Morgunblaðið - 16.12.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.1955, Blaðsíða 2
t*ORGVNBLAÐt» Föstudagur 16. sept. 1955 íílíap m lýrirmiC Hafna^Marícgar; iiggur fyrlr ilþlngl LÝSING Hafnarfjarðarvegar var i.okkuð rædd á fundi bæjar- h-<jórnar í gæi. Borgarstjóri skýrði frá ým.su í sambandi við það mál. Ríkis- \-aldið heíði enn ekki ferigizt til að viðurkenna skyldu sína til að 1 'sa þjóðvegi. Því hefði Reykja- j 'kurbær kostað lýsingu Suður- t'.ndsbrautar, en hún væri þjóð- r frá Tungu og austur úr. Kíkissjóður hefði hingað til ekki fengizt til að hefjast handa um (..-nngu Hafnarfjarðarvegar og t i'tust sumir telja að bæja- og iveitafélög ættu að kosta lýsingu V_>irra þjóðvega, sem lægju um .togsagnarumdæmi þeirra. Slíkt yæri þó óframkvæmanlegt hér, í ¦¦:'¦> bæði Gai-ðahreppur og Kópa- V 'gshreppur gætu ekki risið tu dir þeim mikla kostnaði, sem I hlut þeirra mundi falla af lýs- fcgu Hfvegar. Þingmenn Reykjavíkur og ! Hafnarfjarðar og nokkrir aðr- ir þingmenn hefðu tekið málið upp á Alþingi og borið fram tillögu um 850 þús. kr. fjár- veitingu til lýsingar Hf.vegar. Sú tillaga lægi nú fyrir þing- inu. Eí hins vegar að hún næði ekki fram að ganga, taldi i, borgarstjóri, að Reykjavíkur- bær gseti ekki öllu lengur lát- ið það dragast að lýsa þann I hluta Hafnarf jarðarvegar, sem er innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur. Borgarstjóri benti þó á, að tietri lýsingu fylgi jafnan aukinn C>kuhraði og þyrfti því að gera ýmsar öryggisráðstafanir jafn- framt lýsingu, svo sem að gera feangstéttir. í Hefði starfsmönnum Umferð- arnefndar og Rafmagnsveitu verið falið að athuga það má!. fiSðlf' latinalögiii Frh. af bls. 1 En framsögumaður f járhags nefndar, Skúli Guðmundsson, lýsti því yfir í samráði við póstmálaráðherra og fjármála- ráðherra, að þeir póstaf- greiðslumenn, er starfað hefðu lengi, skyldu gerðir annars stlgs fulltrúar. i. i í;r til efri ðeildar Frumvarpið var að lokum sam- bykkt í deildinni með 21 atkv. Ifiegn einu. Verður það tekið til vimræðu í Efri deild í dag og að iö.Uum líkindUm afgreitt sem lög i dag eða á morgun. Eins og kunnugt er felur frum- varpið í sér 9—10% launahækk- ttn til opinberra starfsmanna yfir- leitt og ennfremur munu skv. frumvarpinu barnakennarar, r-júkrunarkonur og prestar fá verulegar kjarabætur. ivottavél íyrir þá 25 ára pm AÐ þykir ekki lengur í frá- sögur færandi þótt húsmóðir- in fái nýja þvottavél, en fyrir 25 árum þótti það mikill viðburður því þá voru þessi ágætu heimilis- tæki ekki orðin jafn algeng og í dag. Þessi frú, sem stendur á mvnd- inni hjá nýju þvottavélinni sinni og þeirri gömlu, er frú Herdís Jónsdóttir, Laugaveg 30. Það var hún sem fékk eina af fyrstu þvottavélunum sem flutt var hingað til lands, alþingishátíðar- sumarið 1930. Nú hefur hún þveg- ið alla sína þvotta í þessari vél, hún hef ur aldrei' bilað utan einu sinni fyrir þrem árum að fá þurf ti i hana nýtt stykki. — En tæknin hefur breyzt síðan 1930 og