Morgunblaðið - 31.12.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.1955, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 31. des. 1955 ' U rwa ARAMÓT Frh. af bls. 9. láfir á um útvegun erlends gjald- Cyris til öflunar aðfluttra nauð- synja. Enn er ósýnt, hvernig fram úr þessium vanda verður ráðið. Hvernig sem úrræðin verða í einstökum atriðum, hljóta þau að markast af því, að peninganna tál að koma í veg fyrir stöðvun undirstöðuatvinnuveganna verð- ur að afla þar, sem þeir eru fyrir hendi. — ★ — Keynt hefur verið að rugla um fyrir mönnum með því að láta srvo sem galdurinn væri sá einn, að eyða milliliðagróðanum. Er meira að segja svo að skilja að reyna eigi að mynda nýja stjórn, vinstristjórn svokallaða, með þetta megin verkefni. Auðvitað vex ýmsum í augum, að sjá aðra hafia rýmri fjárráð en þeir hafa sjálfir. Engu að síður er það óhagganleg staðreynd, að lifs- kjaramunur er minni hér á landi e*i annars staðar, þar sem til þekkist. Einstakir menn geta að vísu um sinn náð til sín nokkr- um fjármunum, en skattalög og önnur höft, sem á þá eru lögð, eíga að tryggja, að ríkið og þar með almenningur fái skjótlega til sín meginhlutann af slíkum gróða. Ef 'fevo er ekki, þá er það vegna þess, að ólöglega er að farið, og eru sízt meiri líkur til þess, að aukin höft og takmark- anir athafnafrelsis verði til þess að auka hlýðni við lög og lands- rétt. Þvert á móti er reynslan sú, að slíku eru ætíð samfara vaxandi lögbrot og aukinn gróði þeirra, sem þrífast bezt við skuggalegar athafnir. Um það er skemmst að minnast svartamark- aðsbrasksins á mestu haftaárun- um fyrir 1950. í engu þjóðfélagi hefur enn tekizt að koma í veg fyrir lífs- kjaramun eða hindra með öllu fjársöfnun og gróða einstakra manna. Matið á því, hver sé eðlilegur munur í þessum efn- um, fer alveg eftir því, hver meta skal. En líklegast er, að sæmilegt hóf verði, þar sem saman fer frjáls samkeppni og eftirlit ríkisvaldsins um, að eng- ®m takist að skapa sér einokun- araðstöðu. Sjálfsagt er að láta rannsaka rækilega hvort einhverjir og þá hverjir hafa misnotað aðstöðu! sína til að draga sér fé undir J yfirvarpi frjálsræðis en í skjóli raunverulegrar einokunar. Hitt er víst, að yfirleitt háir of mikil fjármagnssöfnun til efl- ingar og endurnýjunar atvinnu- tækja íslendingum ekki, heldur of lítil, og á ríkisstjómin enn eftir að efna fyrirheit sín um viðunanlegri skattalög fyrir at- vinnurekendur en gilt hafa. Vonandi takast þó samningar um þetta, því að ekki verður því trúað að óreyndu, að Framsókn- ftrmenn hafi misst áhuga sinn á þessu við dóminn um veltu- Útsvar S.Í.S. • Við alla athugun á því, hvar gróðinn sé mestur, mun koma í j íjós það, sem vitað er, að þar j ber hæst ríkið og bankana. Fjár- I magnsmyndunin er mest hjá þessum aðilum, og hvernig væn þjóðfélagið statt um áframhald- | ándi framfarir og uppbyggingu, ef þeir hefðu ekki fé milli handa til framkvæmda eða útlána í, þessu skyni? — ★ — Þegar ríkinu og stofnunum þess sleppir, er Samband ís- lenzkra samvinnufélaga áreiðan- lega öflugasti milliliðurinn. En «vo vill til, að sumir þeir, sem fjargviðrast mest út af skað- ■emi milliliðanna eru einmitt *ömu mennirnir og telja sig sjélfkjörna málsvara Sambands- þis, og verða óheílindin í öllu tnilliliðatalinu augljós þegar af þýí. ‘J Kjörorð . Sjálfstæðismanna, ,'^stétt með sétt“, felur vissulega iy sér óhaggandi sanníndi. Þó ýérður að játa, að um sinn kann svo að sýnast á yfirborði, sem, hagsmunir stéttanna rekist stund um á. Þess vegna trúa of margir á gildi stéttabaráttunnar. Fyrirl þá, sem slíku trúa, er þó fráleitt að halda, að einmitt stærsti milli- liðurinn og einn stærsti atvinnu- rekandinn í landinu, Samband ís- lenzkra samvinnufélaga, geti til lengdar átt samvinnu við kaup- hækkunarkröfumennina, sem leggja vilja að velli allan heil- brigðan atvinnurekstur í landinu. Er sannarlega erfitt að sjá raun- verulegan samstarfsgrundvöll þessara aðila. Allt samstarf þeirra verður þó enn óraunhæfara, þegar hugleitt er, að Sambandinu hefur reynzt ómögulegt að eiga samvinnu við K.R.O.N., sem er þó undir- deild Sambandsins sjálfs og í fljótu bragði fá ókunnugir menn ekki séð í hverju hagsmunir þess ara tveggja aðila ættu að rekast á. Raunin er samt sú, að S.Í.S. hefur sett upp fjölda eigin verzl- ana hér í bæ og hefur þeirri sam- keppni ekki sízt verið beint gegn K.R.O.N. Meðan ekki tekst sam- vinna milli „samvinnuforkólf- anna“ um jafn einfaldan hlut sem rekstur venjulegra sölubúða er ekki líklegt, að þjóðin telji, að samstarf slíkra manna í ríkis- stjórn mundi horfa henni til heilla. — ★ — Allmikil tilhlökkun ríkir þó í herbúðum hinna svonefndu vinstrimanna. Ákefð sumra þeirra í völdin leynir sér ekki. Hljómar hún frá hinni vinstri tungu í munni Tímans, þó að annað kveði við frá hinni hægri. Báðar Tíma-tungumar munu í orði kveðnu leggja lið hin- um furðulegu samningum Fram- sóknarflokksins og Alþýðuflokks- ins um stórfelld skipti eða verzl- un með kjósendur við næstu Alþingiskosningar. Er sagt, að sumir þeirra sem að samningum standa, vilji knýja kosningar fram á næsta sumri, svo gírugir séu þeir í þessa skiptiverzlun. Ekki hefur verið fyrir því haft, að spyrja kjósendurna sjálfa um, hvað þeim sýnist um þessa þokkalegu verzlun. Valdabrask- ararnir telja sig þess umkomna, að skipta á kjósendum og víxla þeim á milli, eftir því sem hentar fyrir valdastreitu sjálfra þeirra. Virðingin fyrir kjósendum er ekki meiri en fyrir ómálga fén- aði, sem seldur er á uppboði eða óraðsíumenn varpa um teningum. Ólíklegt er, að slíkar aðfarir beri tilætlaðan árangur, og að íslend- ingar séu orðnir þeir skapleys- ingjar, að þeir þoli óviðkomandi mönnum, þótt háttsettir séu og með fína titla, að ráðstafa þannig helgustu réttindum sínum. — ★ — Á miðju ári vaknaði sú von í brjóstum manna, að horfur í al- þjóðamálupi væru mun betri en áður. Var mjög haft á orði, að Genfarandinn svokallaði hefði eytt kalda stríðinu. Á fyrri Genfarfundinum gerðist þó ekki annað en það, að mestu valda- menn fjögurra stórvelda komu saman, áttu viðræður og full- vissuðu hvern annan um friðar- vilja sinn. Hins vegar tókst þeim ekki að leysa eitt einasta deilu- mál milli austurs og vesturs. — Samningar um þau skyldu bíða síðari fundar utanríkisráðherr- anna. Auðvitað er það vinningur, að menn geti komið saman til að ræða deilumál sín, og vízt horfir það til bóta, að alþjóðafundum er nú ekki í eins ríkum mæli og áiður eytt í illyrðaaustur, svo sem tíðkaðist af annarri hálfunni. En áður fyrri þótti sæmileg hátt- vísi sjátfsögð í alþjóðaumgengni og ekki skorti þá á viðræðufundi þjóðhöfðingja og æðstu ráða- manna