Morgunblaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 1
48 sáður 42. árgangur 295. tbl. — Laugardagur 24. desember 1955 Prentsmiðja Morgunt>laö»»s óikar öiium íanasmönni Jól ársins 1955 eru runnin upp. íslenzka þjóðin heldur hátíð á heimilum sínum og í kirkjum lands síns. Við bjarma jólatrjánna tendrast gleði barnanna á þúsund- um heimila. — Á þessari mynd sést Dómkirkjan í Reykjavík, höfuðkirkja íslands. Við hlið hennar á Austurvelli stendur norska jólatréð. Ljós þess bera skæra birtu á eftírvæntingarfull andlit barnanna, sem bíða jólanna. (Ljósm. Mbl. ÓI. K. M.) HeiBög jól um víða veröEd í dag munu ómar jólabjallanna berast út um ;ili;ni* hinn kristna heim. Jólahelgin er að ganga í garð, og há- tíðasöngvamir munu hljóma heimskautanna á milli. Allt frá nyrstu slóðum til hjambreiða Suður-heimskautsins munu jólin verða haldin hátíðleg. Norður í Thule syngja Grænlendingar jólasálma — og á hjarnbreiðum suður- heimskautslandsins heldur brezkur heimskautaleiðangur heilóg jól. ¦ Píus páfi XII. er nú að leggja síðustu hönd á ræðu, sem hann mun flytja úr gylltu hásæti í Péturskirkjunni á jóla- dag. Ræðan rnun standa í hálftíma og mun páfinn leggja megináherzluna á frið. i Herstjórn Jórdaníu hefur lýst því yfir að landamærin við Jenisalem verði opnuð öllum pílagrímum. Strax og j þau opnuðust komu hundruð pflagríma að landamæra- j stöðvunum milli ísraels og Jórdaníu. Gengu þeir framhjá vopnuðum vörðum ísraelsríkis. Fjöldi manna mun feta í fótspor vitringanna þriggja frá Austurlöndum og dveljast j í Betlehem kvöldið helga. Klukkan tólf á miðnætti verður hámessa í Jerúsalem og munu kristnir menn af öllum kirkjufélögum verða við- staddir þá hátíðlegu stund. í Bandaríkjunum er mikið um dýrðir, en ef til vill mun það eitthvað skyggja á gieðina, að um þessar mundir geysa mikil flóð við vesturströndina — og þúsundir fólks, verða að halda jólin hátíðlega í skólum og öðrum opin-j berum byggingum, þúsundir hafa orðið hart úti í nátt- úruhamförum þessum — og margir haldast enn við í um-, flotnum húsum og á húsaþökum. , Erlendar fréttir í STUTTU MÁLI LONDON, 23. des. * TILKYNNT var > Saar í dag, að formaður stærsta flokks héraðsins, Kristilega demó- krataflokksins, væri nú að gera tilraun til að sameina þýzku flokkana í ríkisstjórn í Saar. ir Tfirmaður franska flughers- ins lét þess i dag getið við blaðamenn, að flugherinn mundi halda áfram að rækja starf franskra flugvallar- starfsmanna, en þeir hafa verið' í verkfaiii siðan 11. nóv. s. I. -£- Bandaríkjastjórn hefur boðið Rene Mayer, forseta kola- og stáliðnaðarsamsteypu Ev- rópu, til Bandaríkjanna, til þess að ræða sameiginieg hagsmunamál Bandarikja- manna og Evrópusamsteyp- unnar í iðnaðarmálum. Mun hann fara vestur um haf í febrúarmánuði n. k. + Mikil flóð geysa nú í vestur- ríkjum Bandarikjanna, og hefur Kalifornía orðið einna verst úti. J»ar hefur verið lýst yfir neyðarástandi og fjölmennt björguarlið verið hvatt út. Tjónið af völdum flóðanna er metið á 10 millj. Frh. á bls. 2 BLAÐIÐ \ DAG MORGUNBLADIB er48 síður í dag. — Efnið í hlajinu er meðal annars: Bls. G: Þættir úr daglega Hfinu (A. St.). Bls. 9: Grein um íslenzka ballettinn (S. Bj.) Bls. 10: St Josefs-spítalinn í Hafnarfirði (G. E.) Bls. 18: Jólin á hafinu (M. Th.) Bls. 20: Rætt við Guðm. Jónsson, óperusöngvara (H. J. H.) Bls. 24—26: Kvennasíður. — Frú Sigríður J. Magnússon segir frá Indlandsferð. — Samtal við frú Estrid Brekkan og samtal vHf Jóhönnu Friðriksdóttur, Ijósmóður (A. Bj.) Bls. 28: Fréitagetraun (Sv. Þ. og ggs.) Bl«. 30: Undrsbarn í Frakklandi (K. S.) Bls. ".4: Rissað í kóngsins borg (M.) Bls. 36: María Guðsmóðir (dr. Eiríkur Albertsson). Bls. 37: íslandshátð í Svíaríki (R. J.) Bls. 38: Sumirlýðveldið við Sog (Þ. Th.) Bls. 40: Ólymp'uleikir í 40 ár (A. St.) BIs. 42: Kvikmyndir um jó'in. Bls. 43: Æskan og framt ðin. Bls. 44: I.illa tréð, barnasaga. BIs. 45: IV.álarinn frá Castelfranco (G. St) MORGUNBLADH* kenuir næst út miðvikudaginn 28. des. Mlð^fir m Sar npplækar á nwrkalí siu, í gær herti austur-þýzka lögreglan á varðgæzlu á tak- markalínunnLÍ milli Austur- og Vestur-Berlínar. Mun hún hafa gerí þetta vegna þess. að hún vissi að fjöldi fólks úr Austur-Þýzka'andi myndi gera tilraun til að kaupa jóla- gjafir í Vestur Berlín, en þar eru allar búðir íiillar af varn- ingi, meðan skortur er á flestu í austurhluta borgarinnar. Gerði lögreg'!an upptækt mikið magn af vörum, þar á meðal mikið af !eik£öngum. PWnk jé! með kosningaræðum í Frakkíandi. í Frakklandi mun jólahelgin ekki verða með sömu ró og venjulega, þar eð þingkosningar eiga að fara frasn 2. janúar n. k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.