Morgunblaðið - 16.12.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.12.1955, Blaðsíða 8
MURGVNBLAÐIB Föstndagur 16. sept. 1955 e Otg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjón: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjómmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigaa. Lesbók: Árni Öla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinason. Ritstjom, auglysmgar og aígreiðala: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriítargjald kr. 20.00 á mánuði innantanda. í lausasölu 1 króna eintakið. Attlee fer — Gaitskell kemur B R E Z KI Verkamannaflokkur- inn hefur skipt um forystu. — Clement Attlee hefur látið af for- mennsku í þingflokknum. En Hugh Gaitskell hefur verið kos- inn til þess að taka við henni. Clement Attlee er nú senn 73 ára gamall. Hann var fyrst kos- inn á þing árið 1922 og hefur átt þar sæti síðan. Hann átti sæti í tveimur fyrstu ráðuneytunum, sem Verkamannaflokkurinn myndaði undir forystu McDon- alds, sem bæði voru minnihluta- stjómir. Lauk ferli hinnar síðari með því, að MacDonald klauf flokk sinn og myndaði sam- steypustjóm með íhaldsmönnum. Var þá svo komið, að við ríkis- gjaldþroti lá í Bretlandi. Þjóð- stjórn McDonalds rauf skömmu síðar þingið og efndi til kosninga. Beið Verkamannaflokkurinn þá mesta ósigur, sem um getur í sögu hans. Þingmönnum hans fækkaði úr 287, sem hann hafði fyrir kosningar, í 46, sem hann fékk kosna. Clement Attlee var þá einn af þeim fáu leiðtogum flokksins, sem lifði kosningarnar af. Varð hann þá varaformaður flokksins. En skömmu síðar sagði George Landsbury af sér formennsku og var Attlee þá kjörinn formaður flokksins. ■— í kjöri á móti honum voru þá þeir Arthur Greenwood og Herbert Morrison. Herbert Morrison hefur þvi tvisvar sinnum verið í kjöri til formennsku í Verkamannaflokkn um, en fallið í bæði skiptin. Clement Attlee verður á- reiðanlega talinn í röð fremstu stjórnmálamanna Bretlands á þessari öld. Það kom i hlnt þessa hógværa og yfiriætislansa manns að taka hinar örlagaríkustu ákvarðan- ir um framtíð Bretaveldis. — í heimsstyrjöldinni var hann varaforsætisráðherra í stjórn Churchills og hægri hönd hans á þeim erfiðu timum. Þegar kosningar fóru svo fram að styrjöldinni lokinni vann Verkamannaflokkurinn mik- inn sigur undir forystu Attlees. Slakað 4 nýiendustefnunni Ein af merkustu ákvörðunum Attlee-stjórnarinnar, sem tók við völdum eftir stríðið var ákvörð- un hennar um að yfirgefa Ind- land. Clement Attlee gerði sér það ljóst, að nýlendustefnan var í þann mund að renna skeið sitt á enda. Það var fjarri öllu lagi, að hinar 300 milljónir Indverja gætu sætt sig við það lengur að vera taldir nýlenduþjóð. Fléiri af nýlendum Breta fengu ó þessu tímabili frelsi sitt. Undir forystu verkamanna- flokksstjórnarinnar og Clements Attlee var einnig mótuð stefna Breta gagnvart varnarsamtökum lýðræðisþjóðanna. Má yfirleitt segja að góð samvinna ríkti um utanríkismálin milli íhaldsmanna og Verkamannaflokksins á þessu tímabili. Fór of sfeyst í þjjóðnýtinguna En fyrsta ríkisstjórn Attiees fór og geyst í framkvæmd hinn- ar sósíalísku stefpu. — Brezka þjóðin aðhylltist ekki hinar miklu þjóðnýtingarframkvæmdir stjórnarinhar. Þess vegna fór svo, að Verkamannaflokkurinn tapaði meirihluta sínum ó þingi og hefur við tvennar síðustu kosningar beðið verulegan ósig- ur. .