Morgunblaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIB Laugardagur 24. des. 1955 EINU SINNl fyrir mörgum, mörgum árum var lítið fræ- kora. Það var ósköp litið og óx og 6x niðri í jörðinni. Litla írækornið vissi, að það átti eftir að springa út og komast upp fyr- ir yfirborð jarðarinnar, en það viaei ekkert, hvernig það myndi verða. En mikið hlakkaði það til þegar sú stund rynni upp. — Jseja, einn góðan veðurdag fannst litla frækorninu það vera orðið nægilega stórt og stæðilegt til þess að reka kollinn upp úr, og það fann hvernig það teygði úr sér, og allt í einu heyrðist eins og smáhvellur, þegar sprotinn fór upp, — en æ-i hvaða voða birta er þetta, — litla frækornið, sem var nú. orðið að litlu tré, blind- aðist alveg af allri þessari birtu, því niðri í jörðinni var auðvitað kolniðamyrkur. — En fljótlega vandist það birtunni, — og nú leit það í kringum sig í sólskininu. — Það sá að það stóð uppi á háu felli, og fyrir neðan breiddi sig allvíður dalur, sem var frekar eyðilegur. Þjóðvegurinn lá þar fyrir neðan fellsbrúnina. En litla trénu til mikillar gleði sá það fljótlega, að það var alls ekki eitt síns liðs uppi á fellinu, heldur stóð þar skammt. frá stórt og gamalt tré. Það hefur líklega verið farið að sjá illa, því það tók ekki eftir ktla trénu, og ætlaði varla að heyra, þegar það sagði með sínum véika málróm: „Góðan daginn“. Stóra tréð leit í kringum sig og skildi ekkert í hvaðan þetta veika hljóð kom, en þá sagði litla tréð aftur „góðan daginn. Sérðu mig ekki? Ég er hérna rétt við hliðina á þér?“ — Ó ,jú, nú sé ég þig, sagði stóra tréð. — Góðan daginn, litla tré, og velkomið í.heiminn! Það var gaman að fá einhvern hérna t« þess að rabba við. Það getur veríð dálítið einmanalegt stund- um að vera alltaf aleinn. * Og nú leið tíminn og litla tréð 6x og dafnaði með hverjum deg- inum sem leið. Stóra tréð reynd- ist þvi hinn bezti kennari og leiðsögumaður, því það kenndi litla trénu hvernig það ætti að fara að því að vaxa sem bezt, og hvernig það ætti að skýla sér þegar rigningar og stormar geis- uðu. Og eftir mörg ár, þegar litla tréð var orðið að stóru og lim- fallegu tré, þá kal laði stóra gamla tréð það alltaf „litla tréð“. Einn daginn fór stóra tréð að segja litla trénu frá því hvað það langaði til að vei'ða, þegar það yrði höggvið niður. — Mig langar til þess að verða eitthvað gagnlegt, eins og t. d. uxakerra gamla manns- ins, sem gengur oft hérna fram hjá. Hann hefur gengið hér eftir veginum í mörg, mörg ár, og ég hef tekið eftir því, að hann er alltaf með sömu kerruna, og nú er 'hún orðin ósköp slitin, sagði gamla tréð og litla tréð hlustaði hugfangið á, þegar þetta gamla og vitra tré talaði. — Ó, sagði litla tréð, — mig langar líka til þocs að verða eitt- hvað ga'mlegt, en mig mundi langa tii þess að verða fallegt hús, gagnleg bygging, sem minnti alla sem sæju liúsið á fallega viðinn minn, — það eykur yndi Og ánægju fólksirs áð sjá falleg- ar byggingar... Mítt í þessum samræðum sáu trén tvö hvar gamli maðurinn kom gangandi eftir þjóðveginum. — Annar maður var með honum og í vagninum höfðu þeir exi og sög. — — Ó, ó, hrópaði gamla tréð með ánægju, — nú ætla þeir að koma og búa til uxakerru úr mér. Ég skal