Morgunblaðið - 17.12.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.12.1955, Blaðsíða 1
32 síður (2 blöð) 41 árgaBgiar 289. tbl. — Laugardagur 17. desember 1955 freBt«il(i HargunblaSvlM Ur ragðu borgarstjóra við umræðurar um f járhagsáæ tlunina Tillögur minnihlutufiokkunna miðuðu uð því uð tefju eðu stöðvu nuuðsynlegur frumkvæmdir Fjórir flokkar og flokkabrot geta ekki komið fram í meirihluta bœjarbúa BÆJARSTJÓRNARFUNDURINN, sem hófst kl. 2 e. h. á fimmtu- dag, endaði ekki fyrr en kl. tæplega 7 í gærmorgun, en þá var lokið 2. umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar. Eftir að sjö fulltrúar minnihluta-flokkanna höfðu talað, tók borgarstjóri til máls. Tók hann þar ýtarlega til meðferðar ýmis atriði fjárhagsáætlunarinnara og svaraði athugasemdum, sem komið höfðu fram frá fuRtrúum minnihluta-fJokkanna. Fara hér á eftir nokkur atriði úr ræðu borgarstjóra. MINNI HÆKKUN EN HJÁ RÍKINU ; Út af fyrirspurn um útsvars- •upphæðina vil ég taka það fram, að staðfestingu félagsmálaráðu- neytisins þarf fyrir útsvarsupp- hæðinni. Ég hef ekki kannað hjá ráðherra, hvort hann muni veita jhana, hef talið útilokað að hann 'synji, ekki sízt þegar haft er í huga, að útgjöldin samkvæmt þessari fjárhagsáætlun hækka hlutfallslega minna en fjárlög ríkisins á sama tima. BREYTINGAR OG LAGFÆRINGAR Hér eru nokkrar breytingar- tillögur, sem bæjarráð stendur að einróma. Ég hef rakið þær áð- ur, en vil aðeins endurtaka, að bæjarráð er sammála um að leggja til, að Dvalarheimili aldr- aðia sjómanna fái 300 þús. kr. “stýrk, Karlakór Reykjavíkur 30 "þús. kr. styrk til utanfarar, og “framlag til Heiðmerkur hækki í 295 þús. kr. Kostnaðaráætlun Hvítabands- spítalans hefur verið endurskoð- uð og þarf að hækka framlagið upp í eina milljón og 100 þús. 'végna reksturshalía hans. Einriig ■flytúr bæjarráð tillögur um hækkun framlagá til almanna- 'trygginga og Sjúkrasamlags, sam- ^táls 850 þús., sem er afleiðing stjómarfrumvarps, sem iagt var fram á Alþingi í gær, um breyt- 'ingu á lögum um almannatrygg- ingar. Þá flytur bæjarráð tillögu mn\ að veita 100 þús. kr. styrk, til viðbótár þeim 20 þús., sem í frv. ‘er áætlað, til Félags lamaðra og fatlaðra. Það hefur komið á fót sérstakri æfingastöð fyrir lamaða bg fatlaða, félagið hefur keypt hús og búið það fullkomnum og dýrum tækjum. Að vísu fær það allríflegar tekjur af sölu eld- spýtna og ennfremur hefur það fengið ágóða af happdrætti, en stofnkostnaður er mikill, og j-eksturskostnaður á þessari æf- ingastöð áætlaður á ári um 600 ;þús. Hér er um mikið nauðsynja- starf að ræða. ÝMIS ERINDI TIU BÆJARSTJÓRNAR . Bæjarstjórn hafa borizt ýmis •erindi. Nokkur eru þegar tekin í frv., sum önnur hefur bæjarráð tekið upp og enn önnur leggja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins til að samþykkt verði. Lúðra- eveitin Svanur, sem hefur haft 10 þús. kr. styrk undanfarin ár, sækir um að styrkurinn sé hækk- aður upp í 25 þús. kr., og leggjum við til, að það verði samþykkt. Ástæðan fyrir þessari beiðni er mikill kostnaður við kennslu, endumýjun hljóðfæra, við hús- næði o. m. fl. í öðru lagi er tillaga um styrk til Landakotsspítala. í frv. er gert ráð fyrir 120 þús. vegna samstarfs