þar með hafa þvottavélarnar verið gerðar fullkomnari og nú langar ar frú Herdísi til þess að fá sér nýja. Fyrirtækið sem flytur þessa tegund þvottavéla inn er G. Þor- steinsson og Johnson, en þvotta- vélin heitir Easy og er bandarísk. — Er frú Herdís kom að máli við G. Þorsteinsson og Johnson um að fá nýja þvottavél voru þeir svo höfðinglegir að þeir buðu henni verulegan afslátt af nýrri þvottavél þar sem hún væri lík- lega sú kona sem hefði fyrst allra íslenzkra kvenna eignast þvotta- vél af tegundinni Easy. — Mynd- in sýnir frú Herdísi, þar sem hún stendur á milli þvottavélanna sinna. Sú gamla er í aðalatriðum mjög svipuð þeirri nýju, og má til gamans geta þess að aldrei hefur þurft að skipta um vindu- keflin. Sú nýja er vitanlega full- komnari, t. d. hefur hún þurrk- ara og hún skolar þvottinn sjálf. — Hvað kostaði gamla vélin á sínum tímá? — Ég man það ekki alveg ná- kvæmlega, svaraði frú Herdís, — en eitthvað var það um 500 kr. Og þótti nú alveg óskaplegt að fleygja peningum út fyrir svöria vél. Allar húsmæður álitu að þær gæ# alls ekki þvegið þvottinn svo gagn væri að, og gerðu ekki nema slíta honum og eyðileggja hann gjörsamlega. En það er nú eitthvað annað. „Ægir" fær loð fyrir félngssvæði AÐALFUNDUR Sundfélagsins Ægis var haldinn 12. þ. m. Formaður félagsins, Jón Ingi- marsson, gaf skýrslu um starf- semi þess á síðastliðnu ári. Gat hann þess, að líkur virtust vera á því, að félaginu yrði bráðlega fengin lóð hér í bænum undir félagssvæði í samræmi víð óskir félagsins til bæjaryfirvalda. Ríkti mikill áhugi á þessu máli á fund- inum og voru menn einhuga um, að leggja bæri allt kapp á upp- byggingu slíks athafnasvæðis með félagsheimili, . sem fyrsta áfanga í byggingaframkvæmd- um. , - Fjárhagur félagsins hefir batn- að undanfarin ár, og m: a. hafa eignir þess nær tvöfaldazt að krónutölu síðustu cvö árin. Deildaskipting var tekín upp í félaginu á síðasta ári, pg eru nú Islendingafagnaður í New York FÉLAG íslendinga í New York I elt fullveldishóf í eínu af hótel- «m borgarinnar 9. desember s.l. og sátu það á annað hundrað ís- lendingar og gestir þeirra. For- jTiaður félagsins, Sigurður A. Magnússon, setti samkomuna og feauð gesti velkomna. Að borð- haldi loknu hélt Thor Thors, nendiráðherra, fullveldisræðu, ]ear sem hann minntist unninna ,'iigra í baráttu íslendinga fyrir betra lífi. Dró hann upp hug- jese'ma mynd af landinu, sem Jtvatt hefði verið um stundar- ?;akir, en kallaði börn sín ætíö áflúr heim, því orð skáldsins 'væru sönn, þau er lýstu íslend- ingum svo, að hvar sem þeir færu, bæru þeír ávallt síns „heimalands mót." Að ræðu sendiráðherrans lok- ínni söng Guðrún Tómasdóttir nokkra íslenzka söngva við und- irleik SnjólaugarSigurdsson. Var gerður hinn bezti rómur að söng hennar. Að svo búnu var stiginn dans fram á nótt, en milli dansa voru kyrjaðir gamalkunnir söngv ar frá Fróni. íslendingafélagið heldur árlega tvær háííðasamkomur, en auk þess eru haldnar almennar skemmtanir