Morgunblaðið - 30.12.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.12.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 30. des. 1955 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigui. Lesbók: Ámi Óla, sími 3045. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriítargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 króna eintakið. Sundrung Þýzknlnnds bilið Ser stöðugt breikknndi ÁBERANDI breytingar hafa orð- ið í Austur-Þýzkalandi til hins verra síðan ráðstefnu utanrikis- ráðherranna í Genf lauk. Þessar breytingar, sem fela í sér aukið vald hinnar austur-þýzku lepp- stjómar og eflingu öryggislög- reglunnar voru þegar farnar að gera vart við sig fyrir ráðstefnu utanríkisráðherranna. Eftir hana hafa þær þó losnað úr allri hömlu og sézt þetta greinilegast á þeim aðgerðum Rússa, er þeir fólu austur-þýzku stjórninni öll ^rfirráð í Austur-Berlín þvert ofan í hernámssáttmála fjór- veidanna. Mestu vonbrigðin á hinni seinni Genfar-ráðstefnu voru þaa, að Rússar tóku algerlega aft ur sín fyrri vilyrði um að fall- ast á frjálsar kosningar í öllu Þýzkalandi. Á ráðstefnu æðstu manna fjórveldanna í Genl s. 1. sum- ar hafði Bulganin gefið slíkt vilyrði og virtist aðeins eftir að ráðherrarnir kvæðu nánar á um fyrirkomulag kosning- anaa. En þegar utanrikisráðherr- ar fjórveldanna komu saman á ráðstefnu sína nokkrum mánuðum seinna, var afstaða þeirra gerbreytt. Molotov þver tók fyrir að haldnar yrðu frjálsar kosningar í Þýzka- Iandi og sagði opinberlega fram hin furðulegu og óheyri- legu rök, að Kússar gætu aldrei fallizt á frjálsar kosn- ingar í öllu Þýzkalandi „vegna þess að ekki væri hægt að segja, hvemig þær kosningar færu, svo illa kynni að fara, að kommúnistar biðu ósigur í kosningunumM!!! Stefna Molotovs einráð Stjómmálaritarar á Vestur- löndum hafa mjög undrazt þessa kúvendingu Rússa. Hafa verið uppi skoðanir um það, að hér væri aðeins á seyði enn einn skoðanaágreiningurinn innan hinnar rússnesku ríkisstjómar. Molotov væri á annarri skoðun Bulganin. Ýmislegt fleira hef- ur gefið í Ijós ágreining milli þessara tveggja valdamiklu manna. Hins vegar benda atburð- irnir í Austur-Þýzkalandi til þess að það sé stefna Molotovs sem nú er einráð þar í bili. Fátt miðar þar að því að sam- eina þessa skiptu landshluta. Þvert á móti verður bilið milli þeirra stöðugt breiðara. Austur-Þýzkaland er nú að verða fullkomlega innlimað í efnahagskerfi og áætlunarbú- skap kommúnistarikjanna. Herinn hefur enn verið efld- ur og ný ríkisrekstraralda er hafin. 1 greipum oryggis- lögreglu Einn sá atburður, sem mikla athygli hefur vakið er skipun Ernst Wollwebers sem innanríkis ráðherra. Maður þessi hefur verið yfirmaður öryggislögregl- imnar og almennt álitið, að hann hafi staðið fyrir njósnum og skemmdarverkum á Vesturlönd- um. Hækkun hans í tign þykir boða að ekki verði létt á ognum lögregluríkis í Austur-Þýzka- landi í bráð. Með þessu er snúið við á þeirri braut linkindar og bættra stjórnarhátta, sem menn vonuðust eftir. Þjóðnýting landbúnaðarins Fyrir nokkrum árum var hafin í Austur-Þýzkalandi mikil alda þjóðnýtingar í land búnaðinum. Hún náði hámarki srðasta árið, sem Stalin lifðL Hún oUi þeim ósköpum að æ síðan hefur verið matvæla- skortur á þessu landsvæði, sem áður var eitt mesta Iandbún- aðarhérað Evrópu. Mikilli hörku var beitt við smábænd- ur til þess að innrita þá á samyrkjubúin, en aðrir sem fengu að starfa áfram að búi sínu voru sligaðir með þung- um sköttum og afgjöldum. Þetta var ein helzta ástæðan fyrir hinum mikla flottamanna- straum árin 1952 og 1953 þegar allt að því 6000 manns flúðu vestur á bóginn á einum degi. En eftir dauða Stalins varð nokk- ur breyting á. Þjóðnýtingar- áformum var hætt. Nokkur sam- yrkjubú voru lögð niður og auk- in heimild samyrkjubænda til einkaræktar. Var þetta sama þróun og í Rússlandi og öðrum Austur-Evrópulöndum, og gaf