þá alltaf reyna að vera góð kerra og gera gamla manninum allt til þægðar sem ég get. Og gamla tréð hafði rétt fyrir sér, mennirnir hjuggu það niður og óku því í burtu á gamla vagn- inum. á: Nú var litla tréð eitt eftir uppi á fellinu. — Fyrst í stað leiddist því alveg óskaplega, — einveran gat verið svo kveljandi, sérstak- lega á kvöldin, en smátt og smátt fór það að venjast henni. Það var nú orðið mjög fallegt, teygði greinar sínar og lim á móti sólinni. Á sumrin, þegar sólin var hæst á lofti, höfðu vegfar- endur það fyrir venju að hvíla sig í skugga þess. Svo var það einu sinni að nokkrir menn komu saman í hóp gangandi upp hlíðina og þeir námu staðar í forsælu litla trés- ins. Þeir voru bara venjulegir menn og litla tréð veitti þeim enga sérstaka athygli, en allt í einu sá það hvar einn af mönn- unum. gekk út úr hópnum alveg upp að því og horfði á það hug- fanginn á svip. — En hvað þetta er fallegt tré, sagði maðurinn, og litla tréð fann að það roðnaði af ánægju. Þá fór það að veita manninum meiri athygli, og sá þá að hann var allt öðru vísi en hinir mennirnir, þótt hann væri bara iklæddur hvítri skykkju alveg eins og þeir. En það var eitthvað í svip hans, sem var svo fallegt og augu hans voru sérstaklega góðleg. Og litla tréð fann hvernig sælu- og góðleikatilfinning fór um það allt út í yztu greinar, þegar maður- inn með góðlegu augun horfði á það. Og um kvöldið, löngu eftir að mennirnir voru farnir var liíla tréð enn 1 að hugsa um þenr.an mann og velta fyrir sér hver hann hefði verið. á Litla tréð hélt áfram að hugsa um það hve gaman það yrði þeg- ar það yrði sótt og smíðað úr þvi eitthvað gagnlegt og það hugs- aði um þetta á hverju einasta kvöldi, áður en það fór að sofa. Svo var það eitt kvöld að litla tréð þóttist sjá að vont veður væri í aðsigi og þegar það fór að sofa bjó það sig sérstaklega und- ir þjið. En um miðja nótt vaknaði það upp með andfælum við að stofn þess rifnaði eftir endilöngu við þnð að eldingu sló niður. — Ó, ó, hrópaði litla tréð í ör- væntingu sinni, — hiálp, hjálp, — vill ekki einhver hjálpa mér, ég finn svo mikið til, — og það grét hástöfum og fann hvernig það ætlaði að klofna alveg í sundur. En auðvitað kom enginn tií þess að bjálpa því, enginn var nálæg- ur, sem gat heyrt hljóðin i því — rg hogar aumingja litla tréð hafði kvaii f og grátið nokkra stund var það orðið svo úrvinda að þsð sofnaði loks út frá öllu saman. Næsta dag, þegar það vaknaði, verkjaði aumingja litla tréð í all- ar greinarnar, — og það ætlaði varla að þora að líta niður á sund urtættan stofn sinn, — og þegar það sá hvernig það leit út, gjör- samlega afskræmt, fór það að gráta. — Æ-i, mikið er leiðinlegt að sjá hvernig ég er orðið, snökti aumingja tréð, — ég er ekki leng- ur fallegt tré, og nú kemur á- byggilega aldrei neinn til þess að búa til eitthvað fallegt úr mér. Og vegna þess hve aumingja litla tréð var sorgbitið féllu smám saman af því öll laufin og það stóð nú á fellsbrúninni sundur- tætt og ekki með einu einasta laufi. — Vegfarendur, sem leið áttu fram hjá, hættu alveg að setjast niður hjá því, — enginn veitti því athygli, — og því leidd- ist nú meir en nokkru sinni fyrr. Svo var það eitt kvöld að litla tréð stóð