Morgunblaðið - 20.12.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.1955, Blaðsíða 12
MORGUN BLABim U Þriðjudagur 20. dea, 1955 '--------------------------------- | Bútðsala — Bútasala Seljum í dag og næstu daga, meðan birgðir endast, flos og lykkju dreglabúta, með afslætti. Grófteppabúðin Ingólfsstræti Bcint á móti Gamla Bíói Félagsmenn KRON! Gerii jólainnkaupin tímanlega. Fyllið út pöntunarlist- ann, sem hefur verið sendur ykkur og skilið í honum f nœstu verzlun félagsins, eða símið pönt- unina hið fyrsta. Við mun- um leggja allt kapp á að jólapantanirnar verði af- greiddar fljótt og ná- kvæmlega. Mafvörubúðir Jólagjafasjóðnr sféru barnanna UNDANFARIN tvö ár hefi ég í dagblöðum bæjarins vakið at- hygli á þessum litla sjóði, sem varið er til að kaupa jólaglaðn- ing handa fávitum. Árið 1953 hófst þessi starfsemi og söfnuð- ust þá kr. 2.180,00 í sjóðinn og var þá sendur jólaglaðningur til heimilisfólks á fávitahælinu í Kópavogi. Fyrir jólin í fyrra söfnuðust kr. 815.00 en þá var þó hægt að senda jólaglaðning bæði í Kópavogshælið og Klepp- járnsreykjahælið í Borgarfirði, enda var töluvert í sjóði frá fyrra ári. Nú er bætt við þriðja hælinu, Sólheimum í Grímsnesi, og á þessum 3 hælum eru sam- tals 85 manns. Þess er vert að geta samkvæmt frásögnum forstöðukvenna hæl- anna, að margt af heimilisfólki þeirra fær aðeins þann jólaglaðn- ing, sem hér um ræðir. Það er vegna þess að sumir þessara manna eiga enga að, aðrir hafa ekki haft neitt samband við skyldmenni sín árum saman. En forstöðukonurnar segja mér jafnframt, að fáir muni gleðjast jafn bamalega og hjartanlega af litlu og heimilismenn þeirra, eldri og yngri. Þetta eru andleg börn, sem finna þó vel, eins og önnur böm, hvað að þeim snýr, hvort eftir þeim er munað eða þeim er gleymt. Hverjir ættu fremur að hljóta blessaðar gjafir jólanna en þeir, sem veita lítil- ræði viðtöku, sem væri það send- ing af himnum. Ég bið yður, heiðraði lesandi, að hugleiða a. m. k. markmið þessa jólagjafa- sjóðs. Hvað lítið sem er verflur að dýrindis gjöf í höndum þeirra, sem eiga að njóta þess, bams- hjarta þeirra er óspillt og stórt, Ijós skynseminnar kann að loga dauft, en ljós hins hreina hjarta er sannarlegt jólaljós. Fyrir jólin í fyrra gáfu eftir- taldir aðilar í þennan jólagjafa- sjóð: Jólasjóður Bræðrafélags Óháða safnaðarins kr. 250.00. Starfsfólk Tóbakseinkasölu rík- isins kr. 160.00. Fjölskyldan Sel- by-Camp 7 kr. 50.00, Ólöf Jóns- dóttir kr. 100,00, Þórdís og Ella Berg kr. 25.00, Guðlaug Ólafs- dóttir kr. 80,00, ísleifur Þor- steinsson kr. 50,00 og Ámi Ein- arsson kr. 100,00. — Guð mun launa fyrir þá, sem lítils mega sín. Gjafir eru þegar famar að berast í sjóðinn fyrir þessi jól, t. d. gaf fólk, sem var í kirkju hjá mér fyrsta sunnudag í jóia- föstu, samtals kr. 415.00. Gjöfum í þennan sjóð má koma til mín eða til Boga Sigurðssonar hjá Bamavinafélaginu Sumargjöf, Laufásvegi 36. Með þökk fyrir birtinguna og ósk um gleðileg jól. Emil Björnsson. Megxim við benda yður á jólabók? HALLDÓRA B. BJÖRNSSON: Eitt er það land er bók, sem vakið hefir athygli fyrir fegurð og þokka og mun verða kjörbók til jóiagjafa handa fólki á öllum aldri. Bókin er skreytt vignettum eftir BARBÖBU ÁRNASON UMSAGNIR: „Það er mynd æskudaganna sem kona þessi hefir dregið þama upp með allt að því óskeikulum handtökum lista- mannsins“. Sn. J. „Halldóra B. Björnsson er áður kunn fyrir ljúf og fágæt- lega listræn ljóð. Nú kemur hún á óvart með bók um æv- intýri. bemsku sinnar í heiðardalnum, svo fágaða að stíl og frásagnarhætti að unun er að.--Því að þaö dreg ég af ýmsu, að þarna sé sagt frá atvikum og ævintýrum eins og þau raunverulega voru“. J. H. JBókin speglar okkur eitthvað nýtt frá þessu gamla íslandi aem ég hélt að væri sloppið okkur úr greipum, en er enn til, fiá sveitinni þess og bömum þess.--Bókin er skrifuð á hnittnu auðugu máli, sem þeir kunna, sem aldir eru upp í sveit á íslandi". Drífa Viðar. Beiena Rubinstein verða ón efa kærkomnasta jólagjöfin í ár MARKAÐURINN Hafnarstræti 11 — Laugavegi 100 — Hafnarstræti 5 Til jólagjafa: Ný sending ítalskir Ullarhálsklútar Leðurpúðurdósir HAN ZKAR — margar gerðir og litir. Ný sending r egnhlíf ar Undirfatnaður Helena Rubinstein gjafakassar. Munið gjafakortin vinsælu. Vinsælasta jólagjöfin kemur frá okkur, GULLFOSS Júgóslavía og Flippseyjar deila jafnt meS sér SAM. ÞJÓÐ., 19. des.: — Eins og kunnugt er, hefír reynzt erfitt.að skipa eitt sætið í öryggisráði SÞ. Viðureignin um þetta sæti hefir staðið milli Júgóslavíu og Filipps- eyja. Allar horfur eru á, að á morgun verði bundinn endi á.þóf þetta, en til þessa hefir hvorugt ríkið fengið nægilegt atkvæða- magn til að hljóta sætið. Talið er líklegt, að Júgóslavía verði kjörin í öryggisráðið til tveggja ára, hins vegar verði það þegjandi sam- komulag, að hún víki úr ráðinu eftir eitt ár, og hljóti Filippseyj- ar þá sætið. Forseti allsherjar- þingsins átti tillöguna að því, að ríkin skiptu með sér þessari. næstu tveggja ára setu í ráðinu. — Reuter-NTB Á fíEZT AÐ AVGLÝSA JL T í MOItGUMJLAÐINU T 'T’—1 Læknar segja: að Palmolive sápa fegri hörund yðar á 14 dögum. Geriff affelns þetta: 1. Þvoið andlit yðar meff Palmolive sápu. 3. Núið froðvnni um andlit yðar i 1 mín. 3. Skolið andlitið Gerið þetta regiulega 3 á dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.