna að ná sér niðri á nú- verandi ríkisstjórn. í stað þess ætti það að vera hlutverk blað- anna að upplýsa lesendur sína um hið sanna í hverju máli og fræða þá um hvaða áhrif slíkar hækkanir sem bátagjaldeyris- hækkunin, sem kom til fram- kvæmda 4. nóv. s. 1. hafi á vöru- verðið. Þjónusta blaðanna við almenn- ing hefur birzt í því að reynt hefur verið að koma þeirri skoð- un inn hjá lesendum, að breyt- ing álagsins orraki allt að 20% hækkun á vörum frá sterlings og dollaralöndum, og allt að 40% á vörum frá jafnvirðiskaupa- löndum. Þetta er þeim mun meiri bjam- argreiði við almenning, þegar verðlagseftirlitið á þessum vör- um er algjörlega í höndum neyt- enda sjálfra, sem er að mínum dómi það áhrifamesta, þegar fólkið treystir á sjálft sig í því efni sem öðru, en er hætt að kasta öllum áhyggjum um vöru- verðlagseftirlit á ríkisskipaðar nefndir, sem hafa ekki nema takmarkaða mcguleika til þess að fylgjast með verðlagi. Það eru reyndar fleiri blöð en Alþýðublaðið, sem hafa staðið að þes^im blekkingum. Þjóðviljinn og Frjáls þjóð eiga hér einnig hlut að máli. Stjóm L.Í.Ú. sendi tilkynningu til blaðanna hinn 24. nóv. s. 1., þar sem sýnt var frá á, að báta- gjaldeyrishækkun um 10 stig næmi frá 4% til 5% hækkun á flestar þær vörur, sem fluttar eru inn á svokallaðan bátagjald- eyri. Bg hefi til frekari skýringa reiknað út hækkunina á nokkr- um vöruflokkurn, og er hér stuðst við kostnað farmgjalda og vá- trygginga frá árinu 1954, sam- kværat því er Hagstofan gaf upp. að bera á því, að nokkrar verzl- 1 anir beittu óheilbrigðum verzl- unaráróðri í auglýsingum sínum, þótt engin verzlun gengi opin- berlega eins langt og Rafveitu- búðin í Hafnarfirði, þá vom það fleiri verzlanir, sem tóku undir með Alþýðublaðinu og Þjóðvilj- anum í blekkingaráróðri þeirra. En opinberlega hefur það ekki komið fram hvað verzlunarfólk, bæði fyrr og síðar, síðan báta- gjaldeyrisfyrirkomulagið var upp tekið, hefur reynt að réítlæta hátt verðlag á vörurn með því að flokka það undir bátagjald- eyriskerfið. Ég er ekki dagleguí gestur í verzlunum, en hefi þó orðið til þess oftar en einu sinni, að leiðrétta verzlunarfólkið, um að hið háa verðlag gæti ekki stafað af bátagjaldeyrisálaginu, þar sem varan væri ekki á báta- gjaldeyri. Það er gott að hafa strákinn með í ferðinni. VÖRUR Á BÁTALISTA UM 15% AF INNFLUTN- INGNUM Þær vömr, sem háðar eru inn- flutningsréttindum bátaútvegs- manna, hafa að undanfömu num- ið um fimmtán af hundraði af heildarinnflutningi landsmanna. Það sjá því allir, að verðlag á þeim vörum er ekki afgerandi á vöruverð almennt, og vörur þessar fæstar, sem teljast til brýnustu nauðsynja, heldur keyptar þegar fólk getur veitt sér nokkum munað. Auk þess eru margar vörategundirnar seld ar í samkeppni við iðnaðarvörur, sem unnar eru í landinu. Til fróðleiks fer hér á eftir listi, er sýnir í stórum dráttum hvaða vörur em á bátalista: Nýir ávextir Niðursoðnir ávextir Ávaxtasulta og saft Krydd og kryddvörur Tilb. ytri fatnaður Nærfatnaður tilb. og sokkar karla og kvenna Gólfteppi, dreglar, teppafilt Hattar, húfur, efni til hatta- gerðar Handlaugar, baðker o. þ. h. hreinlætistæki Saumur, skrúfur, boltar Fræ og plöntur Barnavagnar og kerrur Smíðavélar til tré- og járn- smíða Efni til bökunar, ger o. fl. Þvottaduft og sápuspænir Snyrtivörur Toiletpappír Skó-og gólfáburður Hækkun kostnaðarverðs eftirtalinna vöruflokka vegna hækkaðs bátagjaldeyrisálags úr 61% í 71% og 26% í 36%. Sterling- og Jafnvirðis- dollaralönd kaupalönd Nýir ávext.ir ........................... 