Morgunblaðið - 21.12.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.1955, Blaðsíða 1
32 síður (2 blöð) tt árgamg'&r 292. tbl. — Miðvikudagur 21. desember 1955 rrent»«iiK' ttargunblaðsbH Nú er tekið að styttast til jólahátíðarinnar — og jólablærinn færist óðum yfir bæinn. Fólk stendur í jólainnkaupunum, verzl- anagluggar hafa verið prýddir, göturnar skrautlýstar — og það ^ sem mörgum þykir mest um vert — jólasnjórinn er kominn. F.n það er ekki aðeins fullorðna fólkið, sem á í önnum — börnin gera líka sitt til þess að jólin megi verða sem ánægjulegust. Litlu stúlkurnar hér á myndinni eru að fara í búð fyrir mömmu — og stöldruðu sem snöggvast við búðarglugga, er ljósmyndari I Mbl., ÓI. K. Magnússon, tók þessa mynd af þeim. „Mig langar til þess að gefa litlu systur þetta þarna í jólagjöf — en þó langar mig meira til þess að fá hitt sjálfa“, segir sú stutta. Júgoslavía kjörin í Öryggisráðið í Endi bundinn á tveggja mánaða deilu j i . • ■ NEW YORK, 20. des. ID A G fóru fram í ailsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna kosn- ing fulltrúa í öryggisráðið. Var Júgóslavía kosin með 43 atkv.,' eða fimm atkv. meira en tilskilið er. Filippseyjar hlutu 11 atkv. — en 13 þjóðir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Um næstu mánaðamót munu hinir kjörnu fulltrúar sem setið •hafa í Öryggisráðinu, ganga úr því samkvæmt lögum S. Þ. Eru það Nýja Sjáland, Brazilía og Xyrkland. Þau ríki, sem við taka ásamt Júgóslavíu, eru Ástralía og Kúba. Svo sem kunnugt er,' eiga stórveldin fimm, Bretland, Bandaríkin, Ráðstjórnarrikin, Frakkland og Kína fastafulltrúa í ráðinu. MÁLAMIÐLUNARTILLAGA ♦----------------------- FORSETANS W\ r dagar eru nú til jóla Setja kommúnistar á sam- göngubann við V-Beri'sn ? tyrrverandi utanríkisrgð- lierra dmdtir ti! daiíða K-HÖFN: — Tass fréttastofan rússneska hefir skýrt frá því, að fyrrverandi utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Pak Hen En, hafi nýlega verið daemdur til dauða af opinberum dómstóli í N-Kóreu. Er hann fundinn sekur um bað, að hafa starfað fyrir Bandaríkja- menn — og þjónað hinum „illa málstað". Ótii hefur gripið um sig i borgirmi H BERLÍN ÓTUN austur-þýzku stjórnarinnar um að setja á samgöngu- bann við V-Berlín, veldur hernámsstjórnum Vesturveldanna í Þýzkalandi nú sífellt meiri áhyggjum. Þau horfast nú í augu við vandamál, sem Bandaríkjamenn leystu á sínum tíma með loft- brúnni marg umtöluðu. í V-Berlín búa nú um 2,2 millj. manna og samgöngubann milli V-Þýzkalánds og Berlinar mundi að sjálf- sögðu hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. HERÐA EFTIRLITH) Grunurinn um, að alvara sé í hótunum austur-þýzku stjórn- arinnar styrktist nokkuð nú um helgina, þegar skýrt var frá þvi, að kveðinn hefði verið upp cang- elsisdómur yfir Þjóðverjum, sem sekir hefðu fundizt um að reyna að smygla matvælum ; til V-Berlínar. Voru dómar þess- ; ir allt frá fimm til tíu ára fangelsi. í V-Berlín er því hald- ið fram, að meira sé um slíkar fangelsanir, þó að ekki hafi ver- j ið látið uppi — og álitið er, að I sterkur njósnarahringur komm- I únista hafi verið settur um ! borgina. ÞAR SEM vitað var að Dettifoss, skip Eimskipafélagsins, var á * malgagm austur-þýzku stjorn , - * , ,. - annnar, sagði nylega, að Vest- sömu sloðum og Arnarfell, skip SIS, sem varð að hætta við urve,din hafi engan rétt til þess að sigla til Kotka í Finnlandi, snen Mbl. ser til Eimskipafelagsms að sitja j Berlín __ og agstaga og spurði hvort Dettifoss hefði órðið fyrir töfum af ís. En engai þ(,n'r:.i muni fai’a þar versnandi. fréttir hafa borizt um að ís hefði hindrað ferðir hans og mun Eimskipafélagið halda áfram ferðum til Finnlands. Dettifcss tetst ekki við f enda ísvarinn í I.ENINGRAD OG i FINNLANDI Dettifoss hefir verið á siglingu til Leningrad og Finnlands. í i Leningrad lestaði hann rúgmjöl og 50 í-ússneska jeppa. Síðan var haldið til Kotka í Finnlandi. ENGAR HINDRANIR í Kotka lestaði Dettifoss pappír, tirnbur, þilplötur og ýmsar aðrar vörur. Fór skipið þaðan í síðustu vikulok. Gekk ferðin ágætlega og ekkert bar á þvi að ísar hindruðu för þess, enda er skipið sérstaklega sterkbyggt og með ísvarnir, eins og öll skip Eimskipafélags ins. Er gert ráð fyrir því að annað skip Eimskipafélagsins verði í Finnlandi í lok næsta mánaðar. Dettifoss er nú í Helsingfors, en búizt við að hann sigldi af stað heimleiðis í dag. Hefur ferðin fram til þessa gengið að óskum. 