Morgunblaðið - 31.12.1955, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.12.1955, Blaðsíða 13
Laugardagui 31. des. 105» MORGVNBLAÐIÐ 29 IÐNAÐIRI tegund holsteinaframleiðslu eftir sænskri fyrirmynd. Glerslípun og speglagerð í Reykjavík tilkynnti nýja tegund á framleiðslu tvöfalds glers sam- kvæmt þýzku einkaleyfi, þar sem notuð er sérstök tegund af strimlum milli rúðanna í stað- inn fyrir málmlista, sem 'mest hata tíðkast til þessa. . Gluggar h.f. nefnist nýtt fyrir- tseki í Reykjavík. Hóf starfsemi í júnímánuði. Framleiðir rimla- gluggatjöld og rúllugardínur en hyggst síðar að setja upp glugga- verksmiðju. Þakpappaverksmiðjan h.f. tók fil starfa í sumar í Silfurtúm, íhilli Hafnarfjarðar og Reykja- víkur, og framleiðir þakpappa. Hráefnið er flutt inn frá Þýzka- landi. Vélarnar eru allar smíðað- ar hérlendis. Dagleg afköst eru um 2—3 tonn af pappa. Skýrt var frá því, að bygg- ingarmeistari hafi aflað sér frá Bandaríkjunum nýrrar tegundar af gólfpússningarvél, sem pússi gólf um leið og þau eru steypt, í stað þess að láta það bíða þess að gólfið harðni og jafnvel þang- að til að húsin verði fokheld. Steinull h.f. í Hafnarfirði til- kynnti þá nýjung í framleiðslu sinni, að nú framleiðir verk- smiðjan einangrunarplötur úr steinull, en áður var steinullin framleidd í lausu formi. HRE1M.ÆXIS- \ ÖRUIÐNADUR Mikil samkeppni virðist ríkja í þessum iðnaði, vegna frjáls- ræðis í innflutningi. Meðal nýjunga sem frá var skýrt hjá innlendum verksmiðj- um, var ný tegund þvottadufts frá verksmiðjunni Sjöfn á Akur- eyri. Skaðabótamál var höfðað gegn Neytendasamtökunum vegna birtingar á niðurstöðum gæða- mats á danska þvottaefninu Hvile-Vask og krafizt 236 þús. kr. bóta vegna tapaðs ávinnings, er íslenzka umboðsfirmað taldi Bjórgunarskútan í smiðnm hjá Stálsmiðjunni. síg verða fyrir. Dómur er ekki' falíinn í n.álinu, Efnagerðin Stjarnan skýrði dagblöðum svo frá í nóvember, að verksmiðjan gæti nú fram- leitt allar bóntegundir, sem fyr- irfinnast á erlendum markaði. JÁRNIDNAÐUR í fréttum marzmánaðar var getið um nýja vél til þess að fella þorskanet, en vél þessi var fundin upp og smíðuð af Ásgeiri Long í Hafnarfirði. Þá er þess einnig getið í frétt- um ársins, að annar hagleiks- maður, Hannes Ágústsson, han fundið upp vél til þess að hnýta spyrðubönd, í samvinnu við Valdimar Egilsson, járnsmið, er smíðaði vélina síðan, og hafi tvær slíkar vélar verið seldar til Nor- egs. Verkstæði Konráðs Þorsteins- sonar, Sauðárkróki, tilkynnti framleiðslu á nýrri gerð hand- knúinna þvottatækja fynr heimili. Jens Árnason, vélsmiður í Reykjavík, fann upp nýja gerð af skreiðarpressu, sem talin er fullkomnari en eldri gerðir. XJm frys+Þ'éiaiðnað var mikið rætt og ritað í sambandi við byggingu nýrra frvstihúsa á Ak- j ureyri og í Hafnarfirði. f ráði var að flytja inn vélar frá Þýzka- landi og taka lán þar til fram- kvæmdanna. Sætti sú ráðagerð opinberum mótmælum fráLands- sambandi iðnaðarmanna og Fé- lagi íslenzkra iðnrekenda og verða vélarnar að líkum smíðað- ar innanlands. Um smíði stálskipa er rætt í kaflanum um skipasmíði. (Vegna rúmlevsis á þessum stað í blaðinu. er næsti kafli greinar- innar birtur á öðrum stað í blað- inu — á bls. 6.) Undirstöður að stærsta húsi Sementsverksmiðjunnar. 16 m. er* á milli undirstöðustóipa. Lokaorð Um iðnaðinn almennt, afkomu hans á árinu og um framtíðar- horfurnar mætti margt segja, umfram það, sem framanskráðar framleiðslutölur gefa til kynna. Fyrra atriðið liggur þannig fyrir í fáum orðum, að afkoma iðnað- arins fer verulega eftir fjárhags- legri afkomu og greiðslugetu al- mennings á hverjum tima. Verð- ur ekki annað sagt, en árið hafi að þessu leyti verið iðnaðinum hagstætt. Hinsvegar varð sex vikna verk fall á's. 1. vori ekki að sama skapi hagstætt fyrir iðnaðinn, sem á nú í harðri samkeppni við innfluttan varning. Stöðvun framleiðslunnar hafði í för með sér aukna sölu hins erlenda varnings í sölubúðum og tekur langan tíma að vinna það tjónj upp að fullu. Þá hafði kaupskrúfan innan- lands á árinu óheppileg áhrll á samkeppnisaðstöðu innlenda iðnaðarins við erlenda samkeppa isframleiðendur, því að á árinu 1955 hækkaði almennt kaupgjald um 21%, án þess að fréttir liggl fyrir um samskonar kauphækk- anir í nágrannalöndunum. Láns- fjárskorður háir starfsemi margra fyrirtækja og samkeppni er mik- il við innfluttan varning. End- urnýjun véla og aukið húsrýnai myndi bæta aðstöðu iðnaðarins, en auk lánsfjárskortsins strand- ar þar á erlenda gjaldmiðlinum og ganga flest fyrirtækjann* bónleið til búðar Innflutninga- skrifstofunnar um innflutning véla og leyfi til nýbygginga verksmiðjuhúsa. Rætt hefur verið um vaxandl Framh. á bls. 31» Þessi heimsfrægu gæða verkfæri selj- um v/ð af heildsölubirgðum og beint frá verksmiðjunni gegn nauðsynlegum leyfum. Einkaumboðsmenn fyrir Millers Falls Company Creenfield. Mass., IJ.S.4. Hafnarstræti 5, Reykjavík Simar 2207, 6786, 5206 MILLER5 FALL5 kTQOL5 j ''■wPp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.