Morgunblaðið - 18.12.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.1955, Blaðsíða 2
18 MORGUN BLAÐI9 Sunriudagur 18. des. 1955 JÓN SJÖRNSSON SKRIFAR UM GAMLAR MYNDIR tlr söfnum elztu Ijósmynd- ara á íslandi. Bókaútgáfan Norðri. S>ESSI glæsilega myndabók er gefin út í tiiefni af þrjátíu ára afmæli bókaútgáfunnar Norðra. Hún er nærri hundrað síður í stóru broti, prentuð á ágætan myndapappír og efnisval mjög íjölbreytt, þar sem hér eru myndir víðsvegar úr sveitum landsins og Reykjavík. Bókin Irefst á fróðlegum inngangi eftir Vilhj. t>. Gíslason útvarpsstjóra, Jpar sem hann gerir grein fyrir efni hennar og lýsir einstökum >ii3'r,dum. Á kápu er mynd af Oddakirkju í tíð séra Matthíasar, þar sem hann sjálfur stendur við kirkjuds'r, ennfremur er mynd af þvi, er alþingismenn ganga til kirkju á upphafsárum hínnar innlendu stjórnar, myndir frá atvinnuháttum, sem nú eru )öngu viknir fyrir nýjum bú- fikaparháttum, og fjölda margt fieira. Á mvndum þessum sést fjó’di fólks, sem eldri kynslóðin kannast við og mun þekkja af mj'ndunum, þótt nafna sé ekkt jgetið, enda væri slíkt óvinnandi verk. Bókin er einskonar þver- j ekurður af íslenzku þjóðlífí, í t ívynöum og gefur mjög glögga t) tgmynd um þjóðlíf, sem nú er oð líða undir lok vegna breyttra viðhorfa og framfara, sem komið hafa í kjölfar nútíma tækni. Þessi myndabók er eiginlega táknræn fyrir þá starfsemi í þágu íslenzkrar ménningar, sem Bókaútgáfan Norðri hefur eink- um lagt áherzlu á, en það eru þ .óðleg fræði. Útgáfan hóf göngu sína árið 1925 með þýðingu á skáldsögu oftir norska rithöfundinn Sven JvToren, „Stórviði“. Þýðinguna gerði Helgi Valtýsson. Síðan tiefur útgáfan haldið óslitið á- fram, unz hún varð eitt af stór- virkustu útgáfufyrirtækjum landsins. Hefur hún gefið út Bkáldsögur innlendar og þýdd- ar, en einkum þó rit með þjóð- íeg efni, þáttasöfn, ævisögur einstakra manna og auk þess atór safnrit. Stærst þessara saín- rita eru Göngur og réttir og Söguþættir landpóstanna. I Göngum og réttum hefur verið oafnað efni úr öllum héruðum landsins um leitarferðir á öræf- um og í óbyggðum. Þar er mikið og merkilegt efni samankomið, Rem hefur því meira heimilda- gildi, sem lengra líður og tím- arnir brejrtast. Væri vel viðeig- nndi að gera útdrátt úr þessu ir.erka safni í eina bók handa uppvaxandi æskulýð landsins, Söguþættir landpóstanna eru tevisöguágrip flestra þeirra ♦Tianna, sem hafa gegnt því þýð- íngarmikla ábyrgðarstarfi, að hera bréf og boð milli lands- fjórðunga. Eru þar margar frá- fjagnir um svaðilfarir og ævin- íýralega baráttu við veðráttuna á öllum árstíðum. En minnis- stæðastur verða ef til vill frá- sagnimar af póstferðum yfir Skeiðarársand og hin mikla at- o.'ka og kjarkur Hannesar á Húpsstað, sem er fyrir löngu landskunnur fyrir dugnað í ferðalögum um mesta hættu- svæði þessa lands. Enn má af úcgáfubókum Norðra nefna hið ir.erka verk Ólafs Jónssonar um Odáðahraun, en það kom út í þrémur bindum fyrir nokkrum á-um. í því er nákvæm lands- 'Jagslýsing, saga ferðamanna, sem könnuðu óbyggðirnar á þessum kafla og frásagnir um ferðir hof. um þessi svæði. Öll þessi íramantöldu rit eru hreinasta nima af fróðleik, sem fylla autt skarð í lands- og þjóðarlýsingu fslands. Hér hefur aðeins fátt eitt ver- ÍS nefnt af hinum stærri verk- u.n Norðra, en það ætti að nægja tk þess að sýna, hvernig útgáfan hefur aðallega