4.24% Þurrkaðir ávextir ...................... 4.08% Krydd og kryddvömr ...................... 3.99% Fatnaður ytri ........................... 3.83% 4.43% Álnavara úr ull og gerviefnum ........... 4.40% 5.20% Sokkar karla og kvenna úr ull og gervi- þráðum ............................. 5.27% Gólfteppi, dreglar, mottur .............. 3.78% 4.07% Handlaugar baðker o. þ. h................ 4.02% 4.68% Bifhjól og hlutar til þeirra .......... 3.97% Bifreiðavarahlutir ...................... 5.04% Ljósakrónur og stofulampar .............. 4.08% Þvottavélar, kæliskápar, strauvélar, hrærivélar .......................... 4.97% Ljósmyndatæki og efni til þeirra ........ 3.85% Sápa, sápuduft og sápuspænir ............ 4.14% 4.84% Af þessu má sjá, að bátagjald- eyrishækkunin á „kjólaefni" Al- þýðublaðsins nemur ekki 10 krónum pr. meter, heldur tæp- um tveim krónum, sé gengið út frá því, að full verzlunarálagning sé á hækkunina. ÓHEILBRIGÐUR V ERZLUNARÁRÓÐUR Eftir að bátagjaldeyrisálagið var hækkað um 10 stig, fór strax Aðrar pappírsvörur Hljóðfæri Vatnsþéttir lampar og vinnu- ljós Þvottavélar, kæliskápar, strauvélar, hrærivélar Ýmsar rafmagnsvörur Silfur til smíða Eldspýtur Frostlögur Speglar og rcimmalistar Þurrkaðir ávextir Sverrir Júlíusson. Grænmeti: nýtt, þurrkað nið- ursoðið Síróp Matvæli úr komvörum, pakka vörur Dúkar í heilu lagi og ströng- um úr ull, gervisilki og öðrum gerviefnum Nokkur hluti húsgagnaáklæðis Laufaborðar, kipplingar og önnur þ. h. netofin efni Olíukyndingartæki Hurða- og gluggajárn o. þ. h. Reiðhjól, bifhjól, reiðhjólahl. Skrifstofu- og bókhaldsvélar Til bifreiða: varahl., mótorar Þvottasódi Sápur, þ. á m. tannkrem Greiður, kambar, hárspennur Ýmsar hreinlætisvörur Heftarar, stimplar og önnur ritföng Skjala- og peningaskápar Nótur og aðrar músíkvömr Leðurvörur tilbúnar og alls konar veski og töskur Ljósakrónur og stofulampar Rafmagnseldavélar og ofnar Rafmagnsbúsáhöld, ót. a. Úr, klukkur, úrsmíðaefni Viðtæki og varahlutir Ljósmyndavélar og efni til ljósmyndunar íþróttavörur. HÆKKUNIN TÍL FRAMLEIÐENDANNA Þær umræður, sem staðið hafa um hækkun bátagjaldeyrisálags- ins, gefa tilefni til þess að gera sér dálítið frekari grein fyrir þeirri breytingu, sem verður á tekjum framleiðendanna vegna hækkunar álagsins. Frá því kerfi þetta var upp tekið 1951 og til ársloka 1954, fengu framleiðendur 50% af fob- andvirði afurða bátaflotans, að undanskildu þorskalýsi, síid og síldarafurðum, til ráðstöfunar. Á heildarandvirði þeirra útflutn- ingsafurða framleiðslunnar, er útvegsmenn hafa fengið til ráð- stöfunar þessi ár, hefur verið lagt sem svarar 30,5% á útflutn- ing til sterling- og dollaralanda, en 13% á útflutning til jafn- virðiskaupalanda. í byrjun ársins 1955 ákvað ríkisstjórnin að skerða þann hluta, sem bátaútvegsmenn höfðu haft, um 10% eða 5 stig, það er að segja á tímabilinu 1. jan. til 15. maí, en á þeim tíma aflast um 80% af heildaraflanum yfir árið, en hinn hluta ársins skyldi það vera óbreytt frá því sem áður var. Lækkun þessi mætti mikilli mótspyrnu hjá útvegsmönnum, en síðar sættu þeir sig við hana, sérstaklega ef þessi skerðing yrði hemill á, að ný