Morgunblaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 24. des. 1955 Ólympíuleikir í 40 ár — 1896-1936 Augnabliksmyndir sýna oft skrýtnar stell'ngar prei ilaupara er þeir slíta snúruna. En þetta mun þó einsfc í mj d, Tveir Banda- ríkjamenn stökkva á snúruna á Olympíult ajunum 1924. Marmaraleikvangurinn við Aþenuborg, þar sem andi hinna fornu olympsku leikja var endurvak- inn 1896. Myndin á að sýna er Loues kom að marki í Maratonhlaupinu. 100 þús. manna sáu hlaupið. ÞA R sem Kladeosfljótið sam- ast Alfcios á Peleponnes í Grikklandi stóð borgin Olympia. Rústir hennar voru uppgrafnar af frönskum mönnum árið 1829 og af þýzkum leiðangri farn- fræðinga 1875—1881. Þær rústir sýna, 30 byggð var á þessum stað í grárri forncskju. Borgin var aldrei stór, og þýðingu sína átti hún að þakka hinum olympisku leikjntn Borgin var auðug fag- urra hefa og höggmynda. Þar ▼ar Hera-hofið sögufræga með Hermeestyttunni. Þar var Zeus- aHorið og Zcushofið, sem var byggt 460 f. Kr. Skammt þar frá var hinn mikli íþróttaleikvang- ■r, setn um aldaraðir var vett- vangur hinna fornu olympisku leikja. Audinn, sem á leikvanginum þeim ríkti, var endurvakinn 1896 — en leákvangurinn er og verð- ur rústir einar innan um aðrar rústir i hinni týndu og endur- fundnu borg Olympiu. 1503 árum eftir að hinir fornu OlympÍNleikar voru bannaðir i Olympíu, hófst nýtt tímabil leikj- anua. Þeir voru endurvaknir sem æðsta og mesta hátíð íþróttanna, en sniðnir þó að breyttum siðum uýrra tíma. Nafn þeirra var enn teagt Olympiu — en vettvangur- Ina varð árið. 1896 marmaraleik- vaugurúm í Hissosdalnum rétt utau við borg Solons, Sofoklesar og Platons — Aþenu. 1896 urðu Olympmleik arnir stærsta íþróttahátíð nýja tímans fram til þess árs. Keppt var í frjálsíþróttum, sundi, leik- /imi, skylmingum, glímu, lyft- ingum og hjólreiðum. Þetta varð jrtórkostleg og ógleymanleg hátíð, sem öll hin gríska þjóð stóð einhuga að, og náði hámarki er Grikkinn Loues vann sigur í hinu fræga Maratonhlaupi. Sú keppni er það sem lengst mun lifa — og ætíð — í sögunum um OJympíuleikana 1896. Maratonhlaupið fór fram á fimmta degi leikanna. Hlaupa- leiðin var frá Maraton til Aþenu — nákvæmlega mælt 42195 metr- ar. Veður var hlítt og bjart og allir Aþenubúar lifðu í vímu hinnar miklu íþróttahátíðar. Yfir 100 þústmd manns lögðu krók á leið sína til að sjá hlaupið, 60 þúsund sátu á marmaraleikvell- inum, sem talið var að tæki ekki nema 50 þús. manns!! Alls staðar þar sem fæti mátti niður stíga var staðið. Það lá við slysum á fólkL Utan við leikvanginn stóðu yfir 40 þús. manns og reyndu að sjá þegar hlaupararnir komu. í konungsstúlku vallarins sat gríska konungsfjölskyldan ásamt konungi Serbíu, Maríu Theresiu, erkihertoganum af Austurríki og Georg stórfursta af Rússlandi. ,j Keppendumir voru Ástralíu- maðurinn Flack, Bandaríkjamað- ur, Frakki, Ungverji og 13 Grikk- ir, þar af 6 bændur frá Attíku. \ Flack tók forystuna og fór geyst og bilið milli hans og Bandaríkja mannsins sem var annar, breikk- aði stöðugt. Rétf á eftir Banda- OLYMPTUT EIKAR hafa. ver- ið, eru og ’nunu verða ðalviðburð urinn iverju sinni i sviði í- þróttanna. Ieð endur- vakningu 'ieirra fomu 'eikja — að vísu sniðn- um að Coubertin. breyttum siðum nýrra tíma — hefur hugsjón íþrótt- anna náð hvað hæzt. Maðurinn sem fylgdi því máli fram til sigurs, var Frakkinn Pierre de Coubertm barón. ^yíyrótta- opnan í þessu jólablaði fjallar um atvik úr sögu Olympíuleik- anna fyrstu 40 árin eða frá 1896 til Icikjanna 1936. Hverj- ir Olympíuleikir fyrir sig væru efni í stærri blaðagrein en sú er hér fylgir — jafnvel hver grein einstakra leikja gæti verið greinarefni, svo lit- skrúðugt að allir gætu