sjúkrahúsa um móttöku aðkall- andi sjúkdómstilfella. Nú hefur Landakotsspítali talið óhjákvæmi legt að fá meiri aðstoð en hér greinir. Segir svo í bréfi frá yfir- lækni spítalans, að gamli spítal- inn sé meira en hálfrar aldar gamalt timburhús og því að ganga úr sér, auk þess er eldhætta mikil. Stjóm spítalans hefur því ákveðið að leggja hann niður sem sjúkrahús og hefur í huga endur- byggingu, en það er ógerningur, nema spítalanum sé tryggður f járhagsgrundvöliur. Bæ jarfull - trúar Sjálfstæðismanna hafa fall- izt á þessi rök og leggja til að spítalanum verði veittar 300 þús. krónur. í þriðja lagi er erindi frá Flug- björgunarsveitinni, sem hefur sótt um stýrk til eflingar starfi sínu. Lagt er til, að þessi björg- unarsveit, sem þegar hefur unnið Frh. á bls. 2 Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri. Áfengisleit í bíl- itöðvum í Keflavík KEFLAVÍK, 16. des. — Milli kl. 9—10 í kvöld, var gerð allsherj- ar áfengisleit af lögreglunni hér í Keflavík, á bifreiðastöðvum og í leigubílum, að undantekinni á- ætlunarbifreiðastöðinni. Þá var einnig gerð húsrannsókn hjá tveimur bifreiðastjórum. Árangurinn af leitinni varð sá, að hjá einum bifreiðastjóranum fundust þrjár áfengisflöskur keyptar í Áfengisverzlun ríkis- ins. — Á meðan á leitinni stóð, var stöðvunum og símum þeirra lok- að. — Fréttaritari. 34 árangurslausar atkvœðagreiðslur SÞ Verður Öryggisráðið óstarfhœft? Sam, þjóðunum 16. desember. IDAG fóru fram á Allsherjaiþingi Sam. þjóðanna 5 atkvæða- greiðslur um það, hvaða ríki skuli taka sæti Tyrkja í Öryggis- ráðinu; en fulltrúi Tyrkja á að víkja úr ráðinu 1. jan. n.k. Þessar fimm atkvæðagreiðslur fóru fram án árangurs, og eru hinar árangursríkustu atkvæðagreiðslur þá alls orðnar 34 talsins. ★ ÓLÖGLEGT Jose Maza forseti Allsherjar- þingsins lét svo um mælt, að þinginu yrði ekki slitið fyrr en tekizt hefði að fá löglegan meiri hluta með einhverju ríki til að taka sæti í Öryggisráðinu. Halda menn því fram að störf Öryggis- ráðsins séu ólögleg, ef öll sæti þar séu ekki skipuð. * VANDINN MIKLI ! í>rjú rikj víkja úr ráðinu 1. jan. Það eru auk Tyrklands, Brasilía og Nýja Sjáland. t staS þeirra síðarnefndu voru kjörin til sætis í ráðinu Kúba og Ástra- lía, en stríðið stendur um sæti Tyrklands og hefur verið greitt atkvæði um Filipseyjar og Júgóslavíu. Filipseyjar hafa allt- af fengið heldur fleiri atkvæði. Við 34. atkvæðagreiðsluna fengu Filipseyjar 38 atkv., en Júgó- slafía 31. Til að ná kosningu þarf 46 atkvæði. Adenauer segir: Þetta eru hinar gall- hörðu staðreyndir ... ADENAUER forsætisráðherra lét svo um mælt í blaðaviðtali í dag, að Genfarráðstefnan nýafstaðna hefði staðfest öðru frem- ur að stefna V-Þjóðverja í utanríkismálum sé rétt og þeir hafi á undanfömum árum gert rétt í því að taka ákveðna afstöðu með Vesturveldunum. * RÚSSAR VILJA EKKI < FRJÁLST ÞÝZKALAND Genfarráðstefnan, sagði Aden- auer, sem fyrst og fremst átti að fjalla um Þýzkalandsmálin, færði tvískipta þýzka þjóð ekkert nær j sameiningarmarkinu. Sovétherr- I amir neituðu afdráttarlaust að samþykkja frjálsar kosningar. — Molotov gerði öllum ljóst, að jafnvel þó Vestur-Þýzkaland færi úr samtökum Atlantshafs- ríkjanna, þá myndu Sovétríkin