Morgunblaðið - 23.12.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.12.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUN BLAÐIÐ Föstudagur 23. des. 1955 ] Framhaldssagan 33 *inn var hér á Mæri begar víð * \r/~vm11r-v'i Vinim f rTir^nrlViDÍtni? Mér þykir vænt um að þú veikt- ist, heyrirðu það. — Hvað áttu við, ívar? spurði ég undrandi. Hann glotti. — Þú, sem ert svo gáfuð, þú ættir ekki að þurfa að spyrja. Ég varð veikur á Hlöðum. Og aftur núna. Það kom sér hreint ekki illa fyrir þann, sem vildi hindra veiðarnar á morgun. Ennþá var mér algjörlega hulið iivað hann meinti. Hann sá það, hló og lét talið niður falla Tíminn leið og nú var kominn september. Haustið var svo gott að menn mundu ekki annað eins. Himininn hvelfdist heiður og folár yfir sveitinni okkar. Bár- Urnar gjálfruðu glaðlega við fjörusteinana. Skógurinn skrýdd- ist fögrum haustlitum og sólin skein dag eftir dag. Anna Kristin átti von á þriðja barni sínu á hverri stundu. Það var gestkvæmt á Mæri um þess- ar mundir, því að hjartarveið- arnar voru byrjaðar. Vegna þess að svona var ástatt fyrir systur minni varð ég að gegna öllum húsmóðurskyldum við gestina. Reyndar ríkti friður og spekt samt sem áður á Mæri þetta haust. Anna Kristín var róleg og hélt kyrru fyrir. ívar var mjög góður við hana og vildi á allan hátt bæta fyrir það brot sitt, að láta í ljós hinn hræðilega grun sinn, óveðursnóttina forðum. Hann og gestir hans skutu marga ihirti og allir voru ánægðir. Merete og Ebbe Carstensson voru bæði í heimsókn hjá okkur, en enn sem komið var, hafði ég lítið notið samvista við þau, sök- um annríkis. Dag nokkurn, þegar allir gest- irnir voru á veiðum ásamt hús- bóndanum, lét ég söðla hest og reið alein niður að sjó. Fyrst reið ég meðfram Mærisvíkinni, en sneri þar til norðurs og inn í skóginn. Ég átti ekki neinna von þarna og varð því meira en lítið undrandi þegar Lárusi skaut allt í einu upp við hlið mér. Hann var klæddur bóndabún- ingi og bar öxi og haka um öxl. Ég leit víst spyrjandi á hann, því að hann brosti og sagði: — Ég bý hér skammt frá. Hjáleigan, sem föður mínum féll í skaut, er hér inn í skóginum. — Farðu ekki, sagði ég, ég þarf að tala við þig. Ég held að þú sért ekki með öllu viti, hvað heldurðu að ívar segi þegar hann uppgötvar að þú býrð í landar- eign Mæris? — Hann veit það, sagði Lárus og beit í hvannarót- arstilk og tekur því eins og mað- ur. Magisterinn sagði honum víst að ég væri á hnotskóg eftir yður og það framframt að yður væri það ekki á móti skapi. Eg þori ekki að leiðrétta þenijan mis- skilning. — Auðvitað ekki, sagði ég hugsandi, renndi mér úr söðlin- um og settist á stóran stein. Lár- us stóð fyrir framan mig, hár og glæsilegur, brúnn í andliti, dökk- hærður, með bjart og fallegt bros. — Hvérnig líður henni? sagði hann. — Ég veít það ekki, hún er fáorð. — Heldurðu að henni líði illa? — Ég veit ekki, sagði ég aftur, áður fyrr gat ég oft séð á augum hennar að hún grét á nóttunni. Nú sé ég það ekki leng- ur. — Það er slæmt, sagði hann hægt. Þegar fólk getur ekki leng- ur grátið, er hætta á ferðum. — Hvað á ég að gera? sagði ég ráðþrota. — Þú getur ekkert gert. Það verður hver að ganga sína götu. — Það segir magister Hieronymus líka. Segðu mér, hvernig stóð á því að magister- komum heim frá Þrándheimi? — Hann var á leið til Levanger og kom hér við. Hann var í at- vinnuleit og ég benti honum á að höfuðsmanninum vantaði skrif- ara. Mogensson réði hann strax, svo að hann verður á Mæri í framtíðinni. Og það er gott, jóm- frú. Gamlir vinir eru beztir vinir þegar á reynir. Ég leit á hann, en hann horfði niður fyrir sig og tuggði hvönn- ina. Við þögðum bæði um stund. Svo rauf ég þögnina. — Jæja, ég verð að halda áfram. Ég stóð upp og hann lyfti mér í söðulinn. — Hvert ertu að fara með öxi og haka? spurði ég glaðlega. Þú lít- ur út eins og skógarhöggsmaður. — Hafið þér ekki heyrt fréttirn- ar, jómfrú? Höfuðsmaðurinn ætl- ar að fara að láta grafa járn úr Mærismýrunum. Hann og verzl- unarráðið hafa verið á ferðinni síðan í býti í morgun og athuga möguleikana. Verzlunarráðið hef- ur vit á málmum, eins og öllu öðru, og hann heldur að þetta gangi ágætlega. — Það væri ósk- andi, sagði ég. Lárus lyfti húf- unni, kvaddi og hélt inn í skóg- inn. — Bíddu Lárus, hrópaði ég allt í einu. — Hvað viljið þér mér, jómfrú? Hann stanzaði. — Það var annars ekkert, sagði ég eins og við sjálfa mig, sló í hestinn og reið heim. Um nóttina ól Anna Kristín son. Ég svaf fast, því