Morgunblaðið - 31.12.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.12.1955, Blaðsíða 1
32 síður (2 blöð) mtifiáfoib 42. árgangur 299. tbl. — Laugardagur 31. desember 1955 PrentsmiSja Morgunblaawits Bók ársins er opnuð, og lærð Flugfélog heimsins hor í öld þrýstiloftsflugvélansia Þau hafa panfaS slíkar vélar (yrir hmé\á milljóna króna. M. a. SAS 7 vélar fyrir 333 milljónir danskra króna ÞAÐ ER nú komið til alvarlegs kapphlaups milli fli*iiélaga heimsins um kaup á þrýstiloftsflugvélum. Hin vel heppwaða hnattferð brezku Kometvélarinnar (Komet 3) var tæplega á enda með nýju hraðameti yfir Atlantshaf, er pantanirnar dwndu á flugvélaverksmiðjunum. Sama daginn og þeirri flugferð Komet- vélarinnar lauk, voru gerðar pantanir á hvorki meira né minna en 95 þrýstiloftsflugvélum og afhendast þær 1959—1960. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) • STÓRAR PANTANIK Pan American flugfélagið átti stærstu pöntunina eða sam- tals 45 vélar. Svo fylgdi skandin- avíska flugfélagið í kjölfarið og pantaði 7 vélar, sem kosta 333 milljónir danskra króna. Þær af- hendast í ársbyrjun 1960. • BANDARÍSKAR VÉLAR Flestar pantanirnar fengu Douglas verksmiðjurnar í Banda- ríkjunum — þrátt fyrir það að vélin sem setti hin nýju hraða- met — fyrst á leiðínni Lundúnir- Melbourne og síðar Kanada- London — er frá de Havilland verksmiðjunum brezku. — Með þeim metum unnu Bretar fyrsta sigur sinn i stríðinu um flugvéla- framleiðsluna, en pantanirnar sýna að menn treysta betur hin- um bandarísku og er það alvar- legt fyrir Breta. • 5390 KM Á 6 TÍMUM OG 18 MÍNÚTUM Hið síðara hraðamet Komet- vélarinnar brezku hefur vakið sérstaka athygli. Er flugleiðin (Montreal-Lundúnir) 5390 km og fór vélin hana á 6 tímum cg 18 >ií> óskar öllum landsmÖnnum nær og fjær <s^ (^jleóité aó nu * * eaó nuuróí I Stráð eða iriður í Mlffier ogr Evrópu er aoaln.ál frönsku kosninganna PARÍS — frá Reuter. KOSNINGABARÁTTAN í Frakklandi er nú að ná hámarki. 6000 frambjóðendur bítast um fylgi kjósendanna og svo virðist sem stríð eða friður í Algier og í Evrópu sé það, sem hinar 26 milljónir kjósenda sem ganga að kjörborðinu 2. jan., láta sig skipta. ir algiermAlib i Allir flokkar hafa látið Al- giermálið miklu skipta. Mendes- France hefur verið róttækastur, og sagt að ef hann yrði forsæt- isráðherra myndi hann taka sér ferð á hendur til Afríku og hvað sem það kostaði fá lausn á það vandamál, sem nú virðist ætla a.9 enda í hreinu borgarastríði, eins og hann orðaði það. Annars hefur Mendes-France gengið heldur ver síðustu sólar- hringana. Hann bauð kommún- istum til fundar, þar voru 12000 kjósendur samankomnir. Þar af voru 4000 kommúnistar, sem réðu lögum og- lofum á fundinum. — Æptu þeir án afláts er and- kommúnistar töluðu, svo að ekki heyrðist orð til ræðumanna, en þegar kommúnistar töluðu var þögn í salnum. (Þeir eru víða svipaðir!) Bandaríkin: Yfír 500 létu lífíð ísiysum á 67tímum Blóðugusfu" jól í sögu Bandaríkjanna *** ÞA3D HEFUR nú komið fram af skýrslum, að um þessi