Morgunblaðið - 18.12.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.12.1955, Blaðsíða 14
14 MORCVNHLABIB Sunnudagur 18. des. 1955 -a-g--------a-g. -gg------Tar -ar~ ar ^t ¦=--------arg--------arar; ANNA KRISTÍN EFTIk LALLI KNUTSEN 21 «!xc: ac: Framh'aldssagan 29 bátinn svo að hann ylti ekki þeg- ar við færum í land. Síðan óð cáðsmaðurinn til lands og setti út landgöngubryggjuna. í fjarska heyrðust þrumurnar. ívar stundi þungan og mælti: — Við hefðum átt að varpa akk- srinu eins og venjulega og fara fsvo í^land á róðrarbátnum. — Þetta eru fyrirmæli frúarinnar, sagði ráðsmaðurinn, af því að iiöfuðsmaðurinn hefir verið veik- ur. — Það er ég, sem gef fyrir- skipanir hér, sagði fvar, mundu það næst. Raddstyrkur fvars var stórum minni en venjulega. Hann var gráhvítur í framan og æðanetið á kinnum hans blárautt. Svita- dropar stóðu á enninu og það var auðséð að hann átti bágt með að bera sig hratt yfir. Hann gekk hægum, þungum skrefum upp bryggjuna og studdist við hand- legg ráðsmannsins, sem hálpaði hanum á bak hesti hans. Þegar við systurnar riðum langa, aflíðandi ásana heim að Mæri spurði ég: — Hvaða sjúk- dómur var það eiginlega, sem ívar fékk á Hlöðum? Anna Kristín yppti öxlum. — Hann etur og drekkur sér til dómsáfellis, það veiztu. — Það var meiri heppnin að læknirinn skyldi vera í brúðkaupinu, sagði ég hægt, annars hefðir þú kann- ske komið sem syrgjandi ekkja heim að Mæri. — Dæmalaus vit- leysa er þetta! Hann fékk maga- veiki og ógleði, það var allt og sumt. — En hann var með há- hljóðum. — Karlmenn hljóða hærra þegar þeir skera sig í fing- ur, en kona í barnsnauð. Við riðum þegjandi um stund. Svo sagði ég skyndilega: — Ég sá að þú varst að tala við Lárus á leiðinni til Hlaða. — Það gerðir þú líka, systir góð. — Baðstu hann að koma aftur að Mæri? — Nei, hann bað um það sjálfur. — Hefir ykkur ekki dottið í hug að það getur orðið hans bani? — Hvers vegna? — Af því að ívar notar ekki lengur orðið hvers vegna. Svo mjög hefir þú egnt hann til reiði og ofsa að nú er hann lík- legur til að drepa umhugsunar- laust. — Þeir um það, hann og Lárus. Eg hefi ekki óskað eftir þeim í návist minni. Hún sló í hestinn og þeysti upp síðustu brekkuna. Ég reið á eftir henni, meðfram kJrkiugarðsvegenum og inn á túnið. Mér varð hugsað til alls þess er skeð hafði í ferðinni. Ée minntist heimsóknar okkar til Þrándheims, kveldsins hjá Kötiu, Lárusar, brúðkaunsins, alls. En skýrust var minningín um Ebbe Ca^stensson. Ég sleppti hestinum heim und- ir bænum og gekk beina leið inn í kirkjuna. Ég var vön því að leita þangað með huesanir mín- ar. Kyrrð og friður kirkjunnar hafði ætíð góð áhrif á mi<?. Ég gekk hægt upp kirkiueólfið og skóh]jóð mitt beremálaði í evr- um mér. Sætið okkar var innst, hægra meein við kórinn. Éa sett- ist. Jafnvel þó óveðrið væri nú komið í algleyming og dvndi á kirkjunni svo rúðurnar nötruðu, þótti mér gott að vera innan veeeia hennar. Frá því ívar hafði veikzt á Hlöðum bafði ég vpnð altekin óumræðanlegri skelfingu. Mér varð hugsað til- Kötiu. Hvað hafði þeim farið á millí, henni og Önnu Kristínu? Ég reyndi að bægja burt' óttanum með því að hugsa um Ebbe. Sannast að segja var hann orðinn snar þáttur í hugs- "Unum mínum. Ég vissi að til- > f inningar mínar til hans voru ó- likar þeim, sem systir mín bar til Randulfs, en ég dáðist að hon- um. Hann var skynsamasti mað- ur sem ég hafði nokkru sinni þekkt. Við höfðum ekki reynt að draga dul á það, að okkur leið vel í návist hvors annars. Ég fékk hjá honum margskyns fræðslu, sem enginn hafði áður látið mér í té, og hann vildi tala um Önnu Kristínu. Ég þóttist þess svo fullviss að ég leiddi oft talið að henni. Dag nokkurn sagði hann við mig: — Ég er Guði þakklátur fyr- ir vináttu þína, cara mía. En hvers vegna verð ég fyrir val- inu, en ekki einhver yngri mað- ur? — Ég býst við að það sé af því að þú lítur á mig sem viti borna veru, en ekki aðeins sem hégómagjarna konu, svaraði ég. Hann andvarpaði. — Hreinskilni þín er fögur dyggð, en stundum er hún særandi. Enginn karlmað- ur gerir sig ánægðan með að konur hrósi aðems vitsmunum hans. — Er það ekki mikilsverð- ast? — Þær stundir koma í lífi hvers manns, að hann þráir að heyra eitthvað annað. Ég fann að ég roðnaði. — En þú elskar Önnu Kristínu. Það hefirðu alltaf gjört, sagði ég. — Ég veit ekki, sagði hann hægt, ég gerði það í mörg ár. En það var áður en ég kynntist þér. Raunar hefi ég lítið kynnzt þér ennþá. Þú felur sjálfa sig, felur