Morgunblaðið - 29.12.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.12.1955, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 29. des. 1955 MORGVNBLAÐIÐ 9 Meins eitt orssakar ávöl varnarlilsiis á tslanði m það er órásarhættan frá hinu austræna stórveldi Strax og hún væri úr sogunni myndu bandariskir skatt- borgarar ekki lioa skattabyrðarnar af herstoð sem þá væri oröin þartlaus Samtal við John W, White yfirmann varnarliðsins á Kefiavíkurflugvelli ÞAB Þ A RF enginn að imynda sér, að bandarísku her- mennirnir, sem nú dvelja á KeilavíkurflugveJli, séu neitt sérlega ákafir í að vera þar. Þeir vildu sannarlega fremur dveljast heima i sínu föðurlandi hjá s'ínu fólki, heldur en að fara til þessa norðlæga lands. Það er svo fjarri því, að við Itandarikjamenn séum að sækjast eftir að vera hér, né ásælast nokkurn skapaðan hlut á íslandi. Aðeins eitt hefnr orsakað dvöl okkar hér á Jandi, en það er styrjaldarhættan, sem stafar af árásarsinnuðu stórvelði í austri. Hemaðar og styrjaldarógnanir þess hafa valdið því, að vestrænar þjóðir hafa talið óhjákvæmilegt að leggja á sig þungar byrðar öflugra landvarna, Þessar byrðar eru með ýmsum hætti, svo sem fjárhagsútgjöld og herskyldukvaðning ungra manna. Það er hættan úr austri, sem veldur því að ungir bandariskir inenn hafa orðið að leggja á sig þær byrðar, að dveljast hér á fslandi fjarri ættstöðvum sínum. Það er hættan úr austri, sem veldur því, að íslendingar hafa tekið á sig þá þungbæru byrði, að hafa erlent vamarlið í landi sínu. Eitthvað á þessa leið mælti John W. White hershöfðingi, yfir- tnaður varnarliðsins á Keflavíkur velli, þegar fréttamaður Mbl. átti eamtal við hann fyrir nokkru í herstjómarskálum vamarliðsins, en það eru lágkúrulegir og gráir braggar sem standa skammt fyrir eunnan gistihúsið. En White hefir gegnt þeirri stöðu síðan í ágúst 6.1. Og hann hélt áfram að ræða nokkuð um tilgang og hlutverk Atlantshafsbandalagsins: KJARNI ATLANTSHAFS- BANDALAGSINS Það ætti að vera öllum lýðum Ijóst, að hlutverk Atlantshafs- bandalagsins er einvörðungu, að 6tyrkja varnir vestrænna Iýðræð- isþjóð gegn yfirvofandi árás. Þeg ar Vestur Evrópuþjóðunum varð það ljóst, að engin ein þeirra gæti Varizt árás hins vaxandi rúss- neska herveldis, sáu þær að eina leiðin til að tryggja öryggi og vemda frelsi sitt væri að sam- eina kraftana og bindast styrkum gagnkvæmum vamarsamtökum. -Þá var Varnarbandalag Atlants- hafsríkjanna stofnað. Kjarni bandalagsins felst í fimmtu grein bandalags-sáttmál- ans, þar sem svo er mælt, að litið skuli á árás á eitt aðildarríkjanna, sem árás á þau öll og skuli þau þá öll beita sameiginlegum aðgerð- um, þar á meðal vopnavaldi til að koma aftur á friði. En til þess að hindra fyrirfram að árás verði nokkurn tíma gerð hafa þessi ríki einbeitt sér að því að treysta svo varnir sínar að það verði ekki árennilegt að ráðast á þau. HLUTVERK BÆKISTÖÐVAR- INNAR VIÐ KEFLAVÍK Þá tók ég að spvrja hershöfð- [ i ■ pp i ingjann, hvaða hlutverki þessi herstöð á íslandi gegndi í hinum sameiginlegu vörnum Atlantshafs þjóðanna. •— Hún gegnir nú þegar á frið- artímum því hlutverki að vera til öryggis flugi yfir Atlantshafið. Um alllangt skeið hefir nú verið lögð megináherzlan á það að efla flugher Vestur-Evrópuríkjanna. Hefur það verið talið mest aðkall- | andi vegna þess hve rússneski I flugherinn hefir eflzt síðan heims styrjöldinni lauk. FLUGVÉLAR FERJAÐAR OG BJÖRGUNARLIÐ Þess vegna hefir miklum fjölda bandarískra orustuflugvéla verið flogið yfir Atlantshafið og er það málvenja, að segja að þær séu ferjaðar yfir. Flugþol þeirra er tiltölulega lítið. Koma þær allar við hér í Keflavík. Á flugvellin- um hér hafa aðstoðarflugvélar bækistöðvar, sem fljúga til