Morgunblaðið - 18.12.1955, Page 9

Morgunblaðið - 18.12.1955, Page 9
Sunnudagur 18. des. 1955 MORGVNBLABIB 0 Laugardagur 17. desemher FJárlögln Biækka um 911 milijóiiir króna — FramBöcj tiB verklegra framkvæmda — Annir ráöherranna í jólaleyfinu — Dýrtídarsnjókúian og þeir, sesa velfu henni af stað — Svipur íslenzkrar sfjórnmálabaráttu undanfarna mánuði — Jákvæð * * og neikvæð stefna ■— öffi við hús — Jafnaðarmenn fapa í AstraBíu Fjárlagaafgreiðslan ANNAKRI umræðu fjárlaga lauk á Alþingi nú í vikunni. Námu út- g.iaidjtillögur þær, sem sam- Jþvkktar voru frá fjárveitinga- stefncí, samtals tæplega 30 millj. króna, þannig að rekstrarútgjöld- Sn á írumvarpinu verða samtals rúmlega 544 milljónir króna, og er þaö um það bil 40 millj kr. hærri útgjöld en á rekstraryíir- liti núgildandi fjárlaga. En óhætt er að fullyrðí, að mjög mikil hækkun muni ve'rða á útgjaldaliðum fjáriagafrum- varpsins við þriðju umræðu þeirra. Hefir verið gert ráð rvrir, að hækkun rekstrarútgjalda á fjárlögum næsta ár, muni nema allt að 90 millj. króna, miðað við : fjárlög ársins 1955. Þessi hækkun fjárlaganna sprettur fyrst og fremst af þeirri stefnubreytingu, sem varð með kauphækkununum á síðastliðnu vori. Dýrtíffin set- ur nú í vaxandi mæli svip sinn á ríkisbúskapinn. Þegnarnir verða að borga hinn aukna reksturskostnað samfélagsins. I Framlög til verklegra framkvæmda MEÐ hækkuðu kaupgjaldi og vaxandi dýrtíð fæst minna fyrir hverja krónu, sem varið er til verklegra framkvæmda í land- inu. En þjóðin gerir stöðugt kröfu til þess, að megináherzla sé lögð á margvíslegar verklegar um- þætur, sem bæta afstöðu hennar í starfi sínu. Á það ekki sízt við um samgöngubætur og hafnar- framkvæmdir. Á fjárlögum næsta ár, hefir nú verið ákveðið að hækka framlög til vega, brúa og hafna um 13,5 millj. kr. Af þess- ari hækkun renna tæpar 4 millj. kr. til nýbygginga vega og fram- lag til vegaviðhalds hækkar um 5 milljónir króna. Fjárveitingin til brúagerða hækkar um rúmar 3 millj. kr. Þannig reynir fjárveitingavald- ið stöðugt að halda í horfinu um nauðsynlegar framkvæmdir í landinu. En fram hjá þeirri stað- reynd verður ekki gengið, að með síauknum rekstrarkostnaði ríkis- báknsins frá ári til árs, hljóta framkvæmdamöguleikarnir að verða minni. Það er ekki hægt að nota sömu krónuna til margs í senn. Við íslendingar verðum fyrr en síðar, að gera okkur það Ijóst, að okkar litla þjóðfélag verður að sníða sér stakk eftir vexti. Það hefnir sín grimmilega, ef við gerum yfirbyggingu þess þyngrí en undirstöðurnar geta borið. En undirstaða framkvæmd anna og þjóðfélagsyfirbyggingar- ínnar er arðsköpun þjóðarinnar á hyerjum tíma, framleiðsla henn- ar til lands og sjávar. Óhætt er að fullyrða að Al- þingi geíi ekki lokið afgreiðslu fjárlaga næsta ársr án þess að leggja nýjar álögm ! einhverju . formi á þjóðina. SI .I ekki fjöl- yrt um það að sirní, Jólaleyfi þingmanna — annir ríkissijórnar- innar ALÞINGISMENN hafa nú fengið jólaleyfi og hverfa margir til heirrila sinna út um allt Iand. En C'kki virðast rmklar 'ikur til þess, að ráðherrarnir muni eiga náð- uga daga þann stutta tíma, sem Alþingi hefir verið frestað. Ríkis- stjó’ nin verður á tímabilinu fram til 5. jan. að undirbúa tillögur til lausnar á vandamálum sjávar- útvegsins. En bæði togaraútgerð- Þeir, sem hrundu tíýrtíðarsnjókúlunni af stað — og hinir, sem íyrir henni verða. in og vélbátarnir þurfa nú á nýj- um úrræðum að halda t.il þess að tryggja rekstur sinn á kom- andi ári. Rikisstjórninni hefir verið leg- ið á hálsi íyrir að hafa ekki til- búnar fyrir áramót tillögur um ný úrræði i þessum efnum. En hér er hægara um að tala en í að komast. Sá vandi, sem við er að etja er vissulega