Morgunblaðið - 29.12.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.12.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 29. des. 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritetjiri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjómmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Ámi Óla, sími 3045. Augiýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 króna eintakið. Kjarnorkuver i Evrópu FYRIR nokkru skilaði sérstök kjamorkunefnd Efnahagssam- vinnustofnunar Evrópu áliti um orkuþörf Evrópu-ríkjanna og hvernig hún yrði bezt leyst með byggingu kjamorkuvera. Er sér- staklega athyglisvert að lesa skýrslu þessa af því að nefndar- menn em allir sammála um það, að kjarnorkuöld er hafin. Orku- þörf Norðurálfu, sem hefur vaxið svo gífurlega hinn síðasta áratug verður ekki leyst með öðm móti en kjamorku og menn em einnig sammála um það, að kjamorkan er komin rétt tímanlega til að leysa þessi miklu vandamál. Og í hverju felast vandamálin einkum? Um það mætti að sjálf- sögðu visa til fróðlegrar greinar, sem Magnús Magnússon eðlis- fræðingur ritaði fyrir nokkm í Morgunblaðið, en f stuttum dráttum er vandamálið þetta: Orkuþörf Evrópu fer stór- vaxandi um þessar mundir. Víðast er búið að fullvirkja vatnsafl. Aukning orkunnar hefur þvi orðið fyrst og fremst með aukinni vinnslu á kolum og olíu. Enn er að vísu til mikið magn af kolum í jörðu, en hin auðunnn kol em að verða þrotin. Koianámumar dýpka stöðugt og nú er jafn- vel tekið að nýta þynnri kola- lög. Við þetta hækkar verð þeirra svo, að kjamorkan verður þegar samkeppnishæf við koiakyntu raforkuverin. Þannig kemur það nú fram í skýrslu kjamorkunefndar OEEC, að raforkuvinnsla með kjarn- orku er sérstaklega þýðingar- mikil í þeim löndum, sem hafa lítið vatnsafl, en hafa orðið að starfrækja kolakynt raforkuver. Samkvæmt þessu ályktar nefnd- in að það sé sérstaklega aðkall- andi fyrir m. a. Belgíu, Holland, Bretland og Þýzkaland að koma sér upp kjamorkuverum. Þessi ríki verða öll að treysta mjög á kolaorkuna, sem búast má við að komist í þrot á næstu ámm sakir hækkandi verðs. Hins vegar líða enn nokkur ár, þar til lönd eins og Frakkland, Ítalía, Svissland og Portugal hafa fullnýtt vatnsorku sína. Fyrir þau er þess vegna ekki mjög að- kallandi að reisa kjarnorkuver. í enn öðram ríkjum, svo sem Noregi og þá sennilega íslandi, þó það sé ekki tekið með í skýrsluna er ekki þörf um langt skeið að hefja raf- magnsvinnslu með kjamorku. Þessi Iönd búa yfir miklu vatusafli, sem er tiltölulega anðvirkjanlegt. Vatnsaflsvirkj anir þar sem skilyrði eru góð eru og verða sennilega ætíð ódýrari en rafmagnsvinnsla í kjamorknverum. Þetta stafar m. a. af því að vélakostur kjarnorkuveranna er mjög kostnaðarsamur. Honum til- heyrir fullkomin gufutúrbína, hitarakerfi og gufukatlar. Þá er kjamorkuhlaðinn, sem oft er risavaxin smíði og mjög dýr. Reksturskostnaður mun verða meiri en við nokkra vatnsafls- virkjun, sakir þess að viðhalda verður stöðugum öryggisráðstöf- Únuin gegn geislahættu og þarf sífellda endurnýjun á vélarhlut- um í kjarnorkuhlaðana. Þess vegná telur nefndin alveg auðsætt, að þær þjóðir, sem hyggja á vatnsvirkjanir, haldi þeím ótrauðar áfram, því að þæv gefa hina ódýrustu orku, sem hægt er að fá i dag. Nefnd Efnahagssamvinnustofn unarinnar leggur áherzlu á það að kjarnorkuvirkjanir Evrópu- þjóðanna séu samræmdar. — Er nauðsynlegt að samræma og skipuleggja aígerðir hinna ein- stöku ríkja í þessa átt. T. d. þarf Belgía tafarlaust að leysa elds- neytisvandræði sín