hún mörgum vonir um að með láti Stalins yrði breytt alger- lega um stefnu og einstaklings- frelsið virt meir en verið hafði. Nú má segja, að þær vonir hafi brugðizt. Því að enn meiri þjóðnýtingaralda er nú að hefj- ast í Austur-Þýzkalandi en nokkru sinni fyrr. Þá eru ungir menn skyldaðir til herþjónustu og kommúnistastjómin herðir nú tökin hvarvetna. Hin frjálslynda stefna gagn- vart listamönnum hefur einnig horfið. Eru þeir nú klafabundn- ari valdhöfunum en nokkru sinni fyrr. Asahlákan, sem svo mikið var um rætt á sínum tíma stóð ekki nema stutt. Bilið breikkar Það er víst, að með þessum aðgerðum hlýtur bilið - milli Austur- og Vestur-Þýzkalands að breikka mjög. Og þetta fer allt fram með fullkomnu sam- þykki hinna rússnesku vald- hafa. Þeir hafa á margan hátt reynt að styrkja austur-þýzku stjómina í sessi og er það að- eins ein sönnun þess, að Rúss- ar ætla ekki að fallast á það, að þjóðin fái að velja sér ríkis- stjóm með frjálsum kosning- um, þvi núverandi ríkisstjórn Austnr-Þýzkalands nýtur ekki trausts þjóðarinnar. Hún hef- ur hins vegar kunnað að forð- ast þá áhættu, scm Molotov var svo tíðrætt um, að tví- sýnt kynni að verða um ?-osn- ingaúrslit með því að halda kosningar eftir rússneskri fyr- irmynd. En þeim kosningum er svo háttað, að valdhaíamir þurfa ekki að óttast óhag'læð kosningaúrslft. ! ÚR DAGLEGA LÍFINU (^QtApóbar dc ^pónar danómeyfar ,fta (anduamir SVO sem kunnugt er hafa Egypt- 1 ar keypt mikið af vopnum frá Tékkóslóvakíu að undanförnu. Nasser hefur lent í hálfgerðum kröggum með að borga vopnin — og hefur gripið til ýmissa áður j óþekktra aðferða, til þess að afla i fjár í þessu skyni. Vopnin, sem hér um ræðir munu kosta 80 millj. dollara að því er fregnir herma, en erfitt hefur Egyptum reynzt að krækja I dollarana. ★ ★ HVARVETNA um landið hefur stjórnin látið festa upp stór spjöld þar sem á er letrað: „Borg- ið fyrir föðurlandið" — eða: „Styrkjum her okkar“. í öl!um samkomuhúsum og opinberum byggingum er tekið á móti fjár- framlögum — og á götum og gatnamótum eru fulltrúar rikis- ins við sama starfa. Aukaskatt- ur hefur verið lagður á ljós og gas og óhætt er að segja, að Nass- er hafi allar klær úti, til þess að smala saman þessum 80 milljónum. Með þessu móti söfn- uðust 3 millj. dollara fyrstu vik- una, en betur má ef duga skal. ★ ★ ÞEGAR Egyptar hafa fengið öll VeLL andi áhri(ar: Skrifað um skák. A' HUGAMAÐUR skrifar: „Ég er einn hinna fáu, sem jólaannirnar bitna lítið á, og langar mig því til að skrifa þér nokkrar línur um eitt aðaláhuga- mál mitt þessa stundina, skák. Það er bezt að taka það strax fram, að ég er heldur lítill skák- maður og nýgræðingur hvað þá íþrótt snertir. Ég hefi fylgzt af áhuga með ágætum árangri ís- lenzkra skákmanna að undan- förnu, og hvernig þeir sækja stöð- ugt á brattann. ' r > •., ’ýj’j v —- . , ' . . f ý - -y Síðasti stórviðburðurinn var að sjálfsögðu koma meistarans Pilniks, sem er í hópi fræknustu skákmanna heims. Er ég ekki í nokkrum vafa um að sú gests- koma hefir verið skáklífinu hér góð lyftistöng. Margir, sem litið skiptu sér af slíkum hlutum áð- ur, hrifust með. Fjöldinn allur kom á skákstaðinn, áberandi fréttir voru daglega í blöðunum og ekki má gleyma útvarpinu. Mistök, sem urðú til góffs NOKKURRAR óánægju gætti í upphafi skákeinvígis þeirra Friðriks Ólafssonar og Pilniks, þar sem fyrstu skákirnar hófust ekki nákvæmlega á auglýsum tíma. Forstöðumönnum keppn- innar gramdist skrif, sem um það urðu, að því er mér virtist gests- ins vegna, og er þeim ef til vill vorkunn. En það er mesta fjar- stæða að þau skrif hafi skaðað skáklíjfið. Sá er vinur, er til vamms segir. Að mínum dómi urðu þessi mistök og skrifin um þau til góðs, þar sem um æfingar- einvígi var að ræða. Æfingarleik- ir, hvort sem um er að ræða skák eða aðra íþrótt, eru ekki aðeins fyrir keppendurna .sjálf, heldur og fyrir starfsmenn