að ég hafðí gengið þreytt til hvílu. Ebbe og Jörgen Randulf höfðu verið sam- an við veiðarnar og lögðu falleg- an hjört að velli. fvar lét matbúa hjartarsteik til kveldverðar og veitti vel af brennivíni og allir gengu saddir og ánægðir til rekkju. Ég rumskaði við það að ein- hver tók í öxl mína. Svo heyrði ég að Sesselja sagði: — Komdu strax. Systir þin er búin að eign- ast son. Hann er að deyja. Ég rauk fram úr rúminu og fór, hálfsofandi, að leita að sokk- unum mínum. Sesselja fleygði til mín morgunkjól. Flýttu þér. Þú hefur ekki tíma til að fara í annað en þetta. Ég spurði einskis, en fylgdi Sesselju skjálf- andi inn til systur minnar. Anna Kristín lá föl og þjáð í rúminu. ívar stóð við rúmið og hélt á einhverju í fanginu. Hann horfði ráðvilltur ýmist á systur mína eða okkur. Sesselja tók nú barnið, sem vafið var innan í teppi, frá hon- um- — Það verður að skíra hann, Anna Kristín, sagði hún. — Já, sagði Ivar. Hann er svo veik- burða. Er hann — er hann fædd- ur fyrir tímann, Sesselja? Ég sá að augu systur minnar hvíldu á Sesselju, sem svaraði þurrlega: — Að minnsta kosti mánuði fvrir tímann, eða meir. Hann lifir ekki lengi. Þér verðið að halda hon- um undir skírn, jómfrú. Ég sá að svipur fvars léttist og hann varp öndinni eins og þungu fargi væri af honum létt. ____ Ég fer og sæki Carstensson, hann getur verið skírnarvottur, sagði hann og hvarf út um dyrnar. — Sæktu magisterinn líka, kall- aði Sesselja á eftir honum. Hann er prestlærður. Það verður að duga. Hún rétti mér barnið. — Hald- ið þér á honum á meðan ég þvæ systur yðar og greiði. Hún verð- ur að líta sæmilega út við skírn- ina. Ég stóð nú með þennan hvíta böggul i fanginu. Inn í teppinu sá ég lítið, rautt andlit og blá augu. Hann var ekki mikið hærður, en hárið var svart og silkimjúkt. Mér þótti barnið ekki fallegt, en frá því lagði einhverja sterka, hlýja strauma beint að hjarta mér. Þessi litli systurson- ur minn, deyjandi, vakti hjá mér tilfinningar, sem ég hafði aldrei orðið vör við áður. — Er hann ekki fullburða? spurði Anna Kristín____Nei, sagði Sesselja, hann er fæddur sex vik- um eða meira fyrir tímann. — En Sesselja, þá getur hann verið sonur fvars? — Varstu í efa um það? Ég starði á litla andlitið á svæflinum. Hann hélt höndunum krepptum undir hökunni. Ég kom varlega við aðra þeirra með fingrinum. Höndin opnaðist og lokaðist aftur yfir fingur minn. Jólasala á lömpum i ListanianBiaskálanum SOLDAM EINU SINNI var bóndi, sem átti gamlan og tryggan hund, sem hét Soldán. En þegar hann var orðinn fjörgamall og tannlaus, sagði bóndinn við konuna sína: „Það er bezt, að ég skjóti hann Soldán gamla á morgun. Hann gerir hvort sem er ekkert gagn lengur.“ En konan kenndi í brjósti um vesalings hundinn og bað honum griðar, „Hann er nú búinn að þjóna okkur dyggilega í öll þessi ár, svo að mér finnst hann eiga það skilið, að við gefum honum að éta á meðan hann tórir, skinnið." „Ég vil ekki heyra þetta bull,“ sagði bóndinn. „Og þetta eru allt of mikil brjóstgæði, því að þótt það sé satt, að Soldán hafi reynzt tryggur á meðan hann var upp á sitt bezta, þá hefur hann líka sannarlega fengið það endurgoldið með góðu atlæti.“ Vesalings hundurinn lá í hlaðvarpanum og var að sleikja sólskinið, þegar hann heyrði þetta samtal. Og það má geta nærri, hvort honum hefur ekki orðið órótt að hugsa til þess að eiga nú ekki eftir nema einn dag ólifaðan. Um kvöldið læddist hann út í skóg til úlfsins, sem var bezti vinur hans, og sagði honum frá raunum sínum. „Vertu ekki að vola, kunningi,“ sagði úlfurinn, „ég skal hjálpa þér. í fyrramálið. þegar húsbóndi þinn og konan fara út að breiða heyið taka þau náttúrlega krakkann sinn með sér, eins og vant er, og búa um hann í heyfangi. Á boðstólum verða yfir 200 gólf- og borðlampa frá Ameríku og Þýzkalandi. Verð við allra hæfi. Aldrei hefur sézt eins mikið úrval lampa saman komið á einum stað á Islandi. Siálfsafgreiðsla. Gerið jólaimikaupin tímanlega Failegur lampi er fögur jólagjöf. H E K LA H. F. hrærivéíarnar Kenwood hrærivélin er ódýrust miðað við stærð »g gæði. HENNI FYLGIR: Þeytari, hrærari og hnoð- ari. Ilakavél, grænmetis- •g kornkvörn og plast- yfirbreiðsla. Verð kr. 2.600.00 Nú er hver síðastur — örfá stykki óseld. Báðar þessar vélar má fá með eða án suðuelements. Margra ára reynzla hefir sannað kosti þessara véla. Flestar stærðii uppseldar. Vœntanlegir í janúar H E K LA Austurstræti 14 — Sími 1687

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.