Morgunblaðið - 20.12.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.12.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflit í dag: A-kaldi. Léttir tiL 291. tbl. — Þriðjudagur 20. desember 1955 Landsspítalinn er 25 ára / dag Legudagar eru orðnir 1.363.943 IDA G eru liðin 25 ár frá því að Landsspítalinn tók til starfa, Bygging hans hófst árið lí)26 — og 20. des. árið 1.930 var fyrsti •íjúklingurinn fluttur á handlækningadeild spitalans. Þrátt fyrir það, að ekki sé liðinn lengri timi frá þvi að spítalinn tók til starfa, hafa nú um 50 þús. manns legið þar — fyrir utan óteljandi fjölda, *m hlotið hefur áðhlynningu vegna slysa — og gengið undir ýmiss konár rannsókn þar. í gær áttu forráðamenn spítalans tal við blaðamenn og skýðu þeir frá Starfseminni fram á þennan dag og frá fyrirhuguðum stækkunarframkvæmdum. ' \R STRAX OF LITILL . Eftir að spítalinn hafði starf- að nokkra mánuði, var þegar sýnt, að hann var of lítill. í upphafi var ráðgert, að sjúkra- rúm y'rðu þar fyrir 92 sjúklinga. Var því strax reynt að auka við rúmum eftir því, sem hægt yar —- en þrátt fyrir það, hefur spít- alinn ailt frá upphafi verið of íítill. Árið 1934 bættist honum ný húsakynni fyrir sjúklinga, er þjázt af húð- og kynsjúkdómum, Og 1949 var byggingu _ fæðingar- deildarinnar lokið. í dag eru því sjúkr&rúm fyrir um 180 sjúklinga — en samt er það langt frá því að fullnægja þörfinni. Nú er í smíðum viðbótarbygg- ing við Landspítalann og áætlað sr að henni lokinni verði hægt að áuka um 180 sjúkrarúmum við. — STARFAR í FIMM DEILDUM Þegar á þetta er litið, er það áýnt, að spítalinn hefur átt við mikla örðugleika að etja vegna húsnæðisskorts — og kváðu forráðamenn hans sérstök langlegu sjúklinga og þeirra, ! sém þurft hefðu að dveljast á hressingarhælum að afstöðnum veikindum. Þó hefði þetta færzt í betra horf nú á síðustu árum, -þar sem höfð hefur verið sam- vinna við Elliheimilið og Sólvang í Hafnarfírði um að taka sjúkl- inga eftir að ekki hefur verið talið nauðsynlegt að halda þeim lengur á Landsspítalanum. Einnig kváðu forráðamennirn- ir nýjustu meðul auðvelda mik- ið og flýta fyrir lækningu sjúkl- inganna. í dag starfar Landsspítalinn í fimm deildum, sem eru fæðinga- deild, röntgendeild, lyflækn- ingadeild, kyn- og húðsjúkdóma- deild og handlækningadeild — en forstöðumaður hennar er dr. Snorri Hallgímssson, sem jafn- framt er forstöðumaður spítal- ans. Slórl timbur- hús brsnn s í néfl LA UST eftir kl. 12 á miS- nætti í nótt var slökkvi- liðið kvatt að húsinu nr. 10 við Bókhlöðustíg, sem er stórt timburhús. Húsið var þá nær aielda. Unnið var að slökkvistarfi, er blaðið fór í prentun, en búast má við að húsið verði ger- ónýtt. Búið var í húsi þessu og þar starfrækt matsala. Dönsku konungs- hjónin koma 1. apríl ÁKVEÐIÐ hefur verið að dönsku konungshjónln komi í i opinbera heimsókn til íslands' dagana 10.