Morgunblaðið - 17.12.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.12.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLABIB Laugardagur 17. des. 1955 ANNA KRISTIN EFTIR LALLI KNUTSEN Framh’aldssagan 28 að forvitnin ætti eftir að verða jpér að fjörtjóni, kæra vinkona. Við vorum að tala um Griffen- feld. Ég saup kveljur af æsingu. Griffenfeid, sem hafði hafizt úr fátækt og umkomuleysi til hinna æðstu metorða, misst síðan stöð- una og verið dreginn fyrir lög og dóm, og sat nú í fangelsi í 'Munkhólmi. — Fenguð þið að tala við hann? — Auðvitað, ég heimsæki hann oft. — En ég hélt.... Hann hló og greip fram í fyrir mér. — Spurðu mig ekki, svo að ég neyð- ist ekki til að skrökva að þér. — Hann tók allt í einu utanum mig og þrýsti mér að sér. Ég lokaði . augunum og andaði að mér ilm- Inum, sem mér fannst alltaf fylgja Ebbe. Það var ilmur af tóbaki, kölnarvatni og hreiniæti. — Það er svo góð lykt af þér, sagði ég. Hann brosti og sleppti mér. — Hefðarkona myndi aldrei iaaga orðum sínum svona, sagði tiann. — Ég er hrædd um að ég sé engin hefðarkona. Manstu til dæmis kveldið, sem við komum til Þrándheims, þá drakk ég meira en góðu hófi gengdi. — Hvernig fannst þér það? — Ég veit ekki hvað ég á að segja um það, en nú veit ég hvers vegna ívar drekkur. Það er af því að vínið gerir mann sterkan, glaðan og hugrakkan sem Ijón. Hann varp öndinni mæðulega. — Það vildi ég að foreldrar mín- ir hefðu sett mig í heiminn tuttugu árum seinna en raun ber vitni. Silurðu mig? — Já, sagði ég hugsandi. í fyrsta sinn á ævinni fannst mér að mér væri illa við Önnu Kristínu. Hvers vegna þurftu all- ir karlmenn að tala um hana við mig? Auðvitað var hún fögur kona, en það var líka eitthvað annað og meira en fegurðin, sem gerði hana éftirsóknarverðari öll um konum. Ég get ekki skilgreint hvað það var. Ef til vill sak- leysið, sem alltaf hvíldi yfir henni, hvað sem hún gerði? Ef til vill glaðværð hennar og lífs- fjör, eða kannske reiðiköst henn- ar, sem hún bætti jafnskjótt fyr- ir með tárum og iðrun? — Mér finnst þú ekki vera gam all, bætti ég við. Hann brá fing- inum undir höku mér og snéri andliti mínu að sér: — Ég skal minnast þessara orða, vina mín, sagði hann. — Hvaða orða? — Að þér finnst ég ekki of gamall. — Of gamall til hvers? Hann and- varpaði. — Ég vona að góðu engl- arnir verndi sakleysi þitt sem lengst, elskulega barn. Nú heyrðum við hróp í Merete: — Viljið þið ekki fá súkkulaði? Lárus kom með krukku fulla af heitu súkkulaði sem ég saup vel á, en brenndi mig heiftarlega í tunguna. Lárus hló hjartanlega en Ebbe saeði: — Seztu, Lárus, og talaðu við jómfrúna. Ég er lík- lega orðinn full gamall til að skemmta henni. Og hann gekk þungurh skrefum burtu. — Hvað sögðuð þér við hann, jómfrú? spurði Lárus lágt. — Ég veit það ekki, sagði ég undrandi, hann sagðist harma það að vera ekki tuttugu árum yngri, þá hefði hann getað eignazt systur mína fyrir konu og þá sagði ég að mér fyndist hann ekkert gamall. Hann sagðist ætla að muna þessi orð mín og þá skildi ég ekki hvað hann meinti. Annað fór okkur ekki á milii. ; Ég tók aftur krukkuna og dreypti á, en súkkulaðið var enn of heitt. — Ætlið þér aldrei að ' liæra að gæta tungu yðar jömfrú? ( sagði Lárus brosandi. — Ég skal reyna að gera það, sagði ég auð-' mjúklega. — Hvar fékkstu þenn- an rýting? — Á Spáni. Hann spennti af sér leðurbeltið og fékk mér það og rýtinginn. Hann var mjög fallegur, silfurskeftur. Ég dró hann úr skeiðum. Það glamp aði á stálið. — Hver gaf þér hann? Hann hló. — Kona sem ekki var eins forvitin og þú, ég var herdeildarfélagi bróður henn- ar. — Ég hélt að Spánverjar væru tregir til að sýna ókunnugum mönnum systur sínar og konur. — Viljinn dregur