Morgunblaðið - 20.12.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.12.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLÆÐIÐ Þriðjudagur 20. des. 1955 0»*.: H.f. Arvakur, ReykjavlJt í>amlcv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórí: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) ötjómmálarltstjóri: Sigurður Bjarnason frá VlfHflU Lesbók: Árni Öla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson, Ritstjórn, auglýsingar og aígreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriítargjald kr. 20.00 á mánuði Innanlaada. í lausasölu 1 króna eintakið. Hið nýja tilræði við Reykjavík NÚ ER LOKIÐ að ganga frá fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæj- ar. Fyrst var hún undirbúin af nokkrum æðstu embættismönn- um bæjarfélagsins, síðan gekk hún gegnum hreinsunareld bæj- arráðs og loks voru haldnir um hana tveir bæjarstjórnarfundir og stóð annar þeirra í um 15 klst. samfleytt. Það, sem mest hefur þó munað um í þessu efni er und- irbúningur sérfræðinga bæjarins, sem höfðu samráð við þá, sem ráða hinum einstöku greinum bæjarstarfseminnar. Eftir ná- kvæma athugun allra upplýsinga kom fjárhagsáætlunin fyrst til kasta bæjarráðs og bæjarstjórn- ar. — Af hverju stafa hækkanirnar Eins og vænta mátti varð mjög veruleg hækkun á fjárhagsáætl- wninni miðað við það, sem var í fyrra. Þó varð þessi hækkun hlut- fallslega minni en hjá ríkinu á sama tíma. Það er margt, sem veldur þessari hækkun en þó munar þar mest um tvo liði, sem báðir stafa frá verkfallinu ör- lagaríka í fyrra vor, Sú hækkun verkamanna, sem gera verður ráð fyrir í fjárhags- áætluninni er 25 V2 % og svo eru einnig óhjákvæmilegar hækkan- ir á öðrum launaflokkum bæjar- starfsmanna. Auk þessa þarf bærinn svo að borga 100 þús. kr. á viku hverri í atvinnuleysis- tryggingasjóð þann, sem stofnað- ur var upp úr verkfallinu. Launa- hækkanirnar verka svo að sjálf- sögðu til hækkunar á þeim kostn- aði, sem bærinn hefur, nauðsyn- legum, verklegum framkvæmd- um. Þannig leiðir hvað af öðru og þýðir ekki annað en horfast í augu við þær staðreyndir, þótt þær séu á annan veg en óskir flestra manna standa tiL Útsvarsupphæð og útsvarsstigi Útsvörin eru svo að segja ein- asti tekjustofn bæjarfélagsins. — Það er fyrir löngu orðið úrelt að svo sé, en Alþingi, sem því máli ræður til úrslita, hefur ekki sýnt neinn skilning á tekjumálum bæja- og sveitarfélaga. Þar situr við hið sama og gamla. En þess þurfa allir að vera minnugir, að þótt heildarupphæð útsvaranna hækki að mun, þýðir það ekki samsvarandi hækkun útsvarsstigans. Hve mikið hann þarf að hækka sést ekki ljóslega fyrr en framtöl manna taka að berast niðurjöfnunarnefnd, eftir áramótin. Reynt hefir verið að blekkja fólk með því að blanda saman útsvarsupphæð og út- svarsstiga, en reynslan hefur alltaf sýnt, að þótt heildar- upphæð útsvaranna hafi hækkað, hefur sjálfur útsvarsstiginn stund um alls ekki hækkað eða þá ekki neitt í námunda við hlutfallsiega hækkun sjálfrar útsvarsupphæð- arinnar. Þeir skildu afleiðing arnar manna bezt Framkoma minnihlutaflokk- anna í sambandi við hina nýju fjárhagsáætlun var með þeim ein j dæmum að slíkt hefur naurtu 1 þekkzt fyrr. Þessir fulltrúar þótt- ust ekki skilja það, að kostnaður Reykjavíkurbæjar þyrfti að hækka svo nokkru næmi. — Þó hefði engum átt að vera kunnugra en einmitt þeim, af hverju þessi kostnaðarhækkun stafaði. Þetta voru sömu flokkarnir, jafnvel