Morgunblaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 7
Laugardagur 24. des. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 39 Allir borgararnir eru þingmenn, allir skipa bœstarétt og sameiginlega annast þeir allar framkvœmdir ina við útihúsin. Verkstjóri þeirra er Andrés Davíðsson kennari. Hann leiðbeinir þeim, hvernig á að tyrfa og bráðlega eru sprottn- ir upp allt í kringum hann hinir leiknustu tyrfingameistarar. Og verkinu miðar áfram hratt, því að hendurnar eru margar. Ilann skellur á með skúrum við og við, en þessir garpar láta það eins og vind urn eyru þjóta. Þeir eru flestir með sjóhatta á höfðinu og hrekkur vatnið af þeirri öflugu brynvörn. Á tún- inu skammt frá þeim liggur hey- ið í saeti, hrakið og sigið. Þetta er rosasumarið 1955. Væri veðr- ið betra er ekki ólíklegt, að all- ur hópurinn tæki sér hrífu í hcnd. Hefur nokkur þá haft á að skipa sterkara snúníngsliði? Það myndi hefja sannkallaða leiftur- sókn yfir flekkinn. UVER MISSIR AF TÚR? Inn á milli skorpanna segja þeir veiðisögur aí' sjálfum sér. — Ég fékk einn svona stóran ©g tvo svona stóra, segir regn- stakksbúinn kappi og mælir hina ósýnilegu fiska milli handanna. Hann hafði kvöldið áður verið í hópi drengja, sem fóru á bátn- um út á vatnið til veiða. — Það getur vel verið, svarar annar, en þið Hrafnarnir genguð svo illa frá bátnum, að þið miss- ið eina ferð úr. Þið hentuð ár- iunum allt í kringum ykkur eins og fjaðrafoki. ’ — Néi, það er ekki satt, við vorum þá ekki búnir að ganga £rá árunum, en gerðum það seinna. Það eruð þið uglurnar, sem missið úr túr, af því að þið voruð ekki allir með björgunar- belti á ykkur í síðasta róðri. SOLTNIR MENN Rétt í þessu glymur klukkan heima í skálanum. Það er hringt í matinn. Vinnumóðir menn og soltnir leggja niður verkfærin og snúa heim. Það er vist af öllum sólarmerkjum, að í dag verður etið mikið af fiskibohum og sæt- súpu á Úlfljótsvatni. Við innganginn að skálanum tökum við vosklæðin af okkur og röðum stígvélunum upp í reglu í forstofunni. Síðan eiga allir að þvo sér vel um hendurn- ar og greiða sér. — Þegar ég ætla að ganga inn 1 borðstofuna, klappar drengur nokkur á öxlina á mér. Ég hef tekið eftir því að hann hefur um sinn horft snörum augum og með gagnrýnissvip á félaga sína. — Heyrðu manni, segir hann. Heldurðu að þú fáir að fara svona ógreiddur inn að borða. — Ja, mikil vandræði, segi ég. Þið strákarnir skuluð nú ekki taka mig ykkur til fyrirmyndar. En ég er svo stríhærður, að ég er fyrir mörgum árum búinn að gefast upp á að greiða mér og geng aldrei með hárgreiðu. — Mér er sama, segir hann. — Lög eru alltaf lög og hérna gildir það að enginn fær matarbita fyrr en hann er búinn að greiða sér. — Þetta voru nú meiri vand- ræðin, og mig sem langaði svo í þessar ilmandi fiskabollur í tómatsósu, segi ég og tek það ráð að renna guðsgreiðunni með tindunum fimm gegnum hárlubb- ann. — Jæja, ætli maður sleppi þér ekki með þetta. fyrst þú ert gest- ur, segir þá stráksi og gaman- samt glott brýst út á vörum hans, sem sýnir, að allt var þetta í gamni gert. En víst er um það, að eftirlit er stöðugt haft með því að nauðsynlegustu hreinlætis reglum sé haldið og drengirnir sjálfir skiptast á um að vera löggæzlumenn. ÁHUGAMÁLIN MÖRG Vinnudeginum á Úlfljótsvatni lýkur klukkan hálf fimm. Þá er farið að taka saman verkfærin, síðan þrífa vinnufötin og þvo sér og drukkin miðdagsmjólk. Síðan ráða drengirnir hvað þeir gera við tímann fram að kvöldmat Oft að kvöldlagi er haldin kvöldvaka. Ýmsar skemmtan- ir eru þá viðhafðar. Vinstra