með kjam- orkuvinnslu. Nágrannaríki henn- ar, Frakkland, á enn nokkuð ónytjað vatnsafl, einkum suður í Alpafjöllum, en telja má, að það verði fullnýtt eftir 10—15 ár. En þá munu Frakkar og hefja kjarnorkuvinnslu af fullkominni nauðsyn. Nefnd OEEC leggur því til að gerð verði ýtarleg áætlun um orkuþörf allra meðlimaríkjanna og útfj-á þeirri áætlun verði gerð allsherjaráætlun um smíði kjarn- orkuvera. Sérstaklega verður að íhuga það að byggingar og reksturskostnaður kjamorkuvera verður hlutfallslega minni, eftir því sem þau eru stærri. Er því sjálfsagt, að ríkjasvæði hafi sam- ráð um byggingu þeirra og stað- setningu, þannig að rafmagns- leiðslur verðí ekki óþarflega langar. 1 Þannig hefur kjamorkuöld innreið sina í Evrópu. Enginn hluti heimsins hefur meiri þörf fyrir þessa miklu orku 20. aldarínnar en einmitt Evrópa. Sá heimshluti, sem með hinni fullkomnustu tækni hefur verið nýttur mest allra til að fæða hinn mesta fjölda manna með beztu lifskjörum.1 Nu var tekið að syrta í álinn. Farið var að ganga á auðlegð Norðurálfu, málmar ýmsir og kol voru að ganga til þurrðar. En innreið kjarn- orkunnar í friðsamlegri notk- un skapar Norðurálfu öragg- ari framtíð með fyrirheitum um enn bætt lifskjör. Gsmekkleg ÚR DAGLEGA LÍFINU „Siýitdur me & LomiL irk★ DANSKA blaðið Dagens Nyheder flytur vikulega þátt, er blaðið nefnir: „Ugens Port.ræt", þáttur sem í íslenzku blaði myndi kannski heita: „Maður vikunnar“. Þarna eru kynntir , . . , , , , , _ . . ... , , um a handarbak ser, ber það að fyrir donskum lesendum ýmsxr nefmu og sygur kroftuglega og ' athöfninni lýkur með kröftug- u þekktir menn, stjórnmálamenn, listamenn o. fl. Eigi alls fyrir löngu var þar grein um Sigurð Nordal, sendiráðherra íslendinga í Danmörku og virðist greinin hafa verið skrifuð í tilefni af því ir hinum hressandi tóbakskorn- um víð Háskóla íslands, að hann hóf það starf, sem átti eftir að gera nafn hans frægt meðal mál- fræðinga víða um heim. Fyrir hans verknað beindist rannsókn islenzkra fræða í nýja átt. Frá sögu- og fornfræðilegum vett- vangi beinir hann þróuninni inn á svið fagurfræðinnar, og mikill er sá árangur sem hann og hans nemendur, sem víða eru dreifðir, hafa náð. legum hnerra, svo að það er engu líkara en stjörnuhrap hafi orðið meðal hinna tignarlegu heiðurs- merkja á brjósti hans. i _,, ,, , , Oslo, Gautaborg, Leeds, Aber- ★★★ „Eftir fáa daga, er fyrr- ^ ^ verandi sendihei-ra Isiands og En vísindamaðurinn Sig- að sendiherrann var hækkaður '★★★ Og svo haldið sé áfram, í tign og hlaut „ambassadors-1 þá er Sigurður Nordal einasti nafnbót". Greinin nefndist: Sig- maðurinn í Corps diplomatique, urður með hornið og var á þessa sem er heiðursdoktor við hvórki leið: Imeira né minna en 5 háskóla: urður Nordal hefur aldrei verið rígbundinn við bókvitslærdóm hinn nýskipaði sendiráðherra ís- ★★★ Ef maður fellir saman i einan. Sjálfur er hann ritgerða- lands í Danmörku hefur afhent eitt þessar tvær lýsingar á hin- og skáldsagnahöfundur, sem tek- hans hátign konunginum em- um nýskipaða sendiráðherra, ið hefur virkan þátt í bókmennta bættisskilríki sín, þá hefur bætzt verður útkóman sú, að hann er legri og stjómmálalegri baráttu þjóðar sinnar, sett sinn svip i hóp erlendra sendiráðherra í _ jafn lifandi sem lærður herra. Danmörku sérstæður maður. ★★★ Til að byrja með er Nor- dal sendiráðherra án efa einasti maðurinn í hópi sendiráðherra í þessu landi, sem tekur í nefið — hana og hann var andlegur „ambassador“ íslands við Har- vard í Bandaríkjunum áður en hofn, þar sem hann bæði varð var skipaður til embættis !