Morgunblaðið - 23.12.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.12.1955, Blaðsíða 1
32 síður (2 blöð) Mafri 41 éxfmwgwr 294. tbl. — Föstudagur 23. desember 1955 PrentraaSXIa Margunblaðsiat Comet III Myndin sýnir brezku þrýstiloftsflugvélina Comet III af de Havilland-gerð. Bretar gera sér vonir im, að með smíði og reynsluflugi þessarar flugvélar verði þeir aftur fremstir í flokki við fram- leiðsiu þrýstiioftsflugvéla. Er nú unnið í Bretlandi að smíði enn fullkomnari þrýstiloftsflugv., Comet fV, sem gert er ráð fyrir, að verði fullgerð árið 1959. 120 millj. kr. uppskipunarhöfníNjarðvíkum Engin ósk liorin fram um flotastöð í Hvalfírðí Stutt s.omtal við Wright aðmírál, yfirmarin flota Atlantshafsbandalagsríkjaniia EIN N þeirra manna, sem íslenzku blaða- mennirnir ræddu við nú fyrir skemmstu, er þeir dvöldu á vegum NATO í París, var Wright flotaforingi, yfirmaður flota Atlantshafs rikjanna. Höfuðstöðvar flotaforingjans eru í Norfolk í Bandaríkjunum, en vegna ráðherra- fundar NATO-ráðsins var hann nú kominn til Parísar. Ekki sagði Wright flotaforingi að farið hefði verið fram á það við íslendinga, að hér yrði sett á stofn flotahöfn og kvað hann engar líkur til þess að slíks yrði óskað. VAR YFIRMAÐUR A KAFBAT Jerauld Wright flotaforingi er 57 ára að aldri. Hann hefir starf- . að sem flotaforingi NATO aðeins um tveggja ára skeið. Wright er kunnur úr síðasta stríði m. a. . fyrír þá hetjudáð að flytja á brott írá Frakklandi Giraud hershöfð- inga Frakka, sem tekizt hafði að strjúka úr fangelsi Þjóðverja í Þýzkalandi og komast huldu höfði til Frakklands. En þá var I Wright yfirmaður á kafbát og tókst honum að sigla bátnum upp að ströndinni við La Fossette, en það var að sjálfsögðu mikið hættuspil að sigla kafbáti inn í höfn, sem var á valdi Þjóðverja. En þetta tókst og þótti hið fræki legasta afrek. ENGIN FLOTASTÖÐ Á ÍSLANDI f viðtali sínu við okkur ísl. blaðamennina lagði Wright flotaforingi mjög mikla áherzlu á mikilvægi íslands frá sjónarmiði sjóhernaðar. Á íslandi er nú mikilvæg flugstöð fyrir Atlants- hafsríkin og ég vona að þið gerið ykkur ljóst af hverju við erum þar. Önnur NATO-ríki hafa einn- ig veitt mikilvægar bækistöðvar t. d. Danir í Grænlandi og Portu- galar á Azoreyjum. Fyrirspurn- inni um það hvort farið mundi fram á það að fá afnot flotastöðv- ar á íslandi svaraði aðmírállinn algerlega neitandi. Það hefir ekki verið óskað eftir að fá að reisa flotastöð á fslandi og ég tel alls ekki h'klegt að þess verði óskað. Hins vegar hefir verið farið fram fi að fá afnot af herskipalægi í Hvalfirði, en það þýðir alls ekki að þar verði flotahöfn. Þar munu herskip ekki leggjast að bryggju Geiliavirk! regn fellur í Birmingham BIRMINGHAM, 22. des. Geisla- virkt regn féll fyrir nokkrum dógum í Birmingham. Skýrði dr. Fremlin kennari við Birming- hamháskólann, frá þessu í dag. Kvaðst hann hafa safnað rign- ingarvatninu í gamalt baðker, og hefði Geigermælir sýnt, að vatnið var geislavirkt. Kvaðst hann álíta, að geislavirkunin ætti rætur sínar að rekja til kjarn orkusprenginga í Nevada-eyði- mörkinni í Bandaríkjunum. — Geislavirkunina kvað hann vera svo litla, að engin hætta stafaði af henni. Reuter—NTB Jerauld Wright flotaforingi og hermenn ekki ganga á land. í öllum flotastöðvum er margt Frh. á bls. 2 íngar jóla- eia nýárs- veizlur á Kýpur í ár NICOSIA, 22. des. — í dag kom enn til talsverðra átaka í nokkr- um borgum á Kýpur. Skæruliðar beittu skotvopnum og vörpuðu handsprengjum. Tveir menn særðust. Brezkir hermenn hófu þegar leit að skotfærum. Brezk yfirvöld á eynni fóru þess á leit í dag, við eigendur gistihúsa, veit ingahúsa og klúbba, að þeir gæfu ekki kost á húsakynnum sínum til að halda þar veizlur á jól- unum eða nýjárinu. Reuter—NTB í óiétti • SAM. ÞJÓÐUNUM, 22. des. Öryggisráðið hélt í kvöld áfram umræðum sínum um ákæru Sýrs lands á hendur á ísrael, en eins og menn munu minnast réðust ísraelskir hermenn fyrir stuttu á sýrlenzkt virki við Galíleuvatn. • Burns hershöfðingi, yfirmað- ur vopnahlésnefndarinnar í ísra- el, hefir tjáð öryggisráðinu, að árás þessi hafi verið algert brot á vopnahléssamningnum. Ekki væri haegt að bera í bætifláka fyrir þessa árás með þeirri stað- hæfingu, að Sýrlendingar hefðu ráðizt á ísraelska fiskibáta á Galí- leuvatni. í þessari árás féllu 56 Sýrlendingar, en 6 fsraelsmenn. • Lagði Burns til, að þessir