þeirra. Slíkir fundir og gagnkvæmar heimsóknir voru harla tíðir á fyrstu 13 árum þess- arar aldar, enda voru þá vinmæli mikil t. d. milli keisara Þýzka- lands og Rússlands og náin ætt- artengsl milli flestra þjóðhöfð- ingja Norðurálfu. Engu að síður hófst á árinu 1914 heimsstyrjöld- in fyrri. Menn greinir að vísu enn á um orsakir hennar og er þó sannlegast, að engir ráðamenn hafi óskað hennar eða viljað, heldur hafi þeir álpast út í hana. í kjölfar hennar hefur síðan fyigt stöðugur órói í heimsmál- um. Það er og skoðun margra, að ferðir Chamberiains til funda við Hitler haustið 1938 hafi sízt orðið til þess að'draga úr líkunum fyr- ir nýrri heimsstyrjöld, enda hófst hún ári síðar. Hér þarf því meira við en bros og sléttmælgi. Ákveðínn vilji til að setja niður deilur og eyða or- sökum vandamálanna er írum- skilyrði. Leiðtogar kommúnista lýstu hins vegar skjótlega yfir því, að auðvitað kæmi þeim ekki til hugar að hverfa frá stefnu sinni eða kenningum. En eitt að- alatriði þeirra er, að þangað til kenningar þeirra séu orðnar alls- ráðandi í heiminum, sé stöðugt von ófriðar bæði milli hinna frjálsu þjóða innbyrðis og þeirra og kommúnistaríkjanna. Þetta hafa kommúnistar taiið ekki að- eins getgátur heldur vísindalegt lögmál, er ekki yrði haggað. — Auðvitað óska þeir engu að síður eftir friðsamlegri sambúð við að- ar þjóðir, ef hún getur orðið sjálfum þeim til ávinnings. Áður fyrri töldu kommúnistar, að slíkt mundi þó aðeins verða skamma stund. Gunnar skáld Gunnars- son vitnaði í hinum merka Heim- dallarfyrirlestri sínum í fyrra til ummæla eins forystumanns kommúnista, Manuilskys, um það, hvað síðan mundi taka við. Eftir Genfarfundinn í sumar hef- ur í heimsblöðunum oft sézt vitn- að til þessara orða Manuilskys, sem hljóða svo: „f átökunum milli kommún- isma og auðvalds" — þannig skýi greina þeir alla stjórnarhætti ut- an sovétskipulagsins — „er óhjá- kvæmilegt að fvrr eða síðar sverfi til stáls. Það getur varla eerzt fyrr en eftir ein 20—30 ár. Sigurvon eigum vér því aðeins, að oss takist að koma óvinunum á óvart. Vér verðum að svæfa borgarastéttina. Það munum vér gera á þann veg, að hleypa af stokkunum mestu friðarsókn, er um getur. Mun þá rísa hrifn- ingaralda, og í hinu og þessu hljótum vér að hliðra til, Auð- valdsríkin, rotin og sauðheimsk, munu hlakkandi samstarfa oss við eyðileggingu sjálfra sín. — Þeim er tamt að fagna hverju vinarhóti. En um leið og slakað er á vörnunum, munum vér láta reiddan hnefa mala þau mjölinu smærra". — ★ — Nú ganga getgáturnar á víxl, hvort einræðisherrar kommún- ista séu horfnir frá þeim kenn- ingum, sem lýstu sér í ummæl- um Manuilskys og í fjölmörgum öðrum heimildum, eða þeir haldi enn fast við þær. Ég mun ekki taka þátt í þeirri getraun en að- eins minna á, að heimsstyrjöld hófst 1914, þótt allt benti til, að enpinn hafi viljað hana, heldur hafi menn einungis misséð sig um afleiðingar verka sinna. Nú hafa kommúnistar mjög á orði svokallaða „samkeppnis sambúð“. Hvað í því hugtaki felst er einnig óljóst, en á seinni Genfarfundinum breyttu foringj- ar þeirra um framkomu frá því í sumar og voru sýnu óbrosmild- ari og ósáttfúsari einnig í orðum. Þeir fengust ekki til að semja um nein þau stórvandamál, sem fyrir lágu, jafnvel þau, er bjart- sýnir menn héldu í sumar, að til stæði að semja um, svo