— Það kemur nú í hlut hins nýja foringja Verkamannaflokksins að vinna hann upp. Er ekki ólíklegt að honum takist það. Gaitskell, sem er tæplega fimmtugur mað- ur, er í senn góðum gáfum gædd- ur og dugandi baráttumaður. — Hann tilheyrir hægri armi flokks- ins og er einhver eindregnasti andstæðingur „Bevanismans". Hann hefur ekki hikað vlð að húðskamma Bevan fyrir fastheldni hans við rykfallnar fræðikenningar sósíalismans og dekur hans við kommún- ista, sem að vísu eru gersam- lega fylgislausir í Bretlandi. Brezki Verkamannaflokknr- inn var undir forystu Attlees öflugur málsvari lýðræðis og mannréttinda. Og hann mun áreiðanlega verða það áfram undir forystu hins nýja for- manns. Framlenging lofl- ferðasamningsins við Svía RÍKISSTJÓRNIR íslands og Sví- þjóðar tilkynntu fyrir skömmu að ákvæði loftferðasamningsins frá 1952 milli landanna verði framlengd til loka septembermán aðar næsta árs, að því er varðar flugsamgöngur milli Svíþjóðar og íslands. Eins og kunnugt er sögðu Sví- ar samningnum upp um síðustu áramót og átti hann því að falla úr gildi 31. des. n.k., ef samkomu- lag hefði ekki tekizt um fram- lengingu hans eða um nýjan samning. Samningaumleitanir hafa stað- ið yfir milli ríkisstjórnanna meg- inhluta þessa árs. Hafa fundir verið haldnir um málið bæði hér í Reykjavík og í Stokkhólmi. En endanlegt samkomulag hefur ekki náðst. Það er mjög vel farið, að ákvæði samningsins’ hafa nú ver- ið framlengd fyrir meginhluta næsta árs. Uppsögn Svía á samn- ingnum hefur vakið mikið um- tal og deilur, ekki aðeins hér á íslandi heldur einnig á hinum Norðurlöndunum. — Sérstaklega hefur það vakið tortryggni hér, að SAS hefur verið talið standa á bak við uppsögnina, sem miðaði sérstaklega að því að þröngva kosti annars íslenzka flugfélags- ins. — Óhætt er að fullyrða, að góður vilji sé fyrir hendi hjá sænsku stjórninni til þess að leysa þetta deilumál. Væri það og mjög illa BANDARÍKJAMAÐURINN, 9 i sem ætlar að kaupa sér nýj- an fólksbíl á þessu ári, mun eiga í meiri erfiðleikum með valið en nokkru sinni fyrr. Samkeppnin milli bílaframleiðendanna hefur nú náð því marki — að vart virð- ist vera hægt að komast miklu lengra. Sjaldan hafa sézt svo margar glæsilegar bílategundir og nú í bílaborg'inni Detroit. Það sem nú virðist keppikefli framleiðendanna er að hafa bila sína sem kraftmesta — og hest- aflafjöldinn er nú veigamikið atriði á bílamarkaðinum. Ef tek- ið er meðaltal af öllum brfreiða- tegundum, sem framleiddar eru í Bandaríkjunum, þá er hestafla- aukningin frá því í fyrra að meðaltali 18% á hverja bífreiða- tegund. ÖnjCftCji Packard hefur tilkynnt mestú aukninguna — eða frá. 275 hö. upp í 310 hö. — Chevrolet, Ford og Plymouth eru allir með um það bil 200 hö. \JelvaLandi sbrijar: Jólakötturinn og jólarefurinn verOa tæpiega ÞEIR veróa tæplega margir, sem „fara í jólaköttinn" eða „klæða