ekki fallast á sameiningu Þýzka- lands, nema því aðeins að allt landið lyti kommúniskri stjórn. * EKKI VERÐUR BREYTT UM STEFNU Þetta eru hinar gallhörðu stað- reyndir, sagði Adenauer. Vestur- Þjóðverjar hafa hins vegar frá .upphafi mótað stefnu sína í stjórnmálum fast ag ákveðið. — Þannig er hún enn í dag. Henni Framh. á bls. 12 3r f ••• • i kjon WASHINGTON, 16. des. — í dag kallaði Estes Keafauer blaða- menn á sinn fund og sagði þeim, að hann myndi á þingi demo- krata, þar sem ákveðið er hver verði forsetaefni flokksins, gefa kost á sér. Kefauer var einnig í fram- boði síðast, þá á móti Stevenson, sem hlaut kosningu. Stevenson verður einnig í kjöri nú á flokksþinginu og þriðji maður, fylkisstjórinn í Ohio, hefur og tilkynnt að hann gefi kost á sér —Reuter. i ____________________ PARÍS, 16. des. — Ráðherra- nefnd Atlantshafsríkjanna tíl- kynnti í dag þá ákvörðun sína að stofna nýja flugsveit sem skipuð væri ítölskum og banda- rískum flugmönnum. Afgreiðslu fjárlaga írestað Sjálfstæðisflokkurinn faldi ekki skynsamlegt að afgreiða þau meðan vandamál framleiðslunnar eru óleyst IGÆR var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði fram til 20. janú- ar. Tilkynnti Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra í fram- söguræðu, að frumvarpið væri borið fram, vegna þess, að ekki hefði náðst samkomulag milli stjórnarflokkanna um afgreiðslu fjárlaga fyrir áramót. AFSTAÐA FRAMSÓKNARFLOKKSINS Eysteinn skýrði frá því, að ágreiningur væri um þetta milli stjórnarflokkanna. Hann sjálfur og Fram.sóknarflohk- urinn hefðu viljað afgreiða fjárlögin skilyrðisiaust fyrir áramót, en Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki talið rétt að lúka fjárlögum fyrr en vandamál útflutningsatvinnuveganm hefðu verið leyst. Gat Eysteinn þess í ræðu sinni, að þessi ágreiningur væri þó ekki þess eðlis, að til stjórnarslita kæmi. VANDAMÁL ÚTFLUTNINGSINS Ólafur Thors, forsætisráðherra gerði grein fyrir afstöðu Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði, að um áranótin féllu bátagjaldeyrisfríðindin úr gildi. Lögin um styrk til togar- anna falla einnig úr gildi og nú í haust hefur veiið ákveðið að veita uppbætur á útfluttar landbúnaðarafui ðir ársáns 1955, sem ætlað er að nemi 15 millj. kr. Þá skýrði hann frá því að sérfræðingar hefðu undanfarna mánuði unnið að athugun á þvi, hvernig auðið væri að leysa vandamál útflutningsatvinnuveganna. Athugun þessari er enn ekki lokið og hefur rikisstjúmin því ekki getað gert sér grein fyrir, hvaða stefnu beri að taka í málinu. EKKI SKYNSAMLEGT AD AFGREIÐA FJÁRLÖG STRAX „Meðan svo standa sakir,“ sagði forsætisráðherra, ,4»efur Sjálfstæðisflokkurinn ekki talið skynsamlegt, og raunar tæpast auðið, að afgreiða fjárlög ríkisins endanlega, en leggur hins vegar megin áherzlu á að leysa þessi mál sem allra fyrst og mun ríkisstjórnin vinna sleitulaust að undir- búningi þess í því þinghléi, sem nú er fyrirhugað. Rétt er að geta þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði að sjálfsögðu kosið að ljúka báðum málunum fyrir áramót, en að gaumgæfilega athuguðu máli komizt að þeirri íuðurstöðu, að þess væri ekki kostur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.