sem sam- eining Þýzkalands. Síðan hafa tveir mestu valdamenn Rússa ferðast um Austurlönd og talað síður en svo friðvænlega eða blíð lega um lýðræðisþjóðimar í vestri. Þá er og komið á daginn, að með vopnasölu til Arabaríkj- anna hafa Rússar mjög auldð ófriðarhættuna fyrir botni Mið- jarðarhafs. Auðvitað óska allir góðviljað- ir menn, að sem fyrst skapist vegna raunverulegrar hugarfars- hreytingar hjá þeim, er árásar- hættan stafar frá, það ástand í alþjóðamálum, að óhætt sé að erlent varnarUð hverfi frá ís- landi, og einskis má láta ó- freistað tíl að greiða fyrir varan- legum friði. En einmitt þess vegna mundu íslendingar ekki aðeins skaða sjálfa sig heldur setja heimsfriðinn í hættu með því að svipta land sitt vörnum eins og nú háttar. Hins vegar er eðlilegt, að nú þegar verðí hafin athugun þess, hvemig við getum komið málum okkar fyrir, þegar hið erlenda vamarlið hverfur á brott. Ungir Sjálfstæðismenn bentu á þingi sínu í haust á, að þá þyrfti að gera sérstakar ráðstafanir til öryggis landinu, og lögðu til, að komið yrði á fót „íslenzkri ör- yggisþjónustu, er geti á friðar- timum leyst hinar erlendu varn- arsveitir af hólmi“. Rík ástæða er til þess að fagna vaxandi skilningi á því, að ís- lendingar þurfi að vera því betur búnir en nú að halda uppi lögum og rétti í landi sínu. Því að ef ekki eru skjótlega gerðar ráð- stafanir til að efla ríkisvaldið, er við búið, að þjóðfélagið liðist í sundur, hér verði ekki haldið uppi löglegu skipulagi og þar .með sé sjálfstæði þjóðarinnar sett i bráða hættu. — ★ - Enn skortir nokkuð á skilning þjóðarinnar á þýðingu þátttöku íslands í alþjóðlegu samstarfi. Má stundum heyra raddir þess efnis, að sendiráð íslands er- lendis og ferðir á alþjóðafundi séu óhóf, sem íslenzka þjóðin geti ekki leyft sér í jafn ríkum mæli og gért hefur verið. Út af fyrir sig er það alger misskilningur, að í þessum efn- um megi eingöngu eða fyrst og fremst láta fjárhagsleg sjónarmið ráða. En jafnvel þótt einungis væri farið eftir þeim, er auðvelt að sýna fram á, að ísland hefur alls ekki efni á að einangra sig að þessu leyti. Það er ánægjulegur vitnisburð- ur um hin þroskandi áhrif á- byrðarínnar, að ýmsir þeir, sem áður býsnuðust mjög yfir fjölda og mannmergð sendiferða, sækja sondifarirnar nú af lofsverðu kappi ár eftir ár. Með þátttöku íslands í alþjóð- legu samstarfi gefst fulltrúum okkar færi á að kynnast annara þjóða mönnum og skapa tiltrú, sem ómetanleg kann að reynast, þegar á þarf að halda. Af öllum alþjóðastofnunum er þátttaka ís- lands í Atlantshafsbandalaginu míkílvægust. Þar öðlast hin fá- menna íslenzka þjóð einstakt tækifæri til að skapa sér góðvild og kynningu mestu valdamanna stórveldanna og hinna vestrænu lýðræðisþjóða yfirleitt. — ★ — Það vakti almennan fögnuð meðal þjóðarinnar, er Halldór Kiljan Laxness hlaut Nobelsverð- laun fyrír skáldritun sína. Þrátt fyrir skoðanamun er öllum ís- lendingum svo háttað, að þeir gleðjast innilega, er einhver þeirra vinnur sér sæmd á al- þjóðavettvangi. Þess vegna sam- fagna menn Halldóri af heilum hug yfir frama hans, þó að þeir að sjálfsögðu geri sér grein fyrir, að hann er hvorki meira né minna skáld eftir en áður, og til langframa lifir enginn á Nobels- verðláunum heldur eigin ágæti. Annar bókmenntaviðburður, sem vakti mikla athygli innan- lands, þótt