Alþýðublaðið - 28.06.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.06.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 sted uppi á Óðinsgötu. Fór fótur teipunnar annaðhvort úr liði eða brákaðist. „Huginn£‘, skonnorta Kveldúlfs- félagsins kom frá Englandi á laug- ardaginn með kol. W. P. Petersen, skonnorta, nýkomin með timburfarm til Árna Jónssonar. Islandsmótið fór svo, að Vík ingur vann K. R með 5 : 2, og hlaut þar með bikarinn. Kanpendur blaðsins, er verða fyrir vanskilum á því, eru vinsaml. beðnir að gera afgreiðslunni tafar- iaust viðvart. Mynd sú afBorgbjerg, ritstjóra Socialdemokraten, er 'Rikarður Jónsson myndhöggvari gerði af honum, er hann var hér 1918, hefir hlotið einróma lof þeirra er séð hafa. Er myndin sögð bezt mynd, er Borgbjerg hefir nokkurn tíma fengið af sér. Næstkomandi sunnudag kl. 9 f. h. fara Templarar skemtiferð til Akraness, á gufuskipinu Suðurland Skemt verður raeð ræðuhöldum, hljóðfæraslætti, söng o. fl. Far- seðlar verða seldir í Temþlara- húsinu í kvöld, annaðkvöld og miðvikudagskvöld frá kl. 6—8 e.h. Vafalaust má gera ráð fyrir að Templarar fjölmenni, því skemti- ferðarnefndin mun gera a!t sem í hennar valdi stendur til þess að dagurinn geti orðið sem ánægju- legastur fyrir ferðafólkið. Yeðrið Vestm.eyjar Reykjavfk . ísafjörður . Akureyri . Grímsstaðir Seyðisíjörður Þórsh., Færeyjar Stóru stafirnir Loftvog einna vestan land og í dag. SA, hiti 9,7 A, hiti io,2 logn, hiti 8.4 logn, hitiu.o logn, hiti 8.0 logn, hiti 6,7 A, hiti 9,7 merkja áttina lægst fyrir suð hægt fallandi Austlæg átt annarsstaðar. á Suðutlandi; logn E. H. Kvaran tók sér fari á Botníu í dag til Khafnar. Situr hann þar á Hástúkuþingi sem full- trúi Stórstúkunnar í næsta mán. Vín og bifreiðar. í Noregi voru á stríðstímunum lagðar ýmsar hömlur á innflutning á vörum, svo sem víni, bifreiðum og öðrum óþarfa varningi. Þegar stríðinu )auk var markaðurinn opn- aður aftur og innflutningurinn óx geysilega á þessum tegundum. Má heita að eftirspurnin sé takmarka- laus. Tolltekjurnar af víni og bif- reiðum eru nú þrisvar sinnum hærri en fýrir stríðið og má nokk- uð marka af því utn innnflutning- inn. En óvíða um heim hafa líka orðið til jafn margir nýir auðmenn á stríðstfmunum eins og í Noregi. Keisari i kröggum. B aðið »Arbeitarzeitung“ í Wien segir frá því, að Karl keisari, er nú dvelur f Sviss, hafi farið þess á leit við Bandamenn, að þeir leyfðu honum að hverfa heim til Ungverjalands. Hann segist' eigi geta dvalið lengur í Sviss sökum peningaskorts, en kveðst geta komist af ef hann fái leyfi til að lifa „prívat* á landeignum sínum í Ungverjalandi. thlesðar fréttir. Kröfar brezkra námamanna. Þjóðfundur námamanna í Bret- landi ákvað fyrir skömmu að krefjast ransóknar á ágóða af rekstri brezku kolanámanna, svo þeir mættu byggja á því kröfur sínar um launakækkun. Sömuleiðis kröfðust þeir að herliðið væri þegar í stað kaliað heim frá ír- landi. Arangurinn af þessari ákvörð- un er sennilega það, sem stóð í símfregn fyrir skemstu, að brezkir flutningaverkamenn hefðu neitað að flytja hergögn til írlands. Nitti — Giolitti. Nitti myndaði í þriðja sinn sam- steypustjórn á Ítalíu af borgaralegu flokkunum, en hún stóð aðeins nokkra daga. Tók þá Giolitti að sér að mynda stjórn og er búist við að stjórnarskifti þessi muni valda miklum breytingum í utan- og innanríkispólitík ítala. Innan- lands ætlar Giolitti að koma á góðu samkomulagi á milli verka- manna og vinnuveitenda, en ennþá er eigi kunnugt um hver verður afstaða hans til Bandamanná, en búist er einnig við breyttri stefnu í utanríkispólitík ítala. Manntjón Norðmanna af stríðsorsökum. Vátryggingarstofnun norska rík- isins hefir nýlega gefið út skýrslu um manntjón á norskum skipum af stríðsorsökum, svo sem kafbáta- hernaði, sprengiduflum eða á ann- an hátt. Hafa alls farist 2018 manss. Af þeim voru 1369 Norð- menn, 242 Svíar, 115 Danir og 292 annara þjóða menn. Samtals hefir vátryggingarstofnunin orðið að greiða um 20 milj. króna eftir- lifandi skyldfólki þeirra er fórust. Ebert. Sagt var í skeyturn um daginn, að Ebert forseti Þýzkalands vildi eigi gefa kost á sér aftur sem forseta. Hvað valda því óánægja með hann inan flokks hans. Rússar og Japanar. Þann 25. maí hætti öllum fjand- skap milli Rússa og Japana í Austur-Síberfu og var samið vopna- hlé, en eigi er fuíikunnugt um endalok þeirra samninga. komu á Botníu í flljööfæraliiís Rvíkur. Verziunia „HIíf“ á Hverfisgötu 56 A, sími 503 selur: 12 tegundir af góðu, fínu Kaffibrauði, 3 teg- af Sirius suðusúkkulaði, Kakao og Sukkulade sælgæti, Kreyns viridia, góða og ódýra, Reyktóbak, Nef- tóbak, skorið og óskorið, Skólp- föturnar aíþektu, Vatnsfötur, email- leraðar Ausur, Steikarpönnur, Borð- hnífa, Alumineum gaffla, Matskeið- ar og Teskeiðar, afar ódýrt. Vasa- hnífa, Starfhaífa og skæri. Kaupið nú þar, sem ódýrasjt er.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.