mótanóa. En aðalatriðið er:, Við éigúíft sennilega betri skákmenn nú érí nokkru sinni áður og óumdeilaa- legt er að áhugi almennings hefir aldrei verið meiri á skák. Friffrlk í Hastings. FRIÐRIK Ólafsson er nú kom- inn til Hastings. Hann á þar við ramman reip að draga, en við vitum að hann gerir sitt bezta. Það var hyggileg ráðstöfun að senda Inga R. Jóhannsson með honum. Á slíkum mótum sem þessu verðum við að reyna að skapa okkar mönnum sömu aðstöðu og hinir keppendurnir hafa, en allir hafa þeir aðstoðarmenn, sem „liggja yfir“ biðskákunum með þeim, auk hins siðferðilega stuðnings. Jæja, Velvakandi góður, þá hefi ég sett saman mína fyrstu blaðagrein. Með henni vildi ég votta skákíþróttinni hollustu mína. — Áhugamaður." Tíffir árekstrar viff Sigtún Maður nokkur sendir mér bréf í tilefni árekstursins við Sigtún. Er hann mikill fylgismaður aðal- brauta og farast honum svo orð: tíðu árekstrar bíla á mótum Laugarnesvegar og Sigtúns, munu eigi hvað sízt stafa af því, að þeir, sem aka Laugar- nesveginn, muna ekki alltaf eftir því að Sigtúnið er þarna, einmitt vegna þess að engin byggð er þarna, sem markar gatnamótin skýrt og greinilega. Umferð um Laugarnesveginn er margfalt meiri en um Sigtúnið, og væri réttast að gera Laugamesveginn að aðalbraut milli Suðurlands- brautar og hringaksturstorgsins, sem komið hefur verið fyrir á gatnamótum fimm gatna þar neð- ar, og sjá hvort árekstrunum fækkar ekki að mun. Sundlaugavegur fjölfarinn UR því farið er að tala um aðal- brautir, væri einnig rétt að aðarbrautarréttindi Borgartúns, sem hætta þegar komið er yfir Laugamesveginn, verði fram- lengd eftir Sundlaugaveginum, a.m.k. upp að Laugarárvegi, með því að umferð um Sundlaugar- veginn hefur aukizt stómm, og mun enn aukast, vegna hinna miklu byggingaframkvæmda á svæðinu norðan og ofan við Sund laugarnar. Æskilegt væri að um- ferðanefnd Reykjavíkur tæki þetta til rækilegrar athuguna.r E P. Iri Merkið, sem klæffir landff. þau vopn, sem Tékkar hyggjast selja þeim, er ætlun Nassers að tvöfalda herinn að mannaíla — og það þarf peninga til. En Nasser er ekki fæddur í gær — og hann virðist ekki skorta snilli til fjáröflunar. Senni lega hefði hann miklu frekar átt að gerast kaupsýslumaður en her- foringi. Hann gerði neínilega út nokkrar af beztu og frægustu dansmeyjum Egypta — og lætur þær nú ferðast um landið og ..dansa fyrir ríkið“. Dansmeyjar ; . !.Vj- ■ 'j* 1 ■ J \$'z 1 ’ • 1 .■■■/■' VjÉ Samia Gamal eflir landvarnir meff „Mavedans" þessar dansa það sem Danskur- inn kallar „Mavedans“. Fregnir herma, að sjóður Nassers þyng- ist svo við hvern „Mavedans", að hann sé jafnvel farinn að sjá eft- ir því að hafa ekki fest kaup á meiri vopnum í Tékkóslóvakíu. ★ ★ EIN af þessum dansmevjum er Samia Gamal, en hún var uppá- haldsdansmey Farúks. Þegar hon um var vísað úr landi dró Gamal sig í hlé — og hefur ekki dansað opinberlega síðan. Einstöku sinnum hefur hún þó fengizt til þess að dansa, ef ekki hefur verið of margt um mann- inn. Sagt er að hún sé orðin svo kostbær, að hún fari ekki fram á s\riðið fyrir minna en sem svarar 65 þús. ísl. kr. ★ ★ Árið 1951 giftist hún banda- rískum olíukóngi frá Texas. — Kóngsi ku hafa kastað trú sinni við það tækifæri — og gerðist heitur Múhameðstrúarmaður. í dansförinni með olíudrottn- ingunni er víðfræg egypzk leik- kona, Fateme Hamana, að nafni — og er hún sögð 'gera engu minni lukku en Gamal, þó að hún að vísu búi ekki yfir orku og eldfimi olíunnar. Elliði og Hðfliði í heimafíöin um jéiin SIGLUFIRÐI, 29. des. — Togar- amir Elliði og Hafliði, voru báð- ir í heimahöfn um jólin. Land- aði Elliði 250 lestum af fiski, en Hafljðj 110 lestum, er þeir komu aí yeiðum. Fór aflinn í frysti- húsið og í herzlú. , ÉllÍði íór á veiðár aftub' þriðja I jólum, en verið er að gera lesti’.hreinsujT á Hnfliða. ■ —Gúðjón. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.