—12. apríi 1956, til ; þess að endurgjalda heim- sókn forseta Islands og konu hans til Danmerkur vorið 1954. Reykjavík, 19. des, 1955 Skáldsaga Genars Guaarssonar Jælir eru einfaldir4 komin tit „AÐ er mikill bókmenntavið- burður, er bækur Gunnars Gunnarssonar koma út. Um dag- ínn kom út í ísl. þýðingu skáld- saga hans Sælir eru einfaldir. Helgafell gefur bókina út, en hún er einnig í útgáfu forlagsins Landnámu. Skáldsaga þessi er eitt af öndvegisverkum Gunnars og reit hann hana í Ðanmörku fyrir um 30 árum. Bókin hlaut frábæra dóma og varð meðal mest lesnu bóka hans, en Gyldendalsforlagið gaf hana ut. Sælir eru einfaldir, lætur höf- undur gerast í Reykjavík. Bak- grunnurinn er Kötlugosið og spænska veikin. Geta má þess að skáldsaga þessi hefur einnig komið út i enskri þýðingu: „Seven days darkness“, heitir hún. Fyrir um aldarfjórð- ungi kom hún út í ísl. þýðingu, en nú er það Skúli Bjarkan sem Gunnar Gunnarsson snúið hefur skáldsögunni á ís- lenzku. TiHöiiiir um rekstnr Sim- fóníuhljómsv. verða lagíar fyrir Alþingi efíir áramót M™ fENNTAMÁLARÁÐHERRA Bjarni Benediktsson skýrði frá því ræðu, er hann flutti í afmælisdagskrá útvarpsíns, að ráðstaf- anir myndu gerðar til að tryggja starfsemi Sinfóníuhljómsveitar- innar. Verða tillögur þar að lútandi lagðar fyrir Alþingi eftir áramótin. Ráðherrann sagði í ræð- unni, að það hefði verið út- varpið, sem hefði verið megin- stoð sinfóníuhljómsveitarinnar hin fyrstu ár. Hefði útvarpið að síðustu kostað hljómsveit- ina að mestu. Útvarpið getur ekki lengur lagt í svo mikinn kostnað vegna hljómsveitarinnar. Hins vegar er nauðsynlegt að tfygSÍa fjárhagslegan grund- völl hljómsveitarinnar og mun frumvarp þess efnis verða lagt fram á Alþingi eftir ára- mótin. Flugvél leppist vegna veðurs VEGNA austan bylsins hér i bæn um í gær, tepptust tvær flug-' vélar, önnur á Sauðárkróki en! hin austur í Hornafirði. Flugvélin sem tepptist á Sauð- árkróki er flugbátur, og sneri þangað frá ísafirði vegna lokunar vallarins hér. Gullfaxi er veðurtepptur í Nara- sak í Grænlandi, en hann átti að flytja þaðan 60 Dani til Danmerk- ur. — Sólfaxi kom að utan í gær og lenti hann á Reykjavíkurflug velli um áttaleytið. Heimskunnir menn í heimsókn LANDVARNARÁÐHERRA og fjármálaráðherra Bandairíkjanna þeir Charles E. Wilson og Hubert Humphreys komu ásamt Lawton Collins fyrrum yfirmanni herráðs Bandaríkjanna í heimsókn til Keflavíkurflugvallar á laugar- dagskvöld. En þeir eru allir heimskunnir menn. Þeir voru að koma af ráðherra fundi Atlantshafsbandalagsins og á leið til Ameríku. Dvöldust þeir á Keflavíkurflugvelli í fimm klukkustundir. Meðal þeirra sem tóku á móti þeim á flugvellinum voru Magnús V. Magnússon skrif- stofustjóri utanríkisráðuneytisins John J. Muccio sendiherra Banda ríkjanna og John W. White hers- höfðingi, yfirmaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. SEYÐISFIRÐI, 19. okt.: — Bæjar stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar hefir sett upp jólatré á almanna- færi, og er það fjallahlynur 6 metra hár úr Hallormsstaðaskógi. Er það sennilega stærsta innlenda tréð sem notað er sem jólatré. — B. J. f - 1 [ •í; cá J 1 J rU., s. *£*.