kaupgjalds- og dýrtíðarskrúfa myndaðist í land- inu. Það er ekki þörf á að rekja það hversu þaer vonir brugðust gjörsamlega, þar sem ráðsmenn verkalýðssamtakanna skeyta engu um kostnað við útflutnings afurðirnar, heldur virðast fyrst og fremst hafa það sjónarmið að ná sér niðri á pólitískum and- stæðingum, þótt það skaði þeirra umbjóðendur og alla landsmenn stórkostlega. Útvegsmenn hafa margsinnis bent á, að aukinn kostnaður við framleiðsluna verði að koma til baka frá þjóðinni, þegar ekki er hægt að fá kaupandann, hinn er- lenda neytanda, til þess að greiða hærra verð fyrir fiskinn. Við skulum líta í eigin barm. Við rnundum áreiðanlega í sporum erlendra kaupenda, kaupa norska fiskinn, heldur en gera það fyrir Hannibal að kaupa íslenzkan fisk fyrir mun hærra verð en sam- bærilega vöm er hægt að fá frá öðru landi. En hver var svo hækkunin til framleiðendanna eftir að báta- gjaldeyrishækkunin kom til framkvæmda? Ef miðað er við vetrarvertíðaraflann, sem er eins og áður segir 80% af heildarafl- anum, er breytingin á afurðum til sterling- og dollaralanda, í stað 30,5% á árunum 1951—1954, nú 31,95%, eða mismunur 1,45%, hækkun 4,75%. Á afurðum til jafnvirðiskaupalanda 1951—1954 13%, nú 16,2%, mismunur 3,2%, hækkun 24,6%. Vegin hækkun mun því nema um 8,72%. HVERT RENNA TEKJURNAR AF BÁTAGJALDEYRINUM? Blöð hinna vinstri flokka hafa mjög rætt um það, hvert tekjur af bátagjaldeyrinum renni. Þjóð- viljinn skrifaði t. d. á s. 1. vetri þráfaldlega um það, að það væru „gjaldeyrisbraskarar“ við Faxa- flóa, sem hirtu mestar eða allar tekur af kerfi þessu. Það var lát- ið liggja að því, að braskarar þessir væm óþarfa milliliðir, sem enga samstöðu ættu með sjómönnum eða hinum smærri útvegsmönnum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að kerfi þetta var tekið upp til hækkunar á fiskverði, því án þessara fríðinda, miðað við núverandi gengisskráningu, hefðu sjómenn og útvegsmenn fengið aðeins 75 til 85 aura fyrir sl. þorsk með haus á undanförnum árum, í stað 96 aura og upp í 1,22 kr., sem fiskverðið hefur verið. En vegna þess hve tekjur þessar koma seint, hefur verið farið inn á það með samningum við fiskkaupendur, að afsala hluta réttindanna til þeirra, er þeir greiða í hækkuðu fiskverði. Nú fyrir nokkrum vikum bar Gylfi Þ. Gíslason fram fyrir- spurnir á Alþingi varðandi báta- gjaldeyrinn, og meðal annars hvernig skifting væri á milli sjó- manna og útvegsmanna. Forsætisráðherra Ólafur Thors upplýsti, að tiltölulega nákvæma skýrslu væri ekki hægt að gefa, en hann taldi það láta "ærri, a® 46—48% af andvirði mnflutn- ' ingsréttindanna rynni til skip- verja á bátaflotanum, en til út- vegsmanna 52—54% til greiðslu á öðrum kostnaðarliðum útgerð- arinnar. Stefáns Jóhanns Stefánssonar samþykkti á sínum tíma, en að mínum dómi voru ýmsir van- kantar sem á því kerfi voru, sniðnir af þegar núverandi báta- gjaldeyriskerfi var tekið upp. Með hinum svokallaða „hrogna gjaldeyri“ var álag á innflutn- ingsvörurnar mismunandi eftir því hvað hin útflutta vara þyrfti mikið til þess að kostnaðarverð hennar væri uppborið að dómi verðlagsyfirvaldanna. Ef ég man rétt, var álagið 38% til 112% á hinar innfluttu vörur. BÁTAGJALDEYRIR — FISKÁBYRGÐ — GENGISFELLING Ég tel að sú leið, er farin var 1951, við að veita útvegsmönn- um heimild til þess að leggja sérstakt álag á nokkrar innflutt- ar