jóiaköttinn", eins og það var kallað hér áður fyrr, svo mikið er verzlað þessa dagana, og er það vissulega ágætt, að sem flestir fái nýja flík að fara í á aðfangadagskvöld. Sagan um jólaköttinn mun sérstaklega hafa verið notuð sem keyri á börn, sem vorU löt að læra eðá Ijúka vinnu sinni fyrir jólin. Þó segir þjóðsagan, að hægt hafi verið að hafa jólaköttinn góðan með þvi að gefa honum jólarefinn sínn, en það var mat- arskammtur hvers Og eins til jól- anna — og nærri má geta, að enginn kærði sig um að sjá af hangikjötinu, bjugunum og öðru slíku góðgæti. Fyrir nokkrum dögum tók ég I litla vinkonu mína á hné mér, og spurði hana, hvort hún hefði nokkuð orðið vör við hann Gilja- gaur á dögunum. Hún leit á mig stórum augum og spurði: „Hver er það?“ Ég sá, að hér mátti ekki við sitja, og tók að fræða hana um Giljagaur og bræður hans tólf, syni Grýlu og Leppalúða, um leið og ég hugsaði til þess með skelfingu, að það ætti fyrir þess- um sérstæðu persónum íslenzkr- ar þjóðtrúar að liggja að hverfa E1 Hátíð minninganna 'NGIN hátið vekur. jafn marg- ar minningar hjá mönnum og þessi mesta hátíð ársins, og margir taka undir með Guð- mundi Böðvarssyni: Við munum og geymum með miklum yl þær menjar, án nokkurs skugga, um lítinn torfbæ með lágreist þil og ljós úti í hverjum glugga, um baðstofuhlýjunnar blíðuseíð, sem bræddi af rúðunni klakann, um dýrðlega kvöldið, sem kom — og leið, um kerti, sem brann o’n í stjakann. En kertistýran lýsti skammt út í skammdegismyrkrið þar, sem hjátrúin bjó og þaðan, 'sem allar þær verur kornu, er menn þurftu að gæta sín fyrir á jólanótt. — í þjóðsögunni segir, að húsfreyjan hafi sett Ijós í hvern krók og kima, er hún hafði sópað bæinn — og alla nóttina varð að hakia ljósunum lifandi. Víðast hvar er þessum sið enn haldið, og er þetta falleg venja, sem ekki má týnast. í. huga margra hvevfa gallax gamla tímans í skuggann fyrir töfrum blaktandi kertaljósa — fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Birta rafmagnsperanna er svo sterk, að enginn sér lengur álfa farið, ef ágreiningur milli stjórna eða aðrar slíkar yfirnáttúrlegar landanna ylli því, að flugsam- göngur torvelduðust milli þessara tveggja norrænu landa. íslendingar fagna því, að ákvæði samningsins hafa ver- ið framlengd. Það er von okk- ar áð samkomulag hafi tekizt um nýjan samning fyrtr lok septémber næsta árs, og að sú della, sem risið hefur milli ís- Iendinga og Bvia verði þá ieyst á þann veg, að -báðir aðiiar megi vel við una. verur, sem vom hvað mest á ferli um jól og nýár, og má með sanni. segja: Nú er hún gamla Grýla dauð; gafst hún upp á rólunum. Eru íslenzku jölasvéinarnir áð" Wverfti1 úr sögunni? • r>ígn» !Ji|Ó'þýkir ðkkur i aðra VÖridina* V miður, að þjóðsðgnaperáón- urnar hverfa óðfluga. - ís- úr sögunni, og ef til vill ættu ís- lenzk börn einhvern tíma í fram- tíðinni eftir að tala um Sankti Kláus hinn enska en þekkja ekki Kertasníki. í dag er von á Pottasleiki til byggða, og má því búast yið, að siíófirnar hverfi úr pottum hús- mæðranna með dularíullum hætti. Er hann sá fimmti í röð þeirra bræðra. Á undan honum erU komnit: Stekkjarstaur, Gilja- gaur, Stúfur, Þvörusleikir, og á eftir honum koma Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgna- krækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir. — Sá fyrsti kemur 13 dögúm fyrir jólr og sá síðasti á aðfangadag jóla, síðan hverfa þeir á brott einn af öðrum, og fer sá siðasti á þrett ándanum. 