sömu mennirnir, sem stóðu að verkföilunum, sem hleyptu hinu nýja hækkanaflóði af stað. Jafn- vel þó Framsókn og Þjóðvörn ættu ekki sama hluta að verk- föllunum og kommúnistar og hinn ráðlausi Alþýðuflokkur, þá var þessum fulltrúum auðvitað ákaflega vel ljóst af hverju hinar hækkuðu tölur fjárhagsáætlunar- innar stöfuðu. Aldrei leikvöllur slíkra! Minnihlutaflokkarnir, undir for ystu kommúnista, hlupu nú í fyrsta skipti, óskiptir að kalla undir sameiginlegar tillögur til breytinga á f járhagsáætluninni. Þessar tillögnr voru þess eðlis, að hefðu þær verið sam- þykktar, hefðu verklegar fram kvæmdir bæjarins, flestar eða allar, hlotið að tefjast eða stöðvast, eftir því, sem eðli þeirra er. Eitt meginatriði til- laganna var að skera niður fjárveitingar tii þeirra deilda bæjarins, sem starfa að bygg- ingum bæjarins, gatnagerð hans, vatnsveitu eða bolræsa- gerð, svo að nefnd séu dænú- Það má nærri geta hvaða af- lciðingar það hefði haft fyrir þróun hins vaxandi bæjar ef svo hefði tiltekizt. En tilgang- ur minnihlutaflokkanna var augljós. Það átti að láta af- leiðingar verkfallaverðbólg- unnar kalla stöðvnn og kyrr- stöðu yfir Reykjavík. Verk- föllunum var hrundið af stað af þessum sömu mönnum í þeim tilgangi að auka erfið- leikana en ekki til neins ann- ars. Þessi kaldi tilgangur átti fyrst að koma niður á Reykja- vík. Fulltrúum þessara sömu flokka hefur ekki dottið í hug að koma fram með samsvar- andi tillögur á Alþingi. Nei — á Reykjavík skyldi bylgjan brotna fyrst! Þar skyldi stöðvunin koma fyrst fram. Þessum flokkum er ósárt um Reykjavík. Þeir.stjóma ekki þeim bæ og er óskandi að þeir geri’það aldrei. En þeim var vel vært, þó að það yrði Reykja- víkurbær, undir stjóm Sjálfstæð- ismanna, sem yrði fyrstur til að færast í kaf undir öldu þeirra verðhækkana, sem stofnað var til með verkföllunum. Því hefur verið forðað að sinni, að stöðnun yrði leidd yfir atvinnu líf Reykjavíkurbæjar og margvís legar, bráðnauðsynlegar fram- kvæmdir í þágu bæjarbúa. En sannarlega á Reykjavík í vök að verjast, eins og allur annar bú- skapur landsmanna nú. — Hinar þungu afleiðingar öfugsnúins efnahagslífs hljóta auðvitað að koma hart niður á höfuðstaðnum. En meðan Sjálfstæðismanna nýt- ur við í stjórn bæjarins er þó aldrei þörf á að örvænta. En til- ræði minnihlutaflohkanna undir forystu kommúnista, við Reykja- víkurbæ nú, sýnir hvílík vá væri fyrir dyrum ef bærinn yrði gerð- ur að pólitískum Ieikvelli þess- ara kaldrifjuðu tilræðismanna. Páll ísólfsson: „I gróandanum 44 EINS og tíðkast fyrir jólin flæða nýju bækurnar yfir borg og byggð, margar góðar, nokkrar ágætar. fleiri þó líklega að vanda heldur ómerkilegar. Allt líf hef- ur vissan stíganda og hníganda. Það er svo bágt að standa í stað, eins og skáldið hefur sagt, en við höfum ekki afl til þess að halda okkur að staðaldri á suðumarki. Þessa dagana berumst við óð- fluga upp að toppi þeirrar bylgju, sem seiðir manneskjurnar að frelsara heimsins, tákni friðar, fórnarlundar og bjartsýni. mitt í allsleysi veraldlegra gæða, þar sem allir eru gefendur og allir þiggjendur, allit þiggja gjafir og gefa. Við erum nýstigin upp úr öldudal hryllilegrar farsóttar og fyrir það eitt væri ástæða til að halda hátíð. Svona gengur mann- lífið, upp og niður, einn tíma betur, annan tíma ver. Þetta er lífsins gangur, því þar er engin kyrrstaða til, ekkert endanlegt takmark Hver heilbrigð mann- eskja er eygir