& n | ^' BjK ^ ■ • • • y Bæfarbúar þökkuðu fyrir OsEóartréð með léfalaki MIKILL mannfjöldi var á Aust urvelli er kveikt var á Oslóar trénu síðdegis á sunnudaginn. Var þá hið bezta veður, lítilshátt- ar frost, en kyrrt. Er þetýa senni- lega fallegasta tréð, sem Osló hefur sent Reykjavík undanfarin fjögur ár. Lúðrasveit Reykjavíkur lék nokkur lög áður en sendifulltrúi Norðmanna, Thorbjörn Christian- sen flutti kveðjur borgarstjórans í Osló og árnaðaróskir til Reykja víkur. Mælti sendifulltrúinn á ís- lenzku og lauk máli sínu með því að biðja Gimnar Thoroddsen borg arstjóra að veita trénu móttöku og frú Maríu Möller að kveikja á trénu, en birtuna af því bar yfir mannfjöldann og Austurvöli ail- an, en mannfjöldinn fagnaði meS lófataki. Gunnar Thoroddsen foorgar- stjóri þakkaði kveðjur og árnað- aróskir og þann vott vinátíu, sem Norðmenn sýndu með því að senda hingað þetta fallega tré. Dómkirkjukórinn söng við at- höfnina jólasálma undir stjórn dr.. Páls ísólfssonar og að lokum vom þjóðsöngvar Noregs og íslands leiknir af lúðrasveitinni, sem var undir stjóm Páls Pampiclers. Þetta fallega tré setur fagrara jólasvip og hátíðarblæ á bæinn,, ásamt öllum götuskreytingunum, Má nú segja að Reykjavík sé komin í jólabúninginn. „ÞyriUu bjargaði óhöin söklcvandi skips við Noregsstrendur NORSKA blaðið „Norges Handels og sjöfartstidende" skýrir frá því að íslenzka olíuskipið „Þyrill“ hefði 15. þ.m. bjargað áhöfninní á norska vélskipinu „Spjeröy", sem var í flutningum milli Noreg., og Danmerkur. „Spjeröy“ var við suðurströnd Noregs, er leki kom að skipinu og sendi það út neyðarskeyti. Hrið var og skyggni aðeins 25 m. og austan stormur. Ekki var samt um annað að gera fvrir áhöfnina, en freista þess að kom- ast í björgunarbáta. Fyrri bátur- inn, sem settur var á flot, brotn- aði við skipshlið, en betur tókst til með hinn, og komust allir skipverjar í hann. JÓLAPÓSTURÍNN í KVÖLD SUNNUDAGINN munu marg- ir hafa notað ti! þess að koma jólapóstinum frá, innlendum og erlendum, f dag og í kvöld eru seln- ustu forvöð fyrir bæjarbúa að senda þann jólapóst, sem bera á til ættingja og vina fyrir jólin. Verður pósthúsið opið til miðnættis. Skipverjar höfðust þarna við í skjóli við skipið í nær tvær lclukkustundir, eða þar til Þyrill kom á staðixm. Skömmu eftir að síðasta manninum hafði verið bjargað um borð í Þyril, sökk „Spjeröy". Þyrill hélt síðan með skipbrotsmennina til Brevik. Þyrill var ekki eina skipið. sem leitaði að „Spjeröy" í hríðinni, Þar voru einnig þrjú björgunar- skip, tvær hersnekkjur, einn hafnsögubátur, 12 fiskibátar og þrjú flutningaskip. ! I ------------------------- f Arekstrar og minni háttar siys í gær ALLMIKIL snjókoma var hér 3 bænum í gær. — Lögreglam 1 skýrði blaðinu svo frá í gærkvöldí ; að vegna hálku á götunni og ’ slæms skyggnis í hríðinni hafi allmargir árekstrar orðið síðdeg. is, en þá tók færð að spillast. Á Laufásvegi var allharðus1 árekstur milli tveggja bíla sem stönguðust á miðjum Laufásvegi, — Voru þetta litlir bílar og meidd ist þrennt sem í öðrum bílnum var, lítilsháttar. Á Laugamesvegi varð kona fyrir bíl, en siasaðist * til allrar hamingju ekki mikið. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.