eitt og yfirgefið á fell- inu sínu að það sá hvar maður kom gangandi hægt upp fells- hlíðina. Þó maðurinn væri enn langt í burtu, sá litla tréð strax að þetta var maðurinn með góð- legu augun, sem einu sinni hafði komið og dáðst að því hvað það hafði verið fallegt. — Ó, hugsaði litla tréð með sjálfu sér. — Hvað skyldi hann halda, þegar hann sér mig aftur? Nú er ég allt sundurtætt og ekki með eitt einasta laufblað. Ég skammast mín svo mikið að ég get ekki litið upp. Og berar grein- arnar héngu niður og litla tréð grét af skömm. En góðlegi maðurinn virtist ekki taka eftir neinu, hann leit ekki einu sinni í áttina til litla trésins, — heldur kraup hann á kné skammt frá því, og lét lóf- ana saman undir höku sér. Svo beindi hann augum sínum til himins, — og svona var hann aila nóttina. ' Litla tréð var svo undrandi yfir háttalagi mannsins, að það sofn- aði ekki dúr. Það veitti þvi at- hygli að augu mannsins voru svo harmþrungin að þvi stóð stuggur af. Þegar sólin kom upp morgun- inn eftir var eins og góðlátlegi maðurinn rankaði við sér. Hann stóð upp og leit í kringum sig, jafn hnugginn á svip og kvöldið áður, en nú kom hann auga á tréð. Auðséð var að hann varð undr- andi. Hann gekk að því og lagði hönd sína blíðlega yfir sárið á stofni litla trésins og það fann greinilega hvernig velliðan og sælutilfinning fór um það allt. Aldrei hafði því liðið svona vel fyrr og það fann hvemig Værð barnascga fré Egyptalandi færðist yfir það og það varð svo syfjað að það gat ekki haldið sér vakandi. — Það féll í væran svefn. Það vaknaði ekki fyrr en næsta morgun við að fólk hafði safnazt saman í kringum það og dáðist hástöfum að einhverju. Litla tréð lauk upp augum sín- um og sá að mikill mannfjöldi hafði safnazt saman umhverfis það og allir horfðu á það og sögðu: „Dásamlegt, hvílíkt und- ur. Hér hefur gerzt kraftaverk!“ Og litla tréð leit niður á stofn sinn og greinar og sér til mikíll- ar undrunar sá það að stofninn var orðinn heill og greinarnar voru orðnar laufgaðar. — Litla tréð æpti upp yfir sig áf fögn- uði og sagði: — Hér hefur víst gerzt kraftaverk! Ég er aftur orð- ið að fallegu tré, sem allir dáðst að. Nú getur verið að einhver komi og smíði eitthvað gott og gagnlegt úr mér. Nú langar mig enn meir en fyrr til þess að gera góðverk. Dásamlegt! Gleði htla trésíns verður ekki með orðum lýst. Þegar mannfjöldinn hafði dáðst að trénu nokkra stund týndist fólkið í burtu, nema tveir menn, sem urðu eftir með sög og exi. ■— Jæja, hugsaði litla tréð. Svo þeir ætla þá að saga mig niður og leyfa mér að gera gagn í heim- inum. Og það varð himinlifandi af gleði. En undrun þess óx enn þegar mennirnir fóru að skoða grein- arnar í staðinn fyrir stofninn og þeir völdu tvær stórar greinar og söguðu þær af. — Síðan gengu þeir burtu. Litla tréð starði undrandi á éftir mönnunum, sem gengu í áttina til þorpsins, sem var skammt undan. — Hvað skyldu þeir ætla að gera við tvær af greinum þess? Það gat ómögu- lega skilið það. Allt var kyrrt og hljótt og litla tréð var hnuggið. Allt í einu heyrði það óm af miklum mann- fjölda, sem nálgaðist óðum. Það leit í kringum sig og sá þá hvar heillöng skrúðganga af fólki kom eftir þjóðveginum, Fremst í henni rogaðist