nýtt mark áður en hinu fyrra er náð eða jafnskjótt og því er náð. Það þýðir ekki framar að segja við okkur að þarna sé tindurinn, sem okkur er búinn staður, þarna sé Gullna hliðið, lokatakmark mannlegs fullkomleika. Við erum öll á ferð, sem aldrei tekur enda, ýmist með sól fyrir augum eða á leið inn í dimma nótt. Sjálfsagt er framför okkar fremur hægfara, þó við megum aldrei missa trúna á æðra mark, enda er aldrei um endurtekningu að ræða, hver dagur er að einhverju leyti nýr. Gömlu göturnar gróa upp og við ' ryðjum nýjar, aðeins i hörðum klöppunum má sjá þúsund ára gömul spor forfeðranna, en einnig þau munu smám saman | veðrast eða verða hmum misk- | unnarlausu vélum að bráð. Það sem mest fer í taugamar á mér af þeim bókum, sem mér eru stundum að berast eru sí- endurteknar uppprentanir á til- tölulega ómerkilegu efni, unnið af litlum hagleik hvað þá lista- m annshöndum. Stundum berast manni bækur, sem maður rétt lítur í, les eina i blaðsíðu og leggur hana síðan frá j sér. Það er eitthvert óbragð af þeim, eins og illa tilbúnum mat. , Aðrar hafa ekkert bragð. En alltaf kemur ein og ein, sem fær mann til að halda áfram að lesa, neyðir mann til að stytta matar- tímann sinn ofan í 5—10 mínút- ur og loks bækur sem ræna mann svefnfriði og hvíldar. Tvær bækur hafa orðið mínum stutta frítíma örlagaríkar. Heims ljós Laxness, eitt mesta skáld- verk er ég hefi lesið og bók Kristjáns Albertssonar, í gróand anum, sem ég vil með þessum línum alveg sérstaklega þakka fyrir. „í gróandanum" er bók um allt milli himins og jarðar, enda vissi ég að Kristjáni var ekkert mann- legt óviðkomandi. Hann er fædd- ur húmanisti, skáld og drengur j af þeirri gerð, sem við þekkjum : bezta, fágaður stílisti og heims- borgari. Hér er hver ritgerðin annarri betri, allt sjálfstæð sköp- un og að einhverju leyti ný hugs- un. Þessi bók er ekki klippt út Kristján Albertsson úr verkum annarra, eins og nú tíðkast svo mjög, hjá beztu mönnum. Allt sem höfundurinn segir við okkur er í vissum skiln- ingi nýtt, að svo miklu leyti sem hægt er að segja að nokkuð sé nýtt undir sólinni Ef til vi!I tek- ur greinin um Jónas Hallgríms- son þó öllu fram, og mundu marg ir áreiðanlega gjarna viljað hafa skrifað hana. Gaman er að lesa eftirmálann um Halidór Kiljan, einkabréf er farið hafa á rnilli þessara tveggja fágætu heims- borgara, þar sem þeir skilmast af miklum móði, drenglyndi og fimi. Allt ungt fólk ætti að lesa þessa bók, þó ekki væri nema til þess að nema þá list að skrifa íallega. Páll ísólfsson. í Faxaflóa XJelvaLanili ihrifar: „Miklir menn erum við, Hrólfur minn“ FYRIR nokkrum dögum kom ég inn á rakarastofu til að láta klippa mig jólaklippinguna. Þar biðu m. a. fjórir drengir. Tveir virtust vera um fermingaraldur, en hinir all miklu yngri. Allir voru drengirnir stilltir og práðir, svo að ég fór að hugsa um öll fyrri orð mín og annarra um spillta og óstýrláta æsku og versn andi heim, þau væru — sem betur færi — tóm vitleysa eða heiðar- legar undantekningar væru a. m. k. til. *) / \ JJ’iWb) 1 •-W ' Tveir eldri drengjanna voru saman og hafði annar verið klippt ur, en hinn var kallaður i stól- inn. Sá síðarnefndi var gríðarlega kotroskinn. Eftir stutta stund gaf hann félaga sínum merki um að rétta sér eitthvað, sem ég heyrði ekki, hvað var. Drengur fer í yfirhafnarvasa sinn, dregur upp vindling og stingur upp í félaga sinn, sótti síðan eld og kveikti í fyrir hann; settist hann svo sjálf- ur á auðan stól við hliðina á fé- laga sínum og kveikti sér í líka. Þeir „áttu alveg“ rakarastofuna, virtu sjálfa sig fyrir sér í speg!