enganveginn auðleystur. Kjarni málsins er sá, að þjóðin hefir gert meiri kröfur til framleiðslu sinnar en hún get- ur borið. Við höfum tekið meira til skiptanna en raunverulega hefir aflazt. Ríkisstjórnin getur áreiðanlega ekki mætt þessari staðreynd með því að skapa sjálf það, sem á vantar. Hún verður að færa til fjármuni í þjóðíélaginu, taka ein- hvers staðar frá þann hluta, sem framleiðslan hefir verið ofkrafin um. Sumir kalla þetta „styrk" til framleiðslunnar. En svo er ekki. Það er fram- leiðslustarf þjóðarinnar, sem styrkir alla aðra. Á framleiðsl nnni byggisí öll arðsköpun í þjóðíélaginu. Rætur fjár- magnsmyndunarinnar liggja í starfi þeirra, sem skapa verð- j mætin, sjávarafurðirnar, sem út eru fluitar, matvælin. sem iandbúnaðurinn framleiffir, og iðnaðarvarningurinn, sem iðn- aðar- og verksmiðjufólk fram- leiðir. Dýrtíðarsnjókúlan og þeir, sem veltu henni af stað EINN af þingmönnum stjórnar- andstöðunnar á Alþingi, sem jafnframt er forseti Alþýðu- sambands Islands af náð komm- únista. lét vso ummælt í þing- ræðu nú i vikunni. að dýrtíðar- snjókúlan ylti nú með vaxandi hraða. En hverjir voru það, sem veltu þessari snjókúlu af stað? | Voru það þeir, sem vöruðu I þjóðina um síðustu áramót við ! því að hverfa frá jafnvægisstefnu : síðustu ára og hefja kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags? j Áreiðanlega ekki. Það voru 1 þvert á móti hinir, sem töldu laun þegum trú um að kauphækkanir I myndu bæta kjör þeirra, sem ‘ ábyrgðina bera á hraða dýrtíðar- snjókúlunnar í dag. Mikill meiri-! hluti íslendinga gerir sér það nú ’ ljóst, að kauphækkanirnar á síð- astliðnum vetri eru sumpart að hverfa og sumpart horfnar í hít vaxandi dýrtíðar. Á þessa staðreynd er aldrei of oft rninnt. íslendingar verða að taka tillit til einföldustu lög mála efnahagslífsins, eins og aðrar þjóðir. Það er óhugs- andi, að við höldum hér uppi afkomuöryggi og góðum lífs- kjörum, með því að ganga í berhögg við slik lögmál. Svipur stjórnmála- baráttunnar EF litið er yfir íslenzka stjórn- málabaráttu undanfarinna mán- aða, kemur það í ljós, að svipur hennar mótast fyrst og fremst af tvennu: Annars vegar hinni jákvæðu framkvæmdastefnu Sjálfstæð- ismanna, hins vegar neikvæðri hræðslustefnu hinna svoköll- uðu vinstri flokka. Sjálfstæðismenn hafa sagt við þjóðina: Við getum haldið áfram miklum framkvæmdum og um- bótum í landinu. En frumskilyrði þess að það sé hægt, er að þjóðin kunni fótum sínum forráð og líti raunsætt á hag sinn. Fyrst og fremst verður að vera hægt að reka framleiðslutækin á heil- brigðum grundvelli. Þá getum við notað arð þeirra til þess að byggja upp það, sem okkur van- hagar um. Ef við högum rekstri bjargræðisvega okkar þannig að þeir gefa ekki arð, verður niður- staðan sú, að þeir komast í þrot. Þá er vá fyrir dyrum, því að þá hljóta framkvæmdirnar og upp- byggingin að stöðvast. Við hikum ekki við að segja þjóðinrii sannleikann í þessum efnum. Hún verður að vita hvar hún er á vegi stödd á hverjum tíma. Vinstri flokkarnir hafa hins vegar miðað baráttu sína fyrst við það að telja þjóðinni trú um það, að Sjálfstæðisflokkurinn sé óvinur hennar númer eit.t. Þess vegna þurfi hún umfram allt að eyða áhrifum hans. Á þvi sé höf- uð nauðsyn, að vinstri öflin am- , einist til þess að berja Sjálfstæð- í isflokkinn niður. I Á þessu neikvæða stagii hafa málgögn vinstri flokkanna og leiðtogar þeirra jóðlað mánuð eftir mánuð. En jafnframt hafa þeir ausið hver aðra dyigjum og óhróðri. Almenningur í landinu mun gera sér það Ijóst, að á hinni jákvæðu stefnu Sjálfstæðis- manna og hinni neikvæðu hræðslustefnu vinstri flokk- anna er reginmunur. Ótti við hús TÍMINN hefir í þessari viku ein- heitt