ekki sé hægt að segja, að hann hafi vakið óskiptan fögn- uð, var stofnun Almenna bóka- félagsins. Þar bundust ýmsii- fremstu bökmenntamenn og skáld þjóðarinnar samtökum við marga framkvæmdamenn um myndun öflugs bóka- og menn- ingarfélags. Hefði mátt ætla, að allir bókmenntaunnendur fögn- uðu slíku félagi, en raunin varð sú, að félagið hefur valdið ó- kyrrð hjá sumum þeim, er áður höfðu sérstaklega talið sig kvadda til forystu í þessum efn- um. Hin hollu áhrif samkeppn- innar eru þó þegar komin fram, því að hin eldri bókaútgáfufé- lög með svipuðu sniði vanda í ár útgáfu sína mun betur en þau hafa gert hin síðari ár. Stofnun hins nýja félags var eigi lokið fyrr en á miðju ári, og hefur það samt nú þegar haf- ið útgáfu sína. Eru þrjár bóka þess komnar út. Vegna skamms undirbúningstíma eru þessar þrjár fyrstu bækur að vísu þýð- ing á erlendum ritum en allár fallega útgefnar og ágætar að efni. Auk þess lætur félagið félagsmönnum sínum í té snotra, erlenda myndabók frá íslandi fyrir lágt verð Þrátt fyrir kurr hinna hræddu manna sýnir al- menningur, að hann kann að meta það starf, sem hér er hafið, og hefur aðsókn í félagið á þeim fáu mánuðum, sem liðnir eru frá stofnun þess, farið langt fram úr björtustu vonum um það, sem verða mundi á fyrsta ári. Slíkar undirtektir hvetja sannarlega til átaka og aukinna starfa. — ★ — Hin sífellda togsteita um efna- hagsmál dregur um ot hug þjóð- arinnar frá því, sem meira gildi hefur. Eitt af því er aukin þekk- ing og menntun sem allra flestra, er myndi í senn auka sanna lífs- nautn og skapa möguleika til varanlegra framfara einnig í fjárhagsefnum. Megin-ástæðan til lengra og betra lífs alls þorra manna iiú miðað við það, sem áður var, er aukin þekking. Tæknin, sem bygg ist á þekkingunni, hefur og aldrei verið í örari framför en einmitt um þessár mundir. í þessari þekkingarsókn meg- um við fslendingar ekki verða aftur úr. Þvert á móti verðum við að bæta okkur upp fámenn- ið með því, að hver þjóðfélags- þegn keppi eftir að verða mennt- áðri og hæfari til að gegna starfi sínu en sá, sem er í sambæri- iegri stétt og stöðu með öðrum þjóðum. Þar dugar þó ekki ein- sömul aukin þekking heldur þarf til að koma alhliða þroskun hug- arfarsins, víðsýni, góðvild og vaxandi skilningur á kjörum annarra. Okkur, sem nú lifum, sæmir að setja markið hátt, því að for- feður okkar hafa unnið krafta- verk með því að skapa og halda við sérstakri þjóðmenningu og reisa hið íslenzka þjóðfélag við á þann veg sem gert hefur verið. Vandinh, sem nú blasir við, er annar, en sízt minni og krefst þess, að við leggjum okkur allir fram um að vinna islandi svo vel sem við fremst megnum. - Afmæl! Framh. af bls. fl dugnaði sem Sesselja hefir sýnt. Henni hefur ekki verið fisjað saman. Það þarf kjark og sál- arþrekt til þess að standa í slíku lífsstríði. En Sesselja hefir sýnt, að enn er þrek og dugur í þeim kynstofni, sem þetta land bygg- ir og að víkingablóð rennur hon- um enn í æðum. Líklega situr Sesselja ein heima í kvöld á þessum 80. af- mælisdegi sínum og hlustar á útvarpið sitt, sem hefur verið eina skemmtun hennar nú um nokkur ár. En oft mun síminn hringja í kvöld, því að vinir og góðir nágrannar munu keppast um að heilsa upp á hana og árna henni allra heila. Á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.