megin stjórnar skólastjórinn, ! Björgvin Magnússon, spurn- ingaþætti. Að neðan er hóp- söngur. klukkan hálf átta. Þegar gott er veður fara þeir á veiðar eða ýmsa útileiki. Knattspyrnan er langvinsælasta íþróttin. Stend- ur nú einmitt yfir keppni milli þjóðflokkanna og er metnaður- inn milli þeirra e. t. v. hvergi meiri en einmitt í þeirri keppní. Annars eru áhugamálin jafn mörg og drengirnir. í LÖGRÉTTU Á þessum tíma eru 'iika kveðn- ir upp dómar, ef svo mætti segja. Eru þeir einkamál drengjanna, sem skólastjói i skiptir sér ekki af, nema það fari út i öfgar. Ákæruatriðin eru ýmiskonar og skal ég nú taka dæmi um það. Tveir strákarnir kallaðir Ingi og Siggi ’iöfðu komið of seint í kvöldmatinn daginn áður. Allir hinir strákarnir höfðu orðið að bíða í 10 mínútur við matborðið, því að enginn má byrja að snæða fyrr en allir eru komnir. Söku- dólgarnir höfðu þá verið upp á Gnípum og ekki athugað, hvað tímanum leið. Loks komu þeir í matinn. Þá var að sinni ekkert sagt og ekkert gert. En daginn eftir var sett dóm- Með þessu er leystur margur hnúturinn. Drengjunum lærist með því að t æða um deilumál sín fremur en að bæla þau niður innra með sér, þar sem þau gætu ann- ars vaxíð og snúist upp í fjand- skap. Þetta er ekki sízt nauðsyn- legt á slíkum stað, þar sem dreng- irndr koma sinn úr hverri áttinni. Þar er hætt við mörgum árekstr- um, að minnsta kosti til að byrja með. En þessi og Önnur atvik eru vel til þess fallin að ala þá upp í félagslegum þroska, enda verða þótt sumir væru jafnvel laglaus- ir, og að komast í mútur. En yfir sumarið læra drengirnir mörg söngljóð. Og þá var haldin get- ráun. Skipaði hver þjóðflokkur sinn mann og hljóp þeim nú kapp i kinn. — Hvað geturðu nefnt margar bílategundir á 10 sekúndum. — Jú, aðspurður þekkti nú ýms ar bilategundir, en það var að sjálfsögðu erfiðara að þurfa að muna þær allar á svo skömmum tíma: —- Ford, Dodge, De Soto, drengirnir flestir góðir félagar og jbíðum nú við, Volkswagen, ha.. . . vinir, einkum þó þeir sem búa I — Tíminn búinn. Þá er sá Öllum skyldum er skipt milli drengjanna og fá þeir til skiptis það hlutverk að þvo upp. Hérna sést vinstra megin mynd af góðum npprennandi eiginmanni. Hægra megin er fóðurbæti deilt út. Síðan er farið í háttinn. — Daginn áður hafði kom- ið sælgætissending frá foreldr- um eins drengsins. Af fúsum vilja þess félagslyndis og bræðralags, sem drengimir hafa læi't í dvöl- inni, afhenti hann aht sælgætið í sameiginlegan gotterissjóðs, sem allir njóta svo góðs af. Enginn myndi kæra sig um að vera einn að tyggja karameliur eða bryðja i brjóstsykur, meðan félagar hans hefðu ekkert miili tannanna. Sú : sending, sem þeim þykir annars j öllum vænzt um, er að fá bréf frá pabba og mömmu. Þau hafa alltaf svo ntargar fréttir «ð flytja. — Sjálfir hafa drengirnir góðan á- setning að vei a dugiegir að skrifa, en hjá mörgum vill verða nokkur I misbrestur á þyí.. Það er alltaf svo mikið að gera og svo mikið um að vera. En í staðinn hafa þeir þá þeim mun meiri fréttir að segja þegar þeir koma heim um haustið, stæltir og stórir karlar, veðuribitn- ir o færir í flestan sjó. 4» FINNA GULLIÐ Hámarki nær ánægjan af dvöl- inni að Úlfljótsvatni e. t. v. síð- ustu dagana, þegar farið er í skáta leiki úti á víðavangi. Eru þeir með ýmsum hætti, en hafa það sam- merkt með sér að þeir ná yfir stórt landsvæði og þarf til að koina kunnátta i að gera landabréf, lesa kvöldið er kyntur varðeldur úti horn til að finna rétta stefnu, stika út vegalengdir. En al)t sumarið hafa drengirnir verið að læra þetta og