'UMS staðar nyrðra yar það Jólasveinarmr og veðrið - trú manna, að jólasveinamir kæmu að landi af sjómeðnorðan- átt á jólaföstu. en færu aftur með sunnanátt um þrettándann. Er •þettá bersýnilega eins konar forspá um veðurfar, að það geri norðanátt með jóíaföstu, en sunn- \ ariáft eða hláku með-þrettándan- um. íslenzkar þjóðsagnir mega ekki aðeins geymast í þjóðsagnasöfn- um, þær eiga að lifa með þjóð- Það ér margt, sem veldur hin- um aukna héstaflafjölda. Þrýstis- lagið í strokknum hefUr verið aukið, „karburatorinn" hefur Verið útbúinn með sjáífvirku innsogskerfi og vélin verið minnkuð niður í fjóra „syl- indra“. ------ En hvers vegna vilja Banda- ríkjamenn sífellt auka afl bíla sinna? Jú, þeir halda því fram, að með auknum hraða verði um- ferðaslysum fækkað. Þettá hljómar ef til vill nokkuð und- arlega í eyrum —- en þannig er það nú þegar öllu er á botninn hvolft. Með áflaukningu vélar- innar koma mörg örýggistæki og betri öryggisútbúnaður — og það er ef til vill það, sem vex þeim í augum. Þrátt fyrir að bílastæðin séu vandamál bílaeigenda í Banda- ríkjunum í dag, eru nýju bíl- amir vfirleitt lengri og breið- ari en þeir eldri. Nýju bílarnir eru ei.nnig allir lægri en fyrra árs framleiðsla. Nú, þegar ekki verður hægt að fullkomna byggingu bílanna miklu meira, eru framleiðendur farnir að berjast með alls konar vopnum, sem hingað til hafa skift frekar litlu máli. Litirnir éru L d. órðið veigamikið a,triði og það er einnig talinn mikill kostur að bílarnir séu með öryggisbelti. Margar fleiri'' nýj- ungar hafa kómið fram með '56 gerðunum, enda hafa verksmiðj- umar atdrei sent frá sér svo margar tegundir. Dægurlagaböfundar fagna kynningu á verknm sínum HINS og skýrt hefur verið frá: í fréttum, þá hefur verið stofnað hér i Reykjavík Féfeg íslenzkra dægurlagahöfunda. Voru stofn7 endur þess milli 2 og 31) — fíéstir búsetiir í Reykjavík. Um leið og stjórn félagsins hefur hafið úndirbúning að starí- semi þess, hefur hun sent frá séir eftirfarandi samþykktir: Stjórn hins nýstofnaða Félags íslenzkra dægurlagahöfuhda læt- ur 1 Ijósi' gleði sína yfir því, að Tónskáldafélag íslands skuli á næstunni efna til al-íslenzkrar tónlistarhátíðár hér í'Reykjavík; ög óskar þess, að hún megi takast sem allra bezt. 1 Stjórh hins nýstofnaða Félags íslenzkra dægurlagahöfunda vill hér með færa Ríkisútvarpinu þakkir fjTir að taka upp kynn- ingu íslenzkra danslaga og höf- unda þeirra, í danslagatímutium á laugardags- og. sunnudags- kvöldum. Stjóm Féjags'íslenakra dægur- f lagahöfunda skipa • þelr:» Fíey- i móður Jóhannssort.i; Jónatan Ól- 1 afsson; Þórður ’ G. HáHdóresonj tu' Sigfús-iHalídórsson iog. Karf: Jón-'-’tí .atanssortt v,3?... »31-''» í»t»vv ívtf oc'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.