Morgunblaðið - 31.12.1955, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.12.1955, Blaðsíða 15
Laugardagur 31. des. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 31 — Iðnaðurinn Frh. af bls. 29 innflutning smyglaðs varnings, íslenzkum iðnaði til óþurftar, en fjármálaráðherra, Eysteinn Jóns- son, virðist hafa gert gangskör að því nýlega að hneyksli þetta verði upprætt, og er vonandi að það takist giftusamlega. Okkur dreymir stóra og fagra drauma um iðnað á heimsmæli- kvarða í náinni framtíð, með virkjun fallvatna og nýtingu goshvera, en við megum ekki gleyma því, að sjálfskaparvítin eVu verst, og því megum við ekki láta bókstáfsgrillur eins og úrelta skattalöggjöf stöðva eðh- lega þróun, svo sem nú er. í hillingum stóriðnaðar fram- tíðarinnar megum við heldur eigi gleyma því, að ef sá byrj- unariðnaður, sem við nú höf- um komið upp, er smáður og að vettugi virtur, þá getum við aldrei vænzt þess að fá sess með- al iðnaðarþjóða. Grundvöilurinn er þegar fundinn og á honum má reisa vandaða byggingu. Gieðílegt nýjár! r - Isi. geiraunir Frh. af bls. 30 m. með föstum seðlum, sem gilda margar vikur í senn. Með því þátttökuformi geta menn fyllt út seðla, sem gilda óbreyttir svo lengi sem vill. Enn eru margir, sem halda að þátttaka í getraununum sé ein- hver reikningsþraut, en slíkt er mesti misskilningur, því að marg ir hafa hlotið vinning án þess að þekkja hið minnsta til knatt- spyrnu, en fyllt út seðla af banda- hófi eða með aðstoð tenings, og hefur sú aðferð jafnvel gefið 12 rétta. Með þökk fyrir birtinguna. íslenzkar getraunir. — UtanríkisviilskipU Frh. af bls. 19. gjaldeyri til innkaupa erlendis frá. VísitölUfyrirkomulagið með þeim Víxláhrifum milli verðlags og kaupgjalds, sem það felur í sér, getur orðið alvarleg fyrirstaða gegn raunhæfum aðgerðum til að koma á jafnvægi í viðskiptunum við út- lönd. Þetta fyrirkomulag tryggir ekki þeim, sem þess njóta, ó- breytta hlutdeild í afrakstri þjóðarbússins, þegai- um aukn- ingu hans er að ræða. Þegar hins vegar verðlagshækkun skapazt af minnkandi afköstum, t.d. versn andi viðskiptakjörum (meiri verð hækkun á innflutningi en út- flutningi), hlýzt af því almenn kaupgjaldshækkun. Útflutnings- atvinnuvegirnir njóta ekki góðs af vísitölufyrirkomulagi á sama hátt og landbúnaðurinn og sum- ar aðrar atvinnugreinar. Hlið- stætt fyrirkomulag útveginum tií handa væri það, að skráðu gengi krónunnar gagnvart erlendri mynt væri breytt í hlutfalli við breytingar kaupgjaldsvísitölunn- ar. Slíkt fyrirkomulag væri vit- anlega mjög varhugavert, enengu að síður er lærdómsríkt að velta fyrir sér, hverjar afleiðingar það kynni að hafa. — Það ætti að vera kominn tími til að endur- skoða vísitölufyrirkomulagið gagngert, launþegum til hags- bóta ekki síður en öðrum. Efnahagsvandamál landsins eru orðin það alvarleg, að þau krefj- ast skjótrar og róttækrar úr- lausnar, og veltur þá á miklu, að alþjóð skilji nauðsyn og tilgang þeirra ráðstafana, sem gera þarf. Mendes France eykur fylyi siit PARÍS, 29. des. — Samkvæmt nýafstáðinni Gallupskoðanakönn un, hefur fylgi Mendés-France og samfylkingu vinstri borgara- I flokkanna aukizt mikið síðustu dagana. Þrjátíu og sjö prósent þeirra, sem spurðir voru viidu fá Mendés í stjórn. en við sams kon- ar skoðanakönnun fyrir um það bil háifum mánuði fékk Mendés þrjátíu og þrjú pr. Skoðanakönn- unin