kröftum sínum að þvi að skamma eitt hús í höfuðborginni. Nú er svo komið, að þetta aðal- málgagn Framsóknarflokksins treystir sér naumast til rökræðna um málefni. Það leggur höfuö áherzlu á að rógbera hús, sem meira að segja er ófullgert. í sumar sagði Timinn, að réttast væri „að rifa Morgunblaðshöllina til grunnaL Honum hefir ekk;í tekizt að vinna það afrek. En nú vill hann endilega koma í veg fyrir að þetta hættulega hús fái hita\-eituafnot, éins og önnur bús í þeim hlutum bæjarins, sem hitaveitunnar njóta. Það fólk, sem kemur til með að vinna i þessu nýja húsi verður endilege að sitja í kuldanum, segir Tím- inn! Jafnaðarmenn tapa í Ástralíu ÞINGKOSNINGAR fóru fyrir nokkru fram í Ástralíu. Úrslit þeirra urðu þau, að samsteypu- stjórn íhaldsmanna og Frjáls- lyndra vann mikinn sigur en Jafn aðarmenn töpuðu mjög. Stjórn- arflokkarnir höfðu haft aðeins 7 atkvæða meirihluta í fulitrúa- deild ástralska þingsins. En að kosningunum loknum verðui meirihluti þeirra í deildinni um 30 atkvæði. Ekki er ennþá fullvitað um skipun Öldungadeildarinnar, en gert er ráð fyrir, að stjórr.ar- flokkarnir styrki þar einnig að- stöðu sína. Jafnaðarmenn unnu meirihluts bæði í Ástralíu og Nýja Sjálandi fyrst eftir að styrjöldinni lauk En þeir hafa nú tapað honum j háðum þessum löndum. Hefir þv; gerzt sama sagan þar og í Bret- landi. Sósíalisminn er á i'all3ndo fæti. Með auknu frjálslyndi hinna borgaralegu flokka hafa lýðræðisþjóðir þessara lands hneigst frá þjóðnýtingarstefnu Jafnaðarmanna. Þær hafa tal ið það Hklegra til þess að tryggja velferð sína, að stefna einstaklingsframtaksins mót aði stjórn landa þeirra. ír ekki tímabært ú afnema hömlur á sendingu jRlabiiggla ? Fyrirkomíilag sem ekki er lengur þörf á ÞEGAR heimsstyrjöldinni lauk og íbúar hinna stríðsþjáðu landa nærri sveltu, voru sendar héðan miklar birgðir matvæla og gekk þetta svo langt, að nauð- synlegt þótti að setja hömlur gegn þessu og matarböggla- sendendur urðu að fá útflutn- ingsleyfi. í gær kom að máli við blaðið maður nokkur og spurði hvort Mbl. væri kunnugt um, hvort þessar reglur væru enn í gildi. Svo er. En þeir sem undanfar- ið hafa sent ættingjum sínum erlendis, t . d. námsmönnum, hangikjöt á jólaborðið, eða annað þessháttar, geta sagt hinar ótrú- legustu sögur af þeirri skrif- finnsku, sem kringum það er, að senda bróður sínum eða syni rjúpur eða hangikjöt. Slíkt er fullkomið dagsverk fyrir rösk- an mann! Það er þá i fyrsta lagi að kaupa kjötið. — Síðan liggur leiðin upp á Skólavörðustíg í Innflutningsskrifstofuna þar, til þess að fá leyfi ríkisvaldsins, að mega senda þennan jólamat. — Síðan er farið með leyfið í skipa- aigreiðsluna og það lagt þar fram. En þetta er ekki nóg. Fara verður þaðan með gögnin og fá stimpil í tollgæzlunni. Næsta stig skriffinnskunnar er að fá meiri stimpla! — Fara með plöggin í skrifstofu tollstjóra- embættisins. — Fá þar annan stimpil. — Enn er tölt á stað og nú upp í Arnarhvol. Þar er eins og vant er mikil ös í skrifstofu tollstjóra og því eðlilega nokk- ur bið. En svo kemur stimpillinn og nú skal greiða leyfisgjaldið — kr. 2,00. — En umstanginu kringum jólaser-dinguna er ekki lokið. því frá T- ’lstjóraskrifstof- unni liggur leiðin niður í bæ á afgr. skipsins, sem senda á bpggulihn með, því gegn stimpl- um og 2 kr. gjaldinu, afhendir skipafélagið nauðsynlega papp- íra, sem móttakanda oru sendir í pósti. Næst liggur i iðin þvi aftur heim, til þess að stekja jólaböggulinn, sem svo rai - byggilega var búiú um kvöh,. áður. — Síðan aftur niður Miðbæ og komið e kvöld þeg'ar jólaböggullinn er U-ks komL..i af stað! Þessi saga. sem h .• hefur ver- . Frarph á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.