annan og þriðja hvern mánuö. Á næsta ári er í ráði að reyna að setja „Gullna hliðið" á svið og sýna það ís- lendingum í New York og ná- grerihí. Mun Gunnár Eýjólfsson hafa á hendi leikstjórn, ef unnt verður að hrinda þessu í fram-1 kvæmd. starfandi tvær deildir með sér- stakri stjórn, sunddeild og sund- knattleiksdeild. Enn er ekki kom- in full reynzla á þetta skipulag á félagsstarfinu, fyrst og frémst vegna þess, að sundstaðirnir hér í bænum hafa verið lokaðir iil sundiðkunar síðan í haust, og hafa æfingar því ekki hafizt enn. Aðalþjálfari félagsins er eins og að undanförnu Ari Guðmunds- son. j Nokkrir yngri félagárnir hafá byggt sér skála á landi því, er félagið keypti árið 1982 við Hafravatn. Land þetta var mælt og. teiknað á siðastliðinu eumri. Á ^ðaífundihum var kosin stjórn til næsta árs. Var Jðri Ingimarsson endurkjörinn for- maður og sömuleiðis þeir Ari Guðmundsson. varafórmaðUr og Theodór Guðmundsson, gjald- keri. Fyrir voru í stjórninni þeir Ólafur Ó. Johnsson, ritarí, og Marteinn Kristinsson, meðstjórn- andi. Formenn deildarst.iórna eru sjálfkjörnir í aðalstjórn, en þeir eru Guðjón Sigurbjörnsson form. sunddeildar og EHas Guð- mundsson form. sundknattleiks- deildar. Váramenn í aðalstjórn eru Jón Ingi Guðmundsson og Magnús B. Pálsson. Aðalfundurinn samþykkti á- skorun á Laugardalsnefnd að hraða byggingu væntanlegra sundlauga á íþróttasvæðinu í Laugardal. AðgerÖir KAIRÓ, 15. des. — Nasser, for- sætisráðherra Egyptalands, hef- ur sagt, áð ef israel geri frekari árásir á egypzka landamæraverði en orðið er, þá muni Egyptar grípa til róttækra ráðstafana. NA SIGUR:fMfÍDÖRffií,1Bk»n| borin er til grafar í dag, var fædd á Nethörr.rum í Ölfusi þann 8. júní 1873. Hún var elzt syst- kina sinna, en móður sína missti hún er hún var aðeins níu ára gömul. Una var því ekki gömul, er hún varð að segja skilið við leik barnsins, til þess að létta undir með föður sínum og syst- kinum. Þannig hófst hinn langi vinnudagur hennar. Svo hefur móðir mín sagt mér, að er þau börnin í Arnarbælishverfinu brugðu á leik í rökkrinu, hafi það vart komið fyrir að Una vævi í þeim hóp. Hún var frá morgni til kvölds að -álnna skyidustörf- um síniim. Þannig varð líf Unu frá blautu barnsbeini til hárrar elli að þjóna öðrum með stakri trúmerinsku, án þess að hugsa nokkuð 'um eigin hag. Þegar Una var sautján ára réðst hún í vist til foreldra móð- ur minnar, síra ísleifs Gíslason- ar og KaritasárMarkúsdóttur i Arnarbæli. Það má segja að þessari vistráðningu hafi lokið þann fl. des. s. 1., þegar Una kvaddi þennan heim, því eftir að amma mín brá búi, fluttist Una til móður minnar og dvaldi með henni æ síðan. Una starfaði því hjá sömu fjölskyldunni í nær 65 ár, og mUn slíkt fétítt nú á dögum. í nærfellt 50 ár var heimili Unu í Tjarnargötu 18 og þangað leitar hugur minn í dag. Við börnin, sem ólumst upp í því húsi, eigum henni svo mikið að þakka. Hón skildi okkur svo vel, . og miðlaði gæsku sinni svo dá- samlega