þig í skugga systur þinnar. Þú ert bundin henni eins og barn er bundið móður sinni með naf lastrengnum. En í þér býr allt það, sem ég trúði á hjá Önnu j Kristínu. í þér býr mýkt vaxins ' og harka fílabeinsins. Fyrir löngu arnanna ;^=*rf*^'»v^- Sjóðurinn í AEhambra SPÖNSK ÞJÓÐSAGA 6 þöglu meyjastyttur standa vörð um mikinn fjársjóð, sem einu sinni var grafinn hér niður. Finn staðinn þar sem augu þeirra mætast. Þar finnurðu svo mikið gull og góða steina, að þú verður auðugri en allir aðrir í Granada. En aðeins saklausu hendurnar þínar, ásamt verndargripunum, geta lyft fjársjóðnum upp í dagsbirtuna. Það sem þú finnur skaltu eiga og stjórna því með örlæti. Þú verður einnig að láta syngja nokkrar messur fyrir velferð sálar minnar fyrir framan Maríumyndina í dómkirkjunni." Um leið var hún horfin. Þá gól hani niðri í Darródalnum og fyrstu geislar morgun- sólarinnar htuðu Sierrasnæfjöll rósrauð. Bóabdít og her- menn hans hurfu eins og skuggar og Sanchíta hljóp heim til þess að' sofa eftir viðburði næturinnar. Þegar hún vaknaði, hélt hún að allt þetta hefði verið draumur, en hún sagði föður sínum frá því, sem fyrir hana hafði borið. Honum fannst ekkert gera til þó að þau reyndu hve mikið væri að marka þennan fyrirburð. Þau fundu staðinn, sem augu meyjanna bentu á og þegar þau höfðu grafið um stund, komu þau niður á járnbenta eikarkistu mikla. Hún var svo þung, að þau gátu ekki hreyft hana, en þegar Sanchita bar verndargrip sinn að læsingunni, hrökk lokið upp. Þá blasi við beim í kistunni ógrynni af gullpen- ingum, gimsteinum, rúbínum tyrkjasteinum og Öðrum dýr- mætum steinum, svo að þarna voru ómetanleg verðmæti saman komin. Alla þessa miklu fjársjóði fóru þau með heim til sín og varðveittu í undirsængum sínum. Eftir þennan viðburð fluttust þau ásamt skylduliði sínu til Malaga. Það gerðu þau til þess að enginn skyldi fá grun um hvað þau höfðu fundið. Þar seldu þau dýrgripi sína smátt og smátt fyrir offjár. Og þegar Sanchíta seinna giftist hertoga einum ágætum, þá fór sagan vel, eins og sögur eiga alltaf að gera. Enn í dag getur hver sem vill farið inn í Jómfrúturninn og séð báðar meyjarnar beina augum sínum að sama fleti. Þetta sannar það, að til eru konur. sem geta þagað yfir leyndarmáli, jafnvel þó að þær séu tvær sem vita um það. ENDIR síðan var það mín heitasta ósk að móta skapgerð Önnu Kristínar, nú veit ég ekki hvort það hefði verið nokkrum manni fært. En mér rennur til rifja að sjá hvem- ig hjónaband hennar er. Ó, ef hann hefði sett hugsanir sínar í einhvern annan búning! Hvernig á nítján ára gömul stúlka að skilja svona ástarjátningu? Hann vildi fá mig sjálfa, en ekki skuggann af systur minni. Þetta veit ég nú, en ég skildi það ekki þá. Þrumurnar jukust og mér fannst ég skynja einhverja yfir- vofandi hættu. Hvers vegna? spurði ég sjálfa mig. Ég hafði engu meiri ástæðu til ótta nú en endranær. Samkomulagið milli systur minnar og manns hennar hafði verið með bezta móti á ferðalaginu. ívar virtist hættur að halda vörð um hana. Þegar ég spurði Ebbe hvernig á þessu stæði sagði hann mér að ívar hefði þungar áhyggjur af fjárhag sín- um. Hann ætti nú aðeins helming þeirra jarða, sem hann hefði átt, þegar hann giftist, og enn þyrfti hann að selja. Mæri væri í niður- níðslu og hann hefði í ferðinni leitað ráða hjá Griffenfeld hvað gera skyldi. Hann hafði ráðlagt að leita að járni í Mærismýrum og koma svo upp járnblæstri. Ef hann færi hyggilega að í byrjun, mundi hann græða á þessu. Nú skall stormbylur af því- líku afli á kirkjunni að hún hrist- ist. Ég stóð upp og flýtti mér fram kirkjugólfið, opnaði dyrnar og sá um leið að elding klauf stóru eikina, sem áratugum sam- an hafði staðið rétt sunnan við kirkjutröppurnar. Það heyrðust í /fe^öahrærivélarnar hafa náð mestum vinsældum hér á landi Sannar það bezt að við höfum nú þegar selt upp alla jólasendinguna sem kom fyrir skömmu síðan Fáum þvi nýja sendingu með Gullfaxa á þriðjudag Kenwood hrærivélin er ódýrust miðað við stærð og gæði m Henni fylgir: Þeytari, hrærari og hnoðari. Hakkavél grænmetis- og kornkvörn og plastyfirbreiðsla. Verð kr. 2.600,00 Austurstræti 14 — Sími 1687 Þú hefur atað allan kjólirvn neðan. — Ætlarðu ekki að bíða, telpa, á meðan að ég bursta á þér nýja kjólinn? Ætlarðu að mölva sundur stólinn. Þetta er úr hinni skemmtilegu barnabók En hvað það var skrýtið. Bfizt ú aooiýsð í Hlorgnnblaðinu ########################<

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.