vörur, hafi verið frá sjónar- miði heildarinnar heppilegri en aðrar þær ráðstafanir, sem til greina gátu komið. Það voru fyrst og fremst valdar vörur, sem efnaminna fólk kaupir ekki fyrr en eftir að séð hefur verið fyrir brýnustu nauðsynjum. Bátagjald , eyrisálagið er ekki tekið með við * útreikning tolla á vörur þessar, en þær eru flestar mjög hátt toll- aðar. Önnur leiðin, beinn styrkur úr ríkissjóði í formi fiskábyrgðar, hefði komið við alla þegna þjóð- félagsins, enda það kerfi verið reynt í mörg ár og ýmsir van- kantar á því, sem þeir er bezt þekkja til, óska ekki eftir að komi aftur. Breyting á gjaldeyrisskrán- ingunni var sú leið, sem vissu- lega hefði átt að koma til greina, en vegna þess að aðrar grein- ar útflutningsframleiðslunnar voru taldar geta, án sérstakrar íhlutunar ríkisvaldsins, starfað áfram að óbreyttu, ar sú leið ekki farin, þótt rétt skráning gjaldmiðilsins sé það lögmál, sem sízt má brjóta. ÓKOSTUR BÁTAGJALDEYRIS- KERFISINS FYRIR ÚTVEGSMENN Fyrir þá aðila, er eiga að njóta tekna af báta&jaldeyriskerfinu, þá er það eitt megin atriðið, að tekjur af því koma inn sem fyrst, en það var í upphafi ljóst, að kerfi þetta var þannig uppbyggt, að nokkurn tíma þurfti til þess að ná þessum tekjum inn. í fyrsta lagi eru svokölluð A- skirteini, er heimila útgáfu B- skírteina, gefin út á tilskilinn hluta útflutningsverðmætanna, nokkm eftir að útflutningur af- urðanna hefur átt sér stað og gjaldeyrisskil hafa farið fram við bankana fyrir vörur þær, sem um er að ræða. Liggja þá fyrir vottorð frá Fiskifélagi íslands um, að hér sé um bátafisk að ræða, en Fiskifélagið verður, í gegnum sina trúnaðarmenn og Fiskmat ríkisins, að sannreyna þá hlið málsins. VIÐHORFIÐ 1951 í byrjun ársins 1951 var það sem ríkisstjórn Steingríms Stein- ’ þórssonar ákvað að veita útvegs- I mönnum innflutningsréttindi | þau, sem rædd hafa verið. Var1 þetta gert af einskærum vel-1 vilja og þægð við útvegsmenn! I Nei, þetta var gert til þess að bátaflotinn gæti haldið áfram að vinna sitt þýðingarmikla verk í þjóðfélaginu, vinna að öflun gjaldeyrisverðmæta, en bátaflot-; inn skilar 60—65% af gjaldeyris-j verðmætum þjóðarinnar, og eins og segir í bréfi frá ríkisstjórn- inni um þetta efni, „og í því skyni og að því tilskyldu, að við- unandi verð myndist á aflanum", og til þess að halda atvinnulíf- inu við sjávarsíðuna í fullum gangi. Það má svona rétt til fróðleiks benda á, að kerfi þetta var end- urskipulagning á svokölluðum „hrognagjaldeyri", sem stjóm Það er augljóst að allt þetta tekur langan tíma, en þá fyrst, þegar A-skírteinin liggja fyrir, er hægt að fara að koma þeim í verð við innflytjendur, eða gera ráðstafanir um innflutning. Annað atriðið, sem hefur meg- in áhrif á gang þessara mála er það, að eftirspurn eftir B-skir- teinunum sé í samræmi við fram- boðið, en það er háð tvennu: kaupgetu almennings og því, að innflutningslisti sá, er heimilar innflutning vara gegn B-skír- teinunum sé það rúmur að skír- teinin seljist jafn óðum. Það verður ekki annað sagt, en að kaupgeta almennings sé mikil, en það hefur vantað á að samræmi væri milli framboðs og eftirspumar, sérstaklega nú á þessu ári. Það veldur því, að tekjurnar koma seint inn og veldur það framleiðendum mikl- um erfiðleikum. Á þeirri hlið Frh. á bls. 3L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.