móts við orustuflugvélahópana og fylgja þeim inn til Keflavíkur og síðan hálfa leið út til Englands. Það er líka eitt hlutverk varn- arliðsins hér, að starfrækja öfl- ugt flugbjörgunarlið. Norðurhluti Atlantshafsins er mikil samgöngu æð, en veður oft válynd, svo að hvergi er eins mikil þörf að hafa sterkt björgunarlið, og þá fyrst og fremst björgunarflugvélar. VARNIR GEGN ÓVÆNTRI ÁRÁS En meginhlutverk Keflavíkur- vallar er að sjálfsögðu varnir ís- lands og nágrannalanda gegn ó- væntri árás. Til þess er verið að koma upp miklu radar-kerfi og hér hafa bækistöðvar sínar hinar öflugustu sveitir orustuflugvéla, sem myndu hvenær sem er geta boðið byrginn árásarflugsveitum, John W. White hershöfðingi og einnig flugsveitir hraðfleygra sprengjuflugvéla, sem sérstaklega eru til þess fallnar að sökkva árásarflota í hafi. — Hvernig miðar radarkerfinu áfram? — Tvær radarstöðvar eru þegar teknar í notkun. hér á Reykjanesi og við Hornafjörð. En hinar tvær, í Aðalvík og á Langanesi, verða væntanlega tilbúnar seinni hluta næsta árs. Það er nú álitið veiga- mesta atriðið í vörnum Atlants hafsbandalagsins áð koma upp traustu radar-kerfi, sem vöku er hatdið á allar stundir sól- arhringsins. Þetta er eitt greini legasta einkenni varnareðlis Atlantshafsbandalagsins, þvi að radarinn hefir fyrst og fremst þá þýðingu, að gefa að- vörun um skyndiárás, svo að hægt sé að snúast tafarlausf gegn henni og bægja henni frá. I sama tilgangi er skipulögð hér á vellinum skyndiútrás or- ustuflugvéla, svo að þær eru komnar á loft þremur til fjór- um mínútum eftir að aðvörun er gefin. SAMFELLT RADAR-KERFI Það er talið mjög þýðingarmik- ið og stefnt að því að allar radar- stöðvar Atlantshafsbandalagsins myndi eitt samfellt aðvörunar- kerfi. Ef vart verður við eitthvað óeðlilegt á radarskermi í Noregi, er aðvörun þegar send þaðan til Islands. Hvergi má vera nein eyða í radarkerfið, því að árásaraðil- inn myndi komast að, hvar sú eyða er og að sjálfsögðu notfæra sér það. ÁKVÖRÐUNARVALD í HÖNDUM ÍSLENDINGA — Hvað segið þér mér af fyrir ætlunum um að byggja höfn í Njarðvík fyrir bækistöðina hér. — Herstjórn Atlantshafsbanda lagsins hefir talið það mikilvægt fyrir styrkleika bækistöðvarinnar hér, að fullkomin höfn sé hér í nágrenninu, en ekki þurfi að sækja mikinn hluta flutninganna 50 km. leíð til Reykjavíkur. Þetta er skoðun herstjórnar- innar. Hiít er svo annað mál hvort það verði framkvæmt. Það verður að ákveða í ráðherranefnd At- lantshafsbandalagsins og að sjálf- sögðu verða íslendingar að gefa samþykki sitt til þess. Það hefði verið æskilegt að gera e. t. v. fleiri framkvæmd- ir hér til þess að styrkja her- fræðilega aðstöðu varnarliðs- ins. En hér verður að sjálf- sögðu ekkert gert nema ís- lenzka ríkisstjórnin ieggi sam- þykki sitt á það. Og við skiij- um það mæta vel að ekki má ofþyngja íslenzku atvinnulífi með aiitof miklum hervarnar- framkvæmdum. VARNARFRAMKVÆMDIRN.4R HAFA VERH) KOSTNAÐAR- SAMAR — Hvað hafa hervarnarfram- kvæmdirnar kostað mikið fram til þessa? — Það er mjög kostnaðarsamt að byggja góða hervarnarstöð. Kostnaður 'við byggingu bennar i fram til þessa er um 2,5 milljarð- ar krónur. Af þessu hafa siðan 1951 715 milljónir króna farið í vinnulaun og greiðslur til bvgg- ingarfyrirtækja. I Á þessu ári einu munu vinnu- VANÐAMAL SEM EKKI ERU ÓÞEKKT f BANDARÍKJUNUM. — HERMENN OG BORGARAR — Hvað viljið þér segja um dvöl hinna bandarísku hermanna hér? Hafið þér ekki rekið yður a ýmis vandamál i þessari sambúö þjóðanna? — Svarið vildi ég byrja meö því að geta þess, að þetta 0’ vandamál, sem ekki er með öllu óþekkt í Bandaríkjunum sjálfum. Víða um þau eru bækistöðvay herliðs, æfingastöðvar, varðstöðv ar o. m. fl. Sumar af þessum