ýmislegt fleira. Einn þessara leikja er nefndur „Að finna gullið". Kvöidið áður en leikurinn fer fram, fer skólastjór- inn út í hagana, kemur hann fyrir í þúfnakollum, á girðingastaurum, í grjótvörðum og hvar sem er, litJ um pappírsmiðum, sem á orn skráðar með dulmáli, leiðibeiningar um hvert og hvernig haga skal ferðinni. Þessir miðar, .sem eru milli 20 og 30 talsins leiða svo að lokum til fjársjóðsins, þar sen» hann er falinn í jörðu. Síðar um kvöldið er kynntir varðeldar úti undir berum himni í haustmyrkr- inu, sem læðist að. Það er glatt á hjalla og að þessu sinni er veittur tvöfaldur skammtsr af „fóður- bæti“. Daginn eft.ir er pakkað niður. Fáninn er felldur við lúðraþyt og ættjarðarsöngva. Landnemarnir ákveða að leggja ríki sitt niður, i í nokkra mánuði. Og bifreiðin brunar með þjóðfélagsborgarana suður til Reykjavíkur. Þeir hafa áreiðanlega fundið margan fjársjóð í þessari sumar- dvöl sinni. Þeir hafa fundið gulliS í drengilegum leik og í því að fá að bera ábyrgð á sjálfum sér á aldursskeiðinu, þegar þeir eru ad hætta að vei*a keltulböm. — Litlir lófar þeirra bera svolitlar siggöi ð- ur eftir hrífu og reku og í dverg- ríkinu við Sog hafa þessir drengir byi'jað að öðlazt skilning á því af einföldum dráttum síns eigin borgríkis, hvernig mannfélagiá verður að starfa í gagnkvæmn trausti, félagslyndi og réttlæti. — Þjóðfélagið væntir þess að hver maður geri skyldu sína. þing úti á flötinni og málið rætt, hvort þeir hefðu nokkuð sér til afsökunar. — Nei, það höfðu þeir ekki. Svo að til að bæta fyrir brotið urðu þeir að sækja hvor sína vatnsfötuna niður í Fossá. Annað dæmi var að einn stærri strákanna hafði verið vondur við einn sinna minni meðbræðra. Þetta hafði nú gengið svo langt að ekki varð hjá þvi komizt að taka málið til rækilegrar athug- unar. Fyrir þetta varð sökudólg- urinn að ganga berfættur eftir rauðamölinni frá hiiðinu og heim. Það var ansi sárt í iljun- um en meiðir engan. Og allir hinir drengirnir voru vottar að því að réttlætinu var fullnægt. Flestir þeirra hafa einhverntíma gerzt brotlegir í einu eða öðru, en allur hópurinn var grafal- varlegur og fullur ábyrgðartil- finningar. I saman í kofa, eru af sama ætt- flokki. — ★ | Dra kvöldið hafast. þfcir við inni. Þá vinna þeir að ýmis konar föndri, hlusta á útvarp, spila ibridge, sem margir hafa einmitt kert síðan þeir komu austur. Og við og við éru haldnar kvöldvökur. Varð ég einmitt áhorfandi að einni slíkri samkomu, meðan ég dvaldist þarna. Skólastiórinn, Björgvin Fr. Magnússon og aðstoð annaðurinn, Andrés Daviðsson, settust í stóla í öðrum enda sam- komusalarins. En strákarn.ir sett- ust á gólfið, í hálfþring fyrir fram an þá. KVÖLDVAKAN Fym var lesin framhaLdssag- an. — Síðan voru sagðar ýmsar aðrar sögur, söngvar voru sungnir og galaði þar hver með sínu nefi, næsti. Hvað geturðu nefnt mörg islenzk skip á 10 sekúndum. — Gullfoss, Lagarfoss, Detti- foss, Tröllafoss, Lagarfoss .. — Búinn að nefna hann! — Nei, -— jú, líklega var ég bú- inn að nefna hann. — Tíminn búinn. Þannig gekk þetta koll af kolli. Siigurvegarinn, sá, sem hafði ver- ið skjótastur að hugsa, hét Sig- valdi og ávann hann sínum flokki heiður kvöldsins. BETRA EN SÍLDARMJÖL Ýmislegt fleira var geit. — Að lokum var flutt sameiginleg bæn og síðan var „fóðurbsetinum" út- hlutað, áður en farið var í rúmið. „Fóðurbætirinn" er sælgæti, súkkulaði, karameRur, brjóstsykur og lakkrís. Er þessum mikilvægu bætiefnum blandað vísindalega saman í réftum hlutföllum. Þ. Th.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.