★★★ Sinn fyrsta háskólalær- dóm hlaut hann í Kaupmanna- magister og doktor nefnda fyrir fræga hið síðar- könnun síns í Kaupmannahöfn. Til em- bættisins hér í Kaupmannahöfn r , ’ , ;z , . " ~ “ “ Dættisins her 1 Kaupmannahom þegar hann er i goðu skapi, dreg- „Olafs sogu hins helga“. En það va]dist því maður með víðþekkt ur hann upp úr kjólvasa sínum var ekki fyrr en 1918, er hann gamalt íslenzkt tóbakshorn, hell- varð prófessor í íslenzkum fræð- VeLl andi ihrijar: auglýsing HJA því getur varla farið að mörgum hafi fundizt auglýsing sú, sem Skipaútgerð ríkisins birti fyrir jólin í blöðunum fremur ósmekkleg. Þar var því haldið blákalt fram, að yfir veturinn væru skip hennar oft „einu sam- göngutækin, sem fólk getur treyst til að skila farþegum og farmi heilum og óskemmdum í höfn. Þess á milli eru fjölþættir möguleikar til flutninga, sem þó fela ekki í sér neitt varanlegt ör- yggi um samgöngur, og er það því hagsmunamál landsbúa sjálfra að beina sem mest viðskiptum til vor“. Víst hefur Skipaútgerðin góð skip, sem stjómað er af dugandi sjómönnum. En engum dylst hví- líkt oflæti felst í þeirri fullyrð- ingu, að þau séu oft „einu sam- göngutækin, sem fólk getur treyst til að skila farþegum og farmi heilum og óskemmdum í höfn“. Bæði önnur skipafélög og flugfélögin stunda flutninga á fólki og varningi með engu minna öryggi en Skipaútgerðin. Það verðisr að segjast, að slíkir auglýsingahættir era mjög óviðurkvæmiiegir og raunar óvenjuiegir hér á landi. Ætti það sizt að henda ríkis- fyrirtæki að grípa til slíkra auglýsinga á starfsemi sinni. ÞAÐ hefur verið fagurt að sjá nú um jólin, hvemig fólk hér í bænum hefur minnzt lát- inna ættingja sinna með því að prýða leiðin suður í Fossvogs- kirkjugarði. Nú var séð um það, að rafleiðslur væri lagðar um garðinn, svo að auðvelt var fyrir fólk að koma fyrir fögmm og allavega litum ljósum á leiðun- um. Þeir sem fram hjá óku sáu þar heilt haf af jólaljósum. — Kirkjugarðurinn var eins og svo- litil borg framliðinna, upplýst í vetrarmyrkrinu, þar sem gamlar minningar lifa. Sterkustu minningarnar ÞVÍ að á engum öðrum tíma á fólk eins sælar endurminn- ingar um þá ástvini, sem héðan eru horfnir, en á jólunum. Jólin eru svo innileg hátíð fjölskyldu, og samkoma vina, að mynd hins látna geymist sterkust frá því setið var við uppljómað jólatré, frá því jólasálmamir voru sungn- ir, eða frá því gómsætasta mál- tíð ársins var etin. Þess vegna er engin furða, þótt það hafi orðið almanna venja að fara með lítil jólatré eða gremgreinar suður í Fossvog og jafnvel að reyna að kveikja þeim, sem horfinn er, sín jólaljós. Þær eru hugljúfar og fagrar jólasögur enska skáldsins Charles Dickens. Þar hefur hann fundið eins og svo margir aðrir, hvemig raddir hins liðna tala inni í skuggunum bak við kertaljósin. Alveg sömu kennd fá menn þeg- ar þeir sjá hin mislitu ljós í kirkjugarðinum í Fossvogi. Kyrrðin rofin EN svo víkjum við að öðru. Þv; að kyrrðin þar suðurfrá var skyndilega rofin. Þeir undarlegu atburðir gerðust í kirkjugarðin- um yfir jólin, að fjöldi rafmagns- pera, sem áttu að bera ljós yfir þennan helga stað, hurfu. Það er ekki víst, hvað margar perur voru teknar, en talið er að þær' hafi verið allt að hundrað. Peru- stykkin standa auð. Ljósin skrúf- uð úr af mannlegum höndum. Og menn spyrja: Hver getur hafa verið þarna að verki. Því hér er miklu alvarlegra á ferðum held- ur en glataðir fjármunir, hér er um að ræða svo óþolandi siðleysi og virðingarleysi fyrir helgidómi