Morgunblaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 9
Laugardagur 24. des. 1955 MORGUNBLAÐ1Ð Þab, sem fyrir augun ber er eintóm æska og fegurð m 300 börn sfunda nám í l'sstdans- skóla Þjóðleikhússins ÞAÐ var mánudaginn 19. des. s. 1. Við vorum stödd mitt í hinu norræna skammdegi. Blind- hríð var á með töluverðu frosti og fjúki. En ég hafði brugðið mér upp í Þjóðleikhús í heim- sókn til islenzka ballettsins. Hann var að æfingum á sviði leikhúss- ins. Og sem ég er seztur niðri í salnum og horfi upp á sviðið er veturinn allt í einu gersamlega horfinn úr huga mér. Það sem fyrir augun ber er eintóm æska og fegurð. Þar eru „stjörnur" fram- t'toarinnar oð mótast Flest e:-u börnin á aldrinum einni stellingu til annarar, „batte- 8—18 ára. ' ment frappé" snögg hreyfing með fætinum, „grand battement" fót- KENNSLA Á FRÖNSKU j b'íting o. s. frv. I Frú Lise Kæregaard segir mér dáiítiS um liihögun byrjunar- EFNI í GÓDA LISTDANSARA Vorið er komið og inndæ1 álfa-' kennslunnar í ballettskólanum.' Hér eru vissulega til mörg góð börn stíga léttan dans yfir vakn- Hún segir að öll dansspor hins efni í *æra listdansara, segir Erik andi gróanda jarðarinnar. „klassiska" listdans vnegi rekja Bidsted Og áhugi barnanna er Þannig gerast ævintýrin enn- til hinna svokölluðu fimm und- rnikill og óþreytandi. Kennsla í þá mitt á meðal okkar, jafnvel irstóðustelimga. Þess vegna byrji skólanum stendur yfn kl. 9—10 á hinum dimmu dögum og skugga allar æfingar listdansskólans á fyrir hádegi fimm daga vikunn- Guðný Friðsteinsdóttir sem svanurinn í Dimmalimm og Anna löngu nóttum skammdegisins. einhverri af þessum stellingum. ar og frá kl. 4—8,30 síðdegis. Nemendunum er skipt niður í 8 flokka eftir aldri og kunnáttu. Listdansnámið verða börnin að stunda jafnframt venjulegri skólagöngu sinni. Þau hljóta þvi stundum að vera þreytt og illa upplögð þegar þau koma til æfinga. En bæði þau og foreldr- ar þeirra reyna í lengstu lög að komast hjá því að vanrækja ballettskólann. | Erik Bidsted segir, að yfirleitt séu börnín ákaflega prúð i allri framkomu sinni í skólanum. Þegar æft sé undir sýningar á i sviði leíkhússins geri þau 'sér ljóst að mikil ábyrgð hvíh á þeim. Þau séu þá þátttakendur í lista- starfi hins islenzka þjóðleikhúss. Og slíkt starf beri að taka alvar- lega og af fullri festu. í vetur hófst kennsla í ballettskólanum ekki fyrr en 1. desember vegna mænuveikífaraldursins. En venju lega hefst kennslan 1. október og stendur til aprílloka. Mörg börn hafa verið í skólan- um frá byrjun. Þau hafa því stundað nám í listdansi s. 1. fjög- ur ár. Þau þeirra, sem mestri færni hafa náð mynda ballett- flokk Þjóðleikhússins. Brandsdóttir sem kóngsdóttirin (t. h.). vita að „plié" þýðir beygja, „battement tendu" hreyfing frá í)r Dimmalimm: Helgi Tómasson sem prinsinn og Anna Brands- dóttir sem Dimmalimm kóngsdóttir. Myndin var tekin á æfingu. fSLENZKUR LISTDANSSKÓLI Á þeim evm ævinlegan notuð Börnin, sem eru að dansæfingu frönsk nöfn. Eru þau eitt af því þarna á sviði Þjóðleikhússins eru fyrsta, sem hinir ungu nemend- öll úr listdansskóla Ieikhússins. ur verða að læra. En það veldur Þau eiga að dansa í jólaleikriti engum erfiðleikum. Börnin læra þess, Jónsmessudraum Shake- frönsku nöfnin fljótt og vel. Þau spears. Nokkur þeirra eru í fylgdarliði Titaníu álfadrottning- ar en önnur fylgja Oberon kon- ungi. Það eru þau Erik Bidsted og Lise Kæregaard sem æfa þessa \mgu li«tdansara. En ætlum fyrst og fremst að fá v Jivað að vita um hinn unga íslenzka ballettskóla Með honum hefur ný og fögur list- grein numið hér land. Listdansskóli Þjóðleikhússins tók fyrst til starfa haustið 1952 Hann er því aðeins fjögra ára gamall. Þau Erik Bidsted og Lise Kæregaard kona hans voru fyrstu kennarar hans. Hafa þau unnið að uppbyggingu skólans op ballettílokks Þjóðleikhússins aí miklum dugnaði, smekkvísi og listfengi. Mikill áhugi ríkti þegar í upp- hafi fyrir þessari nýju listgrein hér á landi. Nemendur listdans- skólans voru 100 á fyrsta starfs- ari hans. í fyrravetur voru þeir um 200 en í vetur eru þeir 300 Hefur skólinn ekki getað veitt öllum þeim