4,900 millj. dollara WASHINGTON, 20. des,: — Á fundi með blaðamönnum i dag skýrði John Foster Dulles utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna frá því, að stjórnin mundi fara þess á leit við þingið, að á næsta fjár- hagsári yrðu veittar 4.900 millj. dollara til aðstoðar við erlend ríki. Dulles sagði, að búizt væri við því að aðstoð sú, sem Banda- ríkin veita í ár erlendum ríkjum til efnahagslegrar og hernaðar- legrar uppbyggingar yrði um 4.400 miilj. dollara. — Reuter. DREGUR TIL TÍDINDA? Aðstoðarforsætisráðherra aust- ur-þýzku stjórnarinnar lét þess getið um líkt leyti, að hin and- kommúniska stjornarnefnd Vest- urveldanna hefði mjög mikla hættu í för með sér fyrir Berlín. Sagði hann, að ef til styrjaldar kæmi, mundu Vesturveldin ekki geta haldið fótfestu í borginni og mundu þeir þá sprengja hana í loft upp með atomsprengju. f sjálfi’i V-Berlín hafa komm- únistar mikla neðanjarðarstarf- semi og reka geysilegan áróð- ur gegn Vestui’veldunum. Þar hafa ungkommúnistar oft látið til sín taka. Stjórn kommúnista hefur nú einnig látið verka- mannahernum ný og öflugri vopn í té og er litið á það sem eina af ráðstöfunum kommúnista, til þess að herða eftirlitið með sam- göngunx við V-Berlín. í tvo mánuði hefir staðið í þrefi um kosningu þessa fulltrúa í Öryggisráðið — og þegar kosið var í 36. sinn náðist loks tilskil- inn meirihluti — og féll sætið eins og fyrr greinir í hluta Júgó- slava. Forseti allsherjarþingsins, Joze Maza, fulltrúi Chile, hafði reynt að gera málamiðlunartil- lögu þess efnis, að varpað skyldi hlutkesti um það hvort Filippseyjar eða Júgóslavía skyldu hljóta sætið. Að einu ári liðnu skyldi svo það ríki, sem hlutkestið ynni ganga úr rgðinu, en hitt ríkið kjörið í þess stað. Ekki náðist samt fullt samkomu- lag um þessa málamiðlun. BRETAR OG BANDARÍKJA- MENN ÓSAMMÁLA Margar og sundurleitar tillög- ur hafa komið fram í sambandi við kjörið. Bandaríkin og flest Suður-Ameríkuríkin voru því fylgjandi að eitthvert Asíuríki hlyti sætið. Mættu þeir hai’ðri andstöðu þeirra, er vildu að eitt- hvað Austur Evrópuríki hlyti sætið — en öflugustu fylgismenn þeirrar tillögu voru Bretland og Sovétríkin. — Reuter. ÓÁNÆGJA UNGVERSKRA RITHÖFUNDA ÚTLIT er fyrir að mikil óánægja sé ríkjandi í Ungverjalandi meðal rithöfunda og listamanna vegna ritskoðunar og þess þrönga sviðs, sem listamönnum er gefið að starfa á. í nýútkomnu blaði ung- verskra rithöfunda er þetta látið berlega í ljós. Óánægjuraddir þessar munu að líkindum verða bældar niður af stjórnarvöldun- um — og „ódæðismennirnir" látnir hverfa af sjónarsviðinu Óánægjukliður þessi náði há- marki sínu á nýafstöðnu þingi rit- höfunda — og segir tímarit þeii'ra á þá leið að „að nokkrir rithöf- undar hafi tekið fjandsamlega af- stöðu til stjórnarvaldanna og framkvæmda stjórnarinnar, er viðvíkur listamönnum". Blaðið segir ennfremur, að menn þessir virðist hafa myndað með sér vel skipulögð samtök og forystu- menn rithöfundafélagsins, sem hlýtt hefðu boðum kommúnista hefðu algei’lega orðið að draga sig í hlé. Kertasníkir á Akureyri. Það var uppi fótur og fit á Akureyri á sunnudaginn var, þegar hinn síkáti, fljúgandi jólasveinn, Kertasníkir, brá sér þangað norður. Góðri stund áður en að Kertasníkir hélt innreið sína í bæinn. safnaðist fólk saman á Ráðhústorgi en mynd þessi er tekin áður en að dimmt var orðið, en þá kom hann inn á torgið og var þá mannhafið miklum mun meira en myndin sýnir. Eftir ánægjulega úuiid með Akureyrarbörnunum fór Kertasníkir í áeimsókn á sjúkrahúsið í bænum og hér er hann við sjúkrahúsið í bænum og hér er hann við sjúkravið sjúkrabeð lítils drengs með jólaglaðning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.