stöðvum eru í náiid við stórborg- ir. þar sem hermennirnir hverfa í íjöldann og engin vandamál koma upp. En fjölmargar slíkar stööva’ eru í dreifbýlinu, oft rétt hja litlum bæjum. Það gæti þa mjög raskað bæjarlífinu þar ef ekki væru gerðar þar ein:- og hér sérstakar ráðstafanir tll að takmarka útgönguleyfi hes manna o. s. frv. Reglur hinna einstöku bækt stöðva um þetta eru mismunandi og fara oftast eftir samkomulagi milli yfirmanns bækistöðvarinn ar og svo viðkomandi bæjarstjórn ar, því að sitt hvað hæfir hverj- um stað. Hér hafa þessar reglur verið ákveðnar með samkomu- lagi við íslenzku ríkisstjórnina. SUMIR HERMENN KOMA , ALDREI TIL REYKJAVÍKUR Fjöldi útgönguleyfa hermanna Stórar flugsveitir tveggja hreyfla orustuflugvéla af þessari gerö eru viðbúnar í varðstöðu á Keflavíkurflugvelli. laun og greiðslur til verktaka ’ hér er mjög takmarkaður. Margir ■ Ét" " • . ......•_ . - -y ; t þessum lágkúrulegu brÖggum á Keflavíkurflugvelli situr herstjórmn. nema 151 milljón króna og vörur keyptar af íslendingum munu nema 70 milljón krónum. STARF ISLENDINGA I VARN- ARFRAMKVÆMDUM Margir íslendingar hafa unnið við framkvæmdirnar og einnig við daglegan rekstur bækistöðv- arinnar. Við erum mjög ánægðir með þau störf sem þeir hafa innt af hendi. Að vísu seinkaði dálítið ýmsum byggingarframkvæmdum, sem ísléndingar unnu að. en það er skiljanlegt, því að verkin hafa að ýmsu leyti verið nýnæmi fyrir þá. En þeir hafa verið tiltöluiega fljótir að komazt upp á lagið og eftir það fer allt að ganga bet.ur. Vildi ég nefna sem dæmi smíði híns mikla stálgrindverks í stóra flugskýlinu. Það var starf, sem íslendingar þekktu ekki, en hafa nú kvnnzt vel. Vildi ég benda á það um leið, að við þetta hafa íslendingar fengið meiri og minni tæknilegar leiðbeiningár sem ég vona að komi þeim að góðu gagni. i { gv olitla hringferð um fegurstu — Þér hafið heyrt rætt um það, byggðir landsins. Eftir slíka að hin mikla vinna á Keflavíkur- |*fer3 kveður við annan tón hjá velli geti haft slæm áhrif á fram- 1 leiðsluatvinnuvegi fslendinga? — Það er reynt eins og hægt er að takmarka framkvæmd- irnar og miða þær við starfs- getu íslendinga. Sett er ákveð ín hámarkstala íslendinga, sem má starfa á flugvellínum hverju Sinni, eftir því sem at- vinnúhorfúr eru. Á þeim tím- um ársins, sem þörf er meira vinnuafls við framleiðslustörf er fækkað verulegá starísliði á Keflavíkurvelli. una hag sinum ekki sérlega vel, af því að þeim finnst lítið við að vera hér samanborið við t. d. her stöðvar í sjálfum Bandaríkjun- um, þar sem þeir eiga auðvelt með að ferðast langar leiðir með járnbrautum í stuttúm fríum. Þvi eru dæmi þess að sumir hermenn hér sjá jafnvel aldrei Reyk javík. þann tíma sem þeir dveljast hér Einnig eru dæmi þess, að her- menn, sem einu sinni heimsækja borgina brot úr degi hafa engan sérstakan áhuga á að koma þang- að aftur. Ef menn fá einnar til tveggja vikna frí, kjósa þeir held ur að íara heim til Ameríku eða til Evrópu, en að ferðast um ís- land. Okkur hefir fundizt það leitt. að hermenn, sem dveljast hér e t. v. heilt ár, fái ekki tækifæri tii að sjá neitt annað af íslandi en þennan eyðilega skaga. Það hefir gefið mörgum þeirra algerlega ranga hugmynd um landið, . g hei’ ir herstjórnin á undaniörnum sumrum beitt sér fyrir, að þeiv komist að minpsta kosti einn dag flestum þeirra og þeir munu bera íslandi söguna öðruvisi en ella -vD BÆTTUR ADBÚNADUR Á VELLIFUM Þá höfupr við íekið á stef >. að i-eyna að búa sem b zt að hc-r- mönnunnm þér á ■ úellinum. ís- lenzkií \erktakar þaia verið aö byggja léð- íbúðarhús iyrir þá að undanforu Hermönnunum er heimila.’: -aö ta.ka fjöiskyldu sína Framh. á bl*. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.