notið. Slíkur er máttur íþróttanna. Hér hefur hins vegar orðið uppi á teningnum, að líta yfir 11 Olympsuleiki og staðnæm- ast þá helzt við keppni í þeim greinum er hvað sögulegust hefur orðið — og er þó aðeins fátt eitt tekið rúmsins vegna. Íþróttasíðan óskar þess, að allir nær og fjær, megi eiga gleðileg jól og farsælt kom- andi ár. ríkjamanninum komu Grikkirn- ir Loues og Vasilakos Fréttimar um hina spennandi keppni bárust til leikvangsins. Svo drundi þar fallbyssuskot — merki um það að Maratonhlaups- sigurvegarinn væri að nálgast völlinn. Grikkjakonungur gekk fram að hliði leikvangsins og áhorfenda þúsundirnar 60 á leik- vanginum biðu kvíðafullir Þeg- ar menn sáu konunginn lyfta höfuðfati sínu skildist mönnum að Grikki væri í fararbroddi. Og það var reyndar Loues, sem sleit snúruna. Grikkir skipuðu raun- ar 2. og 3. sætið einnig. Enginn íþróttamaðrr á vorum dögum hefur verið jafn mjög hylltur og þessi Maratonhlaups- sigurvegari. Fólkið á áhorfenda- pöllunum æpti og grét, er hann hljóp ,,heiðurshringinn“. Margir ruddust niður á leikvanginn til að hylla sigurvegarann. Öll þjóð- in dáði hann og margvíslegur heiður var honum sýndur. Fjár- söfnun var hafin honum til handa. Hann var kjörinn heið- og af þeim sigruöu Bandarikja- menn í 376. Maraþonhlaupið varð hvað sögulegasta keppnin. Meðal keppenda var Felix Carvajal frá 1900 ursborgari Maraton og var boðið að búa þar til dauðadags, án nokkurs kostnaðar fyrir hann. Hann fékk aragrúa gjafa m. a. bauðst skósmiður einn að sjá honum fyrir hanctsaumuðum skóm meðan hann lifði. 40 árurr eftir hlaupið var honum boðif til Berlínarleikanna sem heiðurs gesti og þar var hann ákafi hylltur. Hann sagði í viðtali í Berlír að hann gæti ekki lýst tilfinn ingum sínum er hann þennar heita sumardag hljóp inn á leik völlinn í Aþenu. „Mér fanns- sem líkami minn myndi springa Umhverfis mig var hávaði sen ætlaði mig að æra. Litskrúðið : marglitum klæðum þúsundann; á pöllunum rann saman fyri’ tárfullum augum mínum og ein; og í leiðslu hljóp ég að markinu Allt var eins og draumur, sem é{ oft síðan hef furðað mig á, hvon sannur væri“. Það var ákveðið í upphafi, að Olypmíuleikamir hinir aðrir skyldu fram fara í París, og átti það að vera til heiðurs de Coubertin. Frakkar voru sjálfir ekki áfjáðir í að halda hátíðina. Og þeir notuðu íþróttakeppnina sem lið í heim- sýningunni, er þeir gengust fyr- ir þetta sama ár. Þeir reyndust heldur ekki hlutverkinu vaxnir og lítt er hægt að hrósa fram- kvæmdanefndinni. En hinn íþróttalegi árangur varð meiri en nokkurn óraði fyrir, aðallega vegna hins sterka hóps Banda- ríkjamanna. Þeir voru nær einráðir á vett- vangi frjálsíþróttanna — sigruðu í 17 greinum. Englendingar sigr- uðu í 4, Ungverji í kringlukasti og Frakki í Maraþonhlaupinu. Á þessum leikjum kom fram á al- þjóðasviðið fyrsta ofurmennið á sviði íþróttanna. Það var Banda- ríkjamaðurinn Kraentzlein, sem sigraði í 60 m hlaupi, 110 m grindahlaupi (15,4 sek.), 200 m Tindahlaupi (25,5 sek.) og lang- tökki (7,18 m). Þessi maður er •inn í hópi mestu íþróttamanna r uppi hafa verið. A Það var diörf jf ^ £jf ákvörðun að á- kveða 3. Olympíu- ^ika vorra tíma í Bandaríkjun- im. En de Coubertin vildi sýna ið Olympíuleikar væri ekkert únkamál Evrópumanna — og afnframt átti ákvörðunin að /era þakklætisvottur íyrir áhuga er Bandarikjamenn höfðu sýnt við þátttöku í fyrri leikjum. En andi hinna Olympísku leikja var allverulega sniðgenginn með því að teknar voru á keppnisskráaa greinar, sem ekki áttu heima á dagskránni. Keppnisgreinamar í St Louis voru alls 300 talsins Loues — griski bóndinn sem er mest dáði iþróttamaður allra tíma. Kúbu. Hann var víðþekktur hlaupari •— náttúrubarn. Hann hafði heyrt um Maraþonhlaupið og safnaði sér ferðapeningum til St. Louis með því að hlaupa fyr- ir fólk gegn gjaldi í Vestur- Indíum. Á leiðinni til St. Louis kom hann við í New Orleans og ætlaði að reyna að auka fjár- muni sína í pokerspili. En hann tapaði öllu og komst við illan leik til St. Louis. Þar mætti hann til keppninnar í síðbuxum og grófum, þungum skóm. Góð- hjartaður íþróttamaður lét hann hafa bexur viðeigandi klæðnað og gaf honum brauðsneið. Svo var „startað“. Carvajal hafði aldrei keppt áður og hann gaf sér tíma til að stanza til að tala við fólk- ið, sem var að horfa á, og ná sér í ávexti á trjám. Og þegar hann kom í mark voru tveir komnir á undan — fyrst Fred Lorz og síð- an Hicks, sem náði þangað nær dauða en lífi. En Fred Lorz hafði leikið á fólkið. Hann hafði feng- ið krampa í fæturna er hann hafði hlaupið 15 kílómetra, farið upp í bifreið, og látið aka sér hér um bil að leik- vanginum en hlaupið síðan inn á völlinn við fágnaðarlæti og sleit snúruna. En svikin komust upp og Fred Lorz Var útilokaður frá keppni á Olympíuleikum alla sína æfi. fékk Grikkland leyfi til að halda „millibils" IJVv Olympíuléika í tileíni af því að 10 ár voru liðin frá endurvakningu leikanna. Al- þjóðaolympíunefndin hefir aldrei viðurkennt þessa afmælisleikL En Grikkirnir stóðu samah sem fyrr og leikirnir urðu „hátíð hátíðanna", — lýsandi kafli í sögu íþróttanna. Spjótkastskeppnin á sinn sér- staka kafla í sögu hinna spaugi- 'egra atvika á þessum leikjum. >ú grein hafði þá ekki mótast ð fullu. Menn köstuðu spjótinu neð „frjálsri aðferð“, þ. e. a. s. nenn máttu halda um spjótið xvar sem var. Sumir héldu um ddinn aðrir aftast um spjótið og nn aðrir einhvers staðar þar á nilli. Þegar röðin kom að Sví- xm heyrðist undrunarkliðxrr neðal áhorfenda — því þeir köst- iðu lengra en aðrir. Starfsmenn- irnir urðu að forða sér Og þá iom röðin að Erik Lemming Svíþjóð). Kaststefnan var í átt- na að konungsstúkunni .— en hún þó í öruggri fjarlægð að lómi manna. Lemming var galsa- ullur ungur maður og var til neð að gera brellur. Hann kom xuga á þetta og gerði allt til þess að hans fyrsta kast yrði langt. Spjótið klauf loftið með hvin miklum yfir höfðum starfsmann- anna, sem dreifðust eins og hænsni í allar áttir. Og í kon- ungsstúkunni þustu allir á fæt- ur og brugðu á flótta, þvi svo leit út sem spjótið myndi þar til jarðar koma. En spjót fellur skjótt til jarðar eftir að það tap- ar ferð sinni, og það kom í jörð 10 m frá stúkunni. En þetta var heimsmet þeirra tíma (53.90). ítalir höfðu sótt fast að fá að halda leikana 1908 og var ákveðið, að þeir skyldu verða í Rómaborg. En erfiðleikarnir sögðu fljótt til sín og 1906 kváð- ust ítalir ekki geta staðið fyrir leikunum. Voru góð ráð nú dýr að fá eitthvert land til að hlaupa í skarðið og undirbúa leiki á 2 árum — en Bretar hlupu undir bagga eins og englar af himni sendir. Þeir buðust til að halda leikana í sambandi við fransk- enska sýningu. Og 1908 ríkti hinn sanni olympski andi yfir íþróttahátíðinni, því hún varð ekkert aukaatriði á sýningunni, heldur aðalþáttur hennar. Var i skyndingu byggður íþróttaleik- vangur White City“ sem rúm- aði 100 þúsund manns. Má m. a geta þess að innan hlaupahrings- ins var sundlaug 100 m að lengd og 15 m breið með dýpi frá 1,20 m til 3,70 m. — Allt var glæsi- lega undirbúið og fór glæsilega fram en áhugi ensks almennings var fremur ’í.till. Það raska eng- ir Olympíuleikar ró hinna brezku þegna. Þessir leikir urðu til að lyfta Olympíuhugsjóhinni nærra, svo vel fóru þeir fram, og svo glæsi- leg varð íþrótfahátíðin. Aðeins eitt atvik skyggð þar á, þettaí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.