tveir aðilar gerðu með sér samn- ing þess efnis. að íraelskir lóg- reglubátar gættu fiskibátanna í vissri fjarlægð frá vatnsbakkan- anum, en Sýrlendingar hefðu heimild til að nota vatnið. Einnig skyldu Sýrlendingar og ísraels- menn skiptast á stríðsföngum sem fyrst. Sýrlendingar hafa farið fram á, að ísrael yrði rekið úr SÞ, og vilja að SÞ leggi viðskiptabann á ísrael. Brezka Cometan varð að snúa við á síðasta áfanga hnattflugsins MONTREAL, 22. dee. BRETAR höfðu í dag vonazt til að sjá þrýstiloftsil«gvélina Comet III Ienda á Lundúnaflugvelli skömmu fyrir hádegt (eftir enskum tíma) að afloknu flugi umhverfis hnöttiwa. Hn þeim varð ekki að von sinni. Á síðasta áfanga hnattfhageÍBS frá Montreal til Lundúna varð flugvélin að snúa við —. vegna bilunar — eftir klukkustundarflug frá Montreal. Var þetta nokkurt áfall fyrir brezka þrýstiloftsflugvélafram leiðslu, þar sem Bretar höfðu bundið miklar vonir við, að smiði og reynzla þessarar flug vélar myndi skipa þeim á nýj- an leik fremstum í gerð þrýstiloftsflugvéla. Comet IH er farþegaflugvél af de Havil landgerð. Þrýstiloftsflugvélin mun tefjast Klifu tíu tindu í Himuluyu- fjöllum GENÚA, 22. des. •— Fjórir þýzkir j fjallgöngumenn — á leið heim — komu til Genúa á ítalíu í dag, eftir að hafa klifið tíu fjallstinda í Himalayaf jöllunum. Fjallgöngu- mennirnir fjórir eru frá Miin- chen. Fararstjórinn Heinz Stein- metz er kaupsýlumaður, og voru kennari, stúdent og verkfræðing- ur einnig í förinni. Segjast þeir hafa klifið Annapurnatindinn, sem er rúmlega 24 þús. fet á hæð. Einn brezkur og tveir jap- anskir leiðangrar höfðu áður gefizt upp við að klífa þennan fjallstind. Reuter —NTB i nokkra daga í Montreal. Vél flugvélarinnar niun hafa bilað, en ekki er nánar kunnugt, hvers konar vélbilun var hér um aö ræða. De Havilland-fyrirtækið tilkynnti, að nauðsynlegt kynni að verða að skipta um kreyfil, og yrði þá að senda hann frá Bretlandi til Montreal • Þrýstiloftsflugvélin lagði upp f hnattflugið í byrjun þessa mánað ar, og hefir farið um 26 þús. mílur á alls rúmlega 85 flug- klukkustundum. PARÍS — Það kann að virðast kynlegt, en samt er það svo, að Vietminh mun innan skamms eiga sendiherra í París, þó að komm- únistar í Vietminh og fránskir hermenn hafi fyrir 15 mánuðum barizt af mikilli hörku. Er þetta árangurinn af nýafstöðnum, leyni legum samningaumleitunum milli Frakka og Ho Chi Minh. Þetta kann að hafa talsverð áhrif á allt samband milli frönsku stjórnar- innar og stjórnar Ngo Dinh Diems, sem á enn í höggi við kommúnista í Indó-Kína. — Að baki alls þessa umstangs, er löngun Frakka til að eiga svo lengi sem mögulegt er, ítök í Indó-Kína. Mjög alvarlegnr mjólk- urskortur er í bæoum Mikil ófærð í Austursveitum Dagskammtur ekki umf ram 1 lílr.i REYKVÍKINGAR búa nú við mikinn og alvarlegan mjólkur- skort, vegna samgönguerfiðleika um allar sveitir fyrir aust- an Fjall. — Þaðan komust engir bílar í gær. — í gær var mjólkur- skammturinn á heimili 1 lítri og ekki horfur á því í gærkvöldi, að hægt verði að auka hann í dag. Jafnvel vafasamt að hann verði svo mikill. LATLAUS HRBD Fréttaritari Mbl. á Selfossi símaði í gær, að á þjóðvegunum væri orðið hið versta færi, enda látlaus hríð í gærdag. — Sagði hann að Flóinn væri allur orð- inn bráðófær. Tvær ýtur hafa verið þar að verki, en hafa ekki undan í skafhríðinni. 5 BILAR A LEIBINNI Farþegavagn frá Selfossi, sem lagði af stað þaðan um kl. 1 í gær, var kominn í Hveragerði í gærkvöldi. Þá voru fimm mjólk- urbílar á leið til Reykjavíkur eða öllu heldur gerðu tilraun til þess að komast þangað, og var ekki vitað hvernig þeim myndi ganga. Þeir eru með 30.000 lítra mjólkur. Þessir bílar voru í gærkvöldi enn vestur við Selvogsheiði. Voru þar miklir fartálmar, hríð og skafrenningur. Snjóplógur fór fyrir þessum bílum. Mjólkursamsalan man í dag selja bæjarbúum jólarjómann, sem er 1 peli gegn mjólkur skömmtunarmiða nr. 48. • • • Sú mjólk er verður á boðstól- um í dag verður m. a. úr Borgar- firði, en þaðan var skip vœntan- legt um miðnætti í nótt er leið með mjólk. Landlep GRUNDARFIRÐT, 22. des.: —- Ekkert hefur verið farið á sjó héðan síðastliðna fjóra daga. Afli var sæmilegur í síðasta róðri héð- an, og einnig hjá bátum í nrer- Hggjandi verstöðvum. Búizt er við að róðrar hefjist á venjuleg- um tima eftir áramótin. — EmiL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.