lagt stund á inn- lend fræði. Margir af ævisagna- þáttunum eru ekki síður merki- legir, þótt þeir séu bundnir við þrengra svið. Má meðal þeirra nefna endúrminningar Þorbjörns frá Geitaskarði og hina skemmti- legu ævisagnaþætti Hagalíns. En hér er ekki rúm til þess að greina ítarlega frá þessari merki- legu útgáfustarfsemi. Enn er þó eitt ótalið. Það er timaritið Heima cr bezt, sem Norðri hefur gefið út frá upp- hafi, en það hefut' komið út í fimm ár og hefur átt vaxandi vinsældum að fagna, þó áð það hafi því miður ekki ennþá náð útbreiðslu á við hin mörgu glæpasagna- og léttmetistímarit, sem hafa vaðtð hér uppi á seinni árum og virðast hafa verið mik- ið keypt og lesin. Heima er bezt hefur nærri eingöngu helgað rúm sitt innlendum fróðleik, sagnaþáttum og þjóðlegúm fróð- leik af ýmsu tagi. Hafa margir ágætlega ritfærir menn lagt þar efni til, svo sem Böðvar á Laug- arvatni, Bjarni Sigurðsson skrif- stofustjóri og margir aðrir, sem hér yrði of langt að telja upp. Slíkt timarit á brýnt erindi ein- mitt núna og er voriandi að út- koma þess verði tryggð í fram- tíðinni, þó svo hafi til tekizt, að Bókaútgáfan Norðri hætti útgáfu þess núna um áramótin, en ann- að ágætt útgáfufyrirtæki taki við blaðinu. Er það vel farið áð slíkt tímarit vérði ekki látið fallá niður, endá bæri annað vott um mikinn vanþroska og menntun- ákvörðunum stæðu. Hér hefur aðeins lítillega veríð drepið á einstaka þætti í útgáfu- starfi Norðra á undanförnum þrjátíu árum í sambandi við hina glæsilegu myndabók. Gamlar myndir, sem útgáfan hefur valið til þess að marka þessi tíma- mót. Sigurður Róbertsson: IJPPSKERA ÓTTANS Leikril í níu sýningum. — Heimskringla. SIGURÐUR RÓBERTSSON er orðinn kunnur rithöfundur. Hef- ur hann skrifað skáldsögur, smá- sögur og tvö leikrit. Skáldsögur hans, „Augu mannanna" og ur. Ég er illa svikinn, ef þátta- viðtökur á sínum tíma, enda var margt gott um þær að segja. Leikrit hans, „Maðurinn og hús- ið“ hefur aldrei verið sýnt. Sætti það allhörðum dómum er það kom út, og að minni hyggju of hvatskeytlegum að mörgu leyti, til þesg að mark yrði tekið á þeim. Það er annars enginn hægð arleikur fyrir unga rithöíuncia að leggja fyrir sig leikritagerð, því að líklega hafa fáar listgrein- ir eins marga og harðskeytta ,,gagnrýnendur“ og þeir rithöf- undar, sem leggja út á þá braut. Auk gamaldags pólitískra rétt- línumanna, sem aldrei geta litið neitt réttu auga, sem ekki fellur inn í þeirra þröiigsýna pólitíska „plan“, svo sem velþekkt dæmi sanna, hafa komið fram á sjónar- sviðið nýir menn, er í krafti peninga stríðsáranna, hafa kom- izt út í lönd og sótt þangað ýmiskonar lærdómstitla og skír- teini — en í vissum löndum, vel- þekktum, er slíkt mjög auðvelt —, síðan koma þessir menn heim og láta Ijós sitt skína; hafa sumir þeirra gerzt leikgagnrýnendur og ausa yfir fáfróðan lýðinn vizku sinni af örlæti miklu, eins og mörgum er kunnugt. Þetta myndi ekki saka, ef ekki fælist í því sú hætta, að fólk léti glepj- ast af lærdómsgorgeirnum og mannalátunum, jafnvel þótt bak við stóru orðin felist sjaldan annað en tóm vanþekkingar og bamalegrar dómgirni. En höf- undtar leikrita þurfa á gagnrýni að ífialda eigi síður en aðrir, en sú gagnrýni verður að vera byggð á þekkingu og sanngirni, ef hún á að koma að gagni. Uppskera óttans gerist á er- lendum vettvangi, enda er efnið fyrst og fremst