Morgunblaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 7
Laugardagur 24. des. 1955 MORGVNBLAÐIÐ Úaglegt lit ^ GleBileg jól ^ Daglegt lit Ytlrbruggari, 4 ára telpa, skrifstofu- maður og afgreiðslusfúlka óska sér... Jónas Kristjánsson: nnesar réturssonar Méémm m eim ári yrði til þess að ég kynntist mörgu nýju. —- Kannski mannsefni? — Já, það gæti verið, en helzt bara nógu mörgu nýju, sem ég ekki áður hefi kynnzt. — Hvernig gætirðu hugsað þér að hafa mannsefnið? — JHann þarf helzt að hafa- yndi af tónlist — og geta dansað yalsa. Annars er það svo margt, sem mig langar til að gera. Mér finnst lífið unaðslegt. Tíminn er bara svo fljótur að líða. Það er svo margt, sem maður vill gera. og sem mann langar að gera, en það er eins og tími sé ekki til að koma því í verk, segír afgreiðslustúlkan, sem kann betur við sig í bókabúð, en í bakaríi og vefnaSarvörubúð. Að allir fái nsga mjólk á þessnm félniss VIÐ ski'ifstofuiborð í skrifstofu sakadómarans í Reykjavík eitur maður og meðal vei'kefna hans er að færa „kærubókina" — bók, sem inniheldur frásögn um það sem menn eru kærðir og dæmd iv fyrir. Þetta er ungur maður, en hefur þó í 7 ár verið ríkistarfsmaður. Hann er einn af þessum skrif- stofumönnum, sem vinna störf er þarf að leysa af hendi, en komast ekki í neina „uppgripavinnu", einn af þessum fáu sem ekki eru í „jólaösinni". ! i söng í „La Traviata", I Pag-> liacci" og „Cavaleria Rustieana".- I Jafnf ramt hef ég veriS í Fást-. bræði-um. Það er erfitt að vera í tveim kórum, en gaman — en núy meðan byggingin stendur varð ég að sjá af því gamni að vera í Þ j óðleikhúskórn-um, — En teikningarnar þínar? — Eg gerði dálítið af því fyrir 1—2 árum aðallega skopstælingar af fólki. Eg teiknaði þá yfirteitt alla sem í kringum mig voru. — Teikningin finnst mér að byggist á æfingunni, ef maður gerir dá- ekki á allra færi. Það er ekki hlaupið að lánum og hver getur gyggt án lána? Fáir myndu sermílega geta keypt gegn staðgreiðslu aUan þann mat sem þeir ætla að borða um æfina og enn færri sennilega greitt húsaleíguna fyrirfram fyrir æfina, En er það ekki eitthvað í þá átt sem verið er að gera þegar ráðist er i húsbyggingu? —¦ Hvað gerðir þú áður við | peningana þína? — Það er nú ekki ýkja hátt kaupið — en ég skal segja þér, að ég hef ekkí hugmynd um hvemig þeir fói-u, en þeir fóru allir út úr höndumim á mér á nokkr-um dög- um eftir hver mánaðamót. — VUdirðu vera yngri eða eldri en þú ert wu? —. Eg held það sé bezt að vera bara 29 ára eins og sagt er xim kvenfólkið snmt. — Ef þú ættir eina jólaósk, hver yrði hún? — Eins og nú er ástatt, þá held ég að ég eyði henr.i í það, að óska þess að allír hafi næga mjólk yfir .íólin — og þeir, sem ekki vilja mjólk hefðu svolítið sterkarí bjór, svo ég taki undii' ósk bruggarans, sem þú sagðir mér frá áðan. Þannig talaði skrifstofumaður- :nn hjá sakadómara. Hann á rnarg ir skinandi vel gerðar teikningar if hinu og þessu fólki. Það er 'aman að sjá safnið hans. Hann >r því ekki allur séður, er maður "ér hann í fyrsta sínn, manninn em færir „kærubókina" og skrif- ar hegningarvottorð og fleiri leið- ndask.iöl. En maður kynnist sjald in fólki við fyrstn sýn. — Sami naður er teiknari góður og hefur ítt þátt 5 öilum þeim söngleikj- im, sem sviðsettir hafa verið hér \ landi áf Þ.jóðleikhúsinu. Það 'eynast oft hæfileikar með ísl. al- Hýðufólki. — A. Sl. Aðalsteinn Guðlaugsson — skrifstofumaðurinn, Aðalsteinn Guðlaugsson heitir hann og er 29 ára, Snæfellingur að ætt, rólegur maður og yfirlæt- islaus. Það er „þurrt" starf, hUgs um við, að sitja við slíkar inn- færslur, gefa út hegningarvott- orð o. fl. — alltaf eins dag eftir dag. Og hvernig er þessi mað- Wi', sem þessi störf vinnur. Þegar ég spyr