Morgunblaðið - 21.12.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.1955, Blaðsíða 14
14 4f ORGUNBLABI* Miðvikudagur 21. des. 1955 pcrr-aic-ji-z: -ac-1 ac. ar..^rxi.—-Jig. ■ J»z=ranEr---.3rgT7,jn^ ANNA KRISTÍN ) , EFTIR LALLI KNUTSEN * F ramh.aldssa.gari 31 Að lítilli stundu liðinni lædd- ist Sesselja inn til okkar. — Gefðu mér eitt staup af franska 'arennivíninu, sagði Anna Kristín. pegar Sesselja kom með það cæmdi systur mín það þegjandi, setti það siðan frá sér og þurrk- aði sér um munninn. — Þú ert ekki með öllum mjalla, sagði ég, — Jú, sagði hún, nú ætla ég að ,-ýna hver ræður húsum hér á Mæri. Segðu stúlkunum . að ’feggja á borðið, Sesselja. ívar Viorðar graut eins og venjulega. Augu þeirra mættust. — Já, án hans getur hann ekki verið, sagði Sesselja mjúkri röddu. — Á ég að gefa honum seljasmjörið með? — Já, það er sjálfsagt orðið mátu- lega þrátt, sagði systir mín harð- lega. Þannig var mál með vexti að ívar datt stundum í hug að fara að spara og byrjaði þá oftast á því að láta okkur öll borða smjör, sem farið var að þrána. Líkaði öllum það illa, sem von var. — Sæktu smjörskeið og krukku, hélt systir mín áfram, ÆvisagnðHtlð ég ætla sjálf að ná því ofan í kjallara. Sesselja svaraði ekki, en kom brátt með trésleif og tin- krús. — Þetta er ekki smjöraskj- an, Sesselja, sagði ég, smjörið vernsar um allan helming við að geyma það í þessu íláti. — Það vei’ður nógu gott handa ívari, sagði systir mín snúðugt, greip lyklakippuna af Sesselju og gekk út. Dorothea fór að leggja á borðið og ég gekk fram í eldhús. Skyndilega datt mér í hug að ég gæti huggað systur mína, ef ég næði tali af henni einni og ég flýtti mér á eftir henni niður í kjaliarann. Kjallarinn á Mæri var djúpur og vel byggður. Allan ársins Strandamenn með myndum af 500 manns er vegleg ióla- gjöf handa öllum, sem unna þjóðlegum fræðum 4ra herbergja Ibúð í vesturbænum i góðu standi til sölu. — Laus nú þegar. — Uppl. gefur Málflutningsskrifstofa Einar B. Guðmundsson, Guð laugur Þorláksson, Guðmundur Pétursson. Austurstræti 7. Símar 3202 og 2002 Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5 hring var þar ískalt. Þar voru geymdar öltunnur, brennivíns- ámur, ýmsar búsafurðir og fleira. Hún varð mín ekki vör, því að hún sneri baki við mér. Ljósið hafði hún sett frá sér og skóf smjörið upp úr tunnu með sleif- inni og setti það í tinöskjuna. Mér sýndist hún strá salti á það um leið. — Hvers vegna saltarðu smjörið? spurði ég undrandi. Henni brá sýniléga og hún sneri sér snöggt að mér: — Hvað á það að þýða að læðast svona aftan að mér? sagði hún gremjulega. — Mig langaði til að tala við þig, sagði ég. — Og þurftirðu endi- lega að laumast á eftir mér nið- ur í kjallara til þess? Hvernig veiztu að ég er að salta smjörið? — Ég sá það. Hún var móð eins og hún kæmi af hlaupum og kinnar hennar rjóðar. — Þú ætlar auðvitað að hlaupa með það til ívars? — Hvaða ástæða væri til þess? sagði ég steinhissa, það getur vel verið að smjörið batni við saltið. En þú veizt það, Anna Kristín, að ég hef aldrei gert það uppskátt, sem þú hefur trúað mér fyrir. Þó að birtan væri