alþjóðlegs eðlis, þar sem það snýst um stétta- baráttu og átök í því sambandi, sem aðeins eru hugsanleg hjá stærri þjóðum. Höfuðpersónurn- ai', Norman ið.juhöldur og Millý dóttir hans eru vei gerðar, sömu- leiðis Kurt Steiner og Albert Strange. Aítur á móti finnst mér nokkuð skorta á lýsinguna á Gribbe ofursta; hann er ekki nógu mannlegur til þess að verka sannfærandi, Átökunum milli iðjuhöldsins, sem er maður eins og gengur og gerist, og verka- mannanna í verksmiðju hans, sem gera verkfall, af því að þeir vilja ekki framleiða hergögn, er vel lýst, en annað máí er það, hversu raunveruleg þau eru. Það er nú einu sinni svo, að hingað til hefur ríkisstjómunum ætíð tekizt að réttlæta styrjaldirnar svo vel, að þær hafa aldrei þurft að óttast óhlýðni fólksins — fyrr en ósigur var sjáanlegúr framundan, — En þetta er auka- atriði í þessu sambandi. Það er margt gott tan þetta leikrit Sigurðar Róbertssonar, í því er spennandi atburðarás, sem nær hámarki sínu, þegar Millý fórn- ar lífi sínu til þess að reyna að ná sættum í deilu föður hennar og verkamanna. Fyrst framan a£ finnst mér leikritið óþarflega langdregið og athj'gli lesanda ekki stefnt nógu markvisst að lokamarkinu. Annars eru sam- tölin víða vel gerð og lifandi. í heild sinni er Uppskera óttans verk, sem spáir góðu um höfund sinn. íslenzkar leikbókmenntir eru enn sem komið er svo fá- skrúðugar, að það er fyllsta á- stæða til að fylgjast með þeim rithöfundum, sem eitthvað leggja af mörkum á því sviði. Ættu leik húsin einkum að veita þeim at- hygli og uppörfun í starfinu. Ámi Óla: FRÁSAGNIR Þjóðlífsmyndir frá ýmsum tímum. —• Bókaútgáfa Mennlngarsjóðs, í ÞESSARI bók eru tuttugu og fimm sagnaþættir frá ýmsum tímum. Kennir þar margra grasa, en flestir þættimir fjalla um gömul sakamál, en einmitt sakamálin veita oft gleggri inn- sýn í tíðarandann en nokkuð annað. Margir af þáttunum eru bráðspennandi, heimildum fylgt svo sem þær ná, og ýmislegt leiðrétt, sem hingað til hefur verið haldið rétt, svo sem um Arnes Pálsson, en það hefur lengi verið trú manna, að hann hefði verið á öræfum með Fjalla- Eyvindi. Sýnir Árni Óla fram á, að svo hefur ekki verið. Af einstökum þáttum mætti nefna „Indlandsfar strandar á fslandi", „Árbæjarmálið“, „Gxsli stríðs- maður“, „Sýslumaður sviptur embætti og fær biskupstign“, „Þegar galdrabrennur hættu“. Ætti þetta að nægja til þess að sýna fjölbreyttni bókarinnar, Það, sem einkennir rit Árna Óla er samvizkusemi og vandvimki í meðferð heimildánna, samfara lipurri frásögn, en hann hefur hlotið almeruiar vínsældir fyrir bækur sínar um Reykjavík í gamla daga. Bók þessi er prýdd nokkrum mj'ndum og frágangur ágætur. ÍSLENZK ÖRLÖG Ævar Kvaran tók saman. Bókaútgáfan Norðri. ENN EITT safn þátta úr munn- mælum og sögnum. En þáttasafn Ævars Kvarans hefur þá sér- stöðu, að flestir þáttanna hafa verið fluttir í útvarp síðastliðinn vetur. Má öruggt fullyrða, að þáttur Ævars „Úr ýmsum átt- um‘ var meðal þess, sem vin- sælast hefur verið af efni út- varpsins. Höfúndur tekur fram í formála, að í bók þessari sé ekki um neina fræöimennsku að ræða. Ber það að skilja á þann hátt, að þættirnir séu eingöngu byggðír á eldri heimildum. En þó hj'gg ég, að höf, sé hcr of lítiliátur. Hann kveðst hafa hag- rætt efninu, „stytt, fellt saman og stundum breytt atburðaröð, til þess að hver þáttur myndaði aðgex gilegri dramatíska