hálft hlass, sagði hann leyndardómsfullur, ég var ekki vesæll vinnupiltur á Spáni, jómfrú. Ég fylltist gremju vegna orða hans, þó undarlegt mætti virðast. Ég leit á hann og mér varð ljóst að Lárus var óvenjulega glæsi- legur maður. Hann var klæddur veiðimannabúningi, stutttreyju úr hjartarskinni og hvítri lín- skyrtu með pípukraga. Hann not- aði ekki hárkollu. Svart, þykkt hár hans lá í hrokknum lokkum niður með eyrunum og niður á hálsinn. Hann var magurleitur og brúnn í andliti, svartbrýnn og dökkeygður. Þegar ég leít af Lárusi sá ég að systir mín og Merete höfðu lagt á borð og framreitt ágæta máltíð þarna á þilfarinu. Við gengum til þeirra. Ebbe var sezt- ur við borðið og byrjaður á steiktri gæs, sem fyllt var alls konar góðgæti. — Það er ein- kennilegt, sagði ég, að nú langar mig ekkert í þennan veizlumat, þó að mig dreymdi um hann heima á Mæri. Merete hló og rétti mér reykt hjartarkjöt. — Borð- aðu þetta, sagði hún, þú hefir sama smekk og karlmennirnir. Ef til vill hefurðu líka karlmanns- hjarta. — Hvað áttu við? spurði ég. Merete brosti. — Karlmanns- hjartað á að vera hraust, göfugt og falslaust. Sannur maður á að hlúa að því góða i fari vina sinna og fyrirgefa brestina. Hann hatar ekki óvini sína, það ber vott um lágan hugsunarhátt. Hjarta hans er tært sem lindin og skírt sem gullið. Er þetta ekki rétt hjá mér, Anna Kristín? — Ég hefi lítið vit á hjörtum karlmanna, sagði systri mín þurrlega, og þessa fyrírmynd hefi ég aldrei heyrt um og þaðan af síður kynnst. Ég var alltaf að hugsa um Ebbe. — Hvers vegna var bróðir þinn að heimsækja Griffenfeld? Hvað getur hann sótt til manns, sem er í ævilöngu fangelsi? — Litli kjáninn þinn, sagði Merete, lítið eitt hæðnislega. Heldurðu að hinn mikli Griffenfeld geti ekki gefið Ebbe margt ómetanlegt? — Hvað? Allan þann vísdóm, sem reynslan hefir kennt honum, sagði Lárus hægt. Við þögðum litla stund. Svo sagði Merete. — Lárus, settu matinn ofan í skrín- urnar. Eftir tæpan klukkutima höfum við náð áfangastað. 17. kafli. Þegar skútan rann upp í lend- inguna á Mæri, heyrðust fyrstu þrumurnar. Það var óveður í aðsigi. Ráðsmaðurinn hafði rifað segl- in og þegar báturinn kenndi grunns, stukku hann og Jokum út í sjóinn og settu skorður við MYIMDATÖKUR Annast eftirleiðis allskonar myndatökur í samkvæmum, heimahúsum og á stofu. Víðimel 19, inngangur frá Reynimel — Sími 81745 STJÖRNU LJÓSMYNDIR Elías Hannesson. T ilkynning Að gefnu tilefni tilkynnum við, að sala verksmiðja til einstaklinga er með öllu óheimil. Hins vegar hafa verzlanir innan Sambands smásöluverzlana ákveðið að selja sultu í 3 og 5 kg umbúðum á mun lægra verði en í smærri umbúðum. SULTUFRAMLEIÐENDUR SAMBAND SMÁSÖLUVERZLANA LONGINES UR eru mest heimsviðurkennd fyrir vandaða framleiðslu LONGINES ÚR er því óskanna úrið. Kaupið LONGINES ÚR Verðið er samkeppnis- fært. Gull vasa úr, gull arm- bands úr og stál í fjöl- breyttu úrvali, hefur Guðni A. Jónsson, úrsmiður. Öldugötu 11. Reykjavík. hrærivélarnar hafa náð mestum vinsældum hér á landi Sannar það bezt að við höfum nú þegar selt upp alla jólasendinguna sem kom fyrir skömmu síðan Fáum því nýja sendingu með flugvél á priðjudag Kenwood hrærivélin er ódýrust miðað við stærð og gæði Henni fylgir: Þeytari, hrærari og hnoðari. Hakkavél grænmetis- og kornkvörn og plastyfirbreiðsla. Verð kr. 2.600,00 H E KLA Austurstræti 14 — Sími 1687 UMBÚÐAPAPPÍR 40 og 57 cm. rúllur KRAFT P APPÍR 90 og 120 cm. rúllur CHELLOPHANPAPPÍR Eggert Kristjónsson & Co. h.í. Mesti annatími allra húsmæðra fer í hönd. — Léttið yður slörfin með því að láta okkur annast heimsendinguna. Hilntarsbúð Njálsgötu 26 - Þórsgötu 15 SÍMI 7267

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.