jafnt milli okkar, að ég minntst þess ekki að hún nokkru sinni tæki eitt harnið fram yfir annað. Við vorum öll hennar uppáhaldsbörn, og þegar við svo síðar sjálf eignuðumst börn, nutu þau í sama mæli ástríkis hennar og fórnfýsi. Það var unun að sjá hvernig og hversu fljótt börn hændust að Unu, enda var það venjan við gestakomur að senda börnin tíl hennar. Una var um margt einstök kona. Hún var háttvís með afbrigðum, jafnt við háa sem lága, og hispurslaus í allri framkomu. Húri kunni vel að haga orðum sínúm, og brá þá iðulega fyrir glettni í svörum hennar. Hún vrar einstaklega orð- vor, og enginn skyldi reyna að fá hana til að tala meira en henni sjálfri bauð. Una var forvitur og draumspök, en þá gáfu sína fór hún með af mikilli varfærni, og fjarri var það skapi hennar að fara með hálfkveðna vísu, þótt hún byggi yfir einhverju. í gleð- inni 'vár hún hófsöm, eins og í öllu líferni sínu, en í sorginni var hún sterk sem bjarg. Hygg qg að engin hafi verið fjölskyldu'' minni, og þá sérstaklega móður minni, meiri styrkur á sorgar- stundu en hún. Á áttræðisafmæli Unu lét einn vina hennar svo ummælt, að hún væri hin sanna heimiiispprýði, og hún setti meiri svip á Tjarnargötu 18, en við gerðum okkur grein fyrir. Þessi orð munu reynast sannyrði. Allir sem þekktu Unu munu sakna þess sárt að mæta ekki lengur brosinu hennar, er þeir í framtíð- inni kveðja dyra í Tjarnargötu j 18. — Una hræddist ekki dauð- ann, en hún hafði oft orð á því, ! að því kviði hún mest að míssa heilsuna og verða öðrúm byrði. Hún, sem allt sitt langa líf þjón- 1 aði öðrum, mátti ekki til þess hugsa að þurfa að þiggja hjálp frá öðrum í ellinni. Unu varð að ósk sinni. Hún vann sín stör£ þar til hálfum mármði áður en hún dó. Við, sem þwktum hana ' vissum þó, að hún gekk ekki heil til skógar síðasta árið, sfm hún. lifði. En Una kunni ekki að kvarta, og hún stóð meðan stætt, var. Með þessum fátæklegu orð- um vil ég kveðja Unu mína með innilegu þakklæti fyrir allt, sem hún hefur verið mér og mínum. I. B. Leyfi lil „sjoppu"- halds og $ælgæ!i$- verzlana verSi athuguð ALLMIKLAR umræður urðu á fundi bæjarstj&rnar í gær um „sjoppur""og sælgætisverzlanir í bænum. Var í því sambandi tals- vert rætt um „sjoppurnar", sem staðsettar eru í námunda við skóla bæjarins. Dr. Stg. Signrðsson bftr. tók fram, að erfitt væri fyrir heil- brigðisneínd að standa á móti veitingu leyfa til reksturs „sjoppa" og sælgætisverzlana, ef öll skílyrði heilbrigðisreglugerð- arinnar væru uppfyllt. Hins veg- ar þurfí að taka leyfisveitingarn- ar almennt til athugunar og bar hann ásamt tveim öðrum bftr. firam till, um að bæjarráði væri fa,Iið|a3 g^era gagngerða athugun á léyfisveitingum til reksturs sælgætis- 6g gosdrykkjaverzlana í bænum. i Var su tillaga samþykkt með öllum atkvæðum. I Jólaskór á telpur. - Bamainniskór í ýmsum gerðum Sendurn í póstkröfu. Skóverzl. HECTOR Laugavegi 11. Skóbúffin Spttalastíg 10,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.