hann, hvort hann n.jóti lífsins, svarar hann, að sér finnist gaman að lifa og láta séi' líða vel. — Hvað áttu við með því? . — Ja, það er gaman að borða góðan mat, vera með f jölskyldunni og hafa það rólegt — að hugsa ekki um heimsins áhyggjur né ann að slíkt. — Hvað áttu við með „heimsins áhyggjur"? — Það eru þessar daglegu á- ^yggjur, allt sem upp kann að koma. T. d. það að vakna á morgn ana til að fara í vinnuna. — Hefurðu áhygg.jur af fram- tiðinni? — Já, ég huf'sa örðu hverju um Jiana — sérstaklega núna eftir að ég fór út í byggingu. Það eru ekki beint áhygíí.jur, heldur ein- hver einkennileg óvissa — aðal- lega fjármálalcgs eðlis. — Hvert er þitt tómstunda- gaman? — Það er nú eiginlega tvenns konar — að syngja pg að teikna. Mér hefur- alltaí þótt gaman af söng.og 1951 komst ég í Fósibræð- ur og roeð „fóstbræðrum" söng ég í Rigoletto og Leðurblökunni og upp úr því fór ég í Þjóðleikhús- kórínn, og með; honum tók ég þátt sem syngur og teiknar. lítið af þvií, nær maður sæmilegu valdi á verkefninu — en geri mað ur lítið af því kemst maður fljótt „úr æfingu". — Hvernig horfir þú, sem skop teiknari, á fólk á götunni? •— 'Sumt fólk, finnst mér, eina og það sé bara „teiknað" 1 skop- stælingu' En nú þýðir ekki um teikningai' að hugsa. Frístundirn- ar fara flestar í að skafa tnóta- timbur og þessháttar. — En af 'hverju ertu að byggja, því ekki að leigja? — Eg átti kost á að vera með fleiri mönnum í húsbyggingu og hvér vill ekki eignast sitt eigið þak, ef mögulegt er? En það er Ein af teikningum Aðalsteins ~ Signrður Sigurðsson íþróttaþulur. Hansk Julegudstjfsnesfe afholdes i Domkirken 1. Juledag kL 2. Em. Ordi- nationsbiskop, Dr. theoL Bjarni Jónsson prædiker. Ved orgelet Dr. Páll ísólfsson. Alle velkomne. Det Daaske Selskab i Reykjavík. SKEMMTU heldur Glímufclagið Ármann í Tjarnarcafé 2. jólum kL 9.. —- Miðar aíhentir á skrifstofu félagsins kl. 5—6 sama dag; Glímuíélagið ÁrmanB. BIPl f HANNES PETURSSON er nokk- urs konar undrabarn. Fyrir jól- in í fyrra kom út úrval kvæða eftir ung íslenzk skáld, valin af einum gáfaðasta ljóðasmið þjóð- arinnar. ÖUum þeim, sem um bókína rítuðu, kom saman um að Hannes væri þar í fremstu röð, þótt hann væri einn hinna yngstu, liðlega tvítugur að aldri. Síðan hafa nokkur ljóð hans birzt hér og hvar í tímaritum, og hefur skáldið safnað því öllu saman í þessa nýju bók og aukið allmiklu við. Flest íslenzk ljóskáld hafa til þessa þurft að gefa með sér, þegar þau stíga fyrst fram á rit- völlinn, en í stað þess var boðið í Hannes, og mér er sagt hann hafi farið á tuttugu búsund krón- vrr. Það er viðsjáit að verða snemma frægur. Sumir verða undir eins svo upplitsdjarfir að þeim gengur síðan erfiðlega að líta niður til annarra manna. Aðrir nema staðar, þar sem þeir eru á vegi staddir, enda sýnist lítil ástæða til að baxa áfram, ef fullkomleika er þegar náð. Menn eru misjafn-lega fljótvaxnir, sum- ir eru bráðþroska með afbrigðum, en það getur komið þeim í koll, eftir fyrstu ávöxtunum er mikils af þeim krafizt, meira en þeir I geta síðar risið undir. En ég hef enga ástæðu til að ætla að Hannes t hafi fengið glýju í augun af því ' lofi, sem á hann hefur verið bor- íð. Það stendur ekki til að Ijóð hans hafi tekið neinum stökk- breytingum frá jafnlengd í fyrra- vetur, enda verður þess, satt að segja, alls ekki vart — að minnsta kosti við fyrstu sýn. En ég eignað- ist þessa bók ekki fyrr en i gær, og einn dagur er vissulega allt of stuttur timi til að dæmaljóð, ekki sízt ef þau eru góð, og nýstárleg með nokkrum hætti. Þessar linur eru einungis ritaðar til að vekja athygli á bókiríni. Hannes stendur öðrum fæti í gamalli íslenzkri Ijóðagerð með rími, stuðlum og föstu hljóðfalli, en hinum í kveðskap