*- unum og púuðu virðulega. Er rakarameistarinn sá þetta, sneri hann sér oð þeim, sem hann hafði þegar klippt og spurði: „Hvað ertu gamalí?“ „Fjórtán", sagði .trákur og dinglaði fótunum. I „Þá áttu að borga tuttugu krón- ur“ sagði rakarameistarinn. „Mér datt ekki í hug, að þú værir nema 10—12 ára. En þegar þú fórst að reykja, sá ég, að svo ungur gazt þú ekki verið!" Drengsa brá ekki hið minnsta tók upp pyngju sína og bætti við greiðsluna. Þegar búið var að klippa félaga hans, stóð sá upp, speglaði sig vandlega og greiddi sér lengi. Nú voru drengirnir tilbúnir, þökkuðu fyrir sig og kvöddu um leið og þeir gengu út. Virðingu sinni héldu þeir allt til enda. „Næsti“, kallaði rakarinn. Há- vaxinn maður settist í stólinn og varð honum um leið að orði: „Þeir byrja snemma að reykja þessir“. „Kokkurinn segir, að það sé bara della.“ UNG kona, sem sagði mér eftir- farandi sögu, var eitt sinn stödd á matsölustað í Reykjavík ásamt manni sínum. Þeim var borin súpa, sem var svo brimsölt, að ekki var viðlít að borða hana. Ekki gat leikið á tveim tungum, að hún hafði að minnsta kosti verið tvísöltuð. Þau kalla því í afgreiðslustúlkuna og tjá henni, hvernig ástatt er og biðja um leiðréttingu. „Ég skal athuga það,“ sagði stúlkan og fór. Liðu svo tuttugu mínútur og ekkert gerðist. Stúlkan gekk um beina í óðaönn og sinnti hjónun- um ekki meir, svo að þeim fór að leiðast biðin og kölluðu aftur í stúlkuna. Viðhafði hún þá sömu orðin og áður og skundaði síðan fram í eld húsið. Að vörmu spori kom hún aftur og tók svo til orða: „Kokkurinn segir, að það sé bara della.“ 5Í>'«> » Htrkn, AKRANESI, 19. des. — Síðan 1947 að síldin gekk í H.valfjörð hefir Faxaflói aldrei verið eins gjöfull á síldina og þetta ár. A tveim dögum hefir aflazt á sex reknetjabáta hér samtals 2160» tunnur sildar. Hingað komu þeir á sunnudag með 1155 tunnur. — Mestan afla hafði Sigurfari, 202 tunnrn*. í dag fengu sömu bátar 1004. tunnur. Aflahæstir í dag vora Sigurfari með 204 tunnur og Ver með 186 tunnur. Síldin fer öll í frystingu í dag voru seldar héðan og sendar á fjórum bílum vestur til Ólafsvíkur, 160 tunnur síldar, sem Ólafsvíkingar ætla að frysta til beitu. — O. Óspektir í klæfiSt JERÚSALEM, 19. des.: — Til tals- verðra óeirða kom í dag i jórdanska hverfinu í Jerúsalem, og fór fjöldi manns kröfugöngu í mótmælaskyni við tillögu Breta um, að Jórdania gerist aðili að Bagdadsáttmálanum. Hópur manna reyndi að ráðast inn i Shehk Jarah-hverfið þar, sem tyrkneska sendiráðið og sendiráð annarra landa eru staðsett. Her- menn héldu vörð um hverfið og skutu úr vélbyssum yfir höfuð mannfjöldans. í tvær klukku- stundir heyrðust samfelldir skot- hvellir í hverfinu. Brunaliðið var kallað á vettvang, þar sem nokkr- ir óeirðaseggjanna reyndu að kveikja í húsi tyrkneska sendi- ráðsins. Óstaðfestar fregnir herma, að franski ræðismaðurinn hafi meiðzt talsvert, er bíll hans var grýttur. Eftir tvær klukkustundir var allt aftur með ró og spekt, en hermenn stóðu eftir sem áður á verði. Samkvæmt skeytum1 frá AFP-fréttastofunni var hindrunum komið fyrir á veginum milli Ammán og Jerú- salem. Undgnfarna þrjá daga bef- ir komið til óeirða í Jerúsáleroi vegna Bagdadsáttmálans. — Reuter-NTB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.