heild“. Þetta mundi sennilega ekki þj'kja sagnfræði, en einmitt með þessari aðferð sinni tekst hon- um að gera þjóðlífsmyndirnar gleggri og eins og nálægari okk- ur. Ekki er að efa að þátta- safn Ævars verður ekki mikið lesið. Hannes Sigfússon: STRANDIÐ. Heimskringla. HANNES SIGFÚSSON heyrir yngstu skáldákynslóðinni ’ til. Hann hefur gefíð út tvær ljóða- bækur er nefnast Dymbilvaka og Imbrudagai*. Vöktu þær styrr nokkurn á sínum tíma og deilur um rimuð eða órímuð Ijóð. Nú er það svo,, að hvorttveggja Ijóð- formtð hefur tíðkazt lengi og deilur um slíkt eru harla litil- móttegar. Það duldist engum, að höfundur fyrrhefndra Ijóðákvera er skáld, gott skáld, sem mikils mátti vænta af í framtíðinni. Ýmsir hafa án efa reiknað með nýrri kvæðabók frá honum, en í stað þess kenntr hann nú á óvart með skáldsögu. Þetta er Iítil skáldsaga, aðeins 148 síður í litlu broti, óvenju- lega samanþjöppað og samfelld í stíl, en þó fjölbreytt að efni. og skipestrandi við klettóttta strönd í stórhrið. Sagan gerist ýmist í vitanum, þar sem vita- vörðurinn vakir yfir að sópa snjónum af Ijósunum, eða um borð í skipinu, sem rekur hægt en örugglega upp að ströndinni. Mönnum og atburðum er lýst af næmleik og glöggu auga fyrir einkennum persónanna. Sagan er byggð yfir raunverulegan atburð, sem höfundurinn var sjálfur við- staddur, en bók hans er annað og meira en frásögn í skáldsögu- formi, hún er túlkun og yfirsýn yfir margt það í fari mannanna, sem stjórnar gerðum þeirra hvort heldwr er til góðs eða ills. Hannes Sigfússon hefur með þessari fyrstu skáldsögu sinni sezt fram- arlega á bekk meðal hinna yngstu skáldsagnahöfunda okkar. SMÁSÖGUR. Safnað og íslenzkað hefur dr. Pétnr Pétursson biskup. Prentsm. Gúðm. Á. Jóhannssonar. BÓKMENNTIR handa bömum og unglingum voru ákaflega fá- skrúðugar langt fram eftir nítj- ándu öldinni. Úr því varð fyrst bætt með safni smásagna, sem Pétur biskup gaf út fyrir tæpum hundrað árum. Biskup gaf út nokkur hefti af smásögum, sem allar urðu ákaflega vinsælar. Bók sú er hér er um að ræða, er endurprentun af smásagna- safninu frá 1859. í bókinni eru 113 smásögur. Þær eru valdar með það fyrir augum að vera í senn skemmtandi og fræðandi. Gamla fólkið íalaði oft um sögu- kver biskupsins, og ég gæti trúað því að mörgum þætti gaman að fá það í hendur aftur í nýjum búningi. Allur frágangur bókar- innar er smekklegur, en án íburðar. Sennilega mun yngsta kynslóðin lesa Péturssögurnar með ekki minni áhuga en gert var fyrir öld. , ?) Elín Eiríksdóttir frá Ökrum: SÖNGIJR f SEFI Utg.: Höfundurinn. ÞETTA snotra ljóðakver barst mér rétt í því er línur þessar eru að fara í prentsmiðjuna. Það er rúmar sjötíu bls., snoturlega útgefið. Þetta er fyrsta bók skáld- konunnar, en ekki er hún óþekkt, því að sum af kvæðum hennar hafa birzt áður, og auk þess hefur Hallgrímur Helgason sam- arskort þeirra, sem fyrir slíkum ið lög við nokkur þeirra, sem víða hafa verið sungin. Jón Björnsson. HÚma Cja’tða’is?:^} héraðsdóxnsiogmaður Málfiutníngsskrifstofá;. j G«mla Bió, Ingólisstr. — Simi 14^77 Óskabækur allra barna og unglinga Rauðn- og Bláu-bækumar Bláa drengjabókin í ár Rauða telpubókin í ár heitir Ómar á Indíána- heitir Gunnvör og Salvör. slóðum. Rauðu- og Bláu-bækurnar eru trygging fyrir úrvais telpu- og drengjabókum. Bókf el lsútgáfan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.