maður með kross á bakinu, og litla tréð þekkti bæði krossinn og manninn. Krossinn hafði verið búinn til úr greinum þess og maðurinn var góðlátlegi maðurinn, sem hafði læknað það. — Ó, hugsaði litla tréð með sjálfu sér. — Hvers vegna er góði maðurinn látinn rogast með krossinn, hann hlýtur að vera alítof þungur fyrir hann. Hvað skyldi eiga að gerast? Og litla tréð tárfelldi þegar það sá hvernig mannfjöldinn hamað- ist í kringum aumingja manninn með krossinn á bakinu. Svitinn bogaði af honum, en samt henti fólkið í hann steinum og spark- aði i liann, óg hátín var rekinn áfram rrieð svípum. En nú kom einhvfer maður úr hópnum og baúSst tíl þes? að bera krössitín, én hötíu’m Va’r'ýtt'fíí' hliðar. Vegurinn var erfiður yfirferð- ar og sólin var brennheit, og mdnnf jöldinn þokaðist áfram. Nú vas skrúðgangan komin fram hjá fellí Jitla trésins, en hélt í áttina að öðru, sem stóð þar skammt frá. Þá sá það að þar höfðu verið reistir tveir krossar, sem stóðu með dálitlu millibili og þegar fólkið komst upp á hæðina, var krossinn hrifinn af góða mann- inum og rekinn niður á milli hinna tveggja. Litla tréð vissi nú hvað átti að gerast og það leit undan — og draup höfði og grét. — Allt í einu skyggði fyrir sólina og þrumu- regn steyptist niður, — eldmg- arnar glömpuðu og skynclilega varð kolniðamyrkur, eins og komið væri fram á nótt. Litla tréð grét, og í kringum það grét öll náttúran, það sagði blómunum og grasinu hvað værí að gerast og áður en langt um leið vissu öll tré í heiminum, allt grasið og öll blómin hvað var að gerast. Og öll náttúran grét. Litla tréð vissi ekki hvernig það átti að fara að því að halda áfram að lifa, allan næsta clag grét það, og um kvöldið sofnaði það út frá sorgum sínum. Næsta morgun, en þá var sunnu dagur, skein sólin aftur glatt og litla trénu fan'nst eins og einhver breyting hefði orðið á heiminum aftur. Það leit í kringum sig og sá þá allt í einu hvar maður kem- ur gangandi upp hlíðina. Það lá við að það æpti upp yfir sig af gleði. , Þetta var maðurinn með góð- lega andlitið, sem hafði verið krossfestur. — Hann lifir! Hann lifir! hróp- aði það upp yfir sig og allt í kring um hann leit upp. Hann er kom- inn aftur! hrópaði litla tréð í gleði sinni. Og öll náttúran gladdist með því. En svo, þegar maðurinn var næstum kominn alla leið upp, var eins og hann byrjaði að svífa upp í himininn. Litla tréð varð undr- andi, en maðurinn hélt áfram að svífa lengra og lengra í buríu. — Ekki fara! hrópaði litla tréð. — Ó, ekki fara, vertu hérna hjá okkur. En maðurinn fór lengra og lengra, en hann leit við og horfði sinum góðlegu augum á litla tréð og það heyrði í fyrsta sinn málróm hans er hann sagði: „Gleymdu mér aldrei, litla tré, og gættu að mér, því ég mun koma aftur". Og litla tréð teygði laufin rín á móti himni og sól og sagði gras- inu og blómunum að gera eins og brátt vissi öll náttúran að hún átti að gæta að þegar góðlegi maðurinn kæmi aftur, og allt teygði sig á móti birtúnni. Þess vegna vísa blöð trjánna og blómin á móti himni, þau bíða öll eftir því að Hann, sem fædd- ist í þennan heim í dag fyrir 1955 árum lcomi aftur tíl okkar. (Þýtt og endursagt — A. Bj.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.