minninganna, að allir fordæma slíkan verknað. Sömuleiðis verða allir, sem nokkra vitneskju hafa um þetta atferli að sameinast um1 að upplýsa það, svo að slíkt geti ekki komið fyrir aftur. Hliði að bílastæðinu lokað AADFANGADAG, þegar fjöldi fólks streymdi héðan úr borginni suður að Kirkiusrarðin- um olli það miklum erfiðleikum, að engin bifreiðastæði voru þar opin. Bifreiðaeigendurnir urðu að leggja farartækjum sínum sitt hvorum megin við Hafnarfjarð- arveginn, sem eins og kunnugt er, er fjölfarnasti vegur á land- inu. Um tíma voru þama hundr- uð bíla og komst allt á hina mestu ringulreið, svo að umferð-1 in til Hafnarfjarðar stöðvaðist, stórir strætisvagnar og minni bílar þeyttu lúðra sína óspart, en einn lögregluþjónn var þar á stjái. j Það fyrsta sem hann ætlaði að gera, er hann kom þangað var að opna hliðið að hinum stóru og ágætu bílastæðum, sem eru umhverfis kapelluna í Fossvogi. j Það hefði leyst öll vandamál um- j ferðarinnar. En viti menn. Hin öflugu stálgrindarhlið kirkju-. garðslóðarinnar voru rammlæst. Var það almannarómur, að þetta fyrirkomulag væri ófært. Kirkju- garðsstjómin hlyti að vita, að aldrei er eins fjölsótt að kirkju- garðinum eins og á aðfangadag, hundruð, ef ekki þúsund bifreiða koma þar. Eln á þeim eina degi, gerir hún svo vel og harðlæsir hliðum að bílastæðunum um- hverfis kapelluna. Það þýðir að vísu ekki að sak- ast um orðinn hlut. En ef hægt væri að muna ábendingu í nær 360 daga, ætti þetta að verða með öðrum hætti næstu jól. Merkið, sem klæðir landið. * nafn. Betur gat hið unga lýðveldi ekki valið. Af árvekni og ein- beittni hefur hann skipað landi sínu (þar sem það á við) sem sjálfstæðu og jafnoka ríki lönd- um þeim er skipa hið norræna bræðraband. ★ ★★ Bodil Begtmp í Reykjavik og Nordal í Kaupmannahöfn hafa unnið ágætt starf á erfiðum tím- um í sambandi landanna tveggja og þeir erfiðu tímar hafa orðið langtum betri en menn þorðu að vona — fyrst og fremst þeirra vegna. ★★★ Nú hefur Sigurður Nordal bætt sendiráðherratitli við langa röð viðurkenninga og heiðurs er hann hefur unnið til. Hinum nýja titli mun hann áreiðanlega taka með heimspekingsins ró. Og svo fær hann sér í nefið úr horninu, sem frægt er orðið meðal utan- ríkisþjónustufólks og heldur áfram göngu sinni á þeirri brú er tengir íslands og Danmörku. Jólablað Hamars í Hafnarfirði HAFNARFIRÐI. — Jólablað Hamars er að þessu sinni 20 síð- ur og hið myndarlegasta að öll- um frágangi og f jölbreytt að efni. Séra Jónas Gíslason skrifar um Jólabarnið. Lýsing er á Hafnar- firði um 1890 eftir Sigurjón Gunnarsson, en hann hefur oft skrifað um ýmislegt í Firðinum, eins og umhorfs var þar í gamla daga. Greininni fylgir mynd frá Hafnarfirði, sem tekin var um aldamótin. Sigurður Þorsteins- son skrifar um dómkirkjuna J Lundi. „Ég hefði ekki flutzt. úr sveitinni, ef ég hefði fengið jarð- næði,“ nefnist næsta grein, sem er um Magnús Sigurðsson f Skuld, en hann varð níræður 27. okt. s.l. Slysavarnadeildin Hraun- prýði 25 ára — Gamlir Flens- borgarar segja frá. — St. Morg- unstjarnan 70 ára. Grein er eftir Sigurð Guðnason, sem heitir: Ætluðum að vera fljótir, en urð- um 3 vikur. — Taflfélag Hafn- arfjarðar 30 ára. Friðrik Biarna- son tónskáld segir frá ferðalngi, sem hann fór í árið 1909. — Ým- islegt fleira er í Hamri, svo sem margar myndir frá því í gamla daga, t. d. af Lúðrasveit Hafnar- fjarðar 1907—8, og vinnuflokkj við nýju hafskipabryggjuna árií> 1930. — Hamar er seldur í bóka- búðum í Hafnarfirði. — G. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.