dauf í búrinu, sá ég að svipur hennar var undarleg- ur. — Það er nú líklega ekkert trúnaðarmál þó þú sæir mig salta smjörið. — Auðvitað ekki, sagði ég særð, en ef ég get komið í veg fyrir að ívar hreyti í þig ónotum vegna smjörsins, með því að þegja, þá geri ég það að sjálf- sögðu. Mér þykir svo vænt um þig, elsku systir mín, að ég vil allt fyrir þig gera. — Viltu lofa mér því að þegja yfir öllu, sem þú sérð og heyrir til mín í fram- tíðinni, hversu óskiljanlegt sem það kann að virðast þér? — Já, svo sannarlega hjálpi mér guð. Andlitsdrættir hennar breytt- ust skyndiiega, svipurinn varð mildur og hún leit svo ástúðlega á mig, að mér vöknaði um augu. — Ég vildi óska að þig henti aldrei neitt illt, systir mín góð, sagði hún blíðlega. Þú þyrftir að giftast og eignast þitt eigið heim- ili. Hjá mér er þér ekki hollt að vera. Hún fékk mér öskjuna, tók ljósið og sagði. — Við skulum koma. Stuttu seinna leiddumst við upp kjallarastigann. Bókaunnendur! í bókinni Listamannaraunir er eitthvað fyrir alla, ýmsir skemmtilegir kvistir, þar á meðal Tengdamæður, Góðglaðir sjómenn, Kærar vinkonur, Andatrúarfólk, Spákonur, Veiklaðar kunningjakonur og margt fleira. Eflið hag ís- enzkra bókmennta með því að styðja ungu skáldin. Unið ^ður við lestur Listamannaraunanna í jólafríinu. — Bókin fæst í öllum bókabúðum. ÚTGEFANDI. Við settumst nú að borðum. Gynter réðist á steiktan grís, en ívar byrjaði á grautnum. — Grautur er nógu góður mat- ur handa hverjum sem er, sagði hann, réttu mér smjörið, kona. Anna Kristín greip smjöröskjuna. Hún var óvenjulega föl í andliti. Eftir því tók víst enginn nema ég, því að Gynter var í óðaönn að skera sundur steikina, en ívar bjó til holu í grautinn fyrir smjörið. — Ætlarðu að taka þrælinn með þér á veiðarnar á morgun? sagði Gynter og lét sem hann tæki ekki eftir okkur konunum. 1— Já, ég gerði honum orð að hitta mig með morgunsárinu. Ég JóEasaia á lömpum í Listamannaskálanum Á boðstólum verða yfir 200 gólf- og borðlampa fró Ameríku og Þýzkalandi. Verð við allra hæfi. Aldrei hefur sézt eins mikið úrval lampa samaa komið á einum stað á Islandi. Sjálfsafgreiðsla. Fallegur lampi er fögur jólagjöf. HEKLA H.F. M YUMG Við bjóðum ávallt það bezta ROTAFLEX skermamir eru koiunir aftur. ROTAJFLEX eru lampaskermar framtíðarinnar — nýtt form — nýtt efni. ROTAFLEX lampaskermar gefa góða birtu, draga ekki mikið úr ljósmagninu. — Þægilegir til að vinna við og fallegir í útliti. — Fallegir litir. ROTAFLEX skermar safna ekki í sig ryki eða óhreinind- um og þá má þvo úr volgu sápuvatni. Með hinum léttu og stílhreinu línum ROTAFLEX eru þeir hentugir til notkunar þar scm óskað er eftir failegri og þægilegri lýsingu á heimilum, skrifstofum og viðar. ROTAFLEX lampa í eldhús er hægt að hækka og lækka. Aðalumboð á íslandi fyrir ROTAFLEX Raforka Laugavegi 63. — Vesturg. 2. —• Sími 80946. ítalskir luxirshálsklútar meðal annars puresilkiklútar og ullarklútar. GULLFOSS Aðalstræti. Nýkomiö Rafmagnsþurrkur 6, 12 og 24 volta * Bílaraftækjaveri!. Hafldórs Olaíssonar Rauðarárstíg 20 ■— Sími 4775

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.