Morgunblaðið - 23.12.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.12.1955, Blaðsíða 9
' Föstudagur 23. des. 1955 MGRGUNBLAÐIÐ 25 •n Sælir eru einfaldir - rit Gunnars Gunnarssonar ÞEGAR skáldsaga Gunnars Gunnarssonar, Sælir eru einfald- ir, kom út í Danmörku árið 1920 var það einróma álit þekktustu ritdomara á Norðurlöndum, að hún væri höfuðverk Gunnars og einhver snjallasta skáldsaga norrænna bókmennta. Naut sag- an strax mikilla vinsælda og var fljótíega þýdd á mestu menning- artungur álfunnar. Gunnari, sem þá var rúmlega þrítugur, var skipað á fremsta bekk norrænna rithöfunda. Ritdómari Politiken, R. Gandrup, sagði meðal annars um þessa bók, að hun væri frá upphafi til enda mótuð af hinni göfugustu list- Enda þótt heldur hafi andað köldu héðan að heiman til Gunn- ars Gunnarssonar, sem og fleiri annarra íslenzkra höfunda, sem fyrst gáfu út verk sín á dönsku, ©g mjög ómaklega, því að verk þessara höfunda gerðu ný-ís- lenzkar bókmenntir kunnar út um heim, þá fór ekki hjá því, að þessari skáldsögu yrði fljótt veitt athygli hér heima. Hún kom sem framhaldssaga í Lögréttu í þýð- ingu Vilhj. Þ. Gíslasonar. var síðar sérprentuð. Þessi útgáfa er fyrir löngu uppseld. Sælir eru einfaidir er svo stór- hrotin og margslungin skáldsaga, að ekki er neitt viðlit að gera «fni hennar skil í stuttri blaða- grein. Hún gerist á einni viku í Reykjavík haustið 1918, þegar sspanska veikin herjaði og Katla spjó eldi og vatnsflóðum. Eld- gosið myndar baktjald skáld- sögunnár ög er einskonar ímynd þess, sem gerist í sálum mann- anna, en höfuðstaðurinn, þar sem veikin geysar og lætur eftir sig Sorg og dauða, verður vettvang- ínr sögunnar. Fjöldi fólks kemur við sögu, en þungamiðja hennar er hin þögla barátta milli læknis- íns, Gríms Elliða-Gríms og Páls Einarssonar. Líklega finnst hvergi í íslenzkum bókmenntum, ©g þótt víðar væri leitað, jafn skörp og nákvæm sálgreining og I þessu meistaraverki Gunnars Gunnarssonar. Andstæðurnar: Ást og hatur eru uppistaða sög- unnar og boðskapur hennar er mannúð og skilningur. Það er ekki svo að skilja, að „essi boðskapur komi fram sem prédikun. Skáldið er alveg hlut- laust, tekur ekki beina afstöðu, heldur lætur atburði og persón- ur tala. Hvatir mannanna til góðs eða ills eru skýrar, lagðar fram fyrir augu lesandans og það er hans að dæma. Sælir eru ©infaldir, er fyrst og fremst sál- fræðileg skáldsaga; í henni gerast fáir stórbrotnir viðburðir, en smáatyik hins daglega lífs koma þess gleggra í ljós. En þrátt fyrir það er sagan svo þrungin drama- tískum krafti, að maður leggur hana ekki frá sér fyrr en að lestri loknum. Og ég hygg, að ekki fari hjá því, að boðskapur henn- ar eigi ef til vill brýnna erindi nú en nokkru sinni áður. Nú mun megnið af hinum stærri ritverkum Gunnars Gunn- arssonar vera komið út á ís- lenzku í heildarsafni Landnámu- útgáfunnar. Það var kominn tími til þess, að þjóðin kynntist ein- um af sínum allra fremstu and- ans mönnum. Fjallkirkjan er sennilega það verk Gunnars, sem flestir hér hafa lesið, enda er það eðlilegt, þar sem hún, frem- ur en