Morgunblaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Laugardagur 24. des. 1955 •stwr ¦- atr- » ic ANNA ri--aíx-:__-»*— a-o.—aoi—......aac : a-JC KRISTÍN CxET ffrf* LALlf KNUTSEN « :. zar «l ,... _=x jc„ :=*jc_.....-.»--: i_3_t xr____atjc—ax—auc------: —-au:------c Framhaldssagan 34 Neglurnar virtust alveg eðilega stórar og fullskapaðar. — Barn, sem fæðist svona Xöngu fyrir tímann, getur ekki haft neglur, sagði ég. — Sesselja sneri sér svo snöggt að mér að hún velti um koli stól, sem stóð rétt hjá henni. — Bara að ég kynni einhver ráð til að fá þig íil að þegja! hvæsti hún að mér. En það birti yfir svip systur minnar og hún sagði lágt og inni- lega. — Ég er glöð og þakklát. Fáðu mér hann. Og allt í einu brosti hún til mín, gamla, hlýja brosinu, sem ég haíði ekki séð svo lengi. Hún lá með barnið í faðminum þegar ívar kom með Hieronymus. Við urðum að bíða ef tir Ebbe, en við komu hans var eins og birti í sjúkraherberginu. Hann hafði klæðst viðhafnarfötum úr svörtu silki og á jakkanum voru breiðir silfurborðar. Hann var í hvítu atlasksilki og um hálsinn bar hann þunga gullkeðju. — Þið verðið að bíða með skírnina á meðan ég klæði mig, sagði ég. — Ebbe ber af okkur eins og gull af eir. Hann brosti: — Þú ert jafn falleg hverju sem þú klæðist. — Hér er hvorki staður né stund til gamanyrða, sagði magister Hieronymus alvar lega. Sesselja, hvar er skírnar- vatið? — Ég skal ná í það, 6agði ívar og flýtti sér út. Þegar hann kom aftur með vatn í stóru, þungu silfurfati, »sagði magisterinn hneykslaður: J— En góði herra höfuðsmaður, þetta er púnsfatið. — Hvað gerir ; það til? sagði Ebbe. — Athöfnin I verður sú hin sama, magister. Það getur ekki gert barninu neitt mein að vera skírt upp úr púns- fati. Margir góðir menn hafa sótt gleði sína og huggun í púnsið. ívar hló. En svo var eins og hann áttaði sig á því að ekki væri vel viðeigandi að hlæja á slíkri stund og hann fór hjá sér og varð skömmustulegur eins og skólastrákur, sem fær ávítur. Nú hófst athöfnin. Hieronymus las ritningargreinina og ég stóð fyrir framan hann með barnið í fanginu. Ebbe hafði opnað glugga og svalur morgunandvari lék um heit andlit okkar. Ég horfði á barnið og undrun og hryggð fylltu sál mína. Hvers vegna hafði skaparinn látið þetta barn verða til og fæðast í þennan heim, úr því að það fékk ekki að lifa nema nokkrar klukkustund- ir? Hver var tilgangurinn? Þegar þessari undarlegu skírn var lokið, gerði Ebbe krossmark á enni barnsins og sagði: — Drott inn blessi þig, Matthías Orning Mogensson á Mæri. f sama bili hreyf ði barnið höfuðið, augu þess lokuðust og hönd þess missti tak- ið á fingri mínum. — Hann er dáinn, sagði magister Hierony- mus lágt. Ég fann að stór, heit tár runnu niður kinnar mínar. ívar grét eins og barn. — Því varstu ekki varkárari, Anna Kristín? sagði hann. Þetta er mitt barn og nú er það dáið! Þú hefð- ir átt að gea komið því fullburða í heiminn. — Þér getið ekki á- sakað frúna, herra höfuðsmaður, sagði Hieronymus. Barnið er al- gjörlega fullburða, en Guð hefur tekið það til sín. Okkur mönn- unum ber ætíð að lúta Guðsvilja í auðmýkt. ívar starði á magisterinn eins og hann sæi einhvern óvætt: — ¦. Sesselja sagði að hann hefði i fæðst löngu fyrir tímann, sagði hann svo, og grátur hans þvarr skyndilega. Ég ætlaði að fara að svara, en Ebbe sendi mér aðvarandi augna- ráð. Hann ýtti Hieronymus til hliðar og gekk til ívars, sem horfði til skiptis á Sesselju og systur mína þessu hatursfulla augnaráði, sem ég þekkti svo vel. — Þegar um er að ræða bóklegan lærdóm, fvar, sagði hann, þá má reiða sig á magisterinn, en í þessu máli held ég að ég treysti Sess- elju betur til að vita hvað hún syngur. Konur þekkja meira til þessara mála en við karlmenn- irnir. Mér sýndist barnið alls ekki fullburða. Þakkaðu guði fyrir að hann þurfti ekki að lifa lengur, ef hann hefur ekki verið heil- brigður. En nú finnst mér að við ættum að lofa sængurkonunni að jafna sig. Komdu, við skulum fara niður og fá okkur staup. Við skulum drekka full gleðinnar, vegna fæðingar sonarins og full sorgarinnar vegna dauða hans. Magisterinn stóð þögull og þungbúinn. Þegar Ebbe og ívar voru farnir, sneri hann sér að Önnu Kristínu og horfði lengi á I hana. Því næst leit hann snöggt á Sesselju og gekk út án þess að líta til hægri eða vinstri. Síðari hluta dagsins var ívar orðinn mikið drukkinn. Ég þorði ekki að víkja frá systur minni. Ég var þess fullviss að orð magistersins höfðu