nemendum inngöngu, sem sótt hafa um (skólavist. Yfirgnæfuiic meiri hluti nem- endanna eru stúlkur. Undan- farna vetur h u!a 2—3 drehgir stundað þar námen í vétur eru þeir 10. • Virðist áhugi pilta fyrir listdansi þannig f; ra vaxandi. við ljóðið. Erik Bidsted samdi dansinn og stjórnaði honum. Siðan samdi Bidsted barna- ballettinn „Dimmalijnm" upp úr ævintýri Guðmundar Thorsteins- sonar, við músik eftir Karl Ó. Runólfsson. Báðir þessir íslenzku ballettar hlutu miklar vinsældir og gáfu hinum ungu dönsurum tækifæri til þess að koma fram og sýna undraverðan árangur af stuttum námstíma sínum. Þá hafa nemendur ballettskól- ans dansað hluta úr erlendum ballettum eins og t. d. Romeo og Júlíu við músik eftir Tchaikov- sky. Loks hafa þeir dansað í óperum þeim og óperettum, sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt. Guðlaugur Rósenkranz Þjóð- leikhússtjóri skýrði Mbl. frá því er það heimsótti æfingu ballett- flokks leikhússins, að sennilega myndi það sýna einhvern ballett í vetur, e. t. v. í febrúar. Ætl- unin væri að halda áfram að semja þjóðlega íslenzka balletta við hljómlist íslenzkra tónskálda. STJORNUR FRAMTÍDARINNAR — Ætlar þú að halda áfram að dansa, Guðný, þegar þú ert orðin stór, spurði ég Guðnýju litlu dansaði „ÉG BID AÐ HEILSA" OG DIMMALIMM Fyrsti ballettinn, sem listdans flokkur Þjóðleikhússins sýndi, og Friðsteinsdóttur, sem jafnframt fyrsti íslenzki ballett- Svaninn í Dimmalimm? " - inn, sem sýndur hefur verið í — Mig langar til þess að halda leikhúsinu var „Ég bið að heilsa". áfram að læra, segir hin unga Er hann saminn eftir ljóði Jónas- ' „primadonna" íslenzka balletts- ar Hallgrímssonar og við tónlist ins. Eg byrjaði fyrir 6 árum hjá eftir Karl Ó. Runólfsson, sem Sigríði Ármann og var hjá henni að nokkru var byggð á hinu í tvö ár. Svo er ég búin að vera vinsæla lagi Inga T. Lárussonar 4 ár hjá Bidsted. — Má ég spyrja, hvað þú sért gömul? — Ég, ég er 14 ára. — Þú hefur þá verið 8 ára þegar þú hófst ballettnámið. — Já. — í hvaða skóla ertu? — í þriðja bekk Kvennaskól- ans. Ég á einn bekk þar eftir. — Þér finnst gaman að dansa? — Já, mikið meira en það. En það er erfitt að vera i tveimur skólum samtímis. — Hvernig gekk þér að venj- ast frönskunni í ballettkennsl- unni? — Það var dálítið erfitt fyrst, En svo kom það nokkuð í'ljótt, Svo er þessi tággranna og fal- lega litla „ballerina" kölluð frá mér upp á sviðið í fyigdarlið Titaníu álfadrottningar. PRINSINN í DIMMALIMM En n''i á prinsinn 5 Dimmalimm, Helgi Tómasson heitir hann, dálítið frí. Hann er einn af þeim, sem lengst hafa stundað ballett- námið. Helgi er 12 ára gamall og er í Gagnfræðaskólanum við Hringbraut. Hann dansaði prins- inn í Dimmalimm og er einn hinna örfáu pilta, sem gengið hafa í ballettskólann. Helgi Tómasson er kyrrlátui og greindarlegu'r piltur. Hanrx vill sem minnst ræða um fram- tíðina en segir þó að sér mundi þykja gaman að halda áfram að læra listdans. Frú Lise Kære- gaard segir að hann sé sérstak- lega vel byggður fyrir ballett3 enda er hann íturvaxinn og frjáls legur í fasi eins og goðborinn Forn-Grikki. Bidstedshjónin buðu honum með sér til Dan- merkur í fyrra og þar gafst hon- um tækifæri til þess að sjá ýmis- legt nýtt og merkilegt á sviði ballettsins. Þarna er líka Anna litla Brands dótúr, sem dansaði Dimmalimm kongsdóttir, fíngerð og geðþekk 12 ára gömul telpa, sem er meðal fremstu dansaranna í ballett- flokki Þjóðleikhússins. En nú þori óg ekki að nefna fleiri nöfn. í þessum 19 barna flokki, sem dansar í Jónsmessu- draumnum eru vafalaust ýmsar framtíðar „st.ií: 1 nur" á sviði hins íslenzka balletts. T'að er hug- bekkur blær ; ssku og fegurðar vfir þessum hóp. Hann er full- trúi nýs landnámí í ríki íslenzkra 4ista. Við hann eru miklar vonir tengdar. S. Bj. Börnin, sem dahsa í Jónsm! ssudraumnum. Þau eru 19 talsins, 18 stúlkur og einn pilttir. Lengst til hægri og vinstri eru kenrir-ar listdansskóla Þjóðleikhússins, þau Erik Bidsted balle'tmnistari oij 1 Lise Kæregaard kona hans. — Myndin er tekin á æfingu á sviði leikhússins. — Ljóiii ul K. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.