aðrar skáldsögur hans, er burtdin við átthagana. En þessi nýja útgáfa færir íslenzkum les- endum heim sanninn um, að Gunnar var þegar fyrir aldar- fjórðungi talinn einn af fremstu skáldsagnahöfundum í Evrópu, þó að venjulegt tómlæti landa hans hafi valdið því, að augu þeirra opnuðust ekki fyrir þeirri staðreynd fyrr en síðar. Af hinum stærri sögum Gunn- ars Gunnarssonar vantar nú víst ekki í Ritsafnið nema Grámann. Sú bók kom út í Danmörku árið 1936. Var hún strax talin meðal fremstu skáldsagna hans. Efni hennar er sótt í Sturlungu og fjallar um baráttu hins litla manns í þjóðfélaginu og er því öðrum þræði þjóðfélagsleg saga, sem gæti átt sér stað á öllum tímum. Það er viðburður í íslenzkum bókmenntum, að fá Sælir eru einfaldir, í smekklegri útgáfu. Þýðinguna hefur Skúli Bjarkan gert og leyst það verk vel af hendi. Jón Bjömsson. / jólakokurnar Nolið i eNc Premíu-gerduftið. Pearce-Duff. Fœst .illstuðar. «OTT ÍJHVAL i Óhætt er að fullyrða að sjald- an hefur úrvalið á bókamarkað- inum verið jafn mikið og fjöl- breytt og nú. Það er því ekki að efa, að þeir, sem velja nú bækur til jójagjafa eiga í erfiðu vali. Mbl. hefur snúið sér til eins af fróðustu mönnum í þeim efn- tim, Guðmundar G. Hagalíns, og leitað áiits nans á jóiaoókunum — Hvað vildir þú segja al- mennt um jólabækurnar í ár, Guðmundur? — Ja, ýmsir hafa að undan- förnu spáð þvi, að islenzk menn- ing værí í hættu stödd, en ég verð að segja það, að bókamark- aðurinn í ár ber þess engan vott, |>vi að aldrei hefur verið úr jafn góðum bókum að velja. ÞKOSKUD SKÁLD — Já, það hefur komið margt nýtt fram á sjónarsviðið — og hvað vildir þú þá segja um ljóð- skáldin okkar — og bækur þeirra? j Það, sem vakið hefur athygli mína einna mest á því sviði, er bók Hannesar Péturssonar. Hann hefur sérkennilegan svipblæ, kveðandi hans er kliðmjúk — og ljóð hans eru þroskuð að formi og hugsun. Ég spyr sjálfan mig ósjálfrátt — hvers konar þróun hann á fyrir sér, því að hann má vara sig á að freistast ekki til að grípa til örþrifaráða, til þess að fara fram úr því, sem hann þegar hefur komizt, og verða dulur og spekingslegur. Þá er það Þorgeir Sveinbjarnarson, fimmtugur maður sem nú kemur fram á sjónarsviðið sem þroskað skáld. SKÁLDIN HAFA SKYLDUR Það er staðreynd, þó raunar- leg sé, að þorri manna fellir sig ekki við órímuð ljóð — og lærir þau ekki. Hvers virði er í raun- inni skáldskapur, sem sárafáir menn geta notið? íslenzk skáld hafa þær skyldur við íslenzka menningu, að leita forms, sem þjóðin getur almennt tileinkað sér. Við í fæð okkar höfum ekki efni á því, að hér þróist bók- menntir, sem verði sérgrein fá- mennrar bókmenntayfirstéttar, sem nokkrir tugir bókmennta- snobba lafa aftan í. Ef ísl. bók- menntir og ísl. menning á að lifa, verðum við að fá fjöldann til þess að lesa og meta það, sem skáldin yrkja og skrifa. ARFTAKI MAGNÚSAR ÁSGEIRSSONAR? Þorgeir Sveinbjarnarson tekur tillit til ísl. rímhefðar, en losar um tengslin og leggur áherzlu á að sníða hverju kvæði stakk innihaldi og efni við hæfi. Þar tel ég markaða stefnu, sem bend- ir til mikilla