leiddi einnig í ljós, að sífellt fleiri vilja bægja kommúnistum frá stjórninni. —Reuter. Grotewohl vel fagnað í Moskvu PARÍS, 29. des. — Forsætisráð- herra Austur-Þýzkaiands, Otto Grotewohl, kom í dag til Moskvu ásamt austur-þýzkri sendinefnd, sem verið héfur á kynnisför í Austurlöndum að undanfömu. Var síðasti viðkomustaður þeirra félaga Ytri-Mongolia. Grotewohl er formaður nefndarinnar og var honum fagnað vel af höfðingj- unum í Kreml við komuna þang- að. Meðal þeirra, sem cóku á móti forsætisráðherranum var kollegi i hans, Bulganin, og Molotov ut- anríkisráðherra. Sjávarútvegurinn X BEZT AÐ AVGLÝSA X W I MORGUNBLAÐINV ▼ þÍRABÍUMjonSSOM lOGGILTUK SíUAtAhYöANDi • OG DÖMTOlBUR i ENSKU • SiaSJUBVOLX - ixai 81655 Snyrting og vigtun. Frh. af bls. 25 ingu birgðanna frá því, sem var við síðustu áramót. Freðfiskút- flutningurinn skiptist að lang- mestu leyti milli Bandaríkjanna annars vegar og ríkjanna í Aust- ur-Evrópu hins vegar, aðallega Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu. Hafa Sovétríkin sérstaklega fengið meira magn á þessu ári en árið áður og fór um helmingur freðfisksútflutningsins til nóvem- berloka á þann markað. Hins vegar hefir útflutningurinn til Bandaríkjanna dregizt allmjög saman vegna harðnandi sam- keppni á þeim markaði á þessu ári. Er það raunar einkennandi fyrir þann markað hversu hann getur verið breytilegur frá ári til árs. Breytingar á útflutningi ann- arra afurða frá þorskveiðunum hafa ekki mikla þýðingu enda flestar ekki stórvægilegar. . Áberandi er hversu saltsíldar- útflutningurinn hefir aukizt mikið á árinu, eða rúmlega tvö- faldast. Kemur þar fram hin breytta hagnýting síldaraflans frá sumrinu og hinn aukni afli á reknetjaveiðunum suðvestan- lands. Skorti ekki rnikið á það, að unnt væri að uppfylla alla samn- inga, sem gerðir höfðu verið fyr- irfram um sölu Norðurlandssíld- ar og að því er snerti Faxasíldina tókst að veiða hana upp í alla samninga. Hefír slíkt ekki átt sér stað um langa hríð. MáIflutipng3skrjfjitoía G»mi« 8i6, — Simi ! 4 7 GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Tóhakssalan, Luuguvegi 12 GLEÐILEGT NÝÁR! Þökkum viðekiptin á liðna árinu. SmDRI H.F. GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Murteinn Einarsson & Co. GLEÐILEGT NÝÁR! Skipaútgerð ríkisins : S>Sj*>‘®<S>«'«>5>S>«>S>«>*>«>C'®>S>fc«®,‘S>*>S>S>a({ GLEÐILEGT NÝÁR! KlæSaverzl. Andrésar Andréssonar GLEÐILEGT NÝÁR! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Blikk- og stáltunnuverksmiSja J. B. Pétursson GLEÐILEGT NÝÁR! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. LANDSSMTOJAN SKÓRLWV órfcar öllum viðskiptavinum sínum fjær og nær^ ÁRS OG FRIÐAR GLEÐILEGT NÝÁR! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. ( ( Regnboginn, Laugavegi 62 c öllum viðskiptavinum vorum fjær og nær( ÁRS OG FRIÐAR { in G) í >rg r 1 Jón Bergsson heildverzlnn HKLSINGBOPvGiS GUMMIFABRIKlS A/S, Helsingborg HEINR. SÖRGEL, Hamborg GLEÐILEGT NYAR! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Verzi. Páls Hallbjörnssonar, Leifsgötu 32 GLEÐILEGT N'YAR! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDUR II.F. GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Kjötbúðin Borg GLEÐILEGT NYAR! Þökk fyrir það liffcia. Kjötbúðin, Langholtsvegi 19. Valdemar Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.