nútímans, innlendum og erlendum, þeim kveðskap, sem á vora tungu hef- ur stundum verið nefndur ,.atóm- ljóð". Oftast nær hafa kvæði hans stuðla og reglubundna hrynjandi, en rím er sparað og stundum sleppt með öllu. AS þessu leyti sver Hannes sig*í ætt við elzta kveðskap norrænna manna, Eddu kvæði, þar sem ætíð voru stuðlar, en rim þekktist ekki. Þó eru þarna fáein „atómljóð", eða „ljóð í óbundnu máli", sem svo eru stundum nefnd. íslendingar hafa til þessa tekið þvílíkum kveðskap.heldur dræmt þótt hann hafi lengi tiðkazt í öðr- um löndum óg mikil skáld og merkilegt kveðið „prósaljóð".Því mun valda einangrun þjóðarinnar og fastheldni við forna siðu, og ekki sízt það, að með nálsegum þjóðum á þessi nýjung langan að- draganda, en hér er langt stökk frá harðstuðluðum hringhendum yfir í algera rímleysu. Því mun íslendingum geðjast vel að því, að Hannes segir ekki skilið við forna íslenzka Ijóðmælahefð, þó að sumiv kunni að kjósa að hann hefði staðið þar enn fastari fót- um. En form hans er að ýmsu leyti nýstárlegt, og er það vel, að leitað sé að nýju — á fornum slóðum. Ég bendi hér á eitt atriði til dæmis um nýbreytni Hannes- ar. í sta'ð þess að ríma saman loka orð hverrar ljóðlínu • að venju- tegum hætti, tvö og tvö í röð eða á víxl, þá hefur hann oft aðeins rímorð einnar tegundar, ellegar mjög fárra, sem skjóta upp koll- ijium hér og hvar í kvæðinu. — Þetta virðist mér fara rajög vel. íslenzkt endarírri hefUr stundum verið sv,o flókið, að það hættir að orka á lesandann, en þarna ei? alveg öfugt að farið, einfaldleik- ínn getur ekki farið fram hjá neinum, og kvæðið virðist í fljótu bragði vera skorðað i rím, þótt Hannes Pélursson. það sé í raun og veru að mestu órímað. Ég birti hér til sýnis kvæði um Stefán G., þar er rím með meira móti: Þeir sögðu: Farið þangað, þar er vatru í þögn víð dvöldum síðan hjá þeim brunni; á hverju ári sátum sumarlangt í svölum skugga hinnar þungu krónu sem stórum greinum drjúpir döggvmri slegin. Við dvöldum lika í hinni hriúfu urð sem heidur vörð um brunninn öðru megin. Á hverjum steini leynist lokuð hurð» þar logar rauðagull — ef dyrnar opnast —I þar verður aldrei óskamálma þurrðL Við brunnsins vatni jusum holura höndum. í hann mun sótt, þó aðrir gleymist, þroini, um aldur, svo sem okkar hendur gjörðu, því svalar lindir streyma beint úr botni, þær bera rótarkeiminn djúpt úr jörðu. Hannesi hefur verið hrósað fyr- ir fagurt mál og skáldlegar ín^^nd- ir. Auga hans er glöggt, myndir kröftuglega dregnar og hugsun skynsamleg. Þó mætti fyrr vera ef allt væri hér algert! Sums stað- ar örlar á horíittum: Snorri „heyrir þó_ stöðugt nálgast meir og meir". Áherzla lendir á röngu orði eða kveðandi hlýtur að rask- ast að öðrum kosti: „Langt heira til manna, myrkar hríðar og ströng / mörg vötn tálma leið- um..." Hannes hefur einnig hlot- ið lof fyrir það að yrkisefni hans væru fjölbreytt, og má það til sanns vegar færa — aS sumu leyti. En með nokkrum hætti er þó þessi bók, að mínu viti, fátæk að yrkisefnum, og það get ég helzt að henni fundið. „Menn sá ek þá" heitir síðasti kaíli bókar- innar, höfundur segir í blaðavið- tali að hann sé ortur við áhrif frá Rilke, og þegar Hannes verð- ur kominn undir græna torfu og orðinn enn frægari en nú, mun. einhver bókmenntafræðingur rekja þau áhrif lið fyrir lið. — Þarna, og raunar einnig fyrr f bókinnj, kveður Hannes um ýmsa frægðarmenn, sem uppi hafa ver- ið að fornu og nýju, bregður oft upp mynd af einhverri stórri stund ævi þeirra, dýpkar mynd- ina með fallegri samlíkingu, dreg ur skynsamlega dæmi saman. EiV ef sleppt er einu kvæði, má heita, að þess verði hvergi vart áð bók- , Frh. & bls. IX n!íí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.