möguleika. Af öðr- um ljóðabókum mætti benda á smekklega bók Gests Guðfinns- sonar, „Lék ég mér í túni“, — og ljóðaþýðingar, Helga Hálfdán- arsonar, „Á Hnotskógi“, en Helgi virðist ætla að verða arftaki Magnúsar Ásgeirssonar. STÖNDUM NÁGRANNAÞJÓÐUNUM JAFNFÆTIS — Nokkur smásagnasöfn hafa einnig komið út — og hvað vildir þú segja um þau? — IV ér finnst „Þrettán spor“ Þorleif: Bjarnasonar einkar at- hyglisverð og einna veigamest í þessum flokki. Sögur hans eru vel formaðar og í þeim er mikill örlagaþungi og skýrar persónu- lýsingar, Hann er gæddur óvenju legri skopskyggni — og ég er á þeirri skoðun, að við íslendingar stöndum nágrannaþjóðunum fyllilega jafnfæíis í smásagna- ge ð. FRÁBÆR SKÁLDSAGA — Og svo eru það skáldsög- urnar. — Guðmundur Daníelsson hef- ur gefið út skáldsögu, sem heitir „Blindingsleikur". Við höfum RÆTT VIÐ GUÐMUND G. HAGALIN RITHÖFUND UM BÆKURNAR Á JÓLAMARKADINUM Guðmundur G. Hagalín alltaf fundið, að mikið byggi í Guðmundi, en það hefur virzt sem hæfileikarnir hafi ekki getað fallið saman í einn farveg. En þessi bók hans er svo heil, að þar víkur allt að sama punkti, eins og séra Hallgrímur segir. Nátt- úrulýsingarnar þjóna heildar- áhrifunum, líkingarnar eru gripnar beint út úr umhverfi og efni, mannlýsingarnar eru ris- miklar og bak við sjáum við gloppu örlaganna, sem skrifar sitt Mene tekel, eins og forðum á vegginn hjá Nebúkadneser. Óhætt er að segja, að þessi bók er mikill bókmenntaviðburður. Ólafur Jóh. Sigurðsson skrifar ádeilusögu, sem vantar þá inn- lifun, sem alls staðar er nálæg í „Vorköld jörð“. Hann virðist skorta skopskyggni, svo að hon- um mistekst, hvort sem hann vill beita glettni eða háði. ÞRJÁR GÓÐAR BÆKUR — Hafa ekki fleiri skáldsögur komið út í ár, sem vert væri að geta? — Jú, þær eru fleiri mjög at- hyglisverðar. Mætti þar til dæm- is nefna Helgu Bárðardóttur eftir Sigurjón Jónsson ,en Sigurjón hefur á efri árum gerzt sérkenni- legt sagnaskáld og skapar hér sögu með táknrænum persónum. „Strand“ Hannesar Sigfússon- ar er bók, sem sýnir, að höfundi býr mikið í huga — og lesandinn fylgir honum fúslega og með samúð. En mér virðist hann ekki ná því marki, sem hann ætlar sér, enda er leiðin, sem hann velur, vandfarin. Ragnheiður Jónsdóttir hefur nú sent frá sér sitt bezta rit, um sveitastúlku, sem lendir í vandræðum i Reykjavík, en flýr ekki ábyrgð- ina og snýr ósigri sínum í stóran persónulegan sigur. Sagan er sögð af listrænni nærfærni — og djúpum jákvæðum skilningi. HÚSFREYJA KVEDUR SÉR HLJÓÐS Að lokum vildí ég nefna hús- freyju eina í Borgarnesi, Guð- rúnu Jónsdóttur, sem nú sendir frá sér sína fyrstu bók, er nefnist „Helga Hákonardóttir“. Hrekkj- aður greip ég söguna með ótrú, en komst að raun um það, að konan hefur ríka frásagnargáfu — hefur auga fyrir sérkennum manna — og getur þegar bezt lætur skyggnzt undir yfirborðið. Að vísu er þarna að finna van- kanta, bæði í formi og persónu- lýsingum, en tilþrifin eru svo ósvikin, að all mikils má vænta af höfundi, ef hún telur sig ekki vera upp úr því vaxna að læra. Saga þessi er mjög líkleg til : vinsælda. ’ „SÁLMURINN UM BLÓMIГ Annað bindi af verki Þórbergs Þó i ðarsonar, „Sálmurinn um blómið“, er skrifað í skemmti- legum stíl og heíur að geyma margar sérstæðar athugasemdir. í henni eru og mörg skopleg við- töl, en snilldin er ennþá fleyg- aðri af óráðri en í fyrra bindinu. RIT ÍSLENZKRAR PERSÓNU- OG ATVINNUSÖGU — Og svo eru það ferðabæk- urnar — og bækur fræðilegs efnis. — Jú, þá vildi ég helzt nefna óvenjulega bók, sem er ferðabók Vilbergs Júlíussonar, „Austur til Ast,ralíu“. Hún er sérkennilega skrifuð, er full af lífi, skemmti- legum athugasemdum og stað- góðum fróðleik. Síðan er það ævisaga Alberts Schweitzer, sem rituð er af próf. Sigurbirni Einarssyni. Höfundin- um hefur tekizt að gera tiltölu- lega þungt efni auðvelt til skiln- ings almennum lesanda. Annað, sem nefna mætti í þessu sam- bandi, er II. bindi af Vestlending- unum eftir Lúðvík Kristjánsson, sem er þróttmikil og nýstárleg og fjallar um fólkið, er stóð að baki Jóni Sigurðssyni. Einnig ber að nefna tvö veiga- mikil rit um íslenzka persónu- og atvinnusögu. „Tryggvi Gunnars- son“, eftir próf. Þorkel Jóhannes- son, og minningar Thors Jensens, sem Valtýr Stefánsson ritstjóri hefur fært í letur. Svo er það hin skemmtilega ævisaga Árna Thor- steinssonar, skráð af Ingólfi Kristjánssyni. BÓKMENNTASAGA KRISTMANNS — En meðal annarra orða — hvað segir þú um Bókmenntasögu Kristmanns? — Já, ég átti hana eftir. Þetta fyrra bindi er vel skrifað og skipulegt og líklegt til þess að verða það, sem til var ætlazt — sem sé góður alþýðlegur leiðar- vísir um erlendar bókmenntir. Enginn maður skrifar slika bók af eigin raun eða frá eigin brjósti, svo að við snúum okkur að skrif- um Þjóðviljans um bókina. Við getum flett upp hliðstæðum bók- um frá ýmsum löndum og kom- umst þá að þeirri niðurstöðu, að um mörg atriði fara höfundar ákaflega líkum orðum. Það þarf ekki að taka fram, að megin hluta bókarinnar hefur Krist- mann formað sjálfur. Hvað við- víkur árás Þjóðviljans er ekki úr vegi að geta þess, að höfundur greinarinnar gleymir ekki að benda á það, að Kristmann er bókmenntagagnrýnandi Morgun- blaðsins — og það skýrir tilgang- NOBELSVERÐLAUNARIT — Þá erum við komnir að þýddu bókunum, og af þeim er mikið úrval að vanda. — Af þýddum skáldsögum vildi ég fyrst og fremst benda á tvær — en það eru: „Grát ástkæra fósturmold“ eftir Allon Poton og „Kristín Lavransdóttir“ eftir Sigrid Unset. Fyrri bókin er tært meistaraverk þar sem list- fengni, djúpur sálfræðilegur skilningur og jákvæð lífsviðhorf fara saman. Bók Sigrid Unset er ein bezta bók hennar — og sú bók, sem færði henni Nobels- verðlaunin. Hún er í senn frá- bært skáldverk og þannig skrif- uð, að allir geta notið hennar. SORGARSAGA EYSTRA- SALTSÞJÓÐANNA Af öðrum þýddum bókum má neína „Örlaganótt yfir Eystra- sáltslöndum" eftir p/ ófessor Oras Þetta er átnkapleg. bók, sem æfti að verða íslendingum til varnað- ar. í Eystrasai t slöndunum hefpr gerzt á undaníornum árum ejn hörmulegasta orgarsaga, sem dæmi eru til a síöari öldum, þar Frh. á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.