jól hafa fleiri farizt í bifreiðaslysum í Bandaríkjunum en um nokkra aðra jólahátíð. Fyrra ,,metið" er frá árinu 1952 en þá fórust 588 manns í bifreiðaslysum yfir jólin. Ekki eru enn öll kurl komin til grafar, svo að nákvæmlega er ekki hægt að segja um tölu látinna, en víst er að þetta eru blóðugustu jól á vegum i Banda- ríkjunum. • • 502 DÓU Á 67 TÍMUM Fréttastofa United Press seg- ir að frá því á Þorláksmessu kl. 9 e.h. til kl. 4 e.h. á annan í jólum, hafi 402 misst lífið í bifreiðaslys- um í Bandaríkjunum og á sama tíma létu 44 Iífið í eldsvoðum víðs vegar um ríkin. 1 fórst í flugslysi og 55 í öðrum slysum. Samtals 502, löngu áður en jóla- hátíðisdagarnir sjálfir eru liðnir. • ALLT AÐ 8 Á KLST. Tilkynningarnar um lát manna í slysum á vegunum voru fyrst þetta um 6 á klukkustund að jafnaði. Síðan hækkaði talan upp í 7 og komst upp í 8 á klst. að jafnaði. Ráði því, er hefur það | starf að koma í veg fyrir slys, þykir talan ískyggileg, einkum vegna þess, að góð veðrátta og tíð er um mestöll Bandarikin, en slysin verða alltaf fleiri þegar sniór er eða ísing. MORGUNBLAÐIÐ er 32 síð- ur í dag. — Bjarni Benedikts- son dómsmálaráðherra, skrif- ar greinina: „Um áramót", og er hún á bls. 9. Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 3. janúar. mín. Meðalhraðinn varð því 855 km á klukkustund, en sakir með- vindar náði vélin á köfliim allt upp í 960 km ferð á tímann. — Fyrra metið var 5 tímar og 26 mín., en þá var flogin heldur styttri leið (frá Goose Bay) eða 4160 km og var meðalhraolnn þá 768 km. Það var einnig þrýsti- loftsvél. Nú keppast flugfélögin um að fá pantanir sínar á þrýstiloftsvél- um afgreiddar sem fyrst, en það verður ekki fyrr en 1959^—1960, sem þær fara almennt a3 koma í notkun. Félóg sem hafe gert stórar pantanir eru auk hinna fyrrtöldu: Air France og Sabena í Belgíu. Flóttamaður nr. 150 þús. BERLÍN — í desembermána«N hafa að jafnaði komisð tð Berlínar 300—350 ílóttamean á dag að austan og beðlð um hæli sem pólitfskir flóttamenn. Fimmtudaginn 22. des. kom 150. þúsundasti fíóttamaður- inn á þessu ári. Flóttamenn- irnir í ár sem komið hafa íil Berlinar eru um 50 þás. fleiri en í fyrra. Fjórðungw þeíira er ungt fólk. Mestnr varð flóttamannastraumurinn i okt. eða 21 þúsund. l-ögreglusfj émn og jólaterlan ÞAÐ kom dálítið óvenjuleg sending á lögreglustöð eina í- Norður-írlandi fyrir jólin. Lög- reglustjórinn fékk senda geysi- fagra jólatertu. Lögreglustjórinn varð að von- um hrærður yfir sendingunni — en samt ekki grunlaus. Hann lét efnafræðing rannsaka kökuna og kom í Ijós að í hverju lagi tert- unnar var dálítill cyankalium- moli, sem er banvænn. Þessi atburður gaf lögreglunni tilefni til að aðvara alla hátt- setta embættismenn við að taka á móti gjöfum frá mönnum er þeir ekki þekkja. —Reuter. Leigubíll frá Ham- borg III Norep KRISTIANSAND—Ungur norsk- ur sjómaður frá Mandal var staddur á skipi sínu í Hamborg rétt fyrir jólin. Hann vildi kom- Framh. á Ms. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.