vakið efann aftur í brjósti ívars og ég vissi ekki hverju hann fynndi upp á þegar vínið hefði rænt hann allrí dómgreind. En þegar leið að kveldi kom Ebbe. Hann var rjóð- ur í andliti og auðsjáanlega kenndur. — Eiginmaður þinn steinsefur, kæra vinkona, sagði hann við Önnu Kristínu. Og flest- ir gestanna hafa lagt sig. Ég og Lárus og magisterinn erum einir uppistandandi. — Sefur hann? spurði Anna Kristín. — Hver? Ó, þú meinar Randufl liðsforingja. Nei, hann er áhyggjufullur og hefur gert brennivíninu lítil skil. En hvað segirðu um að systir þín fengi að fara með mér í reiðtúr? Henni veitti ekki af að koma út undir bert loft. Merete verður sjálfsagt hjá þér, ef þú vilt. — Myndirðu hneykslast á mér, ef ég bæði þig að sækja einhvern annan en Mer- ete? Viltu sækja hann? Ég verð að tala við hann. Ebbe yppti öxlum. — Það ætti að vera hættulaust. En láttu hann ekki stanza lengi hjá þér. Ég fer og næ í hann. Mundu mig um eitt, ma chére. Vertu var- kárari næst, þó allt færi sæmi- lega í þetta skipti. — Það verður ekkert næst, sagði Anna Kristín þurlega. Ég var komin á hestbak þegar Ebbe kom út. Við riðum yfir mýrarnar og ég minntist þess, sem Lárus hafði sagt mér. — Er það satt að fvar ætli að fara að láta blása járn? spurði ég. — Já, ívar hefur ekki annað eftir en skóginn og ef rétt er að farið álít ég að á járninu gæti hann grætt. — Mér finnst erfiðleikarnir mæta ívari alls staðar, sagði ég. Búskapurinn gengur illa og af- urðirnar seljast ekki. Heldurðu að það beri árangur þó leitað verði að málmi í mýrunum? — Já, ég álít það, en það þarf að gerast með fyrirhyggju. Ég hef enga trú á Gynter sem verk- stjóra. Það væri illa farið ef hann ynni ívari meiri skaða en gagn. — Það getur varla verið að ívar sé í alvarlegum kröggum, sagði ég. Hann var ekki blásnauður þegar hann giftist Önnu Kristínu og með henni fékk hann stór- eignir. Ebbe yppti öxlum. — Gullið er viðsjálft. ívar var ríkur maður, en hann er það ekki lengur, það veit ég. Þar að auki er það nú einu sinni svo að mikið vill meira. Það er áreiðanlega leitun á manni, sem ekki vill gjarnan eignast meiri fjármuni en hann á, hversu miklir sem þeir eru. — Ef til vill er sá maður samt sem áður til, sagði ég hugsandi. Þeim manni mundi ég giftast ef hann bæði mín. Hann leit á mig. — Ættum við ekki að taka upp léttara hjal? mælti hann svo — Ert þú jafn örugg í söðlinum og systir þín? Við skulum spretta úr spori. i Þegar við riðum heim túnið á Mæri seinna um kveldið fannst mér ég vera áhyggjulaus og glöð eins og barn. SOLDAN Þú skalt þá leggjast fyrir hjá króanum, eins og þú ætlir að halda vörð. Svo skal ég koma hlaupandi út úr skógin- um og hrifsa krakkann, en þú skalt þá hlaupa á eftir mér geltandi. Þegar ég kem í hvarf í skóginum, skal ég svo sleppa barn- inu, en bú berð bað síðan heim aftur til foreldranna. Sannaðu til, að bau verða þér þakklát um aldur og ævi fyrir tilvikið, og bú mátt vera viss um, að upp frá því verð- ur bér látið líða vel á meðan þú tórir." Hundunum leizt vel á þessa ráðagerð, og morguninn eftir fór allt á bá leið, sem úlfurinn hafði ætlazt til. Bóndinn rak upp angistaróp, begar úlfurinn hrifsaði barnið og baut á burt með það, en þegar Soldán kom með það aftur, klapp- aði hann honum og sagði klökkum rómi: ,.Það lá nærrí, að ég vnni á þér óhappaverk, sem ég má ekki hugsa til nú, og skal þér aldrei mein gert að mínum víh'a. Skal nú verða gert vel við big á meðan bú tórir." Síðan sasði bóndinn konunni að fara strax heim oe elda grautarslettu handa Soldáni gamla. „Og láttu koddann minn í körfuna hans, svo að vel fari um hann," bætti bónd- inn við. Upp frá bessu leið Soldáni gamla svo vel, sem hann gat frekast óskað sér. Skömmu síðar heimsótti álfurinn hann og samgladdist honum vfir því, hve vel þeim hafði tekizt bragðið. Ég þakka öllum mínum góðu viðskiptavinum í bænum og óska þeim leoileara ióla \eoiteam {< > t Og farsæls nýárs! Óli blaðasali. 4 DA6 Hl Eimskipafélay íslands óendir vioókiptamönnum land allt óinum um beztu ióictóóhir CleBileg /ó/ farsœlt nýár Þökk fyrir viðskiptin Bústaðabúðin Gleðileg /öl farsœlt komandi ár VÉIAVERKSTXÐIÐ VtRZLUN • SÍMI 8212« GLEÐILEG JOL! og farsælt komandi ár! Verzl. B. H. Bjarnason. TiEkynning frá Hitaveifu Reykjavíkur Ef alvarlegar bilanir koma fyrir um jólin, verður kvörtunum veitt viðtaka í síma 